Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1993 Danir greiða ekki fyrir notkun debetkorta Bankastofnanir spa minnkandi ávísanan Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 6911TI0. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Að standa við stóru orðin Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKA debetkortakerfinu var komið á í samvinnu banka og sparisjóða fyrir tíu árum til að mæta kostnaði við ávísananotkun. Kortin eru ókeyp- is fyrir korthafa. Búðir og aðrir söluaðilar þurfa að greiða fyrir uppsetn- ingu tækja til kortalesturs, en greiða að öðru leyti ekki fyrir afnotin. Einungis fáir Danir nota kreditkort innanlands, miðað við fjölda þeirra sem nota debetkortin og greiðslumynstur Dana er ólíkt því sem tíðkast á íslandi. Lars From framkvæmdastjóri Pen- geinstitutternes Betalings Service, PBS og Eurokorta í Danmörku sagði í samtali við Morgunblaðið að PBS væri tæknifyrirtæki í eigu bankanna og sæi um rekstur debetkortsins, sem heitir Dankort. Kortin eru afgreidd til þeirra sem þess óska í gegnum viðskiptabankana. Kortin eru ókeypis og ekkert árgjald er greitt fyrir þau. Færslur í búðum og öðrum viðskiptum eru ókeypis. Ef þau eru notuð til að taka peninga út í sjálfsölum bankanna kostar hver úttekt sem samsvarar rúmum tíu krónum íslenskum á opn- unartíma bankanna, en eftir lokun og um helgar kostar úttektin tuttugu krónur. From sagði að búðirnar borg- uðu ekki annað en tækin, sem kortun- um er brugðið í og uppsetningu þeirra, en síðan ekki meir. Hann sagð- ist álíta að búðimar sæju sér hag í að fá peningana beint inn á þennan hátt, í stað ávísana eða kreditkorta- greiðslna. From sagði að ástæðan fyrir því að bankarnir borguðu kostnaðinn af Dankortakerfínu væri sú að þeim kæmi betur að viðskiptavinir notuðu kort fremur en ávísanir. Erfitt væri að gera nákvæmlega upp kostnað bankanna af ávísananot.kun, en víst væri að kortanotkunin væri mun ódýrari. Þegar kortið var tekið í notk- un fyrir tíu árum voru árlega notaðar 230 milljónir ávísana, en nú hundrað milljónir. Dankortafærslur eru um 170 milljónir á ári. Auk þess sem bankarnir spöruðu sér kostnað við afgreiðslu ávísana léttu kortin einnig á úttektum í bönkum, þar sem kort- hafar þyrftu ekki að koma að af- greiðsluborði bankanna til að taka út. Fram til 1988 áttu Danir einungis kost á Dankortum annars vegar og svo Eurokortum hins vegar. Þar sem margir Dankorthafar létu í ljós óskir um að geta notað greiðslukort erlend- is tókust samningar milli PBS og Visa um að Dankorthafar gætu feng- ið Visakort og Dankort í einu korti. Dankortið er þá hægt að nota innan- lands, en Visakortið gildir aðeins er- lendis. Dankortið er ókeypis eftir sem áður, en fyrir Visakortið er greitt sem samsvarar rúmum 1.500 íslenskum w w Ort vaxandi notkun kortanna í Noregi Einar K. Guðfinnsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks- ins á Vestfjörðum, ritar grein í Morgunblaðið í gær og er til- efnið umfjöllun blaðsins um andstöðu nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins við tillög- ur Þorsteins Pálssonar um fækkun sýslumannsembætta. Morgunblaðið hefur gagnrýnt afstöðu Einars K. Guðfinns- sonar og annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem hafa lagzt gegn þessum tillögum. Morgunblaðið hefur fært þau rök fýrir stuðningi sínum við tillögur dómsmálaráðherra, að mörg sýslumannsembætti séu óhagkvæmar rekstrarein- ingar og ekki vanþörf á skipu- lagsbreytingum, að tillögur dómsmálaráðherra séu í sam- ræmi við breytta byggðastefnu um betri þjónustu á færri stöð- um, að löggæzla sé efld með sameiningu löggæzluumdæma og síðast en ekki sízt að með þessari skipulagsbreytingu sparist umtalsverðir íjármunir, í þágu skattgreiðendanna. í grein Einars K. Guðfínns- sonar er ekkert svar að finna við þessum röksemdum. Hann styður ekki með neinum rökum andstöðu sína við tillögur dómsmálaráðherra. Hann hrekur ekki það, sem fram kom í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag, að sýslumannsemb- ættið í heimabæ hans, Bolung- arvík, er það íjórða óhag- kvæmasta á landinu og kostar rúmlega helmingi meira á hvern íbúa en embættið í Kópa- vogi, sem þó er talið hagkvæmt að sameina embættum í Reykjavík. Ekkert er heldur um það að fínna í grein þing- mannsins að frá Bolungarvík til ísafjarðar er fímmtán mín- útna akstur þótt vissulega geti verið erfitt og raunar stundum hættulegt að fara þar á milli að vetrarlagi. Hann segir ekk- ert um það hvort þessi nýting á skattfé sé forsvaranleg, burt- séð frá því hvort spara megi peninga annars staðar. Þingmaðurinn kýs þess í stað að slá fram fullyrðingum á borð við að hér á landi hafí verið rekin „and-byggða- stefna“ með því að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað meira á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Fjölgun opinberra starfsmanna og m.a. á höfuðborgarsvæðinu er vandamál, sem full ástæða er að taka til meðferðar en það er fásinna að halda því fram, að hún byggist á „meðvitaðri eða ómeðvitaðri and-byggða- stefnu". Það er of einföld og léttvæg skýring á djúpstæðum vanda. Einar K. Guðfinnsson segir: „Sama fólkið og tíðum talar af vandlætingu um málflutning landsbyggðarinnar, virðist ekki skilja að það er upp á sentí- metra jafnlangt frá Seyðisfirði til Reykjavíkur og frá Reykja- vík til Seyðisfjarðar, að fjar- skiptasendingar með tölvum, faxtækjum og öðrum tólum berast með sama hraða frá Ólafsfirði til Reykjavíkur og frá Reykjavík til Ólafsfjarðar, svo dæmi séu tekin.“ Stað- reyndimar em réttar hjá þing- manninum en ályktunin röng - þetta þýðir ekki að hag- kvæmt sé að setja upp þjón- ustustofnanir á landsvísu langt frá jjölmennasta þéttbýli landsins. Það er þjóðhagslega mun óhagkvæmara - og áreið- anlega dýrara fyrir ríkissjóð - að láta 160.000 íbúa höfuð- borgarsvæðisins sækja opin- bera þjónustu til Seyðisíjarðar en fyrir 1.000 Seyðfírðinga að sækja þjónustu til Reykjavíkur. Þingmaðurinn segir að af tillögum sínum um sparnað og hagræðingu í ríkisrekstrinum sé nóg að taka. Það er rétt að víða er pottur brotinn í starf- semi ríkisins. Morgunblaðið getur tekið undir margar af ábendingum Einars K. Guð- finnssonar í þeim efnum og vafalaust eiga þingmaðurinn og blaðið samleið varðandi sum þeirra atriða, sem hann nefnir í grein sinni. En ábendingar Einars K. Guðfínnssonar um spamað í ríkisrekstrinum verða ekki trúverðugar, ef hann er ekki reiðubúinn til að axla sem þingmaður ábyrgð á spamaði, sem snertir kjördæmi hans og-heimabyggð. Þótt það geti verið óþægilegt fyrir þing- menn að standa að niðurskurði ríkisútgjalda á heimaslóðum verða þeir að vera menn til að taka á sig þau óþægindi. í þessum efnum eru gerðar meiri kröfur til þingmanna Sjálf- stæðisflokksins en annarra flokka af þeirri einföldu ástæðu, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur í málflutningi sínum lagt margfalt meiri áherzlu en aðrir flokkar á niðurskurð rík- isútgjalda, að ekki sé talað sérstaklega um þá kynslóð, sem nú veitir Sjálfstæðis- flokknum forystu og er nú í aðstöðu til að standa við stóm orðin og láta verkin tala. NORSKIR bankar innheimta fast gjald af hverri færslu með debet- korti, á sama hátt og um tékka væri að ræða. í Bretlandi bera bankar og smásöluaðilar allan kostnað af greiðslumiðlun, bæði ávísana og debetkorta. Debetkortavæðing hefur verið ör í Noregi á undanfömum árum. Hrað- bankar eru víða, og segja má að tékkar séu einungis notaðir þegar um stærri viðskipti er að ræða. Norð- menn verða sér þannig úti um skot- silfur í hraðbönkum, eða með úttekt- um samfara greiðslu í verslunum sem bjóða upp á debetkortaþjónustu. Einungis fastagjald í Noregi Hvað varðar kostnaðarhliðina eru engar hlutfallsgreiðslur af notkun Framhalds- deild á Blönduósi Blðnduósi. FRAMHALDSDEILD við grunn- skólann á Blönduósi tók til starfa sl. mánaðamót. Þetta er f fyrsta sinn sem starfrækt er framhalds- deild á Blönduósi sem útibú frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Skólinn er starfræktur sem almenn bóknámsbraut og er dagleg umsjón í höndum skólastjóra grunnskóla Blönduóss. Tuttugu og fimm nemendur stunda nám við skólann í vetur. íbúar á Blönduósi og þá sérstaklega ungmennafélagar í Hvöt fundu fyrir návist þessara framhaldsdeildarnema á dögunum þegar unnið var að því að þekja íþróttavöllinn á Blönduósi. Auk framhaldsdeildamema hafa fjöl- margir aðrir lagt hönd á plóginn við að þekja 8.000 fermetra íþróttavöll á Blönduósi. - Jón Sig. debetkorta í Noregi, þótt svo sé um kreditkortaviðskipti. Þar bera versl- unareigendur einungis kostnaðinn af greiðslustöðvum, en hann er frá 40-160 þúsund krónum á ári. í Noregi er greitt sem samsvarar 30 íslenskum krónum fyrir tékka undir 10.000 kr., en hærri tékkar eru ókeypis. Þá greiðir fólk yfir sex- tugu ekkert fyrir tékkaviðskipti hjá þessum stærsta sparisjóði landsins. Hvað debetkortin áhrærir er árgjald fyrir þau 2500 kr. og hver færsla kostar 20 kr, sama hver upphæðin er. Ókeypis fyrir neytendur í Bretlandi í Bretlandi bera neytendur hvorki gjöld vegna notkunar ávísana né debetkorta, samkvæmt upplýsingum 11 Verslað með greiðslukort. krónum annað hvert ár og Visakortið gildir í tvö ár. Það þarf ekki að fara oft í danskar verslanir til að sjá að greiðslumynstur Dana er öðruvísi en íslendinga, því hér sjást kreditkort lítið. Tvö hundruð þúsund Eurokort eru hér.í umferð. Lars From sagðist þekkja til greiðslu- venja á íslandi og sagði að þær væru ólíkar því sem hér tíðkast. Danir not- uðu kreditkort ekki til daglegra inn- frá fjölmiðlaskrifstofu Lloyd’s-bank- ans í Lundúnum. Fast gjald, kr. 170, er þó tekið fyrir peningaúttekt með debetkortum utan Bretlands, ef um er að ræða banka sem ekki eru með gagnkvæman þjónustu- samning við heimabankann. Þótt neytendur beri engan beinan kostnað eru gjöld fyrir ávísanir og debet- kortagreiðslur lögð á smásala — föst upphæð fyrir ávísanirnar, en upp- hæðin fyrir debetkortaviðskiptin er mismunandi. Bæði getur verið um prósentuupphæðir og fastar greiðsl- ur að ræða og fer það eftir samning- um hvers þjónustuaðila við banka. Ef um fastar greiðslur er að ræða eru þær venjulega á bilinu 55 til 107 krónur fyrir meðalstóran þjónustu- aðila. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Græna hliðin upp FYRSTA almenna starfsdaginn í skólanum ákváðu krakkarnir að helga krafta sína þökulagningu á íþróttavellinum og sýna þannig í verki að þeirra er þörf í okkar litla samfélagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.