Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1993 Kútsjma segir af sér FORSÆTISRÁÐHERRA Úkraínu, Leoníd Kútsjma, sagði af sér í gær og bar því við að andóf stjómarandstæð- inga gerði honum ókleift að koma á umbótum í átt til mark- aðsbúskapar. Togstreita í stjómmálum landsins hefur valdið þrátefli síðustu mánuð- ina og segir Kútsjma að geri verði verði róttækar breytingar á stjórnkerfinu ef ná eigi fram umbótum, spáir því að ella muni landið geta glatað ný- fengnu sjálfstæði. Fordæma ofbeldi VOPNAÐIR menn létu kúlum rigna yfir bíla í grennd við blökkumannaúthverfið Katle- hong við Jóhannesarborg í Suð- ur-Afríku í gær og myrtu a.m.k. kosti tvo menn. Alls féllu 25 manns í ýmiss konar ofbeld- isaðgerðum í landinu. F.W. de Klerk, forseti minnihlutastjórn- ar hvítra, taldi að liðsmenn Afríska þjóðarráðsins, ANC, og Inkatha-hreyfingar zúlumanna hefðu tekið þátt í ódæðisverk- unum. Hann fordæmdi ofbeldið í landinu og sama gerði Nelson Mandela, formaður ANC. Zorkín sviptur sumarhúsi ÖRY GGIS VERÐIR Borísar Jeltsíns Rússlandforseta tóku yfir sumarhús.Valerís Zorkíns, forseta stjómlagadómstóls Rússlands, í gær. Verður hon- um framvegis meinað að nota bústaðinn. Dómstóllinn fjallar nú um þá ákvörðun Jeltsíns að víkja Alexander Rútskoj vara- forseta tímabundið úr embætti og er talið koma til greina að ákvörðunin verði úrskurðuð brot á stjórnarskránni. Campbell eykur fylgið NÝ skoðanakönnun í Kanada gefur íhaldsflokki Kim Camp- bells forsætisráðherra 34% fylgi, ívið meira en Fijálslynda flokknum, helsta keppinaut stjómarflokksins. Þetta er í fyrsta skipti sem íhaldsmenn eru í forystu síðan Campbell tók við fyrr á árinu en hún hefur boðað kosningar 23. október. Bandaríkjaþing ræðir Sómalíu ÖLDUNGADEILD bandaríska þingsins hóf í gær umræður um tillögu þess efnis að banda- ríska herliðið í Sómalíu verði kvatt heim fyrir 31. október nema búið verði að skilgreina betur markmið friðargæsluliðs- ins í Iandinu. Demókratinn Robert Byrd bar upp tillöguna og sagði að Bandaríkjamenn hefðu engra hagsmuna að gæta í Sómalíu. Clarke viðrar skattahækkanir KENNETH Clarke, fjármála- ráðherra Bretlands, olli miklu írafári í íhaldsflokknum í gær er hann gaf í skyn að ef til vill yrði að hækka skatta og hætta við niðurskurð ríkisút- gjalda_ i næsta fjárlagafrum- varpi. í blaðagrein sagði Clarke að búið væri að ganga eins langt í opinberum spamaði og hægt væri. Reuter 100 ára afmæli Maos UM þúsund liðsmenn kommúnistaflokksins í Bangladesh gengu um götur höfuðborgarinnar Dhaka í gær og minntust þess að 100 ár vom þá liðin frá fæðingu kínverska kommúnistaleiðtogans Maos Tse Tungs. Þeir héldu á myndum af honum og öðrum foringjum sem nú geta talist fallnir í margvíslegum skilningi orðsins, þeim Lenín, Stalín og Engels og vafalaust einnig Marx þótt hann sjáist ekki á myndinni. Félögum í flokknum hefur fækkað mjög síðustu árin. Vopnabúr Israela Eiga 200 lgamaodda Washington. Reuter. ISRAELAR hafa komið sér upp forða um 200 kjarnorkuvopna og er samanlagður sprengikraftur þeirra ef til vill meiri en kjarna- vopna Breta, að sögn bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC á miðvikudag. ísraelar vilja hvorki játa né neita að þeir eigi kjarna- vopn en heita því að beita þeim aldrei að fyrrabragði. Sjónvarpsstöðin segir að allt að eitt hundrað eldflaugar af gerðinni Jeríkó I og Jeríkó II séu í leynilegum neðanjarðarbyrgjum í hæðum Júdeu og í Galíleu. Flaugarnar draga sum- ar allt að 1.770 kílómetra og NBC segir að verið sé að prófa enn lang- drægari flaugar. Flestar kjarna- sprengjurnar eða 70 séu geymdar í herstöðinni Tel Nof í suðurhluta landsins. Fréttamenn sjónvarpsstöðvarinn- ar fullyrða að búið sé að grafa holur á Gólanhæðum þar sem hægt sé að koma fyrir kjarnorkujarðsprengjum sem myndu stöðva sérhvert áhlaup sýrlenskra skriðdreka yrði það reynt. Gríska stjórnin fallin og forsætisráðherrann Mitsotakis rýfur þing Papandreou líklegur sigur- vegari í næstu kosningum Aþenu. Reuter. KONSTANTÍN Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, boðaði í gær til nýrra kosninga eftir að ríkisstjórn hans missti meirihluta á þingi. Að sögn talsmanna stjórnvalda er líklegt að kosið verði í október og samkvæmt könnunum er sósíalistaflokkur Andreas Papandreous Iíklegur til að sigra. Konstantín Karamanlis forseti samþykkti þegar ósk Mitsotakis um þingrof og nýjar kosningar. Einn af þingmönnum íhaldsflokks Mitso- takis, George Symbilidis, ákvað að gerast óháður þingmaður í gær og hefur stjórnin því aðeins 150 sæti af 300 sem nægir ekki til að koma fjárlögum í gegn. Symbilidis sagði stjórnina vera að draga þjóðina út í kviksyndi með stefnu sinni. Stjórnarkreppan hófst í reynd á mánudag er fyrrverandi utanríkis- ráðherra Mitsotakis, Antonis Sama- ras, hvatti þingmenn íhaldsflokks- ins til að taka skýra afstöðu í hörð- um deilum hans við Mitsotakis sem rak Samaras úr embætti í fyrra. Forsætisráðherrann sakaði Sama- ras um að óhlýðnast skipunum og jafnframt um að reka óbilgjarna þjóðernisstefnu. Grikkir mótmæltu árum saman af mikilli hörku stofn- un sjálfstæðs ríkis Makedóníu á norðurlandamærunum, sögðust eiga hefðbundinn rétt á nafninu enda ber eitt af héruðum landsins sama nafn. Papandreou til alls vís Samaras stofnaði nýjan, mjög þjóðernissinnaðan flokk í júlí sl. og hefur ekki farið í launkofa með hefndarþorsta sinn gagnvart hinum 74 ára gamla Mitsotakis. Samaras er aðeins 42 ára gamall, velmennt- aður og glæsilegur, hann var nær óþekktur er Mitsotakis gerði hann að ráðherra 1989. Sagt er að sam- band þeirra tveggja minni á sam- skipti föður og sonar sem hafi sinnast heiftarlega. Samaras fær um 13% fylgi í skoðanakönnunum sem dugar til að fella Mitsotakis úr sessi en öllu óvæntara er að PASOK, sósíalistaflokkur Andreas Papandreou, þykir líklegastur til að verða stærsti flokkurinn og þar með fá stjómarforystu. Samkvæmt kosningareglum sem Mitsotakis barði í gegn á sínum tíma má gera því skóna að stærsti þingflokkurinn myndi ríkisstjórn. Papandreou, sem er 74 ára gamall, var sýknaður af spillingarákæram sem urðu honum að falli 1989. Heilsa hans hefur að sögn heimild- armanna lagast verulega eftir hjartaaðgerð og hann er nú kvænt- ur föngulegri flugfreyju á fertugs- aldri. Papandreou skildi við eigin- konu sína til margra áratuga er sambandið við flugfreyjuna var orð- ið opinbert en framhjáhald Pap- andreou vakti mikla athygli og umtal þótt enn sé deilt um það hvort hann hafi beinlínis tapað fylgi vegna einkalífsmálanna. Margir grískir karlar töldu framhjáhaldið hreystimerki hjá stjórnmálaleiðtog- anum. Danir í sérkennilegn deilu um hveijir eigi að fá læknismeðferð Umdeild stytting sjúkrabiðlista Kajipmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgrinblaðsins. TVO dönsk bæjarfélög hafa farið sínar eigin leiðir til að stytta biðlista á sjúkrahúsum. Annað hefur hefur boðið borgurum að fara fram fyrir I biðröðinni gegn því að greiða sjálfir fyrir aðgerðir og hitt hefur veitt borgurum fjárstuðn- ing til að fara í aðgerðir á einkaspítölum. Torben Lund heilbrigðisráðherra hefur gagnrýnt bæjarfélögin harðlega fyrir að grafa undan velferðarkerfinu, sem byggist á jöfn- um aðgangi borgaranna að félagslegri þjónustu. Hann hef- ur sett fram áætlun um að fyrir árslok 1995 verði í mesta lagi þriggja mánaða bið eftir aðgerðum, en nú er allt að sex mánaða bið. Sjúkrahúsið í Aabenraa á Suð- ur-Jótlandi hefur tilkynnt að síðar á árinu verði sjúklingum, sem þess óska gefinn kostur á að kom- ast fram fyrir biðlista gegn því að greiða fyrir aðgerðir. Af hálfu amtsins er bent á að það hafí lengi verið heimild fyrir því að taka á móti erlendum sjúklingum og sjúklingum utan amtsins gegn greiðslu og því sjái meirihluti stjómar amtsins ekkert á móti því að gefa nú íbúum þess kost á því sama. Vinstriflokkurinn er í meirihluta í amtsstjóminni og Kresten Philipsen amtsborgar- stóri segist ekki skilja mótmæli ráðherra. Torben Lund heilbrigð- isráðherra segist hins vegar vilja athuga hvort hér sé ekki um lög- brot að ræða, en alla vega sé þetta bfot á danskri venju um að Danir fái læknismeðferð sér að kostnaðarlausu. Amtsráðið er til- búið til að fara í mál við ráðuneyt- ið til að fá úr því skorið hvort tilboð þeirra standist að lögum, en ráðherra hefur einnig sagt að ef með þurfi sé hann tilbúinn til að breyta lögunum til að koma í veg fyrir tilboð sjúkrahússins í Aaþenraa. I Holmegaard á Suður-Sjálandi hefur bæjarfélagið í einstökum tilfellum veitt sjúklingum fjár stuðning til að leita sér lækninga á einkasjúkrahúsum. Ove Larsen borgarstjóri, sem er jafnaðarmað- ur eins og heilbrigðisráðherra seg- ir að á þennan hátt spari bæjarfé- lagið sér sjúkradagpeninga til sjúklinga, sem ekki geta unnið meðan þeir bíða aðgerðar á opin- berum sjúkrahúsum. Hann álítur að meira en helmingur allra bæj- arfélaga hafi farið eins að, sparað sér sjúkradagpeninga og stytt bið- lista með því að veita einstökum sjúklingum aðstoð til að leita sér lækninga utan opinbera kerfisins. Torben Lund segist ekki í vafa um að þessi tilhögun sé ólögleg, en segist bíða úrskurðar réttra aðila, sem eru nú að athuga mál- ið. Innan dönsku stjórnarinnar eru það aðeins jafnaðarmenn, sem eru á móti því að styrkja borgara til aðgerða á einkasjúkrahúsum. Stuðningur til aðgerða fyrir vinnandi fólk Ljóst er að báðar þessar leiðir til að stytta biðlista ganga þvert á viðteknar venjur í danska heil- brigðiskerfinu, þar sem læknar hafa hingað til skorið úr um hveij- ir hljóti meðferð og hvenær og þá eingöngu á heilsufarslegum forsendum. í báðum ofangreind- um tilvikum eru það hins vegar bæjaryfirvöld, sem ákveða hveijir fái meðferð og á hvaða forsend- um. Þegar borgurum er veittur stuðningur til aðgerða á einka- sjúkrahúsum eru þeir valdir úr, sem eru í vinnu, meðan atvinnu- lausir koma til dæmis ekki til greina. Ove Larsen segist vona að þessar umræður verði til að vekja athygli á þeim hrikalega vanda sem biðlistar sjúkrahús- anna séu og hvernig hann verði leystur. Torbern Lund hefur í samvinnu við amtsráðin sett fram áætlun svo að í árslok 1995 þurfi sjúklingar í mesta lagi að bíða aðgerða í þijá mánuði. Veitt verð- ur sem samsvarar rúmum fimm milljörðum íslenskra króna auka- lega í heilbrigðiskerfið á næsta ári í þessum tilgangi. Á þessu ári hafa sjúkrahús farið um sex millj- arða fram úr fjárveitingum, svo efi leikur á að aukaíjárveitingar vegna biðlista dugi til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.