Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1993 Dómhús í óþolandi ná- lægð við Safnahúsið Enginn dómstóll verði innan veggja þess síðarnefnda, heldur einungis þjóðdeild Landsbókasafnsins eftir Halldór Þorsteinsson Vegna óska og áskorana ýmissa aðila hef ég ákveðið að endursegja sumt af því, sem var til umræðu í þætti Páls Heiðars Jónssonar í viku- lokin, laugardaginn 4. september sl. Einkum virðast athugasemdir mínar um væntanlega byggingu dómhúss hafa vakið nokkra at- hygli. Ég lét meðal annars orð falla eitthvað á þá leið vegna illrar með- ferðar ísraela á íbúum Gazasvæðis- ins, sem margoft hefur verið harð- lega gagnrýnd og fordæmd og það með réttu, að það væri ný og göm- ul saga, að þeir, sem minna mega sín, séu jafnan kúgaðir, pyndaðir eða jafnvel drepnir af þeim, sem meira mega sín. Lítum bara á hvernig stórþjóðir koma oft og iðu- lega fram við smáþjóðir eins og t.d. Bandaríkjastórn, sem hefur nú í hótunum við okkur íslendinga og Norðmenn út af hvalveiðum, en láta Japani hins vegar alveg óáreitta, þeir eru sennilega of stórir fyrir þá og fá því að vera í friði. En hefur þetta ekki alltaf verið svona og verður það ekki alltaf svona? Að mínum dómi er heiminum nefnilega stjórnað af örfáum mönnum þ.e.a.s. mestu valdamönnum á sviði stjórn- mála og fjármála. Og hvernig er ástand þessara mála hér á landi? Ef forsætisráðherra okkar einlægur lýðræðissinni eða vill hann flestu ef ekki öllu ráða um hagi okkar og örlög? Lýðræði er mjög fallegt orð, sem oft er notað við hátíðleg tækifæri — en hvað merkir það? Mér er spurn, hverju lýðurinn í raun og veru ráði? Hveiju ræður hann í höfuðborg íslands, henni Reykjavík, svo að nærtækt dæmi sé tekið? Var lýðurinn eða almenningur t.d. spurður að því, hvar ætti að reisa dómhús? Aldeilis ekki, því réðu örfáir menn með mjög svo umdeil- anlegan smekk og fegurðarskyn. Að hola því niður á milli Safnahúss- ins og Arnarhvols er svo mikið stíl- brot og smekkieysa, að ég á ekki orð yfir það. Ég vil minna á annað dæmi. Þegar Þjóðleikhúsið var reist á sínum tíma, þótti mörgum þrengja um of að stílhreinustu byggingu landsins, þ.e.a.s. Safnahúsinu. — Nú ætla nokkrir skammsýnir valda- menn að bæta gráu ofan á svart og farga bersvæðinu, sem Safna- húsinu er þó algjör listræn nauðsyn eða forsenda til þess, að það megi njóta sín til fulls í ailri sinni dýrð og reisn. Þegar bílastæðið bak við Safna- húsið verðurx lagt undir dómhús, mun hagur borgarsjóðs vænkast til muna vegna aukinna tekna af nýja bílageymsluhúsinu við Hverfisgötu (Traðarkoti). Skyldi þetta sjónarmið hafa ráðið nokkru um staðarvalið? Hver veit? Ég vil undirstrika það, sem ég sagði áðan — lýðurinn eða almenningur ræður engu, hvort Halldór Þorsteinsson „ Að hola því niður á milli Safnahússins og Arnarhvols er svo mik- ið stílbrot og smekk- leysa, að ég á ekki orð yfir það.“ heldur er hér á íslandi eða úti í hinum stóra heimi. Við höfum að vísu málfrelsi og getum mótmælt, en hvenær taka ráðamenn mark á mótmælum okkar? Sárasjaldan, því miður. Kunna arkitektarnir, sem þátt tóku í samkeppninni um byggingu dómhúss, ef til vill ekki að virða og meta mannvirki og listaverk lát- inna starfsbræðra sinna? Hvers á arkitekt Safnahússins, Daninn Jo- hannes Magdahl-Nielsen, að gjalda? Mér er enn einu sinni spurn. Hefði verið einhver manndómsbragur á ^ íslenzkum arkitektum, hefðu þeir ekki aðeins átt að mótmæla og það allir með tölú þessu fráleita staðarv- ali, þessu óhæfuverku, þessari dómadags smekkleysu, heldur hunza algjörlega keppnina. En það | voru miklir peningar í boði og þeir hafa þá náttúru eða ónáttúru að svæfa samvizku manna værum svefni og býsna varanlegum svefni. Fyrirsjáanlegt er, að Þjóðarbók- hlaðan verður hlaðin, já ofhlaðin bókum fyrr en nokkurn mann grun- ar. Mér þætti ekki ósennilegt, að menn væru farnir að kvarta undan þrengslum á þeim nýja bæ innan 10-15 ára. Svo eru væntanlegir flutningar úr Safnahúsinu ekkert smáhandtak, en með því að flytja þaðan aðeins erlend rit og geyma þar áfram ís- lenzkar bækur mundi sparast mik- ill tími, vinna og peningar. Lands- bókasafnið héldi þannig áfram að " bjóða sínu gamla og göfuga hlut- verki í góða og glæsilega húsinu sínu, sem vill ekki sjá uppáþrengj- andi dómhús í næsta nágrenni. Höfundur er bókavörður og skólastjóri Málaskóla Halldórs. YÍXLSPOR HÁ- SKÓLAMANNA eftir Eggert Haukdal Prófessor í viðskipta- og hag- fræðideild háskólans (Þorvaldur Gylfason) hefir skrifað og skrafað um landbúnaðarmál með þeim hætti, að hneykslun hefir valdið og andmælum. Ástæðan er ekki einasta sú, að hann fer villu veg- ar, heldur jafnframt og engu síður hin, að Háskóli íslands er mennta- og vísindastofnun, sem gæta verð- ur hlutleysis, ef menn eiga að geta borið traust til hennar. Áróð- ur á ekki heima þar. Prófessorinn hefir ekki látið segjast, þó að honum hafi verið svarað með rökum, heldur hefír hann safnað liði. Einn liðsmann- anna er prófessor í lagadeild há- skólans, sem telur stuðning ráð- herra við landbúnaðinn í formi stjórnsýsluákvarðana ekki Iögum samkvæman. Annar liðsmaður úr háskólanum er sestur að í utanrík- isráðuneytinu og skrifar þaðan um landbúnaðarmál fyrir krata. Er engu líkara en þessir háskólamenn telji sig eina þess umkomna að ráða málum þjóðarinnar, enda þótt þeir séu ekki til þess kjörnir. Fjaðrafokið að þessu sinni staf- ar af svonefndum „beingreiðslum" til bænda. Þær voru teknar upp með búvörusamningi þeim er fyrr- verandi ríkisstjórn Álþýðuflokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags gekkst fyrir og kom í Þú svalar lestrarþörf dagsins^ ásíöum Moggans' staðinn fyrir niðurgreiðslur. Orðin „beinar greiðslur" eru röng og vill- andi yfir niðurgreiðslu búvöru- verðs til að lækka framfærslu- kostnað í landinu þannig að verka- fólki sé unnt að lifa af lágu kaupi í fiskvinnslu og öðrum framleiðslu- greinum. Við getum með sama rétti kallað þetta styrki til útvegs og iðnaðar, sem berst í bökkum. Ekki örlar á neinni tillögu frá hendi þessara háskólamanna um það, hvernig auka megi famleiðni landbúnaðarins á íslandi. Þeir eygja þá lausn eina að leggja land- búnaðinn í rúst með tollfijálsum innflutningi erlendra búvara. Þeir virðast gleyma því, að dijúgur hluti landsbyggðarinnar hefir at- vinnu og lífeyri af störfum við fullvinnslu afurðanna og ýmiss konar þjónustu tengda landbún- aði, þar með verslun, viðgerðir o.fl., o.fl. Svo er um staði eins og Borgames, Blönduós, Akureyri, Egilsstaði, Selfoss og þannig má áfram telja. Að ógleymdum fullt af Reykvíkingum sem vinna störf tengd landbúnaði. Er ég hræddur um að Ólafi Hannibalssyni myndi ganga erfið- lega að koma þeim mannfjölda fyrir í hernaðarhúsnæði á Suður- nesjum þar sem hann vill hýsa bændur. Sannleikurinn er sá, að nánast engin takmörk eru fyrir skammsýni langskólagenginna manna, sem eru án tengsla við atvinnulífið. Sú var tíðin, að menntamenn unnu í sveit og sóttu sjóinn í stað þess að sækja um lán frá LÍN. Að lokum örfá orð vegna grein- ar í Morgunblaðinu eftir forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna. GceSa cldítús- innréttinÆ. HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 Eggert Haukdal „Orðin „beinar greiðsl- ur“ eru röng og villandi yfir niðurgreiðslu bú- vöruverðs til að lækka framfærslukostnað í landinu þannig að verkafólki sé unnt að lifa af lágu kaupi í fisk- vinnslu og öðrum fram- leiðslugreinum. “ Hann eygir þann möguleika að hækka vexti fyrir „sparifjáreig- endur“, sem eru honum hugleikn- ari en lágtekjufólk í verslunarstétt ef verðtryggingin miðast við fram- færsluvísitölu í stað lánskjaravísi- tölu. Þetta hefi ég lagt til með frumvörpum mínum á Alþingi í áraraðir, en af allt öðrum ástæð- um. Byggingavörur eiga ekki að vera í lánskjaravísitölu, því að þær eru háðar mestum sveiflum í hág- kerfinu og síbreytilegir vextir skaða athafnalífið. Vinnulaun eiga ekki heldur að vera í lánskjaravísi- tölu. Ef kaupgjald hækkar, er það tekið af launþegum jafnharðan með hækkun verðbótaþáttar af íbúðalánum. Nú er kaupgjald hins vegar kyrrt og í lægð, meðan allt annað hækkar. Það dregur ögn úr lánskjaravísitölu, og þá vill greinarhöfundur óðar grípa tæki- færið og miða við framfærsluvísi- tölu, svo að vextir geti hækkað um 1-2 prósentustig! Höfundur er alþingismaður SjálfstæðisHokksins í Suðurlandskjördæmi. Umönnun lands: fersk viðhorf eftir Ara Trausta Guðmundsson i Áhyggjur manna af jarðvegs- og gróðureyðingu á íslandi eru miklar. Stofnanir, samtök, fyrirtæki og ein- staklingar sýna baráttunni fyrir betra landi mikinn áhuga og ófáar eru þær vinnustundirnar sem landið nýtur. Hitt vita svo flestir að miklu meiri vinnu þarf til og miklu meira fé ef takast á að vinna stórsigra í orrustunni við vind, vatn, frost, funa og hvers kyns ofnýtingu eða illa meðferð lands. Það eru einkum fleiri vinnuhendur, hagnýting ódýrra landgræðsluaðferða og meiri sam- vinna sem horfa má til, svo ekki sé minnst á skynsamlegar leiðir til að afla drýgri sjóða. Menn hafa stund- um séð fyrir sér öfluga fjöldahreyf- ingu sem sinnir jarðvegs- og gróður- eyðingu. Ymis dæmi eru til um skorpuvinnu stórra hópa á vegum samtaka eða sveitarfélaga (sbr. í Dimmuborgum og við Kjalveg) og á Húsavík, til dæmis, hafa land- græðslumenn drifið upp margþætt og árangursríkt samstarf að land- bótum undir heitinu Húsgull. Dæmin sýna glöggt hve staðbundin skipu- lagning og samvinna, m.a. við sér- fræðinga, getur áorkað. í nánustu framtíð gætu bændur, ungmenni og geysistór hópur útivistarfólks, skóg- ræktarfólks og baráttumanna gegn landeyðingu endurskoðað skipulagn- ingu starfanna, í samvinnu við stofn- anir og félög. II 1 Ástralíu hafa menn spyrnt móti jarðvegs- og gróðureyðingu með verulegum árangri. Ein helsta bylt- ingin í starfsháttum landgræðslu- manna þar var svonefnd “Land- care“-hreyfing. Upp voru teknir nýir starfshættir; gert víðtækt samkomu- lag mílli bændasamtaka, áströlsku landgræðslunnar og fjölmargra náttúruverndarsamtaka um að minnka endalausar viðræður en auka beinar aðgerðir; færa skipu- lagningu og starf út til staðbundinna nefnda eða vinnuhópa; virkja bænd- ur, útivistarfólk og aðra sem eru bæði notendur og vörslumenn lands. Kjarni þessara viðhorfa lýsir sér vel í enska hugtakinu „landcare“ sem merkir sem næst umönnun lands eða umsjón með landi; ekki bara land- vernd. Með því er átt við að notend- ur lands bera sjálfir ábyrgð á að fara vel með það og skila því jafn- góðu eða bættu til annarra notenda eða næstu kynslóðar. Vinna að umönnun lands er leyst af hendi í afar misstórum samstarfshópum sem eru skipulagðir á breytilegum en þó staðbundnum grunni; stað- hættir, verkefni og annað látið ráða. Auk þess skipar fræðsla afar mikil- vægan sess í starfinu. III Hingað er væntanlegur Ástralíu- maðurinn Andrew Campell, einn for- ystumanna í þeim hópi er skipulagði „Landcare“-hreyfinguna. Hann dvelst hér frá 7. til 17. september á vegum Landgræðslunnar og land- búnaðarráðuneytisins og fer allvíða um land til þess að fræða og ræða við landgræðslufólk, sérfræðinga og aðra. Hann miðlar af reynslu Ástr- ala af breyttum starfsháttum og stefnu við verndun jarðvegs og gróð- urs. Margar þjóðir horfa til þessarar reynslu og hyggja að nýjum starfs- háttum, rétt eins og íslendingar þurfa að gera. Andrew Campell held- ur væntanlega erindi á opnum fundi mánudaginn 13. september síðdegis i Reykjavík. Staður og stund verða auglýst síðar, en lesendur eru hvatt- ir til að kynna sér fersk og nýtileg viðhorf úr fjarlægu heimshorni. Höfundur er jnrðeðlisfræðingur ogáhugamaður um landgræðslu. 4 I í v C i i i 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.