Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1993 33 Ljósmyndastofan Nærmynd HJÓNABAND. Gefin voru saman- hinn 7. ágúst sl. í Þingeyrarkirkju af sr. Stefáni Ágústssyni frá Vegin- um, Hulda V. Tryggvadóttir og Eysteinn Johannsson. Heimili þeirra er að Skúlabraut 45, Blöndu- ósi. LJósmyndastofan Nærmynd HJÓNABAND. Gefín voru saman hinn 24. júlí sl. í Háteigskirkju af sr. Hreini Hjartarsyni, Gerður Gestsdóttir og Jón Ólafur Lindsay. Heimili þeirra er að Hraunteig 15, Reykjavík. Ljósmyndastofan Nærmynd HJÓNABAND. Gefin voru saman hinn 7. ágúst sl. í Dómkirkjunni af. sr. Vigfúsi Þór Árnasyni, Hulda Magnúsdóttir og Sigurður Sigur- jónsson. Heimili þeirra er að Grund- argötu 14, Siglufirði. HJÓNABAND. Gefin voru saman þann 31. júlí sl. í Þýskalandi, Birg- it Antes og Einar Hansson. Heimili þeirra er að Kankestr. 11, Munchen. ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Rauða kross íslands og varð ágóðinn 722 krónur. Þær heita Kristín Ruth Jónsdóttir og Jakobína Jónsdóttir. Eastwood fremstur í flokki í spennumyndinni í eldlínunni. Skotið í mark Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó: í skotlínunni — „In the Line of Fire“. Leikstjóri Wolfgang Petersen. Handrit Jeff Maguire. Kvikmyndatökustjóri John Bailey. Tónlist Ennio Morricone. Aðalleikendur Clint Eastwood, John Malkovich, Rene Russo, John Mahoney, Steve Railsback. Columbia 1993. Eastwood gerir það ekki enda- sleppt þetta árið. Hirti eftirsóttasta Óskarinn í vor fyrir leikstjórn Hinna vægðarlausu, sem jafnframt var kjörin besta mynd ársins. Það vant- aði aðeins að hann hlyti verðlaunin eftirsóttu fyrir leik sinn í myndina tii að fullkomna þrennuna en varð að láta í minni pokann fyrir A1 Pacino sem reyndist ósigrandi í Konuilmi, sælla minninga. Aftur á móti er aldrei að vita hvað gerist að ári, en það liggur ljóst fyrir að Eastwood hefur aldrei sýnt jafn breiðan og góðan leik sem hér, enda er hlutverkið blæbrigðaríkt og kröfuhart. Og Eastwood bregst ekki bogalistin, hvort sem hann er að daðra við kvenfélaga sinn, syrgja gömul mistök eða að gera það sem hann kann best — að túlka ódrep- andi harðnagla. Sem að þessu sinni er Horrigan, gamalreyndur alríkislögreglumað- ur í lífverði forseta Bandaríkjanna. Hann hefur verið fáskiptinn allar götur síðan Kennedy var myrtur, kennt sjálfum sér um mistökin. Er myndin hefst er Horrigan í svipuð- um sporum og í Dallas 1963. Að vernda núverandi forseta, en hann berst fyrir endurkjöri. Og þá fara að berast morðhótanir frá kolgeggj- uðu en snjöllu varmenni sem þekk- ir sögu Horrigans og notar hann sem millilið. Menn eru ekki trúaðir í fyrstunni á hótanirnar og félagar Horrigans telja hann haldinn þrá- hyggju. Það er ekki fyrr en í Ijós kemur að sá grunsamlegi er Mitch Leary (Malkovich), fyrrum leigu- morðingi leyniþjónustunnar, að Horrigan er tekinn alvarlega. Upp- hefst nú kapphlaup á milli Horrig- ans og Learys um líf forsetans. Lífvörðurinn er gamalreynt hörku- tól sem þekkir starf sitt eins og lófann á sér en er illa séður af sín- um yngri yfirmönnum og starfsfé- lögum flestum og Leary er útsmog- inn skratti, sem m.a. er snillingur í að dulbúast. Svo endalokin em tvísýn og Horrigan karlinn ekki á því að gera önnur mistök, tilbúin að kasta sér í skotlínuna. Það er ekki á allra færi að gera spennumyndir sem þessa svo vel fari. Við vitum frá upphafi hvernig þær fara, svona í stórum dráttum, það verður að halda okkur við efn- ið með rómantík, hliðarsögum, óvæntum uppákomum og gaman- semi í bland við átökin. Og handrit- ið er óvenju gott. Vitrænna en við eigum að venjast, jafnvel í úi’vals- spennumyndum. Og Peterson stendur sig bærilega í léikstjórnar- stykkinu, þó svo hann hafi fátt markvert gert eftir Das Boot, og síðasta spennumynd hans, Shatter- ed, hafi valdið vonbrigðum. Best tekst honum upp við að skapa öng- þveiti, sbr. atriðið í samsætinu þeg- ar skerst í odda á milli Learys og Horrigans, annars er jöfn og góð spenna út alla myndina. / skotlín- unni er einfaldlega ein af þeim af- burða afþreyingarmyndum sem gerir fólk að bíófíklum og heldur því við efnið. Það gengur allt fag- mannlega upp. Og Eastwood er árans ansi góður sem gamli jaxlinn sem er ekki á því að gefast upp þótt heilsan sé farin að gefa sig. Sýnir á sér marg- ar, fínar hliðar sem leikari, eldist vel eins og eðalvínið. Malkovich er engu síðri í hlutverki leigumorðingj- ans, og fær aukinheldur hvert af- burðagervið af öðru að styðjast við. Önnur aukahlutverk eru yfir höfuð vel mönnuð og tónlist Morricones afburða innlegg að vanda. Ég bregð bara fyrir mig rökfiminni hans Gulia í Karnabæ í lokaorðunum (þegar hann var að veija litlu, grænu kallana sína á dögunum): Þeir eru bara leiðinlegir sem hafa ekki gaman að þessari öndvegis skemmtun! MALASKOLI 126908 □ Danska, sænska enska, þýska, franska, ííalska, spænska, rússneska og íslenska. □ Innritun daglega frá kl. 13 - 19. □ Kennsla hefst 16. september. □ Starfsmenntunarsjóðir ýmissa starfsmannafélaga greiða skólagjöld félagsmanna að og Verslunarmannafélag Reykjavíkur veitir sínum mönnum námsstyrk. □ Kennslan ferjram í Miðstræti 7. HALLDORS 126908 NÝR HERRAILMUR hUUfo í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI AJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGARÁOHÚSTORGI VARMASKIPTAR SWEP er í fararbroddi í framleiðslu lóðaðra varma- skipta. Þeir eru afkastamiklir, fyrirferðalitlir - aðeins 1/5 að umfangi miðað við venjulega varmaskipta. Uppsetning er auðveld og viðhald í lágmarki. Kynntu þér kosti SWEP varmaskiptanna, hvort heldur er fyrir neysluvatn eða húshitun. Þú finnur varla betri lausn. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.