Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 34
58 eeei HaHMc-mah .oi aunAauTaöa aiGAua'/iunflOM 34.................. — -----—— MORGUNBfcAÐffi' FÖSTUBA6tJIÍ"tOr'SEPTBM®BR“ 1903----- Minning * Sigríður Arnadóttir frá Blöndugerði íHró- arstungu ÍN-Múlasýslu Fædd 26. júní 1899 Dáin 2. september 1993 Látin er í hárri elli á Akranesi Sigríður Árnadóttir frá Blöndugerði í Hróarstungu, sem lengi var for- stöðukona Elliheimilis Akraness. Útför hennar verður gerð í dag frá Akraneskirkju. Ég kynntist Sigríði Árnadóttur fljótlega eftir að ég kom til starfa hjá Akraneskaupstað vorið 1954 því að elliheimilið var ein af stofn- unum bæjarins. Þar gerðist hún forstöðukona 1. okt. 1946 og gegndi því starfi í rúmlega 26 ár eða til 1. nóv. 1972. Með okkur tókst strax mikið og gott samstarf og vinátta alla tíð síðan. Mér fannst mikið til um skyldurækni hennar og hagsýni, ásamt umhyggju fyrir þeim er þar dvöldust. Um rekstur- inn hafði hún gott samband við bæinn. Elliheimilið hafði ekki starf- að nema í nokkur ár þegar hún tók við stjórn þess.' Hún mótaði því reksturinn öðrum fremur. Á þeim tíma dvöldust 15-18 vistmenn á heimilinu og alltaf biðlisti. Húsa- kynnin voru þröng og óþægileg, en notuð til hins ítrasta, enda þörfin mikil. Hópurinn var sunduleitur því að auk gamla fólksins var elliheimil- ið athvarf eintaklinga á öllum aldri sem bjuggu við ýmis sérvandamál. Sigríður var bæði góður stjórn- andi og hagsýn húsmóðir. Þar leið öllum vel og þaðan fór enginn fyrr en yfir lauk. Sigríður sýndi mikla umhyggju fýrir fólkinu sem þar bjó og hafði góðan skilning á fjármálum heimilisins. Hún ræktaði kartöflur, rak hænsnabú og gerði slátur á haustin eins og siður er á mörgum heimilum. Fjárhagsvandamál elli- heimilisins á þeim árum var óþekkt fyrirbæri og bar það sig flest árin. Sumir á elliheimilinu höfðu af og til tekjur fyrir ýmsa vinnu og gætti hún þess vandlega að þær nýttust þeim persónulega, en færu ekki forgörðum. Slik var umhyggja hennar. Sigríði þótti vænt um starf- ið og átti bæði myndugleika og góðvild sem öllum stjómendum er nauðsynlegt svo að vel fari. Hún var dugnaðarforkur og vakti yfir velferð heimilisins. Hún var úrræða- góð og leysti hvert vandamál sem að höndum bar af fullri yfirvegun. Bæjarstjóm Akraness sýndi Sigríði sérstakan sóma 1971 er hún hafði stjórnað elliheimilinu í 25 ár. Bæjar- stjórinn bar ætíð óskorað traust til hennar og mat hana mikils. Ekki er hægt að ræða svo um störf Sigríðar að ekki sé jáfnframt minnst á Þorbjörgu Jónsdóttur frá Vatnsenda í Vesturhópi. Hún starf- aði með Sigríði allan tímann og átti þar sitt heimili til æviloka 1975. Lengi sáu þær einar um allan rekst- ur heimilisins. Þær bjuggu í heimil- inu og unnu allt sem með þurfti, hvort sem var á nóttu sem degi. Þorbjörg var mikil öndvegiskona — greind og hjartahlý — og vann við heimilið með sama hugarfari og Sigríður. Slík umhyggjusemi og þjónustulund, sem þessar konur sýndu elliheimilinu við erfiðar að- stæður var frábær. Slíkra starfa er ástæða til að minnast og verða aldrei þökkuð sem vert er. Eftir að Sigríður hætti störfum 1972 stofnaði hún sitt eigiö heim- ili, en flutti síðan á Dvalarheimilið Höfða 1980. Þar stundaði hún fönd- ur og aðra handavinnu af miklum áhuga svo lengi sem heilsan leyfði. Er til mikið safn af fallegum mun- um sem bera vott um hagleik henn- ar og smekkvísi. Sigríður var ákaf- lega vel gerð kona og miklum mannkostum búin. Hún kunni góð skil á ættfólki sínu og sýndi því mikla tryggð og vináttu eins og öllum þeim, sem hún einu sinni tók tryggð við. f kring um hana var enginn hávaði, skrum eða sýndar- mennska. Heiðarleikinn og sam- viskusemin var henni í blóð borin. Hún var háttvís og hógvær í fram- komu og sá yfirleitt það besta sem bjó í hveijum manni. Stækkun elli- heimilisins á Akranesi var henni mikið áhugamál og studdi hún það myndarlega. Hún hafði reynslu af gamla tímanum og taldi umbóta þörf. Hún var þakklát fyrir þjón- ustuna á Höfða og brosti við hveij- um nýjum degi allt þar til yfir lauk. Líf hennar var í langan tíma þjón- usta við þá sem minnst mega sín í lífinu. Slíkra er gott að minnast. Allir vinir Sigríðar kveðja hana að leiðarlokum með virðingu og þakk- læti fyrir fagurt ævistarf. Blessuð sé minning hennar. Daníel Ágústínusson. Fagna þú, sál mín. Lít þú víðlend veldi vona og drauma, er þrýtur rökkurstíginn. Sjá hina helgu glóð af arineldi eilífa kærleikans á bak við skýin. Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra kveldi, - kemur upp fegri sól, er þessi’er hnigin. (Jakob J. Smári) Kær vinkona mín, Sigríður Áma- dóttir, er látin. Það eru góðar minn- ingar sem ég á um Sigríði, engin óskyld manneskja hefur staðið nær mér. Sigríður var fædd 26. júní 1898 á Heykollsstöðum í Hróarstungu, N-Múlasýslu. Ung fluttist hún með foreldrum sínum að Straumi og síð- an Blöndugerði í sömu sveit, þar sem hún dvaldist til fullorðins ára. Ég var bam að aldri þegar leiðir okkar Sigríðar lágu fyrst saman. Það var árið 1946 að hún gerðist forstöðukona Elliheimilisins á Akranesi. Þá hafði fjölskylda mín hafið búskap í Skilmannahreppi. Sigríður heimsótti okkur strax þeg- ar hún frétti af okkur í nágrenninu. Sá kunningsskapur hafði myndast, þegar hún og móðir mín Sigríður höfðu sem ungar stúlkur stundað saman nám við Húsmæðraskólann á Hallormsstað. Höfðu þær skóla- systurnar margs að minnast frá liðnum samverustundum. Þegar fram liðu stundir fór ég að vinna tíma og tíma á elliheimil- inu hjá Sigríði. Þá var þar bara ein fastráðin starfsstúlka auk Sigríðar, Jónína Þorbjörg Jónsdóttir. Það var mikið lán fyrir Sigríði að hafa slika öndvegis manneskju sér við hlið. Tekið var til þess hve þessar tvær konur vom samhentar og ósérhlífn- ar. Fullskipað tók heimilið 15 manns. Þarna var fólk á ýmsum aldri, sem ekki átti samleið með öðrum úti í þjóðfélaginu. Sigríður lagði sinn metnað að sinna starfi sínu sem best. Hún stjórnaði af hagsýni, umhyggju og festu, sem um eigið heimili væri að ræða. Lengi vel höfðu þær Sigríður og Þorbjörg kartöflugarð og ræktuðu nægar kartöflur fyrir heimilið. Einnig munu þær hafa haft hænsni á tímabili og gátu þá nýtt ýmsar matarleifar sem til féllu, jafnframt að framleiða egg fyrir heimilið. Þá var sláturgerð þar fastur Iiður á haustin. Fyrir jólin var saumað og pijónað á vistfólkið. Þarna voru innan um einstæðingar sem engan áttu að. Þorbjörg settist þá við pijónavélina og Sigríður tók fram saumavélina svo að enginn fór í jólaköttinn. Sig- ríður hafði lært saumaskap á yngri árum og var mjög fær í þeirri grein, ásamt margskonar handavinnu. Eftir að Sigríður lét af störfum á elliheimilinu bjó hún um tíma í eigin íbúð á Akranesi, þar til hún fluttist að Dvalarheimilinu Höfða. Nú höfðu hlutirnir snúist við. Hún sem hafði gert að ævistarfi sinu að hjúkra og þjóna öðrum, var nú upp á aðra komin með flesta hluti. Slíkt er ekki sársaukalaust fyrir neinn. En Sigríði líkaði vel vistin á Höfða og var þakklát því góða fólki sem hugsaði um hana þar. Föndrið á Höfða stundaði hún meðan heils- an leyfði og á ég fallega muni sem hún vann þar og gaf mér. Síðustu æviárin dvaldist Sigríður á Sjúkrahúsi Akraness. Þar heim- sótti ég hana síðast fyrir nokkrum vikum. Ég kveð Sigríði með hjartans þakklæti fyrir allt sem hún var mér fyrr og síðar. Blessuð sé minning hennar. Erna. Sigríður Árnadóttir, fyrrverandi forstöðukona Elliheimilisins í Arn- ardal á Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 2. september sl. Hún verður jarðsungin frá Akranes- kirkju í dag, en jarðsett síðdegis á Hvalsnesi. Góður vinur og góð frænka fjöl- skyldu minnar, sú er nú kveður, var fædd og uppalin í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði. Hún fæddist á Heykollsstöðum 26. júní 1898. Það- an fluttist hún að Straumi 1908 og loks að Blöndugerði 1915, en öll eru þessi býli í sömu sveit. Sigríður var komin af merku mannkostafólki á Héraði. Móðir hennar var Þuríður Kristjánsdóttir Kröger stórbónda og krikjusmiðs á Hvanná á Jökuldal og konu hans Elínar Margrétar Þorgrímsdóttur prests á Húsavík. í Hofteigi og Þingmúla. Auk Þuríðar voru börn hjónanna á Hvanná Guðríður, hús- móðir á Stórabakka, Anna Jakob- ína, húsmóðir á Urriðavatni, Gunn- þórunn, húsmóðir á Hvanná, Þor- valdur, bóndi í Fremraseli, og Bene- dikt, bóndi á Stórabakka. Faðir Sigríðar, Árni Árnason búfræðingur, var Húnvetningur, sonur Áma Jónssonar hreppstjóra og dannebrogsmanns á Þverá í Hallárdal og konu hans Svanlaugar Björnsdóttur. Meðal annarra barna þeirra hjónu voru þeir Björn hrepp- stjóri á Syðri-Ey í Vindhælishreppi, séra Jón á Bíldudal, Ólafur kaup- maður á Stokkseyri, Sigríður hús- móðir á Ytri-Hóli á Skagaströnd og Sigurlaug á Þverá. Hjónin Árni og Þuríður hófu bú- skap á einni af jörðum foreldra Þuríðar, Heykollsstöðum, 1892, en , þar bjuggu þau næstu 16 árin. Hjónin á Heykollsstöðum biðu á búskaparárum sínum margvíslegt tjón, andstreymi og mikla sorg, misstu m.a. í frumbernsku fjögur af börnum sínum. Börn Árna og Þuríðar er upp komust voru Jó- hann, Sigríður, Kristbjörg og Svan- laug sem fórst af hesti í Eyvindará skömmu eftir að hún hafði gifst ungum bónda á Héraði. Afi Sigríðar í móðurætt var Kristján smiður Jóhannsson Krög- er, kominn af hinni kunnu ætt lær- dóms- og athafnamanna í Siglufirði og í Eyjafirði. Afi Kristjáns Kröger var Jóhann Kaspar Kröger sem á unga aldri, 1787, kom frá Kaup- mannahöfn til Siglufjarðar til versl- unarstarfa. Hann varð þar verslun- arstjóri, eignaðist höfuðbólið Höfn og bjó þar stórbúi, stórvel metinn maður og hreppstjóri. Kona hans var Rakel Halldórsdóttir frá Skóg- um í Reykjahverfi og voru þeirra synir Jörgen prestur á Helgustöð- um, Halldór sýslumaður í Þingeyr- arþingi og Jóhann bóndi, faðir Kristjáns Kröger, en hann bjó í Munkaþverá í Eyjafirði. Áður en Kristján Kröger kom til starfa hjá séra Þorgrími hafði hann lært smíðar hjá völundinum Þor-* steini Daníelssyni á Skipalóni við Fiyjafjörð. Hann hafði því orð á sér fyrir að vera duglegur og góður smiður þegar hann kom til starfa í Hofteigi á Jökuldal til að byggja þar nýja kirkju 1848. Sú ferð Kristjáns Kröger til starfa fyrir austan fékk farsælan endi því nokkru eftir lok kirkjusmíð- innar gekk hann að eiga Elínu Margréti, dóttur séra Þorgríms. Að loknu brúðkaupi reistu ungu hjónin sér bú á næsta bæ, á kirkjujörðinni Hvanná á Jökuldal, Börn séra Þorgríms Arnórssonar voru auk Elínar Margrétar, Hansína Sigurbjörg prestsfrú í Hofteigi og Jón Þórarinn sem gekk í Reykjavík- urskóla 1865, en lést tvítugur, öll- um harmdauði. Hann stefndi að því eins og forfeður hans að verða prestur, en með fráfalli hans slitn- aði um sinn sú samfellda keðja presta sem hafði varað í ættinni um aldir. Af móðurafa og móðurömmu Sigríðar, þeim Kristjáni og Elínu Margréti, er það að segja að þau bjuggu stórbúi á Hvanná til hárrar elli. Þau voru talin um skeið ríkustu bændur á Héraði. Kristján bóndi lét ekki deigan síga, jók eignir sínar með því m.a. að kaupa Hvanná af kirkjujarðasjóði og margar fleiri jarðir, einkum í Tunguhreppi. Um aldamótin lét Kristján Kröger bú- skap og jörð að mestu í hendur Gunnþórunnar dóttur sinnar og tengdasonarins Jóns alþingismanns Jónssonar. Sigríður Ámadóttir, sú er nú er kvödd, var óvenjufróð um sinn frændgarð. Af þeim fróðleik voru henni kærastar minningar og sagn- ir um langafa sinn séra Þorgrím Arnórsson sem var af prestum og biskupum kominn aftur í aldir. Kona Þorgríms prests og lang- amma Sigríðar var Guðríður Pét- ursdóttir frá Engey, Guðmundsson- ar, en móðir séra Þorgríms var Margrét Björnsdóttir prests í Ból- . staðarhlíð, Jónssonar. Arnór faðir séra Þorgríms var prestur á Bergs- stöðum og sonur Árna biskups á Hólum Þórarinssonar. Það geislaði gleði og stolt úr andliti Sigríðar vinkonu minnar þegar hún rifjaði upp sögur og sagnir um séra Þor- grím langafa sinn, er höfðu varð- veist meðal manna á Héraði. „Séra Þorgrímur og Guðríður kona hans þóttu gestrisin með af- brigðum og hjálpsöm sveitungum sínum, ekki síst þegar illa áraði. Er svo sagt að vetur einn, þá er séra Þorgrímur var í Hofteigi, hafi verið einstök harðindi og að þá hafi fjoldi bænda orðið heylaus. Lét þá prestur hvern þann hafa hey og mat sem þurfti, og svo fyllti hann tómar hlöður í Hofteigi af fé bænda.“ „Fyrir síðustu aldamót var rætt um að kvæði Gríms Thomsens „Sá er nú meira en trúr og tryggur“ væri ort um hund sem séra Þor- grímur átti í Þingmúla. Fékkst hundurinn ekki frá líki húsbónda síns og neytti einskis. Syrgði hann sig og svelti í hel. Virtist svo sem séra Þorgrímur hafí verið ham- ingjumaður þar sem hann kom að þeim lífverum, sem tryggastar eru og gjarnastar á fórnfýsi." Séra Þorgrímur hóf prestsskap á Húsavík 1840 í Hofteigi 1848 og í Þingmúla 1864. Þá tók við prests- skap í Hofteigi tengdasonur hans, séra Þorvaldur Ásgeirsson eigin- maður Hansínu Sigurbjargar Þor- grímsdóttur. Séra Þorgrímur var fæddur 1807 en lést 1868. Með fráfalli Sigríðar Árnadóttur hafa öll systkinin, börn Árna og Þuríðar sem fæddust á Hvanná og Heykollsstöðum, en voru síðar kennd við Blöndugerði, kvatt þenn- an heim. Systkinin þrjú, Sigríður, Kristbjörg og Jóhann, sem lengst lifðu, héldu ætíð nánu og ástríku sambandi. Jóhann var hinn eini þeirra systkina sem kvæntist og eignaðist börn. Haustið 1921 kvæntist hann Stefaníu Sigbjörns- dóttur frá Litla-Bakka í sömu sveit. Börn Jóhanns og Stefaníu eru Svan- laug, húsmóðir í Reykjavík, Sigur- björn, bóndi í Blöndugerði, Ami, bóndi á Blöndubakka, og Vilborg, húsmóðir í Reykjavík. Sigríður var alla tíð ógift og bamlaus, en gott og innilegt sam- band átti hún ætíð við börn systk- ina sinna, auk sambands við börn, barnabörn og bamabamabörn Jó- hanns bróður síns. Var það ham- ingjustund Sigríðar árið 1953 þegar Kristbjörg systir hennar eignaðist fósturdóttur, en þá tók Kristbjörg að sér þriggja ára stúlku sem var á heimili fyrir munaðarlaus börn. Var hún þá óskírð, en gekk undir nafninu Stella. Kristbjörg lét skíra hana Árnýju Sigríði Benediktsdótt- ur. í Blöndugerði dvaldist Sigríður meðal foreldra sinna og systkina þar til hún hleypti heimdraganum um 1918. Fyrst var haldið til starfa á Hótelinu á Blönduósi, en síðar til Seyðisfjarðar til að læra fatasaum. Þá iðn stundaði Sigríður á ýmsum stöðum um árabil. Leiðin lá nú til Reykjavíkur þar sem Sigríður starf- aði hjá Sturlubræðrum, kunnum athafnamönnum þess tíma, og síðar á pijónastofu. Árið 1935 fluttist Sigríður til Sandgerðis þar sem hún varð ráðskona Bjöms Samúelssonar útvegsbónda til 1944. Á ámm henn- ar í Sandgerði dvaldist hjá henni Þuríður móðir hennar sem lést þar 9. maí 1943 og var jarðsett þar í Hvalsneskirkjugarði. Árni faðir Sigríðar lést í Blöndu- gerði 22. júní 1953. Hafði hann setið 38 ár í hreppsnefnd og gegnt fleiri trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Á árinu 1942 var hann gerður að heiðursfélaga Búnaðarfélags Tunguhrepps á 50 ára afmæli þess. Þá er Árni varð 75 ára héldu sveit- ungar hans afmælisveislu í Blöndu- gerði og færðu honum göngustaf að gjöf, góðan grip sem austfirski listamaðurinn Ríkarður Jónsson hafði gjört. Gjöf þessi, ásamt fleiri virðingarvottum, sýndi að sveitung- ar hans báru til hans hlýjan velvild- arhug. Ámi var jarðsettur í Kirkjubæ 9. júlí. Óvenjumargt fólk frá öllum heimilum í sveitinni sótti þá jarðarför. Á árinu 1946 tók Sigríður við starfi forstöðukonu Elliheimilisins í Arnardal á Akranesi. Því starfi gegndi hún þar til hún hætti störf- um 1972. Á næstu árum dvaldist hún í íbúð sem hún hafði eignast að Jáðarsbraut 39, eða þar til hún gerðist vistmaður á dvalarheimilinu Höfða 1979. Frá 1992 hafði Sigríð- ur dvöl á Sjúkrahúsi Akraness. Sigríður var afar þakklát fyrir nær 50 ára dvöl sína á Akranesi. Þar stofnaði hún til kynna við gott fólk sem sýndi henni vinsemd og virðingu. Nánasti samstarfsmaður hennar í starfi á Elliheimilinu var Þorgerður Jónsdóttir. Heiðursmað- urinn Daníel Ágústinusson var einn af þeim Akumesingum sem Sigríð- ur mat mikils. Hann lét þessi orð falla um samstarf þeirra í minning- argrein sem hann ritaði í Morgun- blaðið um Þorgerði Jónsdóttur 10. júlí 1975: „Þegar ég gerðist bæjarstjóri á Akranesi vorið 1954 kynntist ég Þorbjörgu fljótlega vegna starfa hennar við elliheimilið. Sigríður Árnadóttir var þá forstöðukona, en því starfi gegndi Sigríður í 26 ár. Það vakti strax athygli mína og aðdáun hversu samstarf þeirra var gott um málefni elliheimilisins og umhyggja þeirra fyrir hag heimilis- ins og þeirra sem þar dvöldu var alveg frábær. Þar var unnið nótt sem dag, ef með þurfti, og hagsýni gætt í hvívetna." Að leiðarlokum er Árnýju Sigríði Benediktsdóttur, starfsfólki Höfða, starfsfólki Sjúkrahúss Akraness og öllum sem veittu Sigríði Árnadóttur stuðning og vinarþel á ævikveldi, færðar alúðarþakkir. Farsælu æviskeiði Sigríðar Árna- dóttur er lokið en eftir lifir minning- in um góða konu og samferðamann. Eyþór Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.