Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBíADIÐ FÖSTttíDAftUft • í'Ó: SKFI’KMtóR 1S9Í( Piers Browne Myndlist Eiríkur Þorláksson Eins og oft hefur verið minnst á í þessum skrifum ber sumarið árlega með sér til landsins nokk- urn fjölda erlendra listamanna, sem vinna hér að list sinni um tíma, og margir þeirra bjóða landsmönnum að sjá afrakstur- inn á litlum einkasýningum. Nú stendur yfir í Ásmundarsal við Freyjugötu ein slík sýning. Hér er á ferðinni enskur mynd- listamaður, Piers Browne, sem mun m.a. hafa getið sér gott orð á heimaslóðum fyrir bókaskreyt- ingar, litlar ætimyndir og vatns- litamyndir. Hann dvaldi um tíma í sumar á Suðurlandi, og hluti sýningarinnar er af verkum frá •þeim tíma, en meira rými fer þó undir ætingar frá íjarlægari slóð- um eins og norðurhéruðum Eng- lands og Marokkó. Það verður strax ljóst eftir skoðun nokkurra mynda, að hér er nokkuð góður fagmaður á ferð, og verktæknin er í ágætu lagi í flestum tilvikum. í því sam- hengi má benda á verk eins og „The Wren“ (nr. 2) og „Windblown winter in the Lakes“ (nr. 31). Á þessu eru þó undan- tekningar og bregður fyrir ójafnri prentun ætimynda, sem ættu ekki að sjást, sbr. mynd nr. 51. Myndefnin og úrvinnsla þeirra er í ætt við hefðbundna róman- tíska náttúrusýn, hvort sem hefur ekki dug í sér til að rísa upp gegn kúguninni sem hún og allir búa við undir ægivaldi „Drottningarinn- ar.“ Það hentar Drottningunni að ver- urnar í landinu hennar séu firrtar öllu raunveruleikaskyni, hugsi ekki, tali út og suður, forðist nánin sam- skipti og hræðist „bara eitthvað," (enginn veit í rauninni hvað). Hún stjórnar með tilskipunum og hótunum af fullum) hroka og fyrirlitningu á þegnum sínum. Við og við heldur hún skemmtun til að viðhalda þeirri blekk- ingu að allir séu ánægðir. Skemmtun- in felst í því að allir eiga að syngja eða segja sögur, en efniviður sagna og söngva verður að falla að ríkjandi valdakerfi og jafnvel lofa það. Er það furða að unglingsstúlkan Lísa vilji ekki verða fullorðin? úrvinnsla leikhópsins er til fyrir- myndar. Leikmyndin er einkar skemmtilega unnin; skógur þar sem mýslur hlaupa tístandi um og hand- brúður eru notaðar sem fuglar sem syngja í skóginum. Áhorfendur sitja inni í leikmyndinni og hópurinn leikur um allan sal. Krakkarnir sem taka þátt í sýningunni eru, Alda Berglind Egilsdóttir, Arnþrúður Ingólfsdóttir, Björn Thors, Guðný Kr. Guðjónsdótt- ir, Gunnar Þorri Pétursson, Viktor Már Bjarnason, Æsa Bjarnadóttir, Björk Álbertsdóttir, Dagbjört Jóns- dóttir, Ingigerður Guðnadóttir, Rósa Valdimarsdóttir og Svanhildur Þor- valdsdóttir. Leikur þeirra var mjög jafn og öllum tókst þeim að koma persónum sínum mjög vel til skila. Búningar og annað gervi var einkar skemmtilegt fyrir augað og undir- strikaði martraðartilfinningu Lísu. Tónlistin er frumsamin af þeim Krist- jáni Viðari Haraldssyni og Óla Jóni Jónssyni og er eins og allt sem þessi hópur gerir, metnaðarfull og áheyri- leg. Leikstjórnin er unnin af kost- gæfni. María ber gott skynbragð á nýtingu rýmis, framvindan og hrað- inn í sýningunni eru með ágætum, textameðferð skýr, raddbeiting og líkamstjáning óþvinguð og leikandi. Leikklúbburinn í Tónabæ býður því upp á skemmtilega kvöldstund, þar sem frumkvæði, vandvirkni, metnað- ur og áhugi unglinganna nýtur sín út í æsar. Piers Browne við nokkur verka sinna. myndefnin eru frá Englandi, ís- landi eða Marokkó. Þessi mynd- gerð er fyrir löngu orðin vel þekkt og stöðluð, og því þarf sérstakan hæfileika til að gæða hana nýju lífi; annars verða slík myndverk máttvana og auð- gleymanleg. Sumir vilja jafnvel ganga svo langt að nota heitin stofulist eða sófalist yfir þessa tegund myndlistar, þegar hún er á hvað lægstum nótum. Flestar myndirnar hér eru smáar í sniðum, og þeim er rað- að þétt í salnum, þar sem tæp- lega áttatíu verk þrengja hvert að öðru. Þessi uppröðun á mikinn þátt í því að áhorfandinn fær hér svipaða tilfinningu fyrir myndunum og á markaði götu- listamanna, þar sem öllu ægir saman og ekkert sker sig úr. Því miður verður þetta til þess að nokkrar ágætar myndir ná ekki að skerá sig nægilega frá mergðinni, og líða fyrir hana. Af myndunum frá Islandi má nefna „Drangur at Drangshlíð" (nr. 25) og „Un-named water- fall: Hólatungufoss“ (nr. 74), en af öðrum má benda á „Natasha in Highgate Woods, London" (nr. 60). I heildina nær þó meðal- mennskan yfirhöndinni, líkt og á markaðstorginu. í kynningu sýningarinnar er látið að því liggja að hér sé á ferðinni hluti eins konar lista- skipta íslendinga við Bretland. Þar hafa nokkrar sýningar verið haldnar á íslenskri myndlist und- anfarið, og hlotið góðar viðtök- ur, ef dæma má af fréttum. Það verður að vona að þessi_ lista- skipti eigi eftir að færa íslend- ingum sýningar á framsæknari og átakameiri breskri myndlist en hér er á ferð. Það er nefni- lega ekki nóg að handverkið sé gott, ef hugurinn hefst ekki á flug. Sýningu Piers Browne í Ás- mundarsal við Freyjugötu er lok- ið. w Tónvakinn Tónlistarverðlaun Ríkisútvarpsins PÁLL Pampichler Pálsson hljómsveitarstjóri og tónskáld hlýtur heiðursfé Tónvakans, tónlistarverðlauna Ríkisótvarpsins, 1993. Heimir Steinsson útvarpsstjóri, afhendir verðlaunin á sérstökum hátíðartónleikum Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Háskólabíói fimmtudaginn 30. september næstkomandi. Verðlaunaupphæðin er 250 þúsund krónur. Sérstakar útvarps- upptökur verða gerðar af tónverkum Páls P. Pálssonar á næstu misserum. í reglum um Tónlistarverðlaun Ríkisútvarpsins segir að heiðursfé skuli veitt tónlistarmanni fyrir ára- löng og merk störf í þágu íslenskr- ar tónmenningar. Dómnefnd Tón- vakans í ár valdi Pál P. Pálsson einum rómi, en hana skipuðu, auk Guðmundar Emilssonar tónlistar- stjóra Ríkisútvarpsins, þau Rut Magnússon söngkennari og fram- kvæmdastjóri Listahátíðar, Sigur- sveinn K. Magnússon skólastjóri og stjórnarformaður Sinfóníu- hljómsveitar íslands, John A. Speight söngvari og formaður Tón- skáldafélagsins, Sigurður I. Snorrason klarinettuleikari, Þor- gerður Ingólfsdóttir kórstjóri og Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld. Á hátíðartónleikunum leikur Sifnóníuhljómsveit íslands þrjú tónverk undir stjórn Páls P. Páls- sonar: Concerto di Giubileo (1989) eftir verðlaunahafann sjálfan, en verk þetta samdi Páll í tilefni af fjörutíu ára afmæli Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Þá frumflytur hljómsveitin Strati (1993) eftir Hauk Tómasson, en fyrir það tón- verk hlýtur Haukur Pálslaun, sem veitt eru í ár úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins í tilefni aldaraf- mæli Páls ísólfssonar. Loks leikur Páll Pampichler Pálsson. Þorsteinn Gauti Sigurðsson með hljómsveitinni Píanókonsert nr. 3 eftir Rakhmanínov, en Þorsteinn Gauti sigraði í Tónvakakeppninni í sumar. Sala aðgöngumiða hefst mánu- daginn 27. september í Háskólabíó. iR-' * -X- v> -lV' c?> A°V <? * 3' Ov' A vV nV <3r (> 427 428 429 430 431 432 433 434 435 436 437 438 439 440cm Samanburdur d lengd nokkurra fjölskyldubtla 'Verð samkvæmt verðlistum ágústmánaðar. Þú hefur kannski ekki gert þér grein fyrir því að Honda Civic Sedan er fullvaxinn fjölskyldubíll. Með samanburði við nokkra aðra fjölskyldublla kemur þetta skýrt í ljós. Auk þess að vera rúmgóður og þægi- legur er Civic Sedan vel útbúinn og með 1500 i eða 1600 i fjölventla vél. Vatnagörðum - Sími 689900 y ~8°ð fjárfesting

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.