Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 12
• MORGUNBÍAMÐ PÖSlTJDÁGÚR'ÍO. SKPTfaiBBR ;1Ö93 Davíð í Albaníuför eftir Kristínu Astgeirsdóttur Það er ekki tekið út með sæld- inni að vera forsætisráðherra ís- lenska lýðveldisins nú um stundir. Davíð Oddsson sem um rúmlega tveggja ára skeið hefur vermt stól þessa oddvita ríkisstjórnarinnar glímir við sívaxandi halla á ríkis- sjóði, ógnvænlegar erlendar skuldir, samdrátt á nánast öllum sviðum, minnkandi sjávarafla, gjaldþrot fyr- irtækja, atvinnuleysi, einkavæðing- áráform í rúst og vanstillta ráð- herra, að ekki sé nú minnst á óvin- sældimar, sem eru víst Rás 2 að kenna. Ofan á allt það sem nú var upp talið bætist svo martröðin mikla, hin málglaða stjórnarand- staða, gaggólýðurinn villti, sem hefur nú að sögn forsætisráðherra bætt gráu ofan á svart með því að verða sér (og væntanlega þjóðinni) til skammar með dónaskap við er- lendan gest. Þínar eru sorgirnar þungar sem blý. Vandræðaleg heimsókn Það fór ekki fram hjá neinum þeim sem fylgdist með heimsókn Shimon Peres utanríkisráðherra ísraels til íslands fyrir skömmu að hún var hin vandræðalegasta fyrir íslensk stjómvöld. ísraelsmenn hafa á undanförnum ámm gengið svo fram af þjóðum heims með hörku sinni og óbilgimi í garð Palestínu- manna að samúð með þeim hefur farið mjög þverrandi. Það þykir mörgum undarlegt að horfa upp á þessa þjóð sem gengið hefur í gegn- um einhveijar mestu ofsóknir og eftir Pál Þórhallsson Laganeminn Gísli Tryggvason gagnrýnir fréttaskýringu sem við Inga Dóra Sigfúsdóttir skrifuðum um vanhæfi starfsmanna stjóm- sýslunnar og birtist í Morgunblað- inu 5. ágúst síðastliðinn. Um gagn- rýni Gísla, sem birtist 7. september síðastliðinn, er þetta að segja: U ndirmanna vanhæfi í fréttaskýringu okkar Ingu Dóru er því hvergi haldið fram að starfs- menn ráðuneytis geti bætt úr van- hæfi ráðherra með því að taka ákvörðun í hans stað. í greininni voru málsatvik umdeilds máls rak- in. Þar hafði bróðir félagsmálaráð- herra verið ráðinn sem deildarsér- fræðingur í félagsmálaráðuneytinu, án þess að staðan væri auglýst. Þegar málið var borið undir ráðu- neytisstjóra kom fram, að „ráðu- neytisstjóri og skrifstofustjóri [hefðu] tekið ákvarðanir um ráðn- ingu í ráðuneytinu í umboði ráð- herra". Rót þessara atburða kann að vera sá rangi lagaskilningur, sem Gísli Tryggvason gerir að um- talsefni í umræddri grein, þó ekk- ert verði um það fullyrt hér. Undir hann var hins vegar ekki tekið í fréttaskýringunni, heldur þvert á móti vitnað í grein prófessors Björns Þ. Guðmundssonar, í 3.-4. hörmungar sem sögur fara af, beita aðra nánast sömu grimmdinni, að eigin sögn til að veija tilverurétt sinn. Meðan þæft hefur verið fram og aftur um frið í Mið-Austurlönd- um vestur í Washington og leynivið- ræður staðið yfir við PLO, hafa hersveitir ísraelsmanna m.a. drepið tugi ungmenna, gert loftárásir á Líbanon og sent rúmlega 400 karl- menn út á guð og gaddinn í einsk- is manns landi. Sama dag og heim- urinn gladdist yfir væntanlegu sam- komulagi ísraelsstjórnar og Palest- ínumanna (31. ágúst) var sagt frá drápi á enn einum unglingnum á herteknu svæðunum. Er ástæða til að fagna heimsókn fulltrúa ríkis- stjórnar sem gengur fram með þess- um hætti? Það fannst okkur Kvennalistakonum ekki fremur en ýmsum öðrum og því var ekki við öðru að búast en að mótmæli yrðu borin fram meðan á heimsókninni stæði. Skilaboð til utanríkisráðherra Það er hins vegar afar sérkenni- legt að Davíð Oddsson segir stjóm- arandstöðuna hafa orðið sér til skammar með því að mæta ekki í veislu með Peres, en fer undan í flæmingi þegar minnst er á sjálfan utanríkisráðherrann sem með sama hætti hélt sig víðs fjarri fögnuðin- um. Þess ber að minnast að Jón Baldvin brást hart við framkomu ísraelsmanna í garð Davíðs er sá síðarnefndi var á ferð í ísrael og Miksonmálið kom upp öllum að óvörum. Hann vildi greinilega ekki svo mikið sem hitta þennan fulltrúa ísraelskra stjómvalda eftir þá uppá- komu svo og annað það sem gerst tbl. Úlfljóts árið 1986, þar sem hann fjallar m.a. um þá almennt viðteknu grundvallarreglu í stjórn- sýslurétti, „að [þegar] ráðherra sem yfirmaður ráðuneytis [sé] vanhæfur þá [séu] allir undirmenn hans þar einnig vanhæfir". Af þessum sökum gat hvorki ráðherra né aðrir starfs- menn ráðuneytis hans tekið stjórn- valdsákvörðun um ráðningu bróður félagsmálaráðherra. Að þessu at- huguðu tel ég, að augljóslega sé ekki um neinn ágreining að ræða um kjarna þessa máls. Valdþurrð í grein sinni fjallar Gísli Tryggva- son hins vegar nánar um framan- greint álitaefni og kemst að þeirri niðurstöðu að „þegar ráðherra [verði] vanhæfur og [víki] sæti, [sé] það því í raun valdþurrð full- trúa hans en ekki vanhæfi sem um [sé] að ræða“. Víst er um það, að hægt er að rannsaka flest álitaefni lögfræðinnar út frá fleiri en einu sjónarhomi. Það er þó að fara yfir lækinn til þess að sækja vatnið, að ætla að greina framangreint álita- efni sem „valdþurrð". Oumdeilt er, að ráðuneytisstjóri og skrifstofu- stjóri fara í umboði ráðherra með þá valdheimild að ráða starfsmenn til félagsmálaráðuneytisins, a.m.k. þegar ráðherra tekur ekki sjálfur ákvörðun í málinu. Um nægjanlega valdheimild er því að ræða. Þegar hefur síðan, hvað þá að sitja til borðs með honum og bjóða hann þannig velkominn. Þegar sambúð hinna fyrrverandi Sovétríkja og Kína var sem verst notuðu Sovétmenn þá aðferð að skamma bestu vini Kínveija, Alb- ani, fyrir allt það sem þeir fundu Kínveijum til foráttu í hugmynda- fræðilegum efnum í stað þess að tala beint við þá sjálfa. Þetta þótti löngum undarleg pólitísk sálfræði en nú er komið í Ijós að hún tíðk- ast víðar. Ég fæ ekki betur séð en að Davíð hafi leitað í smiðju Sovét- manna og hafi með skömmum sín- um um stjórnarandstöðuna lagt upp í Albaníuför sem guð má vita hvar endar. Hann er greinilega að senda utanrikisráðherra sínum mjög ákveðin skilaboð, því varla gildir eitt um stjórnarandstöðuna og ann- að um utanríkisráðherrann þegar sama afstaða á í hlut? Fortíðin hverfur ekki Utanríkisráðherra Íslands kaus að koma sér á kratafund til Græn- lands, og þegar hann komst ekki þangað hraðaði hann sér til ísa- fjarðar. Ráðherrann sá sem ekki vílaði fyrir sér að heimsækja ill- ræmdan einræðisherra Malawi, dr. Banda, þann „vel menntaða og ákaflega hyggna mann“, kom sér undan því að ræða við utanríkisráð- herra Israels, væntanlega í mót- mælaskyni við hrikalega fram- göngu ísraelsmanna á herteknu svæðunum, svo sem drápum þeirra á bömum og unglingum, mannrán- um, útlegðardómum og öðrum mannréttindabrotum. Hvorki utan- ríkisráðherra íslands né fulltrúar Páll Þórhallsson „Þess vegna telst marg- umrædd stjórnvalds- ákvörðun um stöðuveit- inguna ekki haldin ann- marka, sem sprottinn er af valdþurrð, heldur af sérstöku vanhæfi.“ stjórnarandstöðunnar höfðu hug- mynd um að á bak við tjöldin væri verið að semja um sjálfsstjórnar- svæði Palestínumanna, en það hefði engu breytt um þá afstöðu Kvenna- listakvenna að mæta ekki í boð til heiðurs Shimon Peres. Sú ríkis- stjórn sem hann á sæti í hefur iðk- að slíka stjórnarhætti að meðlimi hennar er afar erfitt að heiðra. Þótt nú takist samkomulag milli ísraelsmanna og Palestínumanna strikar það ekki út grimmilega for- tíð. Hvorki staður né stund Davíð Oddsson hefur haft það eftir Peres að honum hafi þótt und- arlegt að íslenska stjórnarandstað- an, sem hvatt hefði hann til við- ræðna við PLO, skyldi ekki vilja koma og tala við hann. Sannleikur- inn er auðvitað sá að stjómarand- stöðunni gafst ekki kostur á að ræða við ráðherrann. Hjal undir borðum við glasaglaum er hvorki staður né stund til að koma á fram- færi. skoðunum á jafn alvarlegu efni og stefnu ísraelsstjórnar. Þar sem ekki var haldinn fundur í utan- ríkismálanefnd Alþingis eins og til stóð um skeið var ekki um annað að ræða en að skrifa ráðherranum bréf, til að mótmæla sérstaklega drápum á börnum og unglingum, krefjast þess að stjórn hans virði mannréttindi og viðurkenni sjálfs- ákvörðunarrétt palestínsku þjóðar- innar. Það gerðum við Kvennalista- konur. Utanríkisráðherra íslands hunsaði Peres hins vegar algjör- lega, gekk lengra en stjórnarand- staðan og lét Davíð einan um klúðr- ið. ráðherra verður hins vegar vanhæf- ur til þess að taka ákvörðun um það, hvem umsækjanda skuli ráða í tiltekið starf, verða „allir undir- menn hans þar einnig vanhæfir“, eins og hér að framan greinir. Vandamálið er því ekki það, að ráðherra fari ekki með nægjanlega valdheimild til stöðuveitingarinnar, heldur það, að hann er vanhæfur til þess að fara með málið og taka ákvörðun á grundvelli umræddrar valdheimildar sökum tengsla sinna við aðila málsins. Á sama hátt og þegar starfsmenn verða vanhæfir í öðrum tilvikum, er hægt að leysa úr þessu vandamáli með því að skipa formlega nýjan og hæfan ráðherra til að fara með þetta til- tekna mál, þar sem annmarkinn Jýtur eingöngu að hæfi ráðherra, en ekki málefnalegri, staðarlegri eða annars konar valdþurrð. Þess vegna telst margumrædd stjórn- valdsákvörðun um stöðuveitinguna ekki haldin annmarka, sem sprott- inn er af valdþurrð, heldur af sér- stöku vanhæfi. Til frekari skýringar má taka undir það með Gísla Tryggvasyni að hér gildir að þessu leyti sama regla og um fulltrúa dómara, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einka- mála, en þar kemur fram að dóm- arafulltrúi sé vanhæfur án sérstakr- ar skipunar til að fara með mál sem forstöðumaður dómstóls sé vanhæf- Kristín Ástgeirsdóttir „Framtíðin mun leiða í Ijós hvað verður; en svo mikið er víst að Israels- stjórn verður að sýna og sanna stefnubreyt- ingu áður en hægt verð- ur að setjast til borðs með fulltrúum hennar og skála þeim til heið- urs, verði það yfir höf- uð hægt eftir það sem á undan er gengið.“ Leið til friðar? Shimon Peres gæti svarað því til nú að stjórn hans sé einmitt að uppfylla að hluta til þær kröfur sem við Kvennalistakonur settum fram. Því miður óttast ég að svo sé ekki og tel betra að bíða með miklar yfirlýsingar, bæði um sögulega ur til að fara með. í þeim tilvikum, þar sem dómarafulltrúi hefur brotið í bága við þessa reglu og dæmt mál, þó að dómari hafi verið van- hæfur, hefur Hæstiréttur ógilt dóm- inn, vegna vanhæfis dómarafull- trúans, en ekki vegna valdþurrðar hans. I þessu sambandi má t.d. vísa til eftirtalinna dóma Hæstaréttar: H 1961:446 og H 1964:668. í fyrra málinu orðaði Hæstiréttur það svo: „Þá var og fulltrúi hins reglulega héraðsdómara óhæfur að gegna dómarastörfum í málinu ...“ Markmið sérstakra hæfisreglna Það er ánægjulegt að hæfísreglur skuli bera_ oftar á góma hér á landi en áður. Islendingar virðast lengst af hafa hugsað lítið um þessar regl- ur, þó að virðing fyrir þeim sé í nágrannalöndum okkar talin ein af forsendum fyrir eðlilegum sam- skiptum almennings og stjórnvalda og því trausti sem stjórnvöld verða að njóta hjá almenningi. í þessu sambandi verður að hafa í huga að hinar sérstöku hæfisreglur hafa ekki eingöngu að markmiði að koma í veg fyrir að ómálefnaleg sjónar- mið hafi áhrif á efni stjórnvalds- ákvarðana, heldur er þeim einnig ætlað að stuðla að því að almenn- ingur og þeir sem hlut eiga að máli geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málum á hlutlægan hátt, en ekki eftir eigin hagsmunum eða öðrum ómálefnalegum sjónarmið- um. í umræðunni um hæfisreglur gleymast hins vegar oft hagsmunir þess aðila, sem veldur vanhæfi hlut- aðeigandi starfsmanns. Ef þetta Leitað langt yfir skammt STORVIDBURDUR 15--I9. sep<t.193 © (SLENSKA SJÁVARDTVEGSSVNINGIN1993 ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.