Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1993 23 Oskiljanlegur afleikur Shorts Skák Margeir Pétursson STÓRMEISTARAR á heims- meistaraeinvígi Kasparovs og Shorts í London voru furðu lostn- ir yfir óskiljanlegum hróksleik áskorandans Nigels Shorts í ann- arri einvigisskákinni í gær. Hann eyðilagði vænlega stöðu sem hann fékk upp úr byrjuninni og lenti í krappri vörn. En heims- meistarinn var naumur á tíma, tefldi af of miklu öryggi og vinn- ingsmöguleikar hans minnkuðu smátt og smátt. Skákinni lauk svo með jafntefli um síðir, eftir 51 ieik. Þriðju skákinni í „FIDE- heimsmeistaraeinvígi" Karpovs og Timmans lauk einnig með jafntefli í Hollandi í gær. Það voru margir spenntir að sjá hvernig Short myndi takast upp eftir áfallið í fyrstu skákinni. Nú stýrði hann hvítu mönnunum og eins og vænta mátti varð Sikileyjar- vörn uppi á teningnum. Nýgræðing- um í skákblaðamennsku þótti mikið til nafnsins á byijuninni koma. „Já, Kasparov teflir mafíubyijunina,“ heyrðust sumir þeirra segja mjög spekingslegir á svip. Margir stórmeistarar hafa látið uppi þá skoðun að það skipti sköpum fyrir einvígið að Short nái að bijóta þessa uppáhaldsbyijun heimsmeist- arans á bak aftur. Hann náði þeim fræðilega árangri í gær að hrekja Kasparov út úr sínu uppáhalds Najdorf-afbrigði út í hið svonefnda Rauzer-afbrigði, sem Short hefur miklu meiri reynslu af að tefla. „Svona getur Kasparov ekki teflt í 12 skákum með svörtu", sagði Speelman, aðstoðarmaður Shorts, ánægður á svip eftir 15 leiki. í opinberum skákskýringum sagði kunni enski stórmeistarinn Tony Miles að taflmennskan hefði verið svo óskiljanleg að það hlyti að hafa verið samið um jafntefli fyrirfram. Enginn varð þó til að taka undir þá skoðun hans. 2. einvígisskákin í London: Hvítt: Nigel Short. Svart: Gary Kasparov. I. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - a6, 6. Bg5 - Rc6!? Kasparov beinir skákinni óvænt út í Rauzer-afbrigði Sikileyjarvarn- arinnar. 7. Dd2 - e6, 8. 0-0-0 - Bd7, 9. f4 - h6, 10. Bh4 - g5!? Tvíeggjað og fáséð afbrigði sem júgóslavneskur stórmeistari, Petar Popovic, tefldi oft fyrir nokkrum árum. Ný vending Kasparovs í 12. leik kann að blása í það nýju lífi. II. fxg5 - Rg4, 12. Rf3 - hxg5!? Hér hefur venjulega verið leikið 12. - Be7. Nú vonast Kasparov eftir 12. Bxg5? - f6, 13. Bf4 - e5 og hvítur tapar manni, því ef biskup- inn fer af skálínunni cl-h6 leikur svartur Bf8 - h6 og leppar hvítu drottninguna. Þannig tefldist ein- mitt skák tveggja Úkraínumanna á svæðamóti í Nikolaev í vor. Byijun- in lítur nokkuð vel út á svart, því hann nær e5-reitnum á sitt vald. 13. Bg3 - Be7, 14. Be2 - Rge5, 15. Kbl Hér hafði Short notað þijá stund- arfjórðunga og enskir meistarar í skákskýringunum voru strax orðnir áhyggjufullir því hann féll jú á tíma í fyrstu skákinni. Kasparov hafði fram að þessu aðeins notað tíu mín- útur, en lagðist nú í þunga þanka og hugsaði í hálftíma um svarið. 15. - b5, 16. Hdfl - Hc8, 17. Rxe5 - Rxe5, 18. Hf2 - f6!? Það tók Kasparov langan tíma að ákveða hvemig hann myndi skipuleggja varnirnar á kóngsvæng. Nú kom 19. h4!? einnig til greina. Eftir að Short tvöfaldar á f-línunni vofír stöðugt yfir skiptamunsfórn á f6. 19. Hhfl - Bc6, 20. a3 - Bb7, 21. h3 - Rc4, 22. Bxc4 - Hxc4, 23. Dd3 - e5, 24. He2 - Dc8, 25. Hf5?? * b c d i | | h Hræðilegur leikur, sem eyðileggur í einu vetfangi stöðuna sem Short var búinn að byggja upp. Hann hefur algerlega vanmetið skipta- munsfórn heimsmeistarans, sem leggur hvítu peðastöðuna í rúst og gerir svarti einum kleift að tefla til vinnings. Sjálfsagt var 25. Bel! og hvítur hefur góð tök á stöðunni. 25. - Hxc3!, 26. bxc3 - De6, 27. Kb2 - Kd7, 28. Hfl Hrókurinn hrökklast til baka úr fýluferðinni miklu. Svartur virðist nú eiga verulega vinningsmöguleika með því að halda drottningunum á borðinu og leika 28. - Hc8 og blása til kóngssóknar. Hvítur á ekki raun- hæft mótspil í stöðunni. En Ka- sparov var naumur á tíma, átti ekki nema fimm mínútur eftir, Short helmingi meira og heimsmeistarinn hefur viljað tefla fyrir öryggið. 28. - Dc4?!, 29. Dxc4 - bxc4, 30. Ka2 - Bc6, 31. Hbl - Bd8, 32. Hb8! - He8 Eftir hrókakaup verður staðan enn jafnteflislegri. Reynandi var 32. - Hh7 og síðan 33. - Ba5. 33. Bf2 - Ba5, 34. Hxe8 - Kxe8, 35. Kb2 - Kf7, 36. Ba7 - Ke6, 37. g4 - Bd8, 38. Kcl - Be7, 39. He3 - d5, 40. exd5 - Kxd5, 41. Kb2 - Ke6, 42. Bb6 - Bd6, 43. h4! - gxh4, 44. Hh3 - e4, 45. Hxh4 - Bf4, 46. Hh3 - Bg5, 47. Bd4 - a5, 48. Hh2 - a4, 49. Hhl - Bd7, 50. Hh2 - Kd5, 51. Hh5! og í þessari stöðu var samið jafn- tefli, því 51. - Bxg4 er svarað með 52. Bxf6! FIDE-einvígið í Hollandi Jan Timman veittist auðvelt að endurbæta taflmennsku sína úr fyrstu skákinni, sem hann tapaði. Hann fékk snemma trausta og þægilega stöðu með biskupaparinu og náði öruggum stöðuyfirburðum. Honum hélst þó ekki vel á þeim og niðurstaðan varð jafntefli eftir 49 leiki. Staðan í einvíginu er jöfn, IV2-IV2. Fjórða skákin verðuf tefld á laugardaginn og Karpov hefur hvítt. í einvíginu í Hollandi er teflt eft- ir gömlu HM-tímamörkunum, IVi klst. á 40 leiki og síðan hefur hvor keppandi klukkustund á næstu 16 leiki áður en skákin fer í bið. 3. einvígisskákin í Hollandi: Hvítt: Jan Timman. Svart: Anatólíj Karpov. Caro-Kann vöm. 1. e4 - c6, 2. d4 - d5, 3. Rd2 - dxe4, 4. Rxd4 - Rd7, 5. Bc4 - Rgf6, 6. Rg5 - e6, 7. De2 - Rb6, 8. Bd3 - h6, 9. R5f3 - c5, 10. dxc5 - Bxc5, 11. Re5 - Rbd7, 12. Rgf3 - Dc7, 13. Bf4 - Bb4+, 14. Rd2 - Bxd2+, 15. Kxd2 - 0-0, 16. Hhdl - Db6, 17. Kcl Miklu traustara en 17. Rc4 sem Timman lék í fyrstu skákinni. Nú á hann mjög góða möguleika á að hagnýta sér biskupaparið. 17. - Rd5, 18. Bg3 - Rc5, 19. Bc4 - Bd7, 20. Rxd7 - Rxd7, 21. a4 - Hac8, 22. Ha3 - Db4, 23. Bxd5 - exd5, 24. Db5 - De4, 25. Dd3 - Rf6, 26. Dxe4 - dxe4, 27. Hb3 - b6, 28. Hb5 - Hc6, 29. Hd6 - Hxd6, 30. Bxd6 - Hc8, 31. h3 - Hc6, 32. Bf4 - Rd7, 33. Be3 - Kf8, 34. Hb4 - Rf6, 35. b3 - He6, 36. Hb5 - Ke7, 37. a5 - Rd7, 38. axb6 - axb6, 39. c4 - Hg6, 40. g3 - Hd6, 41. Kc2 - g5, 42. h4 - f6, 43. Kc3 - Ke6, 44. Kb4 - Ke7, 45. Kc3 - Hd3+, 46. Kb4 - Hd6, 47. c5 - bxc5+, 48. Hxc5 - Ke6, 49. Hc4 og samið jafntefli. 96l#efn) “tSÖfyi Útboð á 13 vörunúmerum: Verð Þitt Magn verð Hlynur rustik - UPOFLOOR 3.998 300m2 SHANNON gólfflísar, 30x30 2.695 61 m2 ATLAS 36 gólfflísar, 30x30 2.665 61 m2 MUSGO gólfflísar, 45x45 2.820 120m2 Línóleum dúkur, litur 503 1.859 500m2 NAIRN gólfdúkur, nr. 22067 1.555 200m2 Eik valin, gegnheil 19x57mm 4.440 325m2 Eik valin, rauð gegnheil 19x57mm 4.696 348m2 Jatoba, gegnheil 19x100mm 3.179 490m2 Eik rustik - UPOFLOOR 3.548 500m2 RIMINI gólfteppi, 4 litir 1.179 582m2 FASHION gólfteppi, 4 litir 3.115 325m2 EXCELLENT stigahúsateppi, 4 litir 2.782 680m2 Aldrei ádur haffa jafnmargir, fengið jafh mikið á jaffn lágu verði! Þú skilar inn tilboði þar sem þú tilgreinir hve mikið magn þú vilt kaupa og á hvaða verði. Tilboðseyðublöð liggja frammi í versluninni. Tilboðum skal ski|a inn í dag eða fyrir kl. 15 á laugardag. Á mánudag kl. 15 verða tilboðin opnuð og kemur þá í Ijós hvort þínu tilboði verður tekið. Þú átt góða möguleika! c V/SA VISA raðgreiöslur, allt að 18 mánuðir. Engin útborgun Euro Kredit, allt að 11 mánuðir. Engin útborgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.