Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 48
Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVAooALMENNAR MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I 103 RF.YKJA VÍK SÍMI 091100, StMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FOSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Tilboð 1 stálverk- jsmiðjuna samþykkt ÍTALSKA stáliðjufyrirtækið Sider Planting Scaligera SpA og Fura hf. í Garðabæ hafa • gert tilboð I stálverksmiðjuna í Hafnarfirði og hafa eigendur verksmiðjunnar, Búnaðarbank- inn og Iðnþróunarsjóður, sam- þykkt tilboðið, að sögn Haralds Þórs Ólasonar, eiganda Furu. Fyrirtækin ætla að framleiða gæðastál í verksmiðjunni fyrir sj'rekari fullvinnslu í verksmiðj- "^nn ítalska fyrirtækisins og er gert ráð fyrir að til að byrja með starfi 30-40 manns í verk- smiðjunni á einni vakt og að árleg framleiðsla verði 20-22 þúsund tonn af völsuðu stáli á ári. Haraldur vildi ekki greina frá kaupverði verksmiðjunnar að svo stöddu. Sagði Haraldur að eftir væri að ná samningum við Landsvirkjun um raforkuafhendingu og við stjórnvöld I starfsleyfi til handa verksmiðj- unni. „Ef þetta næst allt saman verður þetta að veruleika,“ sagði hann. Snorri Pétursson hjá Iðnþróunar- sjóði og Jakob Ármannsson hjá Búnaðarbankanum staðfestu í sam- tali við Morgunblaðið að þessi tvö- fyrirtæki hefðu sýnt áhuga á að kaupa verksmiðjuna til rekstrar hér á landi, en sögðu að ýmis atriði væru ófrágengin og vildu að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Endurnýja tæki Nýr viðlegukantur FREMST við Faxagarð í gömlu höfninni í Reykjavík er verið að steypa upp og lagfæra viðlegukantinn. í sumar hafa verið miklar framkvæmdir á hafnarsvæðinu. Forsætisráðherra um yfirlýsingar um að innflutningslög leyfi skinkuinnflutning Það er slík ögrun við þiiig- ið að það tekur engii tali Haraldur sagði að ítalska fyrir- tækið væri vel þekkt í Evrópu og að það framleiddi og seldi m.a. hluti til bílaframleiðslu í Þýskalandi, '"í’akklandi og á Ítalíu. „Þetta er stöndugt fyrirtæki og vel þekkt fyrir sína framleiðslu,“ sagði hann. Haraldur sagði jafnframt að fara þyrfti yfir allan tækjakost verk- smiðjunnar og hugsanlega end- urnýja steypuvél hennar, en hins vegar tæki 4-6 máhuði að gang- setja verksmiðjuna. Starfsemi stálverksmiðjunnar stöðvaðist haustið 1991 þegar ís- lenska stálfélagið hf. var lýst gjald- þrota. Landbúnaðarráðherra gefur út reglugerð um innflutning landbúnaðarafurða „ÞAÐ gengur ekki að halda því fram að þáverandi viðskiptaráðherra hafi farið fram með frumvarp sem hafí gjörbreytt innflutningsmálum landbúnaðarins án þess að segja frá því hvorki í ríkisstjórn eða á þingi. Þegar hann mælti fyrir því sagði hann að engin efnisbreyting fælist í frumvarpinu, aðeins formbreyting. Þetta mál var afgreitt á fjórum mínútum eða svo í gegnum þingið og öll efnahags- og við- skiptanefnd var sammála frumvarpinu,“ segir Davíð Oddsson forsætis- ráðherra aðspurður um þau ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar starfandi viðskiptaráðherra að ekki sé lagaheimild fyrir innflutnings- banni á soðinni skinku skv. lögum um innflutning frá nóvember 1992. „Það gengur ekki að koma mörgum mánuðum síðar og segja að þarna hafi menn breytt innflutningsmálum landbúnaðarins. Það er slík ögr- un við þingið að það tekur engu tali,“ segir Davíð. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- I velli búvörulaga sem er leiðbeinandi herra gaf í gær út reglugerð á grund- I og ákvarðandi fyrir tollstjóra og inn- flytjendur um þau atriði sem varða innflutning á landbúnaðarafurðum og er hún í samræmi við þá fram- kvæmd sem verið hefur, að sögn ráðherra. „Það er búið að taka af allan vafa um þessi efni og það var óhjákvæmilegt," sagði hann. I bréfí fjármálaráðuneytisins til ríkistollstjóra í sumar segir að reglur um að leyfi þurfí fyrir innflutningi á smjörlíki og unnum kjötvörum hafí fallið úr gildi. í áliti sem ríkislögmað- ur vann fyrir forsætisráðherra árið 1989 segir að sú grein búvörulag- anna sem helst kemur til álita feli Gjöld á debetkort mismunandi eftir greinum, veltu og áhættu ÞJÓNUSTUTAXTAR sem áformað er að þjónustuaðilar greiði kreditkortafyrirtækjum vegna debetkortavæðingar verða fyrst um sinn á bilinu 0,5-1,5% en fara síðan lækkandi eftir því sem viðskiptin með debetkort verða útbreiddari. Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri VISA, sagði í samtali við Morgunblaðið að hlutfall þjónustutaxtanna muni fara eftir verslunar- og þjónustu- greinum annars vegar, m.a. með áhættusjónarmið í huga, og veltu hins vegar. Einar sagði að mismunurinn á þjónustugjöldunum væri fyrst og fremst byggður á veltu og álagn- ingu í hverri grein fyrir sig. Áhættuþátturinn vapri, eðli málsins vegna, ekki eins ríkur í þessum viðskiptum og í kreditkortavið- skiptum. 1 stórum dráttum mætti segja að um tvo flokka þjónustu- gjalda væri að ræða þar sem mat- vara og önnur nauðsynjavara væri í þeim lægri. Aðspurður hvaða áhættu væri um að ræða í debetkortaviðskiptum þar sem greiðslur væru bókaðar jafnóðum af bankareikningi kaup- enda á viðskiptareikning seljenda sagði Einar að ekki yrði leitað heimilda fyrir hverri færslu, heldur yrði farið eftir ákveðnu áhættu- stýringakerfí. „Ef leita ætti heim- ilda fyrir hverri einustu færslu yrði um óhóflega mikinn símakostnað að ræða. Það verður ekki leitað heimilda fyrir nema um 20% færslnanna. Við munum meta áhættu í hverju fyrirtæki. Við get- um tekið sem dæmi að á öldurhús- um verði leitað heimilda fyrir færsl- um yfir 2.000 krónur, í matvöru- verslun ef færslur eru hærri en 5.000 og kannski um 10.000 í ferðaviðskiptum,11 sagði Einar. Kortin ókeypis í Danmörku í Danmörku bera notendur de- betkorta engan beinan kostnað, kortin eru ókeypis og ekkert ár- gjald er greitt fyrir þau. Búðir og aðrir söluaðilar þurfa að greiða fyrir uppsetningu tækja til korta- lesturs, en greiða að öðru leyti ekki fyrir afnotin. í Bretlandi bera neytendur eng- an beinan kostnað af notkun debet- korta. Bankar útvega smásölum tækin sem til þarf, annaðhvort til kaups eða leigu. Þá greiða þjón- ustuaðilarnir ákveðið þjónustugjald sem annaðhvort byggir á prósentu- upphæð eða fastri greiðslu sam- kvæmt sjálfstæðum samningum hvers þjónustuaðila fyrir sig við banka. Sjá einnig miðopnu. ekki í sér sjálfstæða heimild til að banna innflutning búvöru. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra staðfesti í samtali við Morg- unblaðið að honum hefði borist kæra Hagkaupa hf. vegna þeirrar ákvörð- unar tollstjóra að heimila ekki inn- flutning á soðinni skinku til lands- ins. Sagðist hann stefna að þvi að afgreiða kæruna fýrir helgi að höfðu samráði við lögfræðinga. „Ótvíræð lagagrein" Forsætisráðherra sagði að það væri algerlega ljóst, eins og fram kæmi í búvörulögunum, að sé nægi- legt kjöt fyrir hendi í landinu sé ekki heimilt að flytja vöruna inn í landið gegn synjun Framleiðsluráðs landbúnaðarins. „Þessi lagagrein er alveg ótvíræð. Þetta er gamalt ákvæði og eftir þessu hefur verið farið í áratugi og reyndar hefur Al- þýðuflokkurinn setið í stjórnum í áraraðir þegar eftir þessu hefur ver- ið farið og það þýðir ekki að draga upp einhverjar gamlar túlkanir núna og segja að eitthvað hafi breyst. Menn geta ekki hagað sér þannig," sagði hann. Aðspurður hvort hann teldi að breyta þyrfti lögum vegna þess ágreinings sem upp er kominn sagði Davíð: „Það er algjörlega ljóst að ef einhver heldur því fram af fullri al- vöru að menn hafl breytt lögum í þessum efnum í laumi og án þess að segja þinginu það og jafnvel skrökvað að þinginu, þá er ég ekki í vafa um að 90% þingsins mun ekki una því og þá verður þessu breytt í það horf, að það verði hafið yfir all- an vafa,“ sagði hann. Sjá einnig miðopnu: „Lagarök fyrir að banna...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.