Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 38
í fólk ( fréttum VAGNHÖFÐA 11, REYKJAVIK, SIMI 685090 ,\lQHGUKiH4fím FÖSTUUACjUH jtpr .SEPTpMBfiR 1??3 Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! TÓNABÆR Unglingar sýna Lísu í Undralandi Morgunblaðið/-pþ Starfsfólk Edduhótelsins í Reykholti fyrir utan Flugleiðavélina á Reykjavíkurflug- velli með rósir, sem ein starfsstúlkan gaf hópnum við komuna, en hún hafði ekki komist með. Leiklistarklúbbur Tóna- bæjar frumsýndi í fyrradag söngleikinn Lísu í Undralandi fyrir fullu húsi. Leikararnir tólf eru á aldrin- um 14-16 ára. Flestir hafa þeir nokkra reynslu í leiklist, því þetta er annað leikritið sem leiklistarkúbburinn setur upp. í fyrra var fluttur gam- anleikurinn Slúðrið eftir Flosa Ólafsson. Aðalhlutverkið er í hönd- um Öldu Berglindar Egils- dóttur sem leikur Lísu, en í öðrum hlutverkum eru Arn- þrúður Ingólfsdóttir, Björn . Thors, Guðný Kr. Guðjóns- dóttir, Gunnar Þorri Péturs- son, Æsa Bjarnadóttir, Vikt- or Már Bjarnason, Björk Al- bertsdóttir, Dagbjört Jóns- dóttir, Ingigerður Guðna- dóttir, Rósa B.í. Valdimars- dóttir, Svanhildur Þorvalds- dóttir og Vala Árnadóttir. Að syngja einsöng var ekki það erfiðasta Alda Berglind, sem leikur Lísu, og Björn Thors, sem leikur kanínuna, gátu ekki gert upp við sig hvort skemmtilegra væri að leika í þessu leikriti eða í Slúðrinu, en sögðu að það væri öðru- vísi. Bæði leika þau þó stærra hlutverk að þessu sinni og hvort um sig syngur einsöng. Þau kváðust þó ekki hafa lært söng né verið í kór. Þeg- ar þau voru spurð hvernig þeim hefði gengið á æfingum svaraði Alda að söngurinn hefði ekki verið aðalvanda- málið. „Það var erfíðara að læra karakterinn og skila frá sér hlutverkinu svo það yrði trúlegt," sagði hún. Björn bætti við að þau hefðu feng- ið nokkra aðstoð frá söng- kennurum sem hefðu leið- beint þeim. Þroskandi verkefni Björn er ákveðinn í að halda áfram í leiklistar- klúbbnum í vetur, en Alda er ekki eins viss. „Þetta hefur verið rosaleg vinna síðan við byijuðum að æfa síðast í júlí og þó að þessi tími hafi verið mjög skemmtilegur þá langar mig til að einbeita mér að öðrum áhugamálum líka,“ sagði hún. V Þau Aida og Björn voru sammála um að. það væri þroskandi að taka þátt í upp- færslu á leikriti. „Síðan ég fór í leiklistina hefur sjálfs- traustið aukist. Við höfum þurft að vinna mjög náið saman og andinn í hópnum FERÐALÖG Brugðu sér til Grænlands Síðustu helgina í ágúst lauk starfsemi Edduhót- elsins í Reykholti í Borgar- firði. Til þess að halda upp á það og kveðja hvort annað brá starfsfólk á það ráð að fara í dagsferð til Græn- lands, þangað sem fæstir höfðu komið áður. Þótti fólkinu margt sem fyrir augu bar í Kulusuk vera nýstárlegt en var sammála um að ekki vildi það vera þar heilt sumar og reka hótel. Miklu skemmtilegra væri að reka Edduhótelið í Reykholti. Starfsmennirnir höfðu safnað fyrir ferðinni með sölu á dósum og glerjum, auk þess sem þjórfé hafði verið lagt í sameiginlegan sjóð. Fannst þeim þeir vera vel að því komnir að fara í þessa Grænlandsferð eftir langt og strangt starf í sum- ar. Alda Berglind Egilsdóttir leikur Lísu, sem stríðir hér skjaldbökunni, en hana leikur Viktor Már Bjarnason. MYNDBÖND Amþrúður Ingólfsdóttir er í hlutverki kattarins, en Björn Thors leikur kanínuna. Kurt borgaði brúsann Goldie og Kurt á góðri stundu... er frábær. Þó að við höfum stundum orðið pirruð hvert út í annað í stressinu undan- farna dagá hefur það bara þjappað hópnum saman,“ sagði Alda. Undir þetta tók Björn og bætti við: „Það er mikill agi hér. Maður lærir að taka tillit til annarra og hugsa ekki bara um sjálfan sig. í sambandi við textann verður maður að læra að hlusta á hvað hinir eru að segja og bregðast við eins og um venjuleg samskipti sé að ræða.“ Sjö sýningar alls Að sögn Maríu Reyndal, sem stjómað hefur starfsemi leiklistarklúbbsins undanfar- in tvö ár, er hér um að ræða fullorðinsleikgerðina af Lísu í Undralandi. „Svotil eina breytingin sem við gerðum var að fækka lögunum úr 17 niður í sjö,“ sagði hún. Tón- listin er frumsamin af Krist- jáni Viðari Haraldssyni og Óla Jónssyni, en ljósameistari er Kári Gíslason. Kristín Thors sér um hárgreiðslu og förðun og Björn Björnsson er hljóðmaður. Sýningar á leikritinu, sem er rúmlega klukkustundar langt, verða allt að því daglega fram til 17. september. Leikkonan Goldie Hawn brást hin versta við er hún fékk í hendur 400 doll- ara rukkun frá myndbanda- leigu á greiðslukortauppgjöri sínu á dögunum. Hún hringdi í leiguna og var sagt að rukk- unin stafaði af fímm mynd- böndum sem hún hefði tekið á leigu mánuði fyrr, en hefði aldrei verið skilað. Goldie vildi ekki kannast við það og reifst og skammaðist. Féllu stór orð um glæpsamlega við- skiptahætti. Rifrildi þeirra Goldie og eiganda leigunnar stigmagn- aðist uns Kurt Russel, sam- býlismaður Goldies til margra ára steðjaði skyndi- lega inn í herbergið. Er hann heyrði um hvað málið sner- ist, hvítnaði hann upp og fékk frú sína til að róa sig niður með miklu handapati. Þannig var mál vexti, að Kurt hafði tekið spólumar á leigu, en látið setja þær á reikning konu sinnar. Er hann hafði barið þær augum tróð hann þeim í plastpoka og setti í skúmaskot í bílskottið. Síðan stóð til að skila böndunum, en það gleymdist. Goldie spólaði nú í land og bað eig- anda myndbandaleigunnar afsökunar og tók hann því vel, svona gæti komið fyrir besta fólk. Síðan kvöddust þau, en Goldie hvessti augun á Kurt og síðan hélt umræð- an áfram. Hún endaði með því, að Kurt mátti borga brúsann. CASABLANCA REYKJAVÍK 500 kr. 20 ára. Hilmar Sverrisson skemmtir OPIÐ FRÁ KLUKKAN 1 9:00 - 03:00 Gðmlu og nýju dansarnir í kvöld kl. 22-3 Hljómsveit Hjördísar Geirs J leikur r . . Miðaverð kr. 800 Mióa- og boróapantanir í simum 685090 og 670051

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.