Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 10
V 10 MOKGfcJNBLAÐH) 1'ÖST.UDAGyR 10» SEPTEMBER 1993 v UM HELGINA Tónlist Tónleikar í Hafnarborg Þuríður Baxter mezzó-sópran og Davíð Knowles Játvarðsson píanóleik- ari halda tónieika í Hafnarborg, menn- ingar- og listamið- stöð Hafnarflarðar, sunnudaginn 12. september nk. kl. 20.30. Á efnis- skránni eru aríur og sönglög frá Frakklandi, Ítalíu, Spáni og meðal tónskálda Rossi, Bizet, Fauré, Pou- lenc, Granados o.fl. Þetta eru fyrstu einsöngstónleikar Þuríðar. Davíð Knowles Játvarðsson hefur verið búsettur á íslandi sl. 10 ár og hlaut nýlega islenskan ríkisborg- ararétt. Hann hefur margoft komið fram með söngvurum og hijóðfæraleik- urum, bæði hérlendis og erlendis. Þuríður Baxter. Sigurður Bragason og Hjálmur Sig- hvatsson. Sigurður og Hjálmur í Wigmore Hall Sigurði Bragasyni söngvara og Hjálmi Sighvatssyni píanóleikara hefur verið boðið að halda tónleika í Wig- more Hall í London þann 17. septem- ber nk. Eftir tónleika er þeim var boðið að halda í júní í sumar í hinum nýja sal Beethovens-Haus í Bonn, þar sem þeir fengu frábæra gagnrýni í þýskum blöð- um hafa þeir fengið tilboð um _að halda tónleika í Wigmore Hall. Á efnis- skránni verða Söngvar og dansar dauð- ans eftir Modest Mussorgskíj og verk eftir Jón Leifs og fl. Wigmore Hall hefur verið eitt af þekktari tónleikahúsum heims í marga áratugi og þar hafa komið fram lista- menn svo sm Arthur Rubinstein, Ren- ato Bruson og fl. Einnig munu þeir Sigurður og Hjálmur koma fram í þættinum „Comparing notes“ á BBC. Sigurði hefur einnig verið boðið að fara í tónleikaferð um Suður-Ameríku á árinu 1994. Orgeltónleikar ólfsstræti. í kvennakórnum eru um 100 konur á öllum aldri. Kórinn var stofn- aður í janúar sl. og hélt fyrstu opin- beru tónleika sína í Langholtskirkju í apríl sl. vor. Kórinn mun í vetur reka kórskóla fyrir konur þar sem þeim gefst kostur á að Iæra undirstöðuatriði kórsöngs. Aðalraddþjálfari kórsins er Jóhanna V. Þórhallsdóttir, undirleikari er Svana Víkingsdóttir og stjórnandi er Margrét Jóhanna Pálmadóttir. Kórinn stefnir að jólatónleikum í Hallgrímskirkju þann 5. desember og utanlandsferð næsta sumar. Stjóm kórsins er skipuð fimm konum sem annast skipulagn- ingu starfsemi Kvennakórs Reykjavík- ur. Formaður er Sigurbjörg Aðalsteins- dóttir. Skagfirska söngsveitin Undirbúningur að vetrarstarfi Skagfirsku söngsveitarinnar í Reykja- vík er nú að hefjast, eftir fjögurra mánaða sumarfrí. Söngsveitin starfaði af miklum krafti sl. starfsár. Hófst starfið þá með hausttónleikum í Hvera- gerði og Keflavík. Þá voru haldnir jóla- tónleikar ásamt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og rann ágðóði af þeim tónleikum til orgelkaupasjóðs Lang- holtskirkju. Árlegir vortónleikar söng- sveitarinnar vom svo í Langholts- kirkju. Einsöngvarar með kórnum þá vom þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, Óskar Pétursson, Fríður Sigurðardóttir, Guð- mundur Sigurðsson og Sigurður Stein- grímsson. Kórinn söng tvenna tónleika fyrir fullu húsi. Vetrarstarfið verður með svipuðum hætti og áður. Æfingar verða tvisvar í viku og er nú stefnt að tvennum tón- leikum á Suðurlandi í byijun nóvem- ber. Vortónleikar verða svo í Lang- holtskirkju í apríl og þá er verið að vinna að því að enda vetrarstarfíð með utanlandsferð á komandi vori. Eðlileg endurnýjun þarf ávallt að vera í kór sem Skagfirsku söngsveit- inni og er því alltaf pláss fyrir góðar raddir. Stjómandi söngsveitarinnar er Björgvin Þ. Valdimarsson. Kórskóli Langholtskirkju Þriðja starfsár Kórskóla Langholts- kirkju hefst 21. september. Aldurstak- mark er átta ár. Kennarar við skólann eru Signý Sæmundsdóttir ópemsöng- kona, Helga Björg Svansdóttir tón- menntakennari og Jón Stefánsson kantor við Langholtskirkju. Kennslu- greinar eru tónfræði, tónheym og nótnalestur, raddþjálfun og samsöng- ur. Kennslan fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17-18.20 og 17.50-19.10. Þorfinnur í Gallerí Sólon íslandus Nú stendur yfir í Gallerí Sólon ís- landus, Bankastræti 7a, sýning á kyrralífsmyndum eftir Þorfinn Sigur- geirsson. Þorfinnur er fæddur árið 1963 í Keflavík og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1983-87. Árið 1990 lauk hann BFA gráðu í myndlist frá Concordia University í Montreal í Kanada. Þetta er 11. einkasýning Þorfinns auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýning- um hér heinm og í Kanada. Myndirnar eru á Sólon íslandus eru unnar með olíu á striga. Sýningin er opin daglega frá kl. 10-18 ogstendurtil 15. septem- ber. Ars afmæli Listhúss- ins í Laugardal Um helgina verður afmælisveisla í Listhúsinu í Laugardal. Allar versianir hússins bjóða 20% afslátt af vömm sínum í þijá daga, laugardag, sunnu- dag og mánudag. Á afmælisdaginn, sunnudaginn 12. september, hefst skemmtidagskrá kl. 14.30, sem á eru eftirtalin atriði: Atriði úr Cats, Jón Grétarsdóttir og Lilja Sigurðardóttir, Sigfús Halldórsson ásamt Friðbimi G. Jónssyni söngvara, Borgardætur og Björn Björnsson bariton ásamt Guð- björgu Siguijónsdóttir á píanó. I kjallarasal, hússins mun Mýsla, Týsla, Tusla, Tasla skemmta börnun- um, einnig verður þar teiknisamkeppni og sitthvað fleira. Þijár sýningar em í sýningarsölum hússins. Thor Barðdal sýnir högg- myndir úr marmara. Skarphéðinn Har- aldsson sýnir vatnslitamyndir og Garð- ar Jökulsson sýnir olíu- og vatnslita- myndir. Sýning er á nýjum verkum í vinnustofu Sjafnar Har. í Listhúsinu starfa 19 einstaklingar og fyrirtæki. Húsið er opið laugardag kl. 10-18 og sunnudag kl. 14-18. Kvikmyndir MÍR MÍR, bíósalurinn Vatnsstíg 10, sýnir sunudaginn 12. september myndina Tsjaíkovskíj, þættir úr ævi tónskálds- ins, leikna kvikmynd frá árinu 1970, en í september er liðin öld frá andláti Tsjaíkovskíjs. Leikstjóri er Igor Tal- ankin, en Innokentíj Smoktunovskíj er í titilhlutverki. Leiklist Leiklistarþing 1993 Þýski orgelleikarin Wolfgang Tretzsch leikur á tónleikum í Odda- kirkju á Rangárvöllum laugardaginn 11. september kl. 15 og í Dómkirkj- unni í Reykjavík sunnudaginn 12. sept- ember kl. 17. Á efnisskrá hans em þekkt orgel- verk og einnig mun hann leika verk eftir tékkneska tónskáldið Petr Eben sem koma mun til íslands á næsta ári í boði Dómkórsins. Wolfgang Tretzsch er organisti við Pfingstkirche í Berlín, en starfaði hér á landi um tíma sem organisti á ísafirði. Hann hefur haldið fjölda tón- leika víðsvegar um Evrópu og einnig hér á iandi. Skemmtitónleikar og réttarball Lúðrasveit Reykjavíkur heldur skemmtitónleika og réttarball í félags- heimilinu Ýdölum í Aðaldal laugar- dagksvöldið 11. september. Tónleik- amir hefjast kl. 21 og mun sveitin leika tónlist af ýmsum toga. Einleikarar em: Grettir Bjömsson á harmonikku og Ámi Elfar á básúnu. Stjórnandi Lúðraveitar Reykjavíkur er Helgi Þ. Svavarsson frá Húsavík og er þetta annað árið sem hann stjórn- ar sveitinni. Kynnar em Guðmundur Nordal og Friðrik Theódórsson. Dansleikurinn mun hefjast strax að loknum hljómleikum en þar munu leika þijár hljómsveitir, Dixieíand hljómsveit L.R. mun byija, þá leikur Grettir Bjömsson og hljómsveit og lokst stór- hljómsveitin Friðrik tólfti. Aðgangseyr- ir að bæði tónleikunum og ballinu er kr. 1500. Lúðraveitin mun síðan halda tón- leika í Dalvíkurkirkju, sunnudagin 12. september kl. 16. Kórastarf Kvennakór Reykjavíkur Kvennakór Reykjavíkur hefur starf sitt nk. miðvikudaginn 15. september kl. 20.30 í Aðventistakirkjunni við Ing- Ef næg þátttaka fæst er ráðgert að skipta nemendum í þijá hópa eftir tón- listarþekkingu, en síðustu tvö ár var skipt í tvo hópa. Vetrarstarfínu verður skipt í tvær annir og lýkur hvorri önn með tónleikum þar sem aðstandendum gefst kostur á að heyra árangur starfs- ins. Markmiðið með skólanum er að veita börnum og unglingum staðgóða tón- listarmenntun með markvissri þjálfun raddar og heymar sem miðar að þátt- töku í kórstarfi. Kór kórskólans starfar i tenglsum við skólann með úrvalsnemendum hans. Kórinn tekur þátt í jólasöngvum Kórs Langholtskirkju og stefnt er að frekara tónleikahaldi og æfingabúðum eftir áramót. Auk þess syngur hann í messu sjötta hvem sunnudag í Lang- holtskirkju. Innritun og nánari uppl. em í Langholtskirkju á skrifstofutíma. Myndlist Síðasta sýningarhelg’i Péturs Gauts í Portinu Hafnarfirði stendur yflr sýning Péturs Gauts Svavarssonar. Á sýningunni sýnir hann olíumálverk síð- ustu þriggja ára. Sýningunni lýkur sunnudaginn 12. september. Sýningar- salir Portsins era opnir alla daga nem- an þriðjudaga frá kl. 14-18. Leiklistarþing Leiklistarsambands íslands 1993 verður haldið á Hótel Borg á morgun, laugardaginn 11. sept- ember, hefst kl. 10 og stendur a.m.k. til kl. 17. Yfirskrift þingsins í ár er Leiklist á krossgötum? og ij'allar fyrri hlutinn um leiklistarmenntun og lista- háskóla og leitað verður svara við spurningunni hvort smuga sé fyrir nýsköpun í leiklistinni. Einnig verður rætt um áhrif af evrópsku efnahags- svæði fyrir íslenska leiklist. Sigrún Valbergsdóttir, formaður Leiklistarsambands íslands, setur þingið og inngangserindi flytja Björn Bjamason alþingismaður, Gísli Al- freðsson skólastjóri Leiklistarskóla ís- lands, Ingibjörg Bjömsdóttir skóla- stjóri Listdansskóla Islands, Hafliði Amgrímsson dramatúrg og Jóna Guð- rún Jónsdóttir leikari. Pallborðsum- ræður verða með þátttöku þinggesta. Pétur Einarsson leikari og leikstjóri stjórnar umræðum. Síðari hluti þingsins er undir yfir- skriftinni Er smuga fyrir nýsköpun í leiklistinni? Áhrif af evrópsku efna- hagssvæði. Inngangserindi flytja Sig- urður Hróarsson leikhússtjóri Leikfé- lags Reykjavíkur, Guðrún Gísladóttir leikari, Auður Bjamadóttir dansari, Guðjón Pedersen leikstjóri og Þórann J. Hafstein deildarstjóri í Menntamála- ráðuneytinu. Pallborðsumræður verða með þátttöku þinggesta. Viðar Egg- ertsson leikhússtjóri Leikfélags AkUr- eyrar stjórnar umræðum. Frá námskeiði hjá Roland Vamos. Vetrarstarf Sin- fóníuhlj ómsveit- ar Islands hafið Fyrstu tónleikarnir í Seltjamameskirkju SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands heldur tónleika í SeKjarnarnes- kirkju föstudaginn 10. september og hefjast þeir klukkan 20.00. Á efnisskránni eru verk eftir Aron Copland, Igor Stravinskíj, Anton Dvorak, Jósef Suk og Arnold Schönberg. í fréttatilkynningu segir: Hljóð- færaleikarar hljómsveitarinnar hafa verið við stífar æfingar undanfarna viku, strengjaleikarar hjá banda- ríska fiðluleikaranum Roland Vam- os og blásarar hjá Bernharði Wilk- inson sem er starfandi flautuleikari hjá SÍ og eru tónleikarnir uppskera þessarar viku. Roland Vamos er mjög eftirsóttur fiðjukennari og hafa margir af okkar þekktustu fiðluleikurum notið tilsagnar hans. Bernharður er að feta inn á braut hljómsveitarstjórans. Hann hefur stjórnað nokkrum tónleikum Sinf- óníuhljómsveitarinnar og hefur um árabil verið einn af aðstoðarmönn- um Zukofskys hjá Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar. Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu hljómsveitarinnar og við innganginn. Athygli skal vakin á því að allir áskrifendur hljómsveitarinnar fá ókeypis inn á tónleikana gegn fram- vísun áskrifendaskírteinis. Undralandið í Tónabæ __________Leiklist______________ Súsanna Svavarsdóttir Leikklúbburinn í Tónabæ LÍSA í UNDRALANDI Höfundur: Klaus Hagerup Leikstjóri: María Reyndal Leikklúbburinn í Tónabæ, sem samanstendur af unglingum á aldrin- um 14-16 ára hefur nú starfað í tvö ár og frumsýndi á miðvikudagskvöld- ið söguna um Lísu í Undralandi. Fyrsta verkefni leikhópsins var „Slúðrið" eftir Flosa ólafsson, sýning sem var athyglisverð fyrir hispurs- leysi, bráðskemmtilega umgjörð og hugvitssamlega útfærslu. Og ekki veldur leikklúbburinn vonbrigðum í þetta skipti. Bæði er, að verkið er skemmtilegt og hópurinn hefur tekið miklum framförum hvað leikræna tjáningu varðar. í verkinu segir frá því þegar Lísa vaknar upp við það að hún er stödd í æði framandi veröld; í Undralandi, sem með réttu ætti að heita „Undar- legaland." Það kvaka fuglar í skógi og mýslumar tísta og þegar Lísa hefur nuddað stýrurnar úr augunum, fer þvílíkum kvikindum að bera fyrir sjónir að Lísu líst ekki alls kostar á blikuna. I rauninni má segja að hún sé ekki komin lengra en í heim full- orðinna, en fyrir 15 ára unglinginn er þessi heimur skelfílegur og hún byijar strax að leita að leiðinni heim; leiðinni aftur til baka til þess öryggis sem heiðarlegur heimur barnsins er. Fullorðinsheimurinn er lygi; hann byggir á sjálfumgleði, afneitunum á staðreyndum, eiginhagsmunasemi, raunveruleikafirringu, lífslygum og blekkingu. Lísa hittir Kanínuna, sem er ein- hvers konar Undralandspólitíkus. Þegar hún spyr hann hver hann sé, svarar hann því til að hún eigi ekki að spyija „hver,“ heldur „hvað“ og „hvers vegna.“ Það snýst allt um „hvað“ einstaklingurinn er, en ekki hver hann er; þ.e. hvemig hann hugs- ar, finnur til, skynjar sjálfan sig, aðra og umhverfi sitt og hvemig hann tengist þessum þáttum. Kanín- an slær úr og í, svarar engum spurn- ingum, talar tungum og reynir að koma öllu þannig fyrir að hannn gfiti trúað því að hans tilvist skipti ein- hveiju máli. Næst hittir Lísa köttinn; ótrúlega spillta veru. Lísa reynir að inna kött- inn eftir því hvernig hún komist heim, en kisa skilur ekki spurninguna; seg- ir Lísu að hætta að hugsa um það - eina leiðin til að komast af sé að hugsa ekki, spyija ekki spurninga og svara þeim ekki heldur. Kötturinn reynir ekki einu sinni að hagræða sannleikanum eða staðreyndum, heldur hunsar hvoru tveggja og skemmtir sér ágætlega í þessari martröð Lísu. Ekki skánar ástandið þegar Lísa hittir Hattarann og Hérann. Hattar- inn eyðir lífi sínu í að sigla milli skers og báru; vera alls staðar þar sem hann heídur að hann geti sem best otað sínum tota og grætt eitthvað á ástandinu. Hann hefur komið sér upp hjátrú, sem felst í tedrykkju. Hann heldur að ef hann drekki rétt te á réttum stað og tíma, þá verði allt í lagi. Vinkona hans, Hérinn, hefur gengist inn á þetta og til að þurfa ekki að hugsa, er hún svo óðamála að hún er andstutt. Hún talar og talar til að þurfa ekki að hugsa og hefur fundið þá skýringu á lífsklúðri sínu, að hún hafi drukkið rangt te í boði sem hún hélt einn góðan mið- vikudag. Þessi skötuhjú eru fullkoin- lega raunveruleikafirrt og stökkva ' vörn og verða árásargjörn í hvert sinn sem einhver snefill að efa læðist að þeim um réttmæti þeirrar lífssýn- ar sem þau hamast við að halda í- Það er ekki fyrr en Lísa hittir Skjaldlbökuna að hún fer að átta sig í hvers konar veröld hún er komin. Skjaldbakan hefur það hlutverk að gráta - hún hefur fengið það hlut- verk, einfaldlega vegna þess að hún getur ekki sætt sig við Undraland. Hinir samfélagsmeðlimirnir gefa henni því þetta hlutverk og gera orð hennar þarmeð ómarktæk. Skjald- bakan tileinkar sér hlutverkið, því sjálfsmat hennar er svo rýrt að hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.