Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1993 Skákþing Islands Helgi vaim Helga Ass ANNARRI umferð á Skákþingi íslands í húsi Taflfélags Reykja- víkur í Faxafeni 12 lauk í gær. Urðu úrslit þau, að Helgi Ólafs- son vann Helga Ass Grétarsson; Jóhann Hjartarson vann Jón Garðar Viðarsson og Hannes Hlífar Stefánsson vann Sævar Bjarnason. Jafntefli gerðu Þröstur Þórhalls- son og Haukur Angantýsson; Tóm- as Bjömsson og Andri Ass Grétars- son en skák Guðmundar Gíslasonar og Björgvins Jónssonar fór í bið. Staðan er nú sú, að Helgi Ólafsson er efstur með tvo vinninga og Jó- hann Hjartarson og Haukur Angan- týsson með hálfan annan hvor. Þriðja umferð verður tefld í dag. Þá tefla saman Haukur og Hannes Hlífar; Jóhann og Þröstur; Helgi Ólafsson og Jón Garðar Viðarsson; Björgvin og Helgi Ass; Andri og Guðmundur og Sævar og Tómas. Eldflaug úr sjávardjúpinu í BYRJUN ágúst kom torkennilegur hlutur í troll togarans Drangs SH 511. Leit hluturinn dálítið út eins og eldflaug, en trjónan skorin af og inni í hylkinu var netadræsa. Spakir menn í Grundarfirði (en af þeim er yfrið nóg) álitu þetta vera einhvers konar rannsóknarhylki til sýnatöku á djúpsævi, en aðrir nefndu tundurdufl. Ekki náðist samkomu- lag um þetta, en hins vegar voru menn sammála um að hluturinn væri best geymdur á leikskólalóðinni. Afhentu skipvetjar leikskólanum því gripinn og var hann lagaður til í vélsmiðju staðarins. Á myndinni sést Rúnar Þór Friðriksson leikskólanemi á leið til tunglsins. - Hallgrímur > Morgunblaðið/J6n Páll Halldórsson Hrefna og heimalningurinn VARÐSKIPIÐ Óðinn fór með olíu og vistir í vitana fyrir vestan, Galtar- vita og Hombjargsvita, á dögunum til að birgja þá upp fyrir veturinn. Myndirnar em teknar við það tækifæri í Galtarvita. Hjónin Sigurður Guðmundsson og Hrefna Bjömsdóttir eru vitaverðir þar nú um stundir þar sem ábúendurnir em í fríi. Vitaverðimir fylgjast einnig með veðri fyrir Veðurstofuna og senda henni upplýsingar á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn. Á myndinni er Hrefna að athuga með veðrið og með henni er heimalningurinn, sem hlotið hefur nafnið Stína fína og fylgir heima- fólki hvert fótmál. Afkoma Flugleiða hf. fyrstu sex mánuði ársins | Tap af reglulegri starf- semi 926 milljónir kr. TAP AF reglulegati starfsemi Flugleiða fyrstu sex mánuði ársins var 926 miiyónir króna, sem er 154 milljónum króna hærri upphæð 'en á sama tímabili á síðasta ári. Bókfært tap fyrirtækisins fyrstu sex mánuði ársins var 572 miHjónir króna, sem er svipuð afkoma og á síðasta ári. Gengisfelling krónunnar í lok júní bætti afkomu félags- ins um 192 milljónir króna. Starfsfólki Flugleiða hefur fækk- að um sjö af hundraði ef miðað er við júnímánuð. í frétt frá Flugleið- um segir að hrundið hafí verið í framkvæmd aðgerðum sem eiga að skila 300 milljóna króna spamaði á árinu. Sætanýting innanlands versnaði um 5% og lítilsháttar sam- dráttur varð í farþegafjölda. Frakt- flutningar milli landa drógust sam- an um 5,2%, en um 10% í innan- landsflugi. Farþegum félagsins milli landa fjölgaði um 1,3% á milli ára en sætanýting versnaði um 1,4%. Flugleiðir hafa meiri útgjöld en tekjur í dollurum, ekki síst vegna samdráttar í flutningum yfir Atl- antshaf, að því er fram kemur í frétt félagsins. Öll lán vegna flug- vélakaupa eru einnig í dollurum og stuðla þessir þættir því að verri afkomu. Áhrif gengisfellingarinnar í lok júní em þó mest vegna hækkunar á bókfærðu verði flug- vélaflotans í íslenskum krónum, en sá liður bætir 192 milljónum króna við tekjur félagsins. Formaður sjávarútvegsráðs Rússlands um veiðar í Smugrmni Gætu haft afar óheppileg áhrif á samstarf þjóðanna Á FUNDI, sem Ólafur Egilsson sendiherra íslands í Moskvu átti með Vladimir F. Kore(jsky for- manni sjávarútvegsráðs Rússlands nýlega, kom fram að Rússar te(ja að veiðar íslendinga í Smugunni gætu haft afar óheppileg áhrif á samstarf þjóðanna. „Á þessum fundi kom greinilega fram mikil óánægja með þessar veið- ar og að Rússar leggja mikla áherslu á að sýnd sé fyllsta tillitssemi við þá viðleitni Rússa og Norðmanna að byggja upp þorskstofninn i Barents- hafi,“ segir Ólafur. í samtali við færeyskt dagblað í vikunni greindi Tummas Arabo sjáv- arútvegsráðherra Færeyja frá því, að Rússar væru æfareiðir vegna veið- anna. Arabo er nýkomin frá Sovét- ríkjunum og haft er eftir honum í blaðinu að Rússar hyggist senda herskip á þessar slóðir til að stöðva veiðar. Aðspurður um hvort til greina komi að Rússar beiti herskipum til að stöðva veiðar íslendinga í Smug- unni sagði Ólafur að ekkert hefði komið fram á fundinum um slíkt og að Koreljsky hefði ekki nefnt það sem möguleika. Hinsvegar var Iögð áhersla á að ef sóknarþungi íslend- inga á þessu veiðisvæði myndi auk- ast gæti það haft afar óheppileg áhrif á samstarf þjóðanna á sviði sjávarútvegs. í dag Danir deila____________________ Hveijir eiga að fá læknismeðferð? 22 Sauöfjdrbændur_________________ Styttri greiðslufrestir 28 Knattspyrna____________________ FIFA hótar franska landsliðinu leikbanni falli Marseille ekki frá málarekstri 47 Leiðari________________________ Að standa við stóru orðin 24 Fasteignir ► Störf matsmanna - Þakbrúnir og vatnsbretti - Innanstokks og utan - Innan veggja heimilisins - Yfír 2000 á skrá - Leigumiðlun stúdenta - Fjórar óseldar Daglegt líf Þ- Flinkar saumakonur - íslenski fáninn - Pasta í pottinn - Grænt hjarta í Evrópu - Kjarabót í Kóreu - Náttúrufræðinám - Ódýrari Toyota Corolla Ritverk á vegnm Sögustofnimar Rússlands Heimildir um sögu Rúss- lands í íslendinga sögum SÖGUSTOFNUN Rússlands í Moskvu hefur gefið út fyrsta bindið í ritröð um heimildir um sögu Rússlands í íslendinga sögum. Sögu- stofnunin er deild í rússnesku vísindaakademíunni, en það voru sagnfræðingarnir Taljana Jackson og Galina Glazenryna sem unnu verkið með styrk frá íslenska menntamálaráðuneytinu. Ólafi Egilssyni sendiherra íslands í Moskvu var afhent fyrsta eintakið af þessari bók við hátíðlega athöfn í siðustu viku. Ólafur Egilsson segir að fleiri bindi í þessari ritröð séu ráðgerð en í því er fjallað um þá texta í íslensku fornbókmenntunum þar sem minnst er á Rússland. Text- amir eru þýddir á rússnesku og skýrðir af höfundum verksins. „Um tíma var hætta á að þetta verk kæmist ekki í prentun vegna fjárskorts en þá hljóp mennta- málaráðuneytið undir bagga og veitti styrk til útgáfunnar," segir Olafur. Lausleg þýðing á heiti fyrsta bindisins er „Umfjöllun ís- lenskra konungs sagna um Aust- ur-Evrópu“ og undirtitillinn er „Frá fornum tímum fram til ársins 1000“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.