Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1993 Samkomulag um tilhögun afurðaiána í sauðfjárframleiðslu Styttri greiðslufrestir o g greiðslur inn á reikninga Sláturleyfíshafar mótmæla ákveðnum atriðum í samkomulaginu BANKAR og afurðastöðvar hafa náð samkomulagi um tilhögun af- urðalána út á sauðfjárframleiðsluna. í höfuðatriðum felst samkomu- Iagið í að bankarnir selja þau skilyrði að afurðastöðvar stytti veru- lega greiðslufresti gagnvart verslunum og kjötvinnslum og þessi fyrirtæki greiði þann hluta afurðaverðsins sem nemur afurðalánun- um inn á bundna reikninga í bönkunum en ekki til afurðastöðvanna sjálfra. Sláturleyfishafar mótmæla þessum atriðum í samkomulaginu og telja að þau geti haft neikvæð áhrif á sölu lambakjöts. Samkomulagið sem undirritað hefur verið er í sjö liðum. Liðir tvö og þijú eru tilefni mótmæla slátur- leyfíshafa en Guðmundur Sigþórs- son ráðuneytisstjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu segir að þeir hafi verið nauðsynlegir til að tryggja fram- gang málsins. Liður tvö er svohljóðandi: „Við sölu á veðsettu kjöti til þriðja aðila, sé ekki um staðgreiðsluviðskipti að ræða, skulu reikningar bera þess glöggt merki að kaupandi greiði andvirðið inn á tiltekinn bundinn reikning í viðskiptabanka söluaðil- ans 25. dag næsta mánaðar eftir úttektarmánuð. Bankinn ráðstafar fé af bundna reikningnum á grund- velli birgðaskýrslna inn á afurðalán og viðskiptareikning söluaðilans jafnóðum og greiðslur berast." Liður þrjú hljóðar svo: „Taki slát- urleyfíshafí kaupanda dilkakjöts í lánsviðskipti með veðsettar afurðir skal það gert gegn hæfilegri banka- tryggingu nema viðskiptabanki sláturhafans samþykki annað að fengnum upplýsingum frá slátur- leyfíshafa um áætlað umfang við- skiptanna. Dilkakjöt má ekki af- greiða úr kjötgeymslum fyrr en slík ákvörðun hefur farið fram. Slátur- leyfíshafí sem tekur kjöt úr eigin geymslu til vinnslu eða sölu í eigin verslun fari eftir sömu reglum um tryggingar og setji tryggingu fyrir greiðslu kjötsins krefjist viðskipta- banki hans þess.“ Veðsett kjöt aðgreint Að öðru leyti felur samkomulagið m.a. í sér að afurðalán út á sauð- fjárslátrun í haust verða ekki greidd að fullu fýrr en afurðalán vegna fyrra framleiðsluárs hafa verið greidd. Veðsett kindakjöt skuli greinilega aðgreint í frystigeymsl- um þannig að veðhafi geti séð og talið birgðir og sláturleyfíshafar og söluaðilar komi upplýsingum á framfæri ef lokað hefur verið á við- skiptamann vegna vanskila og þá verði öðrum óheimilt að selja þeim gegn gjaldfresti. Mótmæli sláturleyfishafa Vegna samkomulagsins hafa fulltrúar sláturleyfishafa í afurða- lánanefnd sent frá sér greinargerð þar sem þeir segjast hafna lið 2 og 3 vegna kostnaðar og markaðsað- stæðna. í greinargerð þeirra segir m.a.: „Að stytta greiðslufresti eins og skilyrði 2 kveður á um og krefj- ast sérstakra bankatrygginga af smásöluaðilum og kjötvinnslum við sölu á kindakjöti eins og skilyrði 3 kveður á um, leiðir til þess að smá- söluaðilar leggi meiri áherslu á sölu annarra kjöttegunda enda liggja ekki fyrir sérstök skilyrði um sölu þeirra. Því mun draga verulega úr sölu á kindakjöti með þeim afleið- ingum að færa verður enn frekar niður greiðslumark ... Skilyrði 2 og 3 valda því að viðskipti með kinda- kjöt verða afbrigðileg frá verslun með aðrar kjöttegundir. Afleiðingar verða þær að kindakjötssalan dregst enn frekar saman þannig að afkomu framleiðenda og slátur- leyfíshafa er stefnt í voða.“ HAFRAGRÍN „Pabbi segir að AXA haframjölið sé algjört hafragrín. Þegar hann var búinn að sannfœrast utn gœðin gerði hann nefnilega verðsamanburð og þótti verðið á AXA haframjölinu svo hlœgilega lágt. Hollur matur þarf greinilega ekki að vera dýr, _ segir hann glaður í bragði og fœr sér aftur í skálina. “ « HAFRAMJÖL Meiri kraftur - minna verð! Réttarstemmning Á laugardaginn verður réttarhátíð í Hafnarfirði og væntanlega mik- il réttarstemmning. Réttarstemmning í Hafnarfirði FERÐAMÁLANEFND Hafnarfjarðarbæjar og Ferðaskrifstofan Ferðabær gangast fyrir „Réttarstemmningu í Hafnarfirði" á laugar- daginn 11. september. Hátíðin hefst klukkan 14 með því að hesta- menn og hundar reka undir sljórn fjallkóngs, fjárhóp frá Engidal, niður Reykjavíkurveg og Hraunbrún inn á Víðistaðatún. Þar hefst síðan fjölbreytt dagskrá sem stendur til klukkan 17. Dagskrársljóri verður dýralæknirinn og þingmaðurinn Árni M. Mathiesen. Meðal efnis á hátíðinni verður fjárdráttur, liflambaval og hrúta- sýning. Börn af leikskólanum Garðavöllum syngja sveitasöngva og félagar úr Nýja dansskólanum sýna gamla dansa. Þá verður hesta- og glímusýning, nikka verður þanin við réttarvegginn og börnum verður boðið bæði á hestbak og í hesta- kerruferðir. Á túninu verður sölu- tjald þar sem Félag eldri borgara sér um veitingar að gömlum sið. Um kvöldið heldur gleðin áfram, veitingahús í Hafnarfirði verða með sértilboð í gangi, sigling verður um höfnina með „flóabátnum" og klukkan 21 leggja félagar úr Hesta- mannafélaginu Sörla upp í blysför frá Víðistaðatúni. Riðið verður Vesturgötu og Strandgötu að Kæn- unni við Smábátahöfnina með við- komu í veitingahúsi á leiðinni. Á Kænunni og í Firðinum verða síðan réttarböll þar sem tónlist verður leikin og dans stigin fram á nótt. Markaður og kaffi- sala fyrir krístniboð GRÆNMETISMARKAÐUR verður haldinn í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg á laugardag. Markaðurinn hefst kl. 14 og rennur ágóð- inn til kristiboðsstarfsins í Eþíópíu og Kenýa. Það eru nokkrar konur í hópi kristniboðsvina sem standa fyrir markaðinum. Þarna verður seldur ýmiss konar jarðargróði, eftir því hvað konunum tekst að útvega á söluborðin, en þær eru háðar því hversu kristniboðsvinir og aðrir vel- unnarar vilja gefa af uppskeru sum- arsins. Kartöflur eru vel þegnar, ennfremur kál, ber, ávextir o.s.frv. og einnig blóm. Tekið er á móti því, sem fólk vill leggja fram, í KFUM-húsinu við Holtaveg í dag, föstudag, frá kl. 5 síðdegis. Þá efnir Kristniboðsfélag karla til kaffísölu nk. sunnudag í Kristni- boðssalnum, Háaleitisbraut 58, efstu hæð. Þeir sem vildu gefa þeim kökur eru beðnir að koma með þær í Kristniboðssalinn eftir kl. 11 á sunnudag. Kaffísalan verður opin kl. 14.30 til 18. Ágóðinn rennur til kristniboðsstarfsins. Um þessar mundir eru ellefu manns að störfum á vegum Kristni- boðssambandsins í Afríku. Verkefn- Tugir þúsunda barna í Afríku njóta góðs af starfi kristniboð- anna. in eru óteljandi enda ríkir víða mik- il neyð. Áætlað er að starf Kristni- boðssambandsins heima og ytra á þessu ári kosti um 17 milljónir króna, segir í fréttatilkynningu. Með tilkomu vetraráætlunar Almermingsvagna hefst á ný akstur hraðleiðar 141 Hafnarfjörður, Reykjavík, Grensás, Hlemmur. Um leið og Almenningsvagnar óska öllum landsmönnum góðs vetrar heldur fyrirtækið áfram að bæta þjónustu sína við farþega svo þeir megi komast hratt og örugglega á ákvörðunarstað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.