Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1993 TENNIS Sampras sigurstrangleg- astur á opna bandaríska PETE Sampras, sem sigraði á Wimbledonmótinu fyrr í sumar, vann Michaael Chang 6-7,7-6, 6-1 og 6-1 íátta manna úrslit- um Opna bandaríska mótsins í tennis og er nú talinn sigur- stranglegastur í karlaflokki, en menn eins og Edberg, Courier, Becker og Agassi eru úr leik. Sampras, sem varð sigurvegari á mótinu fyrir þremur árum, þá ■*19 ára, átti í erfíðleikum til að byrja með, en tók sig á. „Síðustu tvær hrinumar eru sennilega mínar bestu í langan tíma,“ sagði hann eftir að sætið í undanúrslitum var tryggt. „En ég byrjaði illa og hann hafði undirtökin. Mér hefur ekki gengið of vel gegn Michael og því var þetta góður sigur.“ Leikurinn var sá besti í mótinu til þessa og Chang viðurkenndi yfír- burði mótheijans. „Ég fór út af spor- inu, en Pete átti þetta skilið. Hann lék á öðru og hærra plani og er erfíður, þegar hann er uppá sitt besta. Sennilega er hann einn besti spilarinn — hann getur gert allt.“ _ \ Sampras er eini Bandaríkjamað- urinn, sem er enn með og á það Pete Sampras bæði við karla- og kvennaflokk. „Ég hugsa ekki, þegar ég leik eins og ég best get. Viðbrögðin eru ósjálf- ráð,“ sagði kappinn, sem mætir Alexander Volkov frá Rússlandi í undanúrslitum. Wally Masur, þrítugur Ástralíu- búi, sigraði Svíann Magnus Larsson 6-2, 7-5, 7-5 og komst þar með í undanúrslitin. Larsson hafði slegið út Boric Becker í fjórðu umferðinni. Masur mætir annað hvort Andrej Medvedev frá Úkraínu eða Frakkan- um Cedric Pioline í undanúrslitum, en þeir áttu að mætast í nótt. Sukova í undanúrslit Arantxa Sanchez Vicario frá Spáni, sem er raðað númer tvö hjá kvenfólkinu og var í öðru sæti í fyrra á eftir Monicu Seles, átti greiða leið í undanúrslitin. Mótheiji hennar í fjórðungsúrslitum, Natalia Zvereva frá Búlgaríu, hætti eftir átta mínútna leik vegna meiðsla. Hins vegar varð Helena Sukova frá Tékklandi að hafa meira fyrir hlut- unum, en hún vann Katerinu Male- eva frá Búlgaríu 6-4, 6-7, 6-3 og leikur í fyrsta sinn í undanúrslitum síðan 1987, mætir Sanchez í dag. „Ég er mjög ánægð enda langt síð- an ég hef náð svona langt í stór- móti,“ sagði Sukova, sem tapaði í úrslitum 1986, en sló Martinu Navr- atilovu út í fjórðu umferð. Með sigri hefði Katerina Maleeva átt möguleika á að mæta eldri syst- ur sinni, Manuelu, í úrslitum, en hún spilar við Steffí Graf í undanúr- slitum. Morgunblaðið/Sverrir Marksæknasta parlandsins? SAMBÝLISFÓLKIÐ Jónína Víglundsdóttir og Haraldur Ingólfsson af Akranesi hafa verið mikið í sviðsljósinu síðustu daga. Bæði Ieika með ÍA, og fögnuðu því bikarmeistaratitli; fyrst Jónína eftir að ÍA sigraði Stjöm- una í úrslitaleik og síðan Haraldur er karlaliðið lagði ÍBK að velli. Bæði hafa verið dugleg við að skora í sumar. í vináttulandsleiknum gegn Wales ytra í vikunni gerði Jónína svo sigurmarkið, 1:0, og Haraldur kórón- aði frammistöðu parsins í HM-leiknum gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli í fyrrakvöld; var í fyrsta skipti í byijunarliði í a-landsliðinu á heimavelli og hélt upp á það með því að gera eina mark leiksins, er hann þmmaði í netið af vítapunktinum í seinni hálfleik. Þau vom því að vonum kampa- kát, er myndinni var smellt af þeim að loknum leiknum í fyrrakvöld. ÚRSLIT Golf Opna TM mótiö Haldið á Blönduósi sunnudaginn 5. septem- ber. Karlar, án forgjafar: Einar Öm Jónsson, GÓS.................159 Gestur Már Sigurðsson, GÓS............161 Guðmundur Sverrisson, GGS.............164 ^ffarlar, með forgjöf: Adolf H. Berndsenj GSK................124 Jón Sigurðsson, GOS...................129 Einar Óm Jónsson, GÓS.................129 Konur, með forgjöf: Anne Mette Kokholm, GR................154 Sólrún Steindórsdóttir, GSS...........168 Fríða Hafsteinsdóttir, GSK............171 Unglingaflokkur: Brynjar Bjarkason, GÓS................134 Hjalti Jónsson, GÓS...................171 HELGARGOLFIÐ Coca-Cola á Akureyri Opna Coca-Cola mótið verður á Jaðar- svelli á Akureyri á laugardag og sunnudag. Leiknar verða 36 holur f flokkum. Öldungamót Golfklúbbur Grindavíkur gengst fyrir J’iskanesmótinu, sem er opið öidungamót. beiknar verða 18 holur með og án forgjafar á laugardaginn. Persónumót í Leiru Opna Persónumótið, sem frestað var 29. ágúst s.l., fer fram í Leirunni á morgun, laugardag, en skráning er í golfskálanum til kl. 19 í dag. Opið styrktarmót Keilis Opið mót verður hjá Keili á laugardag, höggleikur með og án forgjafar og ræst út frá kl. 9,en bakhjarl mótsins er Argos pöntunarlistinn. Þetta er fyrsta mótið af fimm, sem haldið er tii styrktar A-sveit Keilis, sem tekur þátt í Evrópukeppni fé- lagsliða. Skráning í golfskálanum. Haustmót Golfklúbbs Kópavogs Haustmót Golfklúbbs Kópavogs verður haldið að Kiðjabergi í Grímsnesi sunnudag- inn 12. september og hefst kl. 13. í kvöld Knattspyrna 2. deild kvenna Úrslitakeppni: Dalvíkurv.: Dalvík - Höttur.18 Ásvellir: Haukar - ReynirS.18 Körfuknattleikur Kvennamót Kvennaráð körfuknattleiksdeildar KR gengst um helgina fyrir fyrsta körfuknattleiksmóti kvenna á tima- bilinu, Baden-mótinu, en KR, ÍBK, UMFG og unglingalandsiið kvenna (U77) taka þátt. Leikið verður í íþróttahúsi Hagaskóla og í kvöld verða tveir leikir; kl. 18.15 leika KR og ÍBK, en kl. 19.45 UMFG og U77. Handknattleikur Ragnarsmótið 93, sem haldið er til minningar um Ragnar Hjálmtýsson, verður haldið á Selfossi um helgina og taka sex lið þátt; Selfoss, ÍR og Elverum í 1. riðli og KA, UMFA og Haukar í 2. riðli. Keppni hefst í kvöld, en kl. 19.30 leika Selfoss og Elverum og kl. 21 UMFA og Haukar. SJONVARP RÚV treystir sér ekki til að semja við sérsamböndin HSÍ biðlar til útvarpsráðs RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur tilkynnt þremur stærstu sérsambönd- unum innan íþróttasambandsins, Knattspyrnusambandinu, Handknattleikssambandinu og Körfuknattleikssambandsins að það treysti sér ekki til að f ramlengja samninga um beinar útsend ingar frá íþróttaviðburðum vegna niðurskurðar á rekstrarfé. HSÍ hefur ritað útvarpsráði bréf vegna þessa máls og verður það að öllum líkindum tekið fyrir á fundi ráðsins í dag. Ingólfur Hannesson, íþróttastjóri RÚV, ritaði formönnum sam- bandanna þriggja bréf á dögunum, þar sem hann segir að vegna íjár- hagsvandræða íþróttadeildar stofn- unarinnar á næstu mánuðum, vegna niðurskurðar á rekstrarfé, sé ólíklegt að deildin hafi bolmagn nú í haust til þess að framlengja þá samninga sem í gildi eru, en þeir eru um það bil að renna út. Handknattleiksvertíðin er að hefj- ast, og í sjónmáli eru fyrstu „alvöru“ landsleikir í þeirri íþrótt hér á landi, eins og formaður HSÍ orðaði það í gær. „Við lítum þetta mál það alvar- legum augum að við mælumst til þess að útvarpsráð grípi í taumana og aðstoði íþróttadeildina, því það eiga ekki allir landsmenn heiman- gengt á þessa mikilvægu leiki,“ sagði Olafur B. Schram, formaður HSÍ, við Morgunblaðið í gær og vísaði þar til leikja karlalandsliðsins í Evrópu- keppninni, sem nýlega var sett á laggirnar. Fyrstu leikir íslendinga í keppninni eru nú í haust. ^Málið horfír þannig við okkur að RÚV muni ekki sýna beint frá nein- um landsleik í vetur, loks þegar al- vöru leikir verða á dagskrá og við getum ekki sætt okkur við það vegna stuðningsfólks okkar. Við höfum ver- ið með upp í 80% áhorf á útsending- ar frá þýðingarmiklum leikjum sem sýndir hafa verið erlendis frá, og nú þegar svona mikilvægir leikir verða á dagskrá hér heima höfum við trú á að áhorfið geti orðið 75-80%, því leikimir verða á góðum tíma — ekki klukkan átta að morgni mánudags um verslunarmannahelgi, eins og komið hefur fyrir með leiki í útlönd- um, sem náðu þó gríðarlegu áhorfi. Ef ekki verður sýnt frá þessum leikj- um er verið að útiloka þann mögu- leika að landsbyggðarmenn, sjó- menn, fólk á sjúkrastofnunum og ef til vill fleiri, sem ekki eiga heiman- gengt, geti séð leikina," sagði Ólafur B. Schram. „Vegna áralangs sam- starfs Ríkisútvarpsins og HSÍ, við uppbyggingu handknattleiksins und- anfarin ár, og þess styrkleika sem við höfum náð er sorglegt til þess að vita að nú skuli vera endi bundinn á samvinnuna, einmitt þegar mest á ríður og heimsmeistarakeppnin er framundan hér á íslandi. En þó er fullur samningsvilji hjá mörgum að- ilum innan stofnunarinnar, sem skilja eðli málsins." FRJALSAR / ALÞJOÐLEG STIGAMOT Zelezny stendur best að vígi fyrir lokamótið SÍÐASTA stigamót Alþjóða frjálsíþróttasambandsins verð- ur í London í kvöld. Sigurvegar- ar í hverri grein fá 30.000 doll- ara (tæplega 2,1 millj. kr.) í verðlaun, en stigahæsti ein- staklingur ársins hlýtur 100.000 dollara (um 7 millj. kr.) að auki. Spjótkastarinn Jan Zelezny stendur þar best að vígi og tryggir sér verðlaunin með 89 m sigurkasti. Zelezny hefur sett tvö heimsmet á árinu auk þess sem hann sigraði á HM. Hann er með 45 stig eins og Mike Powell, Frankie Fred- ericks, Noureddine Morceli, Sergei Bubka og Colin Jackson. Verði keppendur jafnir að stigum verður ákveðinn stuðull notaður til að úr- skurða einn sigurvegara og í því tilfelli nægir Zelezny, sem hefur aðeins einu sinni tapað á árinu, að kasta 89 metra. Sex konur eiga möguleika á efsta sætinu og þar getur Merlene Ottey orðið fyrst kvenna til að tryggja sér titilinn í þriðja sinn. Aðrar í.barátt- unni eru Sonia O’Sullivan, Maria Mutola, Sally Gunnell, Stefka Ko- stadinova og Sandra Farmer- Patrick. O’Sullivan stendur best að vígi með sigri í 3.000 m hlaupi, en gert er ráð fyrir miklu einvígi á milli Gunnell og Farmer-Patrick í 400 m grindahlaupi. Morgunblaðið/Sigurgeir Guðnl Grímsson Vestmannaeyjar Holaíhöggi á opnunar- móti 18holu vallarins Grfmur Gíslason skrífar frá Eyjum Kylfingar í Eyjum héldu fyrsta golfmótið á 18 holu velli Golfklúbbs Vestmannaeyja um síðustu helgi og opnaði einn kylfinganna, Guðni Grímsson völlinn með glæsibrag er hann fór holu í höggi á 14. braut vallarins. Kylfingar í Eyjum hafa í sum- ar unnið af krafti við að Ijúka gerð níu brauta til viðbótar þeim níu sem verið hafa á golfvellin- um í Eyjum. Um helgina var svo haldið opnunarmót á nýja hluta vallarins og í fyrsta skipti spilað mót á 18 holu velli í Eyjum. Guðni Grímsson fór holu í höggi á 14. braut vallarins og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að hann hefði stundað golf í 32 ár en aldrei áður náð að fara holu í höggi. Það hefði því verið gaman að ná draumahögginu á fyrsta mótinu á 18 holu vellin- um. Hann sagðist hafa verið búinn að spila einu sinni allar holumar 18 fyrir mótið en þá hafí honum einnig gengið vel á holu 14 og farið í tveimur högg- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.