Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 47
47* MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDÁGUR 10. SEPTEMBER 1993 KNATTSPYRNA Dómstóll í Sviss ógildir bann UEFA á Marseille en viðbrögðin eru hörð FIFA hótar að vísa Frökkum úr HM DÓMSTÓLL í Sviss tók í gær fyrir mál franska meistaraliðsins Marseille á hendur Knattspyrnusambandi Evrópu (UEFA) vegna þess að sambandið vísaði félaginu úr Evrópukeppni meistaraliða á yfirstandandi keppnistímabili vegna meintra mútugreiðslna félagsins á síðustu leiktíð. Dómstóllinn ógilti bannið, Frakkarnir hrósuðu sigri en spurning er hve lengi þeir fagna, þvf alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA), hefur hótað að svo geti farið að það vísaði frönskum liðum, félagsl- iðum og landsliði, úr alþjóðlegri keppni hætti Marseille ekki málarekstri vegna keppnisbannsins. Franska knattspyrnusambandið (FFF) upplýsti í gær að því hefði borist símbréf frá FIFA þar sem því var hótað að ef forráða- menn Marseille féllu ekki frá mála- rekstri sínum vegna leikbanns UEFA, gæti franska sambandið ekki annað en sett félagið í leik- bann frá keppni í frönsku deildar- keppninni. FIFA vísaði í 42. grein laga sinna, þar sem fram kemur að mál af þessu tagi sé ekki hægt að reka fyrir almennum dómstól- um, og sé ekki farið eftir því geti sambandið vísaði liðum viðkom- andi lands úr allri alþjóðlegri keppni. Því var þar með hótað að franska landsliðinu yrði jafnvel meinuð þátttaka í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Banda- ríkjunum næsta sumar, og að FRJALSAR frönskum félagsliðum yrði öllum vísað úr Evrópumótunum nú í vet- ur. „Franska sambandið hefur eng- an annan kost en að setja Mar- seille í keppnisbann frá frönsku deildarkeppninni, ef félagið hættir ekki málarekstri fyrir dómstólin- um,“ sagði Sepp Blatter, fram- kvæmdastjóri FIFA í gær. Forseti franska knattspyrnusambandsins, Jean Fournet-Fayard, hvatti Barn- ard Tapie, forseta Marseille, í gær til að hætta málssókn, án þess þó að segja nokkuð um hugsanlegar afleiðinar, færi Tapie ekki að beiðni hans. Þrátt fyrir þessar hótanir til- kynnti talsmaður Marseille að fé- lagið myndi ekki hætta mála- rekstri. Og niðurstaða svissneska kom Reuter Fögnuður... ÁHANGENDUR Marseille fögnuðu í gær er úrskurður svissneska dómstóls- ins lá fyrir, en það er spuming hve lengi sú gleði stendur. öllum á óvart í gær, jafnvel Bern- ard Tapie, forseta Marseille. „Þetta var stórkostleg niðurstaða sem kom á óvart,“ sagði hann á blaðamannafundi sem hann hélt á leikvangi Marseille, Stade Velod- rome, síðdegis í gær. Fjöldi stuðn- ingsmanna félagsins safnaðist saman fyrir utan völlinn, er niður- staðan lá fyrir, og fólkið fagnaði mjög er Tapie ávarpaði hópinn á leikvanginum og tilkynnti að hann myndi halda áfram sem forseti félagsins af sama metnaði og fyrr, en áður hafði hann hótað að hætta og jafnvel að félagið yrði lagt nið- ur, ef niðurstaðan yrði því í óhag. Marseille varð Evrópumeistari sl. vor, fyrst franskra liða. UEFA hefur tíu daga til að áfrýja úrskurðinum. Málið er nú orðið hið flóknasta því franska knattspyrnusamband- ið hafði valið lið Mónakó til að taka sæti Marseille í keppni meist- araliða, en UEFA krafðist þess af FFF að það tilnefndi lið til að taka sæti meistaranna, og er fyrri leikur fyrstu umferðar á dagskrá á miðvikudag í næstu viku. „Við höfum heyrt niðurstöðina en höfum engu við að bæta nú. En ég get fullvissað ykkur um að UEFA nýtur fyllsta stuðnings FIFA í málinu,“ sagði Guido Togn- oni, talsmaður FIFA, eftir að nið- urstaða dómstólsins lá fyrir. Stjórn KSÍ vill endur- ráða Ásgeir Þjálfarinn segist ætla að hugsa málið Stjórn KSÍ vill endurráða Ásgeir Elíasson sem landsliðsþjálfara í knattspyrnu, en hann hefur ekki gefið ákveð- ið svar um það hvort hann vilji starfa áfram. „Ég á eftir að skoða það,“ svaraði Ásgeir þeirri. spurningu Morgunblaðsins hvort hann væri tilbúinn til að starfa áfram sem Iandsliðsþjálf- ari. „Að mörgu leyti hefur þetta verið skemmtilegur tími en að sumu leyti ekki. Þetta hefur verið súrt og sætt eins og það er í fótboltanum, en ég er ekki tilbúinn til að segja um fram- haldið. Samningurinn rennur ekki út fyrr en í október og það er nóg af verkefnum þangað til, en ég skoða þetta í rólegheiU um. KORFUKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA Ótrúlegt heimsmet Junxiaí 10 km hlaupi Kínverska stúlkan Wang Junxia sagði eftir sigurinn í 10 km hlaupi kvenna á HM í Stuttgart í síðasta mánuði 'að hún ætlaði að vera fyrst kvenna til að hlaupa vegalengdina undir 30 mínútum. Hún stóð við stóru orðin á sjöundu þjóðarleikum Kína í vikunni, þegar hún bætti heimsmetið og hljóp á 29.31,78 mínútum. Ingrid Kristiansen frá Noregi hélt heimsmetinu í sjö ár, en hún hljóp á 30.13,74 mínútum 1986. Wang, sem er 20 ára, kemur frá fjallabæ og er æfingum í þunnu lofti þakkaður árangurinn. KNATTSPYRNA Teitur tekur ekki við Lyn Teitur Þórðarson tilkynnti norska félaginu Lyn í gær að hann vildi ekki taka við stjórn liðsins að ■■■■■ svo stöddu, þar sem Frá Eriingi ekki hefði verið Jóhannssyni „hreinsað“ til, en iNoregi Lyn v;idi að aðstoð- arþjálfarinn yrði áfram og sætti Teitur sig ekki við það. Lyn, sem er í fallhættu, ætlar að taka upp þráðinn á ný við Teit að loknu tímabilinu, hvort sem liðið fellur eða ekki, en Teitur er auk þess með mjög gott tilboð frá sænsku félagi, sem hann er alvar- léga að hugsa um. Morgunblaðið/Bjarni Troðið! JONATHAN Bow lék vel með Keflvíkingum gegn Zalgiris í gærkvöldi og var næst stigahæstur með 20 stig. Hér treður hann knettinum í körfu litháíska liðsins. Frábærfyrri hálfleikur IBK - en síðan ekki söguna meir og Litháarnir í Zalgiris sigruðu örugglega ^ „ÞETT A gekk vel í fyrri hálf leik, það gekk nánast allt upp og ég tala nú ekki um þriggja stiga skotin. En siðan fór að halla hratt undan fæta þegar þreytan fór að segja til sín í síðari hálfleik, þeir eru með sterkt lið, sérstaklega þann sterka leikmann Ginta- ras Einikis sem setti 50 stig í leiknum og þeir virtust eiga nóg eftir í síðari háifleiknum," sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leik- maður Keflvíkinga eftir að lið hans hafði tapað fyrir Zaigiris frá Litháen með 30 stiga mun, 128:98 f Keflavfk í gærkvöldi. í hálf- leik var staðan 60:57 fyrir Keflvíkinga sem áttu afbragðsleik f fyrri hálfleik og settu þá 10 þriggja stiga körfur. Keflvíkingar höfðu sagt það fyr- ir leikinn að hraðinn yrði þeirra beittasta vopn og það stóð ■■■■■ svo sannarlega Bjöm heima. íslands- og Blöndal bikarmeistararnir skrifarfrá léku þá hraðan og Kefiavik skemmtilegan körfubolta og voru alsendis óragir við að taka skot um leið og færi gafst. Þessi leikaðferð heppnaðist fullkomnlega og eftir 12 mínútna leik var staðan orðin 41:29 fyrir ÍBK. í hálfleik var munurinn svo orðin þrjú stig, 60:57 og settu Kefl- víkingar 10 þriggja -stiga körfur í hálfleiknum gegn einni Litháanna. Ekki gekk eins vel hjá Keflvík- ingum í síðari hálfleiknum og greinilegt að þeir höfðu eytt mesta púðrinu í þeim fyrri. Enda skildu þá leiðir fljótt og eftir það var spurningin aðeins hversu stór sigur Litháanna yrði. „Keflavíkurliðið Jéji frábærlega vel í fyrri hálfleik, þeir náðu öllu því besta út úr liði sínu sem þeir áttu. Ég var samt aldrei hræddur og ég held að við séum nokkuð öruggir með að komast áfram í næstu umferð. Ég var hér í Keflavík með landslið Litháen í vor og sá þá nokkra leikmenn Kefl- víking og því komu þeir mér ekki á óvart,“ sagði Jaak Salumets þjálf- ari Zalgiris eftir leikinn. IBK - Zalgiris 98:128 Iþróttahúsið í Keflavík, fimmtudaginn 9. september 1993, Evrópukeppni meistaraliða í körfuknattleik, fyrri leikur. Gangur leiksins: 0:2, 5:2, 11:11, 14:17, 22:17, 29:23, 41:29, 50:45, 60:57, 62:62, 62:69, 77:90 89:100, 95:112, 98:128. Stig ÍBK: Kristinn Friðriksson 21, Jonathan Bow 20, Guðjón Skúlason 19, Jón Kr. Gísla- son 16, Albert Óskarsson 14, Sigurður Ingimundarson 7, Böðvar Kristjánsson 1. Stig Zalgiris: Einikis 50, Visockas 21, Lukminas 21, Kullamae 12, Jurgilas 9, Brazd- auskis 8, Maskoliunas 5, Strumbrys 2. Dómarar: Geir Matthíasen frá Noregi og Tony Colgan frá Irlandi sem dæmdu vel. Áhorfendur: Um 450.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.