Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 1
88 SIÐURB/C i 11 STOFNAÐ 1913 204. tbl. 81. árg. FOSTUDAGUR10. SEPTEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sögiileg’ar sættir með ísra- elum og Palestínumönnum Gagnkvæm viðurkenning PLO og ísra- ela í dag og samningur um sjálfstjórn Palestínumanna undirritaður á mánudag Túnis, Jerúsalem, Washington. ISRAELAR og PLO, Frelsissamtök Palestínumanna, munu skiptast á gagnkvæmri viðurkenningu í dag og á mánudag verður undirritað- ur I Washington samningur þeirra um sjálfstjórn Palestínumanna á Gaza-svæðinu og í Jeríkó á Vesturbakkanum. Þar með hillir undir sögulegar sættir með gyðingum og aröbum, sem í heila öld hafa tekist á um Landið helga og oft háð um það grimmilegar styijaldir. „Samningurinn er til vitnis um hugrekki þeirra, sem að honum standa,“ sagði Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, í gær og til- kynnti, að samskipti Bandaríkjastjórnar og PLO yrðu endurskoðuð. Svo virðist sem stuðningur Palestinumanna á Gaza við samninginn fari vaxandi. Johan Jörgen Holst, utanríkis- ráðherra Noregs, sem haft hefur milligöngu um sættimar, sagði í Túnis í gær, að tilkynningin um gangkvæma viðurkenningu PLO og Israela yrði lesin upp samtímis í dag en ísraelska stjórnin samþykkti á fundi sínum í gærdag að gefa Yitzhak Rabin forsætisráðherra umboð til undirrita hana. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, ætlaði að undirrita hana í gærkvöld en í ísra- el var tilkynnt, að Rabin myndi gera það í dag. „Get horfst í augu við börnin“ Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels og helsti höfundur sam- komulagsins, var spurður í gær hvað honum félli sjálfum í skaut, einkum ef Rabin en ekki hann fengi jafnvel friðarverðlaun Nóbels fyrir sáttargerðina: „Nú get ég horfst í augu við Jafntefli í skákein- vígjunum London. Frá Margeiri Péturssyni. ANNARRI skákinni í heims- meistaraeinvígi þeirra Garrís Kasparovs og Nigels Shorts lauk með jafntefli í 51 leik eftir harðar sviptingar í London í gærkvöldi og i FIDE-heimsmeistaraeinviginu fór á sömu leið milli þeirra Anatólís Karpovs og Jans Timmans. Short, sem hafði hvítt, fékk góða stöðu út úr byijuninni en lék gróflega af sér í 24. leik og Kasparov náði yfirhöndinni. Honum tókst þó ekki að fylgja stöðuyfírburðunum eftir, en hef- ur samt forystuna í einvíginu. Heimsmeistarinn hefur hlotið einn og hálfan vinning gegn hálfum vinningi Shorts. Þriðja skákin í FIDE-heims- meistaraeinvíginu í Hollandi var tefld í gær og lauk henni með jafntefli. Staðan þar er jöfn, Karpov og Timman hafa báðir hlotið einn og hálfan vinning. börnin mín og barnabörn og sagt: Ég reyndi. Ég hikaði ekki. Ég gerði það, sem ég gat,“ svaraði Peres. Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær, að Bandaríkjamenn myndu leggja sitt af mörkum við efnahagslega endurreisn á fyrir- huguðu sjálfstjórnarsvæði Palest- ínumanna og aðspurður sagði hann, að gengi allt eftir með gagnkvæma viðurkenningu PLO og ísraela myndi stjórn sín taka upp beinar viðræður við PLO. Arafat vill til Washington Yasser Arafat, leiðtogi PLO, sagði í gær í viðtali við franska rík- issjónvarpið, að hann vildi gjarna vera viðstaddur undirritun sjálf- stjórnarsamningsins í Washington á mánudag. „Það mun hins vegar koma í ljós þegar okkur berast boð- in frá Hvíta húsinu,“ sagði hann. Ahmed Jibril, leiðtogi róttækra samtaka Palestínumanna, sem and- víg eru friði við ísraela, sagði í Damaskus í gær, að samtök sín og önnur ætluðu að gera allt til að spilla samkomulaginu en stuðning- ur Palestínumanna við friðargerð- ina við ísraela virðist þó vaxa með degi hveijum. í gær var efnt til útifunda til að fagna henni, jafnt á Gaza-svæðinu sem á Vesturbakk- anum, og vakti sérstaka athygli fjölmennur fundur í Hebron á Vest- urbakkanum en þar hefur verið eitt helsta vígi Hamas-hreyfingarinnar en hún hefur snúist öndverð gegn samkomulaginu. Reuter. Fyrir friðinn og nýja framtíð MOSHI Hiresh rabbíni, forseti Natouri Karta-hreyfingarinnar í ísrael, fór í gær til Túnis þar sem hann gekk á fund Yassers Arafats, leiðtoga PLO. Var erindið að fjá Arafat þakklæti sitt og hreyfingarinnar og lýsa yfir stuðningi við frið og nýja framtíð gyðinga og araba. Gro Harlem Brundtland líklega áfram forsætisráðherra Noregs Verkamannaflokk- iirinii í mikilli sókn Þýski seðlabankinn lækkar vextina Ryður hagvexti braut Frankfurt. Rcutcr, ÞÝSKI seðlabankinn tilkynnti um verulega vaxtalækkun í gær og er hún talin geta rutt auknum hagvexti brautina í Evrópu. í kjölfar- ið voru vextir lækkaðir í Austurríki og lítils háttar í Frakklandi og búist var við vaxtalækkun víðar. Þýski seðlabankinn lækkaði al- menna forvexti úr 6,75% í 6,25% og Lombard- eða millibankavexti úr 7,75% í 7,25%. Sagði í tilkynn- ingu hans, að vaxtalækkunin væri eðlileg með tilliti til aukins styrks marksins og vísbendinga um, að verðbólguþrýstingur væri minni. Atvinnulífíð varar þó við of mik- Ósló. Reuter. FYLGI Verkamannaflokksins norska hefur aukist snögglega á síð- ustu dögum ef marka má skoðanakönnun sem dagblaðið Aftenpost- en birti í gær. Þingkosningar fara fram í Noregi á mánudag og mun Verkamannaflokkur Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra verða áfram við völd reynist niðurstöður skoðanakannana réttar. 1.000 manns tóku þátt í könnun Aftenposten sem gerð var á mánu- dag og þriðjudag. Kváðust 37,4% þeirra sem þátt tóku ætla að kjósa norska Verkamannaflokkinn og hafði fylgi flokksins aukist um heil fjögur prósent borið saman við sams konar könnun sem birt var þann fyrsta þessa mánaðar. „Vera kann að þarna sé komin staðfesting á því að almenningur í þessu landi hafi meðtekið þann boðskap okkar að staðfesta sé nauðsynleg eigi að takast að draga úr atvinnuleysi," sagði Gro Harlem Brundtland í við- tali við norska útvarpið. illi lækkun af ótta við verðbólgu og þeir benda á, að langtímavextir, sem skipta mestu í fjárfestingum, séu nú lágir. Hagfræðingar segja hins vegar, að lækkunin muni örva neyslu og hjálpa efnahagslífinu í öðrum Evrópuríkjum. Það gagnist Þjóðveijum ekki síður. Atvinnuleysi í Noregi mælist nú um sex prósent. Efnahags- og at- vinnumálin hafa verið efst á baugi í kosningabaráttunni og svo virðist sem Gro Harlem Brundtland hafi náð að sannfæra þorra óákveðinna kjósenda um ágæti þeirrar stefnu sem minnihlutastjórn hennar hefur markað. I síðustu þingkosningum árið 1989 fékk Verkamannaflokk- urinn 34,3% greiddra atkvæða. Al- gjört fylgishrun var talið vofa yfir flokknum. Þannig var fylgið innan við 30% fyrr í ár og hafði ekki ver- ið minna frá þriðja áratugnum. Samkvæmt könnun Aftenposten hafði fýlgi Hægri flokksins minnkað um 0,6% frá því í könnuninni 1. september og mældist það nú 19,4%. Miðflokkurinn, sem einkum hefur freistað þess að höfða til þeirra kjósenda sem andvígir eru aðild Noregs að Evrópubandalaginu (EB), reyndist njóta hylli 11,7% kjósenda og hafði fylgið aukist um 1,1% frá því í síðustu könnun. Sós- íalíski vinstriflokkurinn, sem einnig er andvígur EB-aðild, reyndist eiga stuðning 10,3% kjósenda og hafði fylgið minnkað um 2,5% á viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.