Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLABIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1993 Bogomil Font og Milljónamæringarnir/Ekki þessi leiðindi Taktvænir o g töfrandi Bogomil Font og Milljónamæringarnir. Hljómplötur Sveinn Guðjónsson Það tíðkast nú mjög að tala um „spútnikka" á hinum ýmsu sviðum athafnalífsins og ef hægt er að nota það hugtak um ein- hvem einn einstakling í íslensku dægurtónlistarlífi á þessu sumri þá er það Sigtryggur Baldurs- son, sem hefur lagt landslýð að fótum sér undir nafninu Bogom- il Font. Það merkilegasta er þó að hann er ekki nema svona rétt miðlungsgóður raulari ef tekið er mið af viðurkenndum, „fag- legum“ mælistikum sönglistar- innar. I tilviki Bogomils Fonts hefur það sem sé komið berlega í ljós að röddin sem slík skiptir ekki höfuðmáli ef menn vilja ná hjörtum fólks, heldur miklu fremur hvernig henni er beitt og ef til vill ekki síður hvernig um- gjörð henni er búin. Þessi fyrrum trommari Sykurmolanna hitti nefnilega naglann á höfuðið þeg- ar hann setti saman hljómsveit sína, „Milljónamæringana", sem er einhver skemmtilegasta og „taktvænasta" danssveit er stig- ið hefur á svið hér á landi á seinni árum. Þar má segja að valinn maður sé í hverju rúmi: Sigurður „Perez“ Jónsson á sax, Stein- grímur Guðmundsson á tromm- ur, Ástvaldur Traustason á píanó og Gunnlaugur Guðmundsson á kontrabassa. Sá sem þetta ritar átti þess kost að fylgjast með hljómsveitinni á nokkrum dans- leikjum í sumar og getur stað- fest að það var töfrum líkast hversu góðum tökum þeir félag- ar náðu á samkomugestum með hinni ólgandi, suðrænu mambó- sveiflu sinni. Greinilegt er að líka var veðjað á réttan hest þegar efnisval sveitarinnar var ákveðið því það hefur sýnt sig að þar var fyllt upp í eyðu í íslenskri dans- tónlistarflóru, sem líklega verður aldrei söm eftir. Og mambó- þyrstur landinn þakkaði fyrir sig með því að troðfylla á dansleiki hljómsveitarinnar. Um það er heldur ekki deilt, að styrkur Bogomils Fonts og Milljónamæringanna liggur fyrst og fremst í lifandi tónlist þar sem iðandi dansgólfið og ritmískur flutningur hljómsveitarinnar renna saman í eitt og smita út frá sér í báðar áttir. Þess vegna var það hárrétt ákvörðun að taka hljómplötuna „Ekki þessi leið- indi“ upp á dansleik í Hlégarði, í stað þess að fara í hljóðver. Þar með er að vísu þeirri hættu boðið heim að með slæðist takt- sveiflur og hliðarspor sem oft vilja fylgja í hita leiksins, en mistökin í þessu tilviki eru svo smávægileg að varla tekur að minnast á þau. Ég hygg að miklu erfiðara hefði verið að fara með þessa hljómsveit í hljóðver og fá út úr því sannfærandi samhljóm. Vísast hefur það litla þýðingu að fara nákvæmlega í saumana á hveiju lagi á þessari plötu, þau eru keimlík enda flest af sama latneska meiðinum. Bo- gomil raular þau áreynslulaust og tekur virkan þátt í ritmískum áslættinum ásamt þeim feðgum Steingrími og Guðmundi „papa jass“ Steingrímssyni við lipran bassaleik Gunnlaugs. Við blást- urinn nýtur Siggi Perez aðstoð- ar tveggja ágætra spilara, en að mínu mati kemur Sigurður einna sterkastur út í hljóðfæra- leiknum þegar litið er á plötuna í heild og Ástvaldur á einnig afbragðsgóða spretti á píanóið. En þeir standa sig allir vel strák- arnir og verður spennandi að fylgjast með þeim í vetur þegar andlit Bogomils er horfið á braut. Ég spái því að þeir eigi eftir að spjara sig. ÆófSsÁó/á, &ófujgý/e*fí Æfingar Kvennakórs Reykjavíkur hefjast miðvikudaginn 15. september kl. 20:30 í Aðventkirkjunni við Ingólfsstræti. Inntökupróf fyrir nýja félaga verður á sama stað þriðjudaginn 14. septemberkl. 19-22. Stjórnandi kórsins er sem fyrr Margrét J. Pálmadóttir. Ákveðið hefur verið, að starfrækja Kórskóla Kvennakórs Reykjavíkur. Skólinn er ætlaður fyrir áhugasamar konur, sem hafa litla eða enga reynslu í söngstarfi. Kennsla í kórskólanum hefst þriðjudaginn 21. september kl. 20 í Aðventkirkjunni. Kennd verður raddbeiting, tónfræði og samsöngur. Kennari: Margrét J. Pálmadóttir. Frekari upplýsingar og skráning í inntökupróf og kórskóla er á morgnana í símum 15263 og 10676. KVENNAKÓR REYKJAVÍKUR Morgunblaðið/Sverrir Norræn börn í listasmiðju FJÖRUTÍU börn og unglingar frá Norðurlöndum tóku þátt í Lista- smiðju í Kópavogi. Smiðjan var starfrækt í tengslum við vinabæja- mót með þátttöku fulltrúa frá átta norrænum borgum og bæjum, það er Kópavogi, Angmassalik á Grænlandi, Mariehamn á Alandseyj- um, Klakksvík í Færegjum, Norrköping í Svíþjóð, Odense í Dan- mörku, Þrándheimi í Noregi og Tampere í Finnlandi. Mótið stóð í eina viku og endaði með sýningu á listaverkunum í Listasafni Gerð- ar Helgadóttur. Meiriháttar STOK-ITS.UA Bjóðum ný HANKOOK sumardekk fyrir fólksbíla með 40% afslætti. Frábærir hjólbarðar - einstakt tækifæri 155R12 J(L'355Tr Kr. 2130 175R14 Kr^4?60 Kr. 2970 145R13 Kr. 1990 185/70R14 JCfr'5400 Kr. 2990 155R13 u-3770 Kr. 2260 185/65R15 KfrH5290 Kr. 3770 165R13 Ktr-39 50 Kr. 2370 195/65R15 Kfr-6730 Kr. 3990 175/70R13 Kr. 2570 205/60R15 Kfr-7-290 Kr. 4370 185/70R13 Kfr-4680 Kr. 2790 165R15 Kfr^690 Kr. 2690 185/60R13 Kr,5650 Kr. 3440 205/60R13 JCfr'ÓÁOÖ Kr. 3840 Fjölmargar aðrar stærðir Barðinn hf. Skútuvogi 2 - sími 683080 28. starfsár Laugagerðis- skóla hafið Borg í Miklaholtshreppi. SKÓLAHALD hófst í Laugagerð- isskóla síðastliðinn mánudag. Þar með hefst 28. starfsár skólans. í skólanum eru 63 nemendur. Kennarar eru átta, auk skóla- stjóra, Höskuldar Goða Karlsson- ar. Fjórir kennarar létu þar af störf- um á síðastliðnu vori, en þrír kenn- arar hafa verið ráðnir að skólanum á ný. Þrjár konur vinna í eldhúsi og við ræstingar og auk þess er hús- vörður. Þetta er þriðja árið sem eng- in heimavist er í skólanum. Öllum nemendum er ekið að og frá skóla daglega. Umtalsverðar vegabætur hafa farið fram á þeirri leið. Nú er komið bundið slitlag á afleggjarann af aðalvegi í skólann og dýr kafli hjá Hólslandi var, kláraður og þar er komið bundið slitlag. Þá eru nokkrir nemendur úr Hraunhreppi í skólanum eins og síðastliðinn vetur. Páll ------» ♦ 4---- ■ HLJÓMSVEITIN Cuba Libre verður með tónleika á Blúsbarnum við Laugaveg í kvöld og annað kvöld. Hefjast þeir klukkan 23 í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.