Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 25
iraá otkun Morgunblaðið/Sverrir. kaupa, heldur annaðhvort eingöngu erlendis eða til að greiða dýrari hluti, en eins og sjá má af því að hér eru fremur fá kreditkort í notkun innan- lands, þá kysu Danir alveg eins að borga dýrari vörur með reiðufé eða ávísunum. Kreditkort kosta á milli fímm og tíu þúsund íslenskar, eftir því hvetjir skilmálarnir eru og Danir settu slíkt fýrir sig, auk þess sem Dankortanotkunin hefði áunnið sér hefð. Danskir bankar hafa misjafnan hátt á, hvað varðar greiðslu fyrir ávísanaviðskipti. Þar til fyrir nokkr- um árum voru ávísanir yfirleitt ókeyp- is, en svo er ekki lengur. Viðskiptavin- ir Den Danske Bank geta fengið 25 ávísanablöð ókeypis ársfjórðungs- lega, en noti þeir meira kostar hvert blað fímmtíu krónur. í Unibank eru tvær gerðir ávísanareikninga. A öðr- um eru lágir vextir, en viðskiptavinir geta fengið ávísanir að vild. A hinum eru hærri vextir, viðskiptavinir geta fengið fjögur ávísanablöð ókeypis á mánuði, en greiða síðan fimmtíu krónur á blað eftir það. í Bikuben kostar hefti með 25 blöðum ýmist rúmar 150 eða 200 krónur íslenskar, eftir því hvers konar reikningi þau fylgja og hver ávísanafærsla kostar rúmar fimmtíu krónur. Ef viðskipta- vinir eru í sérstökum klúbbi spari- sjóðsins geta þeir fengið fimm ókeyp- is ávísanablöð á mánuði. Neytendasamtökin dönsku fylgjast vel með gjaldtöku banka og sparisjóða, en það eru fremur ýmis gjöld af öðrum færslum og fyrirgreiðslu bankanna sem eru umrædd hér. Debetkort og ávísana- notkun er í föstum skorðum og tilgang- urinn með debetkortunum hefur gengið eftir, eins og sést af tölum um dalandi ávísananotkun. Ráðherrar gagnrýndir Á FUNDI í viðskipta- og neyt- endanefnd Sjálfstæðisflokksins í gær voru vinnubrögð ríkisstjórn- arinnar, og þá sérstaklega ráð- herra Sjálfstæðisflokksins, varð- andi innflutning á unnum kjötvör- um átalin harðlega eins og segir í ályktun fundarins. í ályktuninni segir: „Það er í anda sjálfstæðisstefnunnar að stuðla að frjálsri samkeppni á sem flestum sviðum, þar með talið í framleiðslu og innflutningi landbúnaðarafurða. Þetta hefur einnig verið skoðun landsfundarfulltrúa á undanförnum landsfundum Sjálfstæðisflokksins og nægir þar að benda á ályktun við- skipta- og neytendanefndar frá síð- asta landsfundi. Ef löggjöf á þessu sviði er óskýr, er það hlutverk ráð- herra flokksins að hlutast til um breytingar og þá með stefnu flokks- ins um viðskiptafrelsi að leiðarljósi.“ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1993 AF INNLENDUM VETTVANGI PÁLL ÞÓRHALLSSON Samþykktu þingmenn athugasemdalaust afdrifaríka lagabreytingu um innflutningsmál? Lagarök fyrir að banna inn- flutning skinku vandfundin ÞVÍ er nú haldið fram að heimildir til innflutnings búvöru hafi verið stórlega rýmkaðar með setningu nýrra innflutningslaga í nóvember síðastliðnum. Engar umræður urðu um málið þá og segja forsætis- og fjármálaráðherra að tilgangur lagasetningarinanr hafi alls ekki verið svo afdrifarík stefnubreyting. En þrátt fyrir það eru lögfræðileg rök fyrir banni við innflutningi Hagkaupa á skinku vandfundin. Rikislög- maður segir í áliti til forsætisráðherra frá 1989 að sú grein búvörulag- anna sem helst kemur til álita feli ekki í sér sjálfstæða heimild til að banna innflutning búvöru. Verði í hveiju vörutilviki að koma til önnur lagaákvæði. Hvað skinku varðar og fjöldann allan af öðrum búvörum féll þess konar heimild úr gildi með setningu nýju innflutningsiaganna og reglugerðar á grundvelli hennar. Það sem e.t.v. skiptir sköpum í deilunni um innflutning soðinnar skinku er setning nýrra innflutnings- laga í nóvember síðastliðnum. 1. mgr. 1. gr. laganna hljóðar svo: „Inn- flutningur á vöru og þjónustu til landsins skal vera óheftur nema ann- að sé sérstaklega tekið fram í lögum eða milliríkjasamningum sem ísland er aðili að.“ Aftast í sömu lögum er ákvæði til bráðabirgða sem hljóðar svo: „Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 1. gr. er viðskiptaráðherra heimilt að ákveða með reglugerð að innflutn- ingur á burstum og öðrum hliðstæð- um vörum sem framleiddar eru á vinnustofum blindra hér á landi sé háður takmörkunum og að undan- þágur frá þeim séu háðar leyfi.“ Þegar Jón Sigurðsson þáverandi viðskiptaráðherra mælti fyrir lögun- um 10. september 1992 sagði hann m.a.: „Efnisatriði frumvarpsins eru nánast þau sömu og innflutningsá- kvæðanna með lögum nr. 63/1979 um skipan gjaldeyris- og viðskipta- mála. I frumvarpinu kemur fram sú meginregla að innflutningur á vöru og þjónustu til landsins skuli vera óheftur. Innflutningsfrelsið hefur reynst okkur vel og trúi ég því ekki að nokkur vilji hverfa frá því. Lagt er til að einungis verði unnt að víkja frá meginreglunni um innflutnings- frelsi með stoð í lögum eða milliríkja- samningum sem Island er aðili að.“ Síðar setti viðskiptaráðuneytið reglugerð setji felldi úr gildi auglýs- ingu nr. 313/1990. Sú auglýsing hafði að geyma lista yfir ýmsar land- búnaðarvörur sem leyfi þurfti fýrir til innflutnings og falla skinka og smjörlíki m.a. þar undir þótt reyndar hafi verið deilt um hvort hið síðar- nefnda teljist til landbúnaðarvöru. Um auglýsinguna segir í greinargerð með nýju innflutningslögunum: „Listi yfir þær vörur, sem háðar eru innflutningsleyfi, hefur styst smátt og smátt. Landbúnaðarvörur hafa löngum verið meginuppistaða hans. Á síðari árum hafa einnig verið á listanum ýmsar olíuvörur, bensín og ýmiss konar burstar. Hinn 1. janúar 1991 var bensín fellt út af listanum. í október 1991 hurfu nokkrar teg- undir bursta og pensla. Frá og með 1. janúar 1992 voru brennsluolíur, gasolíur og jarðolíur felldar út af list- anum. Eftir eru á listanum fjölmarg- ar landbúnaðarvörur auk tvegga vöruflokka af burstum." Landbúnaðarráðuneytið gefur tollstjóra fyrirmæli Nú í vor reyndi á það hver staðari væri eftir að nýju innflutningslögin og reglugerð á grundvelli þeirra voru sett. Stórmarkaðurinn Bónus reyridi þá að flytja inn smjörlíki en tollstjóra- embættin leyfðu það ekki fyrst í stað. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins hafði starfsmaður landbúnaðar- ráðuneytisins fyrir hönd ráðherra gefið fyrirmæli um að ekki mætti leyfa innflutning smjörlíkis. í sumar, nánar tiltekið 23. júní, sendi fjár- málaráðuneytið ríkistollstjóra bréf- þar sem minnt er á að tollamál heyri undir ráðuneytið. Þar segir m.a.: „Vísað er til bréfs yðar, dagsett 16. júní 1993, þar sem óskað er leiðsagn- ar í máli sem sprottið er af ágrein- ingi landbúnaðarráðuneytisins og viðskiptaráðuneytisins um heimild til innflutnings á smjörlíki. í tilefni af því hvernig mál þetta er tilkomið vill ráðuneytið vekja at- hygli á skiptingu starfa milli ráðu- neyta samkvæmt auglýsingu nr. 69/1969 um Stjómarráð Islands. Fjármálaráðherra fer með yfirstjórn tollamála sbr. 5. gr. auglýsingarinnar og 30. gr. laga nr. 55/1987. Við- skiptaráðuneytið fer með öll mál er varða verslun og viðskipti, önnur en útflutningsverslun sbr. 15. gr. aug- lýsingarinnar og landbúnaðarráðu- neytið fer eðli máls samkvæmt með landbúnaðarmál, sbr. 9. gr. í ljósi ofangreindrar verkaskiptingar telur ráðuneytið óeðlilegt að einstök ráðu- neyti, önnur en fjármálaráðuneytið, gefí embætti ríkistollstjóra eða ein- stökum tollstjóraembættum bein starfsfyrirmæli. Vilji eitthvert ráðu- neyti koma á framfæri við tollayfir- völd starfsfyrirmælum, túlkun á lagaákvæðum eða öðrum upplýsing- um er rétt að það ráðuneyti snúi sér til fjármálaráðuneytisins sem eftir atvikum beinir fyrirmæium til ann- arra tollyfirvalda." í þessu bréfi kemur fram það við- horf ráðuneytisins að áðurnefnd gug- lýsing 313/1990 væri fallin úr gildi: „í 1. gr. laga nr. 88/1992, um inn- flutning, sem tóku gildi 26. nóvem- ber á síðasta ári, segir að innflutning- ur á vöru og þjónustu til landsins skuli vera óheftur nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum eða milliríkjasamningum sem Island sé aðili að. Þetta ákvæði er áréttað í 1. gr. reglugerðar nr. 415/1992 um sama efni. Með lögum þessum og reglugerð voru felld úr gildi eldri lög og reglugerð um innflutning, lög nr. 63/1979 og reglugerð nr. 313/1990. í þessum réttarheimildum var að finna ákvæði sem bönnuðu innflutn- ing á ýmsum vörum, þar á meðal smjörlíki, en þau ákvæði eru nú fall- in úr gildi.“ Er hægt að byggja á búvörulögunum? Sú spurning vaknar hvort fyrir hendi séu einhverjar aðrar lagareglur er áskilja leyfi fyrir innflutningi soð- innar skinku. Lagareglur sem lúta sérstaklega að innflutningi landbún- aðarvöru má greina í tvennt, sbr. það sem segir í áliti Tryggva Gunnars- sonar hrl. til landbúnaðarráðherra 14. janúar 1990. Annars vegar er um að ræða almenn ákvæði um af- skipti stjómvalda af slíkum innflutn- ingi og skilyrði fyrir honum. Hins vegar er um að ræða lagaákvæði, þar sem settar em reglur um inn- flutning tiltekinna vömtegunda, og er þá ýmist að innflutningur er alfar- ið bannaður, háður leyfi eða að stjómvöld geta takmarkað innflutn- ing viðkomandi vöm. Það almenna ákvæði sem hér skiptir máli er 1. og 2. mgr. 55. gr. búvörulaga nr. 46/1985 [áður 41. gr-]-. „Áður en ákvarðanir eru teknar um inn- og útflutning landbúnaðar- vara skulu aðilar, sem með þau mál fara, leita álits og tillagna Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Innflutningur landbúnaðarvara skal því aðeins leyfður að Fram- leiðsluráð staðfesti að innlend fram- leiðslá fullnægi ekki neysluþörfinni." Ef þessi lagagrein er lesin ein og sér þá virðist sem ekki sé hægt að flytja inn landbúnaðarvöru án sam- þykkis Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins. Virðist Halldór Blöndal landbún- aðarráðherra byggja sína afstöðu á þessu ákvæði. En ríkislögmaður og fleirí telja að skýra beri greinina þannig að ekki sé um að ræða sjálf- stæða heimild til að banna innflutn- ing landbúnaðarvöru. Reyndar virð- ist þetta vera ráðandi lögskýring annars staðar en í landbúnaðarráðu- neytinú og e.t.v. forsætisráðuneyti. Þannig segir Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður í áliti til forsætisráð- herra dagsettu 27. apríl 1989: „Þessi lagagrein felur ekki í sér sjálfstætt bann við innflutningi landbúnaðar- vara. Hún hefur hins vegar sitt sjálf- stæða gildi við hliðina á öðmm laga- ákvæðum, sem banna eða gera inn- flutning landbúnaðarvara háðan leyfum. Þetta kemur skýrt fram í athugasemdum með fmmvarpi til nefndra laga.“ í athugasemdum við 41. gr. [nú 55. gr.] segir m.a.: „Ákvæðum þessarar greinar er ekki ætlað að fjölga eða fækka þeim vöru- tegundum, sem bannað er að flytja til landsins án sérstaks leyfis, heldur tekur regla 2. mgr. 41. gr. aðeins til þeirra landbúnaðarvara, sem skv. öðmm lögum, þ.e. oftast vegna heil- brigðisástæðna, er bannað að flytja til landsins án leyfis. Þessi regla kemur til viðbótar slíkum ákvæðum. Það ræðst því af skýringu á þeim lagaákvæðum, hvað af búvömm skv. þessu frv. falla undir hugtakið land- búnaðarvara í greininni." Tilefni álits ríkislögmanns sem hér er vitnað í var að Hagkaup höfðu óskað eftir að fá að flytja inn smjörlíki erlendis frá. í öðmm lögum er ekki að finna heimild til að banna skinkuinnflutn- ing. Samkvæmt 56. gr. búvömlaga þarf leyfi til innflutnings kartaflna, nýs grænmetis, sveppa og blóma. Skv. lögum um innflutningsbann á niðursoðinni mjólk og þurrmjólk nr. 88/1949 þarf leyfi til innflutnings soðinnar mjólkur og þurrmjólkur. Samkvæmt lögum um varnir gegn því að. gin- og klaufaveiki og aðrir alidýrasjúkdómar berist til landsins nr. 11/1928 er bannað að flytja til landsins lifandi dýr og fugla án leyfís. Loðin yfirlýsing á þingi •« Eins og kunnugt er deildu ráðherr- ar í ríkisstjóm um þetta mál og í fyrradag skar forsætisráðherra úr á gmndvelli 2. mgr. 8. gr. stjórnarráð- slaganna, nr. 73/1969, og sagði bréf- lega að forræði á innflutningi á bú- vömm væri að óbreyttum lögum áfram hjá landbúnaðarráðherra eins og fram hefði komið í yfirlýsingu sinni í vor á Alþingi. Um þennan úrskurð forsætisráðherra er það að segja að yflrlýsingin sem hlýtur að vera vísað til féll í þinglok í vor; ~ þann 8. maí, og hljóðar svona sam- kvæmt Alþingistíðindum: „Hæstv. forseti. Ef þetta mál verður ekki afgreitt endanlega á þinginu, sem ég skal ekkert um segja, þá er það ljóst í mínum huga að forræðið í þessum efnum hefur ekki breyst frá því sem það hefur verið...“ Þessi yfir- lýsing var auðvitað gefin undir mikl- um þrýstingi og að óútkljáðu deilu- máli innan ríkisstjómarinnar og er mun loðnari en úrskurðurinn frá því í fyrradag. Bráðabirgðalög? Ekki er síður vert að setja spurn- ingarmerki við það hvort rétt hafí verið að fella úrskurð í þessu málí ' um það undir hvaða ráðuneyti mál heyrði. 2. mgr. 8. gr. stjómarráðslag- anna sem byggt var á hljóðar svo: „Nú þykir vafi á leika, undir hvert ráðuneyti málefni heyri, og sker for- sætisráðherra þá úr.“ Spumingin er: Hvar eru hin lögfræðilegu rök fyrir því að vafl leiki á því undir hvaða ráðuneyti málið heyri og getur slíkur úrskurður heimilað landbúnaðarráð- herra að stöðva innflutning vöm ef engar lagaheimildir em fyrir hendi? Eða eins og ónefndur starfsmaður við tollstjóraembætti sagði í samtali við Morgunblaðið i gær er hann var spurður hver væri lagaheimildin fyr- ir að banna skinkuinnflutninginn: „Það er nú einmitt kjarni málsins.,%— Litlu munaði að tækist að sam- þykkja breytingar á núverandi bú- vömlögum á Alþingi í vor. Þær hefðu þýtt að tekið væri fyrir þá smugu sem e.t.v myndaðist síðastliðið haust. E.t.v. hafa forráðamenn landbúnað- armála gert sér vonir um að enginn kæmi auga á þessa leið til að flytja inn búvörur áður en tækist að koma lagabreytingunum á í haust. En Hagkaup lætur á þetta reyna og það setur ríkisstjórnina í töluverðan bobba. Sé skinkuinnflutningur heim- ill án sérstaks leyfis þýðir það að,-^. innflutningur landbúnaðarvöm er að® meginstefnu til frjáls. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að útgáfa bráðabirgðalaga þar sem breytingin á innflutningsmálunum væri tekin aftur til að setja fyrir lekann hafi komið til umræðu milli ráðherra en Alþýðuflokksráðherrar ekki verið til- búnir að fara þá leið. --

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.