Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 15
seer er Hrifj.MM'ng.fi MGReUNBLAM UOAqtjTSPH mnAJHMtJUHOK ----^-------------- Á5 Ábyrgð þingmanna og fjárlögin eftir Sturlu Böðvarsson Ritstjórum dagblaðanna verður um þessar mundir tiðrætt um ábyrgð alþingismanna. Nú síðast ritstjórum Morgunblaðsins sl. laugardag. Teng- ist það umræðum um tillögur ríkis- stjórnarinnar um samdrátt og sparn- að í ríkisrekstrinum. Úr stól ritstjóranna er auðvelt að áfellast aðra og krefja þingmenn um að ganga til verka eftir þeim nótum sem hentar að mati ritstjóra. Þeir hafa í mörgu aðra yfirsýn en þing- menn sem daglega eru í snertingu við fólkið í kjördæmunum og þá sem stjóma atvinnufyrirtækjum og sveit- arfélögum. Það á ekki að koma ritstjórum dagblaða, svo sem Morgunblaðsins, á óvart að skiptar skoðanir séu um stórfelldar kerfisbreytingar á þjón- ustu ríkisins. Margar tillögur ríkisstjóma um spamað koma frá embættismönnum, sem em fastir við sína stóla og gera tillögur um sparnað sem snerta lítið þeirra nánasta umhverfi. Það kemur því í hlut þingmanna að slá út af borðinu óraunhæfar tillögur eða til- lögur sem ganga gegn þeim pólitísku markmiðum sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur m.a. sett sér og vill fylgja fram í stjómarsamstarfi. Ábyrgð þingmanna er engu að síður mikil en ég tel varasamt að gera gagnrýni þingmanna á tillögur ráðuneyta tortryggilega. Ástæða er til þess að minna á að við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1993 lækkuðu útgjöld fjárlagafmmvarps- ins í meðfömm fjárlaganefndar Al- þingis. Það mun vera fátítt. Það var vissulega ekki létt verk og ekki fall- ið til vinsælda þeirra þingmanna sem í því verki þurftu að standa. Og enn er staðið frammi fyrir þeim vanda að tekjur þjóðarinnar dragast saman um leið og útgjöld ríkisins aukast vegna þess mennta- og velferðar- kerfis sem þjóðin hefur kallað eftir. Ábyrgð þingmanna liggur meðal annars í því að afgreiða fjárlög fyrir árið 1994 án þess að fela komandi kynslóðum að greiða stóran hluta af daglegum útgjöldum í ríkisbú- skapnum. Vegna alvarlegrar stöðu í efnahagsmálum og ekki síst sam- dráttar í veiðum, verður ekki hjá því komist að draga úr ríkisútgjöldum. Stjórnarflokkarnir munu væntanlsga koma sér saman um niðurstöður, þrátt fyrir það að sjónarmið séu mis- munandi. Þó á það ekki að koma á óvart að ágreiningur verði um endur- skipulagningu í ríkiskerfinu og er í hæsta máta óeðlilegt að gera þing- menn tortryggilega, þó að þeir lýsi andstöðu við breytingar sem þeir telja ekki ná tilætluðum árangri í sparnaði eða raski þjónustu sem íbú- ar einstakra kjördæma þurfa. Þá þarf að gæta þess að kerfis- breytingar skapi ekki ný útgjöld, t.d. vegna kostnaðar við ferðir til að sækja þjónustu og leiða til óhagræð- is og taps hjá þjóðarbúinu í heild. Við afgreiðslu fjárlaga ársins 1994 verður að taka margar erfiðar ákvarðanir. Það er mikilvægt að þær séu vel undirbúnar og sannfærandi og tengist öðrum breytingum og uppbyggingu innra skipulags í land- inu. Fækkun sýslumannsembætta og dómstóla verður þannig að tengjast Cetetherm ...koma í veg fyrir tæringu á ofnakerfum.frostskemmd á snjóbræóslukerfum og tryggja gott neysluvatn. Hjá okkur færðu viðurkennt efni til pípulagna. IÓI ÍSLEIFUR JÓNSSON -með Þér (veitun vatns- ■ •IMITI 4 S I M I 4*4144 öðrum aðgerðum, svo sem samein- ingu sveitarfélaga, bættum sam- göngum á landi, þróun í fjarskiptum með tölvum og faxi og ekki síst flutn- ingi stofnana ríkisins og verkefna út um land frá höfuðborgarsvæðinu. Ég er þess fullviss að þingmönnum er ljóst, að það dugar ekki lengur að gera einungis tillögur um aukin útgjöld ríkisins. Á sama hátt og t.d. stjómendur Járnblendifélagsins á Grundartanga endurskipulögðu og drógu úr kostn- aði til þess að fyrirtækið lifði af verða ríkisstjóm og Álþingi að endurskipu- leggja ríkisreksturinn og draga úr kostnaði svo við rísum undir sam-- „Það er víst, að um rót- tækar breytingar á rík- isstofnunum verða skipt- ar skoðanir meðal þing- manna. En það er skylda þingmanna að fara eftir eigin sannfæringu.“ drætti í tekjum. Þannig og því aðeins getum við vænst betri tíðar, styrkt stöðu þjóðarinnar til lengri tíma og tryggt efnahagslegt sjálfstæði. Við verðum öll, íslendingar, að gera okkur grein fyrir því að tengra verður ekki gengið á þeirri braut að þenja út ríkiskerfið með tilheyrandi kostnaði. Þess vegna á ekki að koma á óvart að gerðar séu tillögur um uppstokkun á ríkiskerfínu og settar fram tillögur um spamað. Þær tillögur munu koma fram, en fyrst þarf að ræða þær í þaula innan ríkisstjómar og þingflokka, en ekki í fjölmiðlum. Það er víst, að um róttækar breyt- ingar á ríkisstofnunum verða skiptar skoðanir meðal þingmanna. En það er skylda þingmanna að fara eftir eigin sannfæringu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi. Sturla Böðvarsson LAMELLA PARKET Golflist frá Finnlandi! LAMELLA parketið fæst nú í verslunum BYKO og HÚSASMIÐJUNNAR ásamt 14 helstu hygginga- vöruverslunum um land allt. Vegna hagstceðra samninga í inn- kaupum er Lamella parketið boðið á mjög góðu verði miðað við gæði. Lamella ervandað og endingargott parket frá Finnlandi sem setur fallegan svip á umhverfi þitt. LAMELLA® - gólflist frá Finnlandi! utsölustaðir: HÚSASMIDJAN, SúðarvoBí on Halnarlirði BYKO Breiddinni, Hatnartirði og Hringbraut KB bygg.vörur, Borgarnesi KH bygg.vörur, Blönduosi KS bygg.vörur, Sauðárkróki KEA bygg.vörur, Lónsbakka KEA bygg.vörur, Dalvik Kt> Smiðjan, Husavík KHB bygg.vörur, Egilsstöðum KHB bygg.vörur, Beyðartirði Kauplélagið FRAM, Neskaupstað KASK bygg.vörur, Hötn HUSEY, Vestmannaeyjum Vöruhús KÁ, Sellossi JÁRIM OG SKIP, Keflavik Byggingavöruverslun JFE, Bolungarvik Innflutningsaölli Lamella á íslandi: Krókháls hf. Sfmi 91-686550 YDDA F62.2/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.