Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 37
MÖRGtótéLÁD'lí) KÖSTbÐÁGt'R 10. 3EPTE.MBEk'l#3.................... .....................- 8*1 Minning Einar Jónsson frá Móbergi, Húsavík Fæddur 9. febrúar 1916 Dáinn 14. ágúst 1993 Laugardaginn 14. ágúst sl. lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri Einar Jónsson frá Móbergi á Húsavík, 77 ára að aldri, eftir ör- stutta sjúkrahússlegu. Með honum er genginn gagnmerkur fulltrúi húsvískrar alþýðu. Einar Sören, eins og hann hét fullu nafni, fædd- ist á Móbergi á Húsavík 9. febrúar 1916. Hann var sá fjórði í röðinni af alls átta systkinum. Foreldrar Einars voru hjónin Sigurhanna Sör- ensdóttir, Einarssonar, bónda á Máná á Tjörnesi og Jón Gunnars- son, sem fædist í Meðalheimi á Svalbarðsströnd, sonur Gunnars Bergmanns Jósepssonar. Jón og Sigurhanna bjuggu mest allan sinn búskap á Húsavík. Systkini Einars, talin eftir aldri, voru: Indiana, lést 17 ára. Elín Málfríður sem bjó á Húsavík, gift Gunnari Maríussyni, sem enn er á lífi. Hún lést 1990, 79 ára að aldri. Gunnar Bergmann, lést 17 ára. Sverrir bílstjóri á Húsavík, ókvænt- ur, enn á lífi. Finnbjörg Axelína, gift Salómon Erlendssyni og hafa þau alltaf búið á Húsavík og eru enn á lífi. Viggó Emil, sem dó fjög- urra ára gamall. Yngstur var svo Jakob Hermann, verslunarmaður á Akureyri, giftur Sigurlaugu Stef- ánsdóttur og eru þau enn á lífi. Jón faðir Einars var sjómaður á Húsavík lengi framan af ævi og var það hans aðal atvinnuvegur. Síðar á ævinni vann hann í Sláturhúsi Kaupfélags Þingeyinga og var hin síðari ár sláturhússstjóri. Stundaði þó alltaf sjóinn þegar færi gafst. Eins og tíðkaðist í ungdæmi Ein- ars fór hann að vinna við ýmiss tilfallandi störf, bæði í nálægum sveitabæjum og á Húsavík um leið og hann gat. Má t.d. til gamans geta þess að hann var enn innan við fermingaraldur þegar hann var kúskur hjá Jónasi keyrara Bjarna- syni, en þá nafnbót fengu unglingar sem teymdu vagnklára í vegavinnu. En sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, eins og þar stendur og Ein- ar var ekki nema 15 ára þegar hann byrjaði að róa á árabát hjá Kristjáni Jónssyni. Þrem árum síðar var hann svo orðinn háseti á Njáli hjá Helga Flóventssyni. Veturinn á eftir fór hann til Akureyrar að læra vélgæslu og varð nú mótoristi eins og það var kallað. Var á ýmsum vélbátum utan Húsavíkur fyrstu árin, en sneri aftur heim og starf- aði sem mótoristi á bátum frá Húsa- vík á sumrin, en var jafnan á ver- tíð syðra að vetrarlagi, bæði í Vest- mannaeyjum, Njarðvíkum og Grindavík. Hér á Húsavík var Einar lengst á bátum Helga Kristjánsson- ar, Víkingi og Kristjáni. Einar eign- aðist fljótt sinn eigin bát, átti ýmist árabát, trillu eða hlut í mótorbát með öðrum. Hann var í „kompaníi" með fjölmörgum öðrum, t.d. Helga Kristjánssyni, Sigurmundi Hall- dórssyni og Þorsteini Gunnarssyni. En lengst mun hann hafa verið í sameign með Sigurði Sigurðssyni og áttu þeir m.a. trilluna Óðinn og vélbátinn Svan. Þegar á leið keypti Sigurður hlut Einars í Svani og má segja að Einar hafi hætt reglu- legri útgerð með því. Einar átti þó áfram trillu, sem hann skrapp gjarnan á til að fá sér í soðið og eins stundaði hann lengi vel há- karlaveiðar í frístundum sínum, verkaði hann og seldi. Einar hafði snemma byijað að starfa hjá Kaupfélagi Þingeyinga á sumrin. Þegar hann hvarf frá sjó- mennskunni fór hann að starfa að fúllu í sláturhúsi Kaupfélagsins og með tímanum tók hann við umsjón- ar- og afgreiðslustörfum þar og varð frystihússtjóri. Það var ekki að ófyrirsynju að Einar var kallaður þar til forræðis, enda var hann mikið snyrtimenni, öruggur starfs- maður og stundvís. Hann lagði alúð í starfið, sama að hverju hann gekk. Þegar Einar var 19 ára eignaðist hann dóttur með Önnu Frímanns- dóttur, en ekki varð meira úr því sambandi. Dóttir þeirra, Hlín, fædd 26. mars 1935, er húsmóðir á Húsa- vík, gift Sigurði Sigurðssyni skip- stjóra. Þau eiga fjögur börn, en þau eru: Eiríkur, fæddur 4. desember 1961; Arnar, fæddur 2. ágúst 1963; Hafdís, fædd 6. október 1968 og Anna íris, fædd 29. september 1972. Arnar er giftur Ásdísi Jóns- dóttur og eiga þau tvær dætur, hin börnin eru ógift. Árið 1941 kvæntist Einar lífs- förunauti sínum, Guðrúnu Jóhann- esdóttur frá Baldurshaga. Þau hófu búskap sinn í Árnahúsi á Húsavík og fluttu síðar í Móberg og bjuggu þar til ársins 1950, en þá fluttu þau í nýtt hús sem þau höfðu byggt ásamt Alberti Jóhannessyni, sem var mágur Einars. Þetta hús er Laugarbrekka 5 á Húsavík og áttu Einar og Guðrún þar heimili allt þar til Guðrún lést í júní 1986. Eftir andlát Guðrúnar gat Einar ekki hugsað sér að búa lengur í húsi þeirra og flutti til Bertu dóttur sinnar og Guðmundar tengdasonar síns á Héðinsbraut 15 á Húsavík. Þar dvaldi hann þar til fyrir þrem árum að hann fékk pláss á Dvalar- heimilinu Hvammi á Húsavík og þar eyddi hann síðustu æviárunum og líkaði vel. Einar og Guðrún eignuðust eina dóttur, Bertu, fædda 17. september 1941, ljósmóðir að mennt, býr á Húsavík gift Guðmundi Gunnlaugs- syni fyrrv. lögregluþjóni frá Skóg- um í Reykjahverfi. Þau Berta og Guðmundur eiga þijú börn, en þau eru: Arna Heiðmar fædd 22. apríl 1965; Harpa Heiðmar, fædd 9. maí 1966 og Rúnar Heiðmar, fæddur 11. mars 1972. Harpa býr á Akur- eyri með sambýlismanni sínum, Valdimar Kristjánssyni, og eiga þau litla stúlku. Hin systkinin eru ógift. Áður en Guðrún giftist Einari bjó hún um þriggja ára skeið með Jens Valdimarssyni á Akureyri og eignuðust þau einn son, Örn að nafni, f. 19. júní 1935. Þegar Guð- rún og Jens skildu að skiptum flutt- ist hún aftur í foreldrahús og tóku foreldrar hennar Örn að sér, sem var síðan hjá þeim og Albert móður- bróður sínum, sem má segja að gengið hafi honum í föðurstað. Þar sem fjölskyldurnar bjuggu í sama húsi, eftir að þau fluttust þar sem nú er Laugarbrekka 5, má segja að þetta hafi verið sem ein fjöl- skyldá. Örn giftist Hallfríði Ragn- arsdóttur, f. 14. október 1939 og eignuðust þau fimm börn, en þau eru: Albert Gunnar f. 9. maí 1959, Kristján Ragnar f. 20. febrúar 1963, Þóra Guðbjörg f. 6. apríl 1968, Einar Örn f. 3. ágúst 1969 og Guðmundur Flosi f. 19. ágúst 1971. Örn og Hallfríður hafa alla tíð búið að Laugarbrekku 5 og Ein- ar gekk því börnum þeirra í afastað og var kært með þeim. Einar var kominn á sextugsald- ur, þegar kunningsskapur okkar hófst. Tildrögin voru þau, að Guð- rún, kona Einars, átti við mikla vanheilsu að stríða og þurfti oft á læknishjálp að halda. Það var því í gegnum iæknisstarfið sem ég kynntist þeim fyrst. í þá daga voru vitjanir í heimahús tíðari og kynni lækna af sjúklingum sínum því nán- ari. Og jafnframt kynntist læknir- inn fjölskyldunni allri ef svo bar undir. Á þennan hátt hófust kynni okkar Einars, en það var aðeins byijunin. Þau áttu eftir að vaxa og sem betur fer urðu tilefnin til að hittast oft á tíðum miklu frekar af öðrum og ánægjulegri toga, en koma á heimili þeirra í lækniserind- um. Einar og Guðrún áttu mjög smekklegt og notalegt heimili, sem alls staðar bar með sér hve mikil alúð var lögð í hlutina. Sú alúð fólst ekki eingöngu í hinni ytri umgjörð ÞESSIR krakkar héldu hlutaveltu til styrktar Rauða kross íslands °g varð ágóðinn 626 krónur. Þau heita Markús Már Sigurðsson, Björney Inga Björnsdóttir, Hákon Þrastar Björnsson og Kristín Eva Bjarnadóttir. ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Rauða kross íslands og varð ágóðinn 3.660 krónur. Þær heita Laufey Geirsdóttir og Helga Óskarsdóttir. ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Rauða kross íslands og varð ágóðinn 1.085 krónur. Þær heita Rósa Hildur Bragadóttir, Fjóla Kristín Bragadóttir og Svana Ágústsdóttir. ÞESSIR krakkar héldu hlutaveltu til styrktar krabbameinssjúkum börnum og varð ágóðinn 1.420 krónur. Þau heita Dóra, Sara, Rakel og Vilberg. heimilisins, heldur ekki síður í við- móti þeirra hjóna og með hverjum hætti þau tóku á móti gestum með heimatilbúinni matargerð í hágæða- flokki ásamt öðrum veitingum og viðurgjörningi, sem hvergi var til sparað. Einar var hæglátur maður, sem tranaði sér ekki fram. Hann var seinteknari en Guðrún, en greinilega vinur vina sinna og vin- fastur. Hann var skapríkur maður, en jafnframt' viðkvæmur, eins og títt er um skapríka menn. Hann kaus því oft að tjá sig ekki um við- kvæm málefni og var dulur um einkahagi. Einar og Guðrún voru mjög handgengin hvort öðru og eins og áður kom fram gat hann ekki hugs- að sér að búa lengur í ibúð þeirra hjóna eftir að Guðrún féll skyndi- lega frá. Hann flutti þá til Bertu dóttur sinnar og var samband þeirra mjög náið. T.d. héldu þau þeim vana eftir að Einar flutti á Dvalar- heimilið Hvamm að ræðast við sím- leiðis hvern einasta dag og miklu fleiri daga hittust þau en ekki. Ekki er við hæfi að rekja hér margskonar greiða og vináttuvott, sem Einar sýndi mér og fjölskyldu minni. En það er til marks um trausta vináttu hans, að aldrei gleymdust tilefnin til að sýna okkur vináttuvott, þó að aldurinn færðist yfir og hann yrði einstæðingur. Og ef ég heimsótti hann í íbúð hans á Hvammi, var ég ævinlega aðnjótandi veitinga, við annað var ekki komandi. Og ekki nóg með það, heldur varð ég oftast eftir slík- ’ ar heimsóknir að flytja Katrínu konu minni einhvem viðurgjörning ásamt kveðju, þegar heim var snú- ið. Þó af mörgu sé að taka, þá fannst mér alltaf að Einar legði þó mesta alúð í hákarlinn, sem hann verkaði sjálfur og gekk frá í smáat- riðum, áður en hann skenkti vinum sínum. Hér með læt ég lokið þessum fátæklegu kveðjuorðum mínum til vinar míns Einars Jónssonar. Bless- uð sé minning hans. Við hjónin sendum dætrum hans, barnabörnum, tengdabörnum og eftirlifandi systkinum innilegar samúðarkveðjur. Sérstakar samúð- arkveðjur til Bertu dóttur hans, sem stóð honum næst. Gísli G. Auðunsson. ------------------- ____________Brids_______________ Umsjón ArnórG. Ragnarsson Síðsumarsbrids á Suðurnesjum Einar Júlíusson og Dagur Ingimundar- son unnu tvímenninginn sl. mánudag, hiutu 201 stig. Þátttakan eykst jafnt og þétt en spilað var í 14 para riðli. Gísli Torfason og Jóhannes Sigurðs- son urðu í öðru sæti með 192 stig og j •'Gísli Davíðsson og Gestur Auðunsson j þriðju með 189 stig, Síðasta spilakvöldið í síðsum- j arsbrids verður nk. mánudagskvöid | en síðan hefst vetrarstarfið. Spilað er j. í Hótel Kristínu á mánudagskvöldum kl. 19.45. Bridsdeild Húnvetningafélagsins Vetrarstarfíð hefst miðvikudaginn 15. : septembver nk. Byijað verður á eins i kvölds tvímenningi og eru gamlir og 1 nýir þátttakendur hvattir til að mæta. | Spilað er í Húnabúð, Skeifunni 17, J efstu hæð og hefst spilamennskan kl. | 19.30. s | Bridsfélag Hafnarfjarðar Vetrarstarf Bridsféiags Hafnar- fjarðar hefst mánudaginn 13. septem- ber nk. með eins kvölds tvímenningi. Spilað verður í tveimur riðlum, öðrum ætluðum byijendum eingöngu. Spilað er kl.19.30 í Iþróttahúsinu v/Strandgötu. Allir spilarar eru vel- komnir en stjórnin hvetur byijendur til að nýta sér riðlaskiptinguna og spila við jafningja um leið og aflað er reynslu í keppnisbrids. Bridsdeild Skagfirðinga Hauststarfsemi deildarinnar hefst næsta þriðjudag 14. september með eins kvölds tvímenningskeppni. Spilað er í Drangey við Stakkahlíð 17 (við hlið nýja hússins sem er í byggingu) og hefst spilamennska kl. 19.30. Keppnisstjóri er Ólafur Lárusson. Haustbarómeter hefst svo fljótlega. Skorað er á bridsáhugafólk að vera með frá byijun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.