Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1993 mM i. „þa& era/veg ejns og þegarGuLli yfir- Qct-F- þab Ajrír ffö/um drum i clagi' Ég keypti hana á 50 krónur sem voru góð kaup, því hún er kettlingafull. Ég hélt að ÞÚ værir flug- kennarinn. HÖGNI HREKKVÍSI „ haf/ " BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Aætlun stjórnvalda um sam- einingu sveitarfélaga er röng Frá Arna Birni Guðjónssyni: AÐ undanförnu hefur orðið vart við undirbúning þess að fækka eigi sveit- arfélögum um allt að 80% miðað við núverandi fjölda. Nefndir sem skip- aðar hafa verið til að gera tillögur um framkvæmd þessa hafa verið að skila álitum að undanförnu og virðist sem mikill fjöldi sveitarfélaga verði þurrkaður út af kortinu þegar maður les yfir tillögur frá hinum ýmsu nefndum. Hvers vegna? Ekki hefur komið skýrt fram hvers vegna ráðist er í svo umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslu sveitanna. Það hefur komið fram hjá ýmsum formönnum nefndanna að ekki sé um sparnað að ræða. Sumir halda því fram að hér sé verið að vinna að uppbyggingu atvinnumála í sveit- um. Aðrir telja að þessi nýju gríðar- stóru sveitarfélög eigi að taka við mörgum verkefnum frá ríkinu og þess vegna verði þáu að vera svona víðáttumikil. Þetta er að mínu mati ekki rétt. Ekkert af þessu sem áður er talið er forsenda þess að sveitarfélög verði sameinuð með svo róttækum hætti sem tillögur eru komnar fram um. Röng stefna Þessar hugmyndir ganga þvert á þær hugmyndir sem eru efst á baugi um réttlátt lýðræðisríki og þá fram- tíðarsýn sem lýðræðisríki af bestu gerð verður að hafa, þ.e. að stjórnein- ingar fólksins séu sem minnstar og sem næst fólkinu. Með slíkum litlum einingum er lýðræðinu best fullnægt og tryggt að náð verði bestum árangri við að móta og hafa áhrif á næsta umhverfi sitt. Fólkið í sveitun- um á að þurfa að fara sem stystu leið til fulltrúa sinna með sín mál. Það er réttlætiskrafa sem gerð er í nútíma lýðræðisríki, annað er aftur- för og hleður undir miðstýringarvald og valdakerfi embættismanna. Með sameiningu sveitarfélaga með þessum hætti er verið að stíga skref aftur á bak til hnignunar byggðar í landinu og upphaf fólksflutninga milli landshluta. Þetta skal því kyrrt liggja. Valddreifing Aukið lýðræði með smáum stjórn- einingum er framkvæmd mannrétt- inda sem íslenska þjóðin verður að sameinast um að tryggja, því um leið er verið að tryggja réttlæti. Með því gagnstæða væri verið að vinna gegn fólkinu og það getur þjóðin ekki liðið. Þessar aðgerðir eru því að mínu mati vanhugsaðar og rang- ar. Hvaða breytingar þurfa að koma í staðinn? Sveitarstjórnirnar þurfa að taka upp ný vinnubrögð í stað sameining- ar, stofna á ákveðnum svæðum rekstrarfélög, eignarhaldsfélög og auka sameiginleg útboð á sem flest- Frá Gunnlaugi Júlíussyni: ÞORVALDUR Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla íslands ritar langa grein í Morgunblaðið 31. ágúst um meint ábyrgðarleysi opin- berra embættismanna. Hann ber í grein sinni lof á viðskiptaráðherra fyrir að hafa vakið máls á kostnaði fólksins í landinu vegna landbúnað- arins sem embættismenn ráðuneyta hafa þagað yfir, þar til nú. Fleiri embættismenn fá sendingar í grein prófessorsins fyrir að hafa sýnt ábyrgðarleysi í störfum sínum. Hver er ábyrgð prófessors við Háskóla íslands? Þegar víða er skotið og vandlæt- ingarvendinum hátt sveiflað, hlýtur maður að draga þá ályktun að vand- lætarinn hafi efni á slíku sökum ábyrgðarfullrar framsetningar í hvívetna. I grein sinni segir prófessorinn að afskiptaleysi ráðuneytanna, ekki um sviðum þeirra mála sem sveitar- félögin þurfa að sjá um. Þetta er framtíðarsýnin. Stjórnsýsla ríkisins á að virða þarfir landsbyggðarinnar og sinna þörfum sveitarfélaganna. Hættið við Ég skora á ráðamenn og fólkið í sveitunum að hætta við og fella þess- ar tillögur því þær eru gegn þeirri lýðræðishugsjón sem nútíma lýðræð- isríki af bestu gerð eiga að hafa. Sú lýðræðishugsjón er krafa um vald- dreifingu, kosnir fulltrúar séu hjá fólkinu sjálfu og kosnir af sem smæstum einingum. Slíkir fulltrúar framkvæma það sem fólkið vill og móta með því sitt nánasta umhverfi, það eru mannréttindi. Guð blessi ísland. ÁRNI BJÖRN GUÐJÓNSSON Hraunbergi 17, Reykjavík síst viðskiptaráðuneytisins!!, hafi valdið miklum skaða á liðnum árum sem sést best á því: „... að núver- andi stefna í landbúnaðarmálum kostar fólkið í landinu um 50 millj- ónir á dag..." og síðar „Það gerir rösklega tvær milljónir á tímann allan ársins hring.“ Sá sem telur sig hafa efni á að setja niður í við aðra sökum ábyrgð- arleysis viðkomandi í starfi, hlýtur að setja sínar fullyrðingar fram af fullri ábyrgð. Því er það eðlileg krafa til prófessorsins að hann leggi fram nákvæmt yfirlit yfir þá út- reikninga sem liggja að baki fyrr- greindum fullyrðingum um kostnað fólksins í landinu af landbúnaði. Þeir hljóta að vera til staðar, annað væri ábyrgðarleysi. Ég efa ekki að nægt rúm finnist fyrir þá á síðum Morgunblaðsins í fyllingu tímans. GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON, hagfræðingur Stéttarsamb. bænda, Bændahöllinni, Reykjavík. Af ábyrgum og óábyrg- um embættismönnum Víkverji skrifar Yíkveiji minnist þess frá menntaskólaárum sínum að á hveijum vetri var hann látinn skrifa allnokkrar svokallaðar heimildarit- gerðir. Var þá gjarnan farið inn á bókasafn, náð í 3-4 bækur um efn- ið og soðið eitthvað upp úr þeim. Var jafnan sagt að geysimikilvægt væri fyrir verðandi fræðimenn að kunna að vitna í heimildir og búa til heimildaskrá. Nú virðast há- skólamenn sumir hverjir vera farnir að fyllast efasemda um þessa bók- menntagrein. Þannig segir í Gagn- fræðakveri handa háskólanemum, annarri útgáfu, eftir Friðrik H. Jónsson og Sigurð J. Grétarsson sálfræðikennara: „Greinin sú felst í því að skrifað er almennt um vítt og losaralegt efni og efnistökin látin ráðast af því hvaða „heimildir" eru tiltækar á næsta bókasafni. Engra spurn- inga er spurt, viðfangsefnið er hvorki afmarkað né skýrt, höfundur tæpir á ýmsu en ræðir ekkert til hlítar, rökstuðningur er af skornum skammti, öll umræða er í molum og í lengstu lög víkur höfundur sér undan því að hugsa sjálfstætt. Dæmigerð byijun slíkra ritgerða er að rekja sögu viðfangsefnisins frá öndverðu til vorra daga í minna en 100 orðum. Þessar ritgerðir eru oftast ekki nema sundurlaus endur- ritun á svonefndum „heimildum" sem geta verið hvaða prentaður texti sem er, frá auglýsingabækl- ingum til alfræðibóka. Allt er hirt og allt er birt. Stundum mætti ætla að heimildaritgerð dragi nafn sitt af því að nemendum sé þar með veitt heimild til að taka upp hugsun- ar- og gagnrýnislaust efni frá öðr- um höfundum og kynna sem sitt eigið. Þær komast hvergi nærri því að svara spurningum, einni eða fleiri hvað þá að rökstyðja eitt eða neitt. Það þarf því ekki að hafa um það langt mál að slíkar ritgerðir eru gagnslausar nema sem vélrit- unaræfingar eða hugsanlega sem glósur um efni sem nemandinn er að kynna sér. Heimildaritgerðir af þessari gerð eru líka herfilega leið- inlegur lestur fyrir kennara.“ xxx Islendingar sem búsettir eru er- lendis, undrast stundum hve skjótt nýjar kvikmyndir eru komnar til sýninga í íslenskum kvikmynda- húsum. Á því hafa orðið mikil um- skipti á ekki ýkja mörgum árum. Á hinn bóginn er ótölulegur fjöldi kvikmynda sem aldrei kemur til sýninga í íslenskum kvikmyndahús- um. Einkanlega á þetta við um svo- nefndar „listrænar myndir" eins og þær voru kallaðar.. í gamla daga, kvikmyndir sem ekki fara troðnar slóðir og gera nokkrar kröfur til áhorfandans. Fyrir mörgum árum beittu þeir sér fyrir því Friðfinnur heitinn Ólafsson, þáverandi forstjóri Háskólabíós, og Árni Vilhjálmsson, prófessor og þáverandi stjórnarfor- maður þess, að efna til 'sérstakra sýninga á slíkum myndum á mánu- dögum og varð það til þess að slík- ar myndir fengu heitið mánudags- myndir sem þótti ákveðinn gæða- stimpill. í umróti á kvikmynda- markaðinum hér heima seinna meir lögðust þessar mánudagssýningar af. Nú er Háskólabíó hins vegar orðið fjölsala kvikmyndahús og því lætur Víkveiji sig dreyma um að forsvarsmenn kvikmyndahússins hefji nú merki þeirra Friðfinns og Árna á loft á ný með því að vera jafnan með einhveijar „mánudags- myndir“ á boðstólum í einhveijum af minni sölum kvikmyndahússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.