Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1993 ÍÞRÓTTIR Ungir meistarar í golfi Ungir sigursælir kylfingar úr A-sveit Golfklúbbs Reykjavíkur ásamt framkvæmdasljóra GR og liðsstjóra, frá vinstri: Hildur Haraldsdótt- ir framkvæmdastjóri Gr, Svanþór Laxdal, Guðjón Rúnar Emilsson, Pétur Óskar Sigurðsson, Arnar Þórisson og Siguijón Arnarsson liðs- stjóri. Golf nýtur sívaxandi vinsælda meðal almennings hér á landi enda hefur íþróttin þann kost að allir geta stundað hana og gildir þá einu hvar í þjóðfélagsstiganum menn eru staddir. Golfið fer ekki í manngreiningarálit, það á sér engin aldursmörk og er iðkað af konum jafnt sem körlum. Sumir stunda golf sér til heilsubótar eingöngu, en aðrir hella sér út í íþróttina með keppnisskapið að vopni og sumum verður býsna vel ágegnt. Þannig er það með A-sveit Golfklúbbs Reykjavíkur, skipaða piltum 14 ára og yngri, en sveitin sigraði með yfirburðum í Sveitakeppni í sinum aldursflokki sem fram fór í Borgar- nesi um síðustu helgi. Keppnin hófst á fimmtudegi, en þá var leikinn höggleikur og var raðað í riðla eft- ir samanlögðu skori þriggja bestu manna hverrar sveitar, en hveija sveit skipa fjórir leikmenn. Seinni dagana var leikin holukeppni í fjór- menningi og tvímenningi. Sigurveg- ar voru sveit GR, eins og áður seg- ir, en sveitina skipuðu Guðjón Rún- ar Emilsson, Pétur Óskar Sigurðs- son, Arnar Þórisson og Svanþór Laxdal. Ariana Richards ásamt Joseph Mazzello, en þau leika stór hlut- verk í kvikmyndinni „Jurassic Park“. KVIKMYNDIR Óheppni við upptökur að gengur ekki alltaf allt eins og í sögu þegar verið er að taka upp þætti eða kvikmyndir þó að áhorfendur verði sjaldnast varir við 'mistökin. Þegar Ariana Rich- ards, sem leikur eitt aðalhlutverk- anna í kvikmyndinni „Jurassic Park“, var eitt sinn sem oftar á flótta undan risaeðlum ienti hún í eftirfar- andi hremmingum: „Risaeðlan var á eftir mér og elti mig inn í kæliklefa. Ég átti að stökkva til vinstri en hún til hægri. í staðinn rauk ég til hægri og við skullum saman. Hrammur hennar sem er úr stáli lenti á höfð- inu á mér ... og þetta var meira að segja á afmælisdaginn minn,“ sagði Ariana og brosti þegar hún minntist atburðarins. HLUTVERK Þarf bara að líta í spegil Bresku stórleikkonunni Emmu Thompson, sem hlaut Ósk- arsverðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni „Howards End“ fyr- ir tæpu hálfu ári, hefur ekki verið boðið kvikmyndahlutverk í bíó- borginni Hollywood síðan og hefur mátt láta sér lynda hlutverk í myndum sem eiginmaður hennar, Kenneth Branagh, hefur framleitt og leikstýrt. Emma þykir afburða- leikkona og því hefur þessi þróun vakið athygli í kvikmyndaheimin- um. „Það er bara ein skýring á þessu og ég veit hver hún er. Ég_ þarf einungis að horfa í spegil. Ég er ekki fríðleikskona, engin Michelle Pfeiffer. Kjálkabeinin eins og ljós- ker í laginu og svo er ég í þyngri kantinum. Sönn fegurð leynir sér ekki, en hitt er svo annað mál, að það er margt hægt að gera með ósköp venjulegt útlit eins og mitt,“ segir Emma. Kvikmyndagagnrýnendur víða um völlu hafa ritað að til allrar hamingju hafi Kenneth Branagh ekkert við útlit Emmu að athuga og því fái bíóunnendur að njóta hennar á hvíta tjaldinu þrátt fyrir stífni framleiðenda í Hollywood. Emma Tliompson m Auglýsing Besti tíminn í Kolaportinu Haustið er besti tíminn í Kolaportinu að sögn þeirra Kolaportsmanna og greinilega er eitthvað til í því ef dæma má af aðsókn seljenda og gesta á markaðstorginu síðustu helgi. Laugardag og sunnudag buðu á þriðja hundrað seljendur upp á nánast allt milli himins og jarð- ar og mikið var greinilega verslað þessa markaðshelgi. Mikiðúrval Kompudótið og matvælin eru alltaf vinsæl verslunarvara í Kolaportinu en síðustu helgi var þar einnig mikið úrval fatn- aðar, leikfanga, gjafavöru og búsáhalda, en listinn yrði óend- anlegur ef telja ætti upp allt vöruúrvalið. Margt óvenjulegt var þar innan um svo sem ókeypis skóburstun og útsala á sígarettum á 800 kr. kartonið. Markaðsfélagstorg Þó Kolaportið sé auðvitað fyrst og fremst markaðstorg þar sem gestir fá meira fyrir krónumar sínar, virðist staðurinn einnig þjóna mikilvægu félagslegu hlut- verki í borginni. Góð vinkona Kolaportsins, vel við aldur, hefur t.d. komið þangað hveija helgi þessi rúmlega fjögur ár sem það hefur starfað: „Að einni helgi undanskilinni þegar ég lá í lungnabólgunni“ eins og hún orðaði það þar sem hún sat á kaffistofunni mitt í góðum hópi Breiðfirðinga. Síld og kókosbollur Og gestirnir koma úr öllum þrep- um þjóðfélagsins og af öllum landshornum, ekki síður en selj- endur. Meðal fastagesta má nefna ráðherra, sem hefur sér- stakt dálæti á síldinni frá Bergi á Fáskrúðsfirði, og ekki síður á kókósbollunum hjá Sirrý, þekkt- ur hæstaréttarlögmaður, sem er sem eyðilagður maður ef Magnea hefur ekki komið með ábresti þessa helgina og svo mætti lengi telja. Um hveija helgi leggja um 20.000 gestir leið sína í Kola- portið og vinsældir markaðs- torgsins virðast síður en svo fara dvínandi. Kolaportið er nú opið bæði laugardaga og sunnudaga ld. 10-16. • KENNSLUSTAÐIR • Reykjavík Brautarholt 4, Ársel, Gerðuberg, Fjörgyn og Hólmasel. • Mosfellsbær • Hafnarfjörður • Innritun í síma 91-20345 frá kl. 15 til 22 að Brautarholti 4. • Suðurnes Keflavík, Sandgerði Grindavík og Garður • Innritun í síma 92-67680 frá kl. 21.30 til 22.30. • KENNSLA HEFST ÞRIÐJUDAGINN 14. SEPT. Gjaldskrá óbreytt frá liðnum vetri Systkinaafsláttur - fyrsta barn fullt gjald, annað barn hálft gjald, þriðja barn og þar yfir frítt. Aukaafsláttur efforeldrar eru einnig í dansnámi. Afhending skírteina að Brautarholti 4, sunnudaginn 12. september, frá kl. 15-22 • SIDASTIINNRITUNARDAGUR í DAG, 10. SEPTEMBER DISK0DANSAR - BUMP • J0N STEINAR, SIMBI OG K0LLA, MARGFALDIR ISLANDSMEISTARAR KENNA |MÁ BJÓÐA ÞÉR í r I DAIUS? V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.