Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.09.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1993 Ráðstefna á Þingvöllum um málefni S-Vesturlands Bættar samg-öngnr myndu efla markaðssamvinnu Morgunblaðið/Kristinn Rætt um ráðstefnu FRÁ blaðamannafundinum. F.v. Jónas Egilsson framkvæmda- stjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Sveinn Andri Sveinsson formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Trausti Valsson skipulagsfræðingur. FJALLAÐ verður um hvernig bættar samgöngur á Suðvestur- landi gætu stuðlað að aukinni markaðssamvinnu og eflt ferðamannaþjónustu á svæðinu á ráðstefnu í Valhöll á Þingvöll- um laugardaginn 11. septem- ber. Það eru Landshlutasam- tökin á Suðvesturlandi sem efna til ráðstefnunar og ber hún heitið „Þingvallafundur 1993, Land sem auðlind". Ráð- stefnan hefst kl. 10 árdegis og lýkur kl. 17. Að Landshlutasamtökum á Suðversturlandi standa Samband sveitarfélaga í Suðurlandskjör- dæmi, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Samtök sveitarféjaga í Vestur- landskjördæmi. Á blaðamanna- fundi sem efnt var til vegna Þing- vallafundarins kom fram að það er skoðun þessara fjögurra lands- hlutasamtaka að verulega vanti á að unnt sé að tala um frambæri- legar samgöngur á svæðinu. Héldu landshlutasamtökin sam- ráðsfundi sl. vetur þar sem rætt var um samgöngumál og atvinnu- mál á Suðvesturlandi. Eitt markaðssvæði Samtökin líta á svæðið sem eitt atvinnu- og markaðssvæði sem skipuleggja þarf í þessu tilliti sem eina heild. Byggðasvæði Borgar- fjarðar og Suðurlands eru ekki talin í nægjanlega góðu vegasam- bandi og samsvarandi samband vantar á milli Suðurlands og Reykjaness. Var bent á þtjú for- gangsverkefni í þessu sambandi: Hvalfjarðargöng, þjóðveg . um Uxahryggi og Suðurstrandarveg, þjóðveg milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Slíkar vegtengingar myndu koma á aukinni markaðssamvinnu innan fjórðungsins og opnast myndu nýjar hringleiðir sem yrðu vinsælar af ferðamönnum. í tengslum við samráðsfundina var Trausti Valsson skipulagssér7 fræðingur fenginn til að kort- leggja helstu ferðaauðlindir og koma fram með hugmyndir að útvistarsvæðum, hringleiðum o. fl. Þingvallafundur 1993 Ráðstefnunni á Þingvöllum var valið heitið „Landið sem auðlind“ og þar með lögð áhersla á að land- ið búi yfir miklum auðlindum sem bíði þess að að verða aðgengilegar fyrir ferðamenn. Verða tvö erindi á ráðstefnunni um mikilvægi ferðamannaiðnaðar sem framtíð- aratvinnugreinar. Önnur tvö erindi verða flutt um mikilvægi samgöngubóta til að koma þessari þróun frekar á skrið og formaður Náttúruverndarráðs kemur fram með mat á umhverfis- hlið málsins. í þriðja lið dagskrár- innar koma heimamenn með stutt erindi um hve mikið samgöngu- bætur gætu stuðlað að þrónu ýmissa atvinnugreina. Pallborðs- umræða verður í iok ráðstefnunn- ar. Sætaferðir verða á ráðstefnuna frá BSÍ kl. 8.30 á laugardag til Þingvalla cog til Reykjavíkur að lokinni ráðstefnunni. McDonald’s opnar á Islandi Morgunblaðið/Bjarni A opnunarkvöldi DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra var meðal boðsgesta er McDon- ald’s-staðurinn var opnaður í gærkvöldi. Á myndinni er hann ásamt Kjartani Erni Kjartanssyni. Áhersla á þjónustu við fjölskylduna McDONALD’S-veitingahúsið á Suðurlandsbraut 56, hið fyrsta á íslandi, verður opnað í dag. Staðurinn leggur áherslu á þjónustu við fjölskylduna. í húsinu eru sæti fyrir 96 manns auk þess sem starfsfólk við bíll- úgu getur afgreitt um 150 bíla á klukkustund. Opnunartími McDonald’s er frá kl. 10 til 23.30 alla daga vikunnar. Á blaðamannafundi sem Lyst hf., leyfishafi McDonald’s á íslandi, efndi til í gær sagði framkvæmda- stjórinn, Kjartan Órn Kjartansson, að ísland væri 67. landið þar sem McDonald’s hæfi starfsemi sína. Vinsældir Hann sagði að vinsældir fram- leiðslunnar væru svo miklar að McDonald’s-veitingahús væru orðin 13.500 til 14.000 og hefði ekki fengist úr því skorið númer hvað hið íslenska væri. Kjartan sagði að þessar vinsældir segðu sitt um gæði framleiðslunnar. Hann sagði að aðeins væri framleitt úr fyrsta flokks hráefni og farið væri eftir ströngum stöðlum McDonald’s um hreinlæti og ferskleika. Kjartan sagði að deila við laun- þegafélög hefði skyggt nokkuð á tilkomu McDonald’s á Islandi. Hann sagði það sína skoðun að hver og einn ætti að vera frjáls að því að vera í félagi eða ekki en launþega- samtökin væru greinilega á öðru máli. Kjartan sagði að í þessu máli hefði Lyst hf. orðið að láta í minni pokann. Hann væri þó afar ósáttur við að þurfa að draga af launum starfsmanna sinna í nafni launþega- samtaka, því þessir peningar væru eign starfsmanna sem ættu að fá þá í hendur. Þetta mál væri þó enn á viðkvæmu stigi og vildi hann fara varlega í yfirlýsingum um það. íslenskt hráefni McDonald’s á íslandi notar ein- göngu sérvalið nautgripakjöt frá Kjötbankanum hf. í Hafnarfirði og í það fara engin aukaefni eða krydd. í fiskréttum er eingöngu íslenskur fiskur frá IFPL, dóttur- fyrirtæki Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna í Grimsby, en IFPL framleiðir á annað þúsund tonn af fiskréttum á ári fyrir alla veitinga- staði McDonald’s á Bretlandseyj- um. Kjúklingarnir koma frá Reykjagarði í Rangárvallasýslu. Öil mjólkurvara kemur frá Mjólk- ursamsölunni, gosið frá Vífilfelli og grænmetið frá Ágæti. Ham- borgarabrauðin og allar umbúðir koma frá Bretlandi vegna þess að viðeigandi tækjakostur er ekki fyr- ir hendi á íslandi. Umhverfi Áhersla hefur verið lögð á að allt ytra umhverfi veitingastaðarins sé til fyrirmyndar. Húsið teiknaði Ingimundur Sveinsson arkitekt. Mjög öfiug loftræsting í húsinu gerir það að verkum að engin steik- ingarlykt á að finnast í veitingasal eða umhverfis húsið. Sérstök leik- aðstaða er fyrir börnin. Fundið hefur verið að því að á stóra útiskiltinu við veitingastaðinn stendur á ensku „Drive thru“. For- svarsfólk Lystar segir McDonald’s Corp. gera þá kröfu að skiltin séu alls staðar eins í heiminum þannig að viðskiptavinir þeirra þekki fyrir- tækið' hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Á öllum öðrum stöðum og í auglýsingum Lystar hf. mun hins vegar standa „beint í bílinn“. Yfir 200þúsund gestir í Fjölskyldugarðinn RÚMLEGA 200 þúsund gestir hafa heimsótt Fjölskyldugarðinn í Laugar- dal í sumar og hefur aðsóknin farið fram úr björtustu vonum, að sögn forsvarsmanna garðsins, enda hefur viðrað með eindæmum vel til útivist- ar sunnanlands í sumar. Ákveðið hefur verið að hafa garðinn opinn um helgar í septémber. Öll tæki verða í notkun og veitingasala opin, en aðra daga vikunnar verður hægt að nota Fjölskyldugarðinn sem útivistar- svæði. Um síðustu mánaðamót breyttist opnunartími Húsdýragarðsins og vetrardagskrá tók gildi. í vetur verður Húsdýragarðurinn opinn virka daga frá 13-17 nema lokað miðvikudaga og um helgar er opið frá 10-18. Samkeppnisstofnun kannar verð á myndböndum Verðið hækkaði um 36% að meðaltali hjá 21 leigu 39 leigur með lægra verð en 350 krónur fyrir nýtt myndband í júlí en eru nú 16 TUTTUGU og ein myndbandaleiga hafði hækkað verð á nýj- um myndböndum I september frá því sem það var í júlí sam- kvæmt verðkönnun sem Samkeppnisstofnun lét framkvæma, en kannað var verð hjá 54 myndbandaleigum. Hækkun mynd- banda að meðaltali nam 36% á að verðið. I frétt frá Samkeppnisstofnun segir að í fyrri könnun stofnunar- innar í júlí hafi.39 myndbandaleig- ur verið með lægra verð en 350 krónur fyrir nýtt myndband. Sam- kvæmt könnuninni í september voru 16 leigu’r með lægra verð en 350 krónur og aðeins ein mynd- bandaleiga hafði lækkað verð á nýju myndbandi frá fyrri könnun, úr krónum 450 í 350 krónur. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar var Nesval á Seltjarnar- nesi með lægsta verð á myndbönd- um krónur 199. Hæsta verðið var 450 krónur á tíu myndbandaleig- um, en meðalverðið á nýju mynd- bandi hafði hækkað úr 307 krón- þeim leigum sem höfðu hækk- um í júií í 342 krónur í september. Þá kemur fram að 24 mynd- bandaleigur voru með lægra verð en 300 krónur fyrir nýtt mynd- band í júlí en hefur nú fækkað .í átta. Þessar átta leigur eru: Ne- sval, Melabraut 19, Seltjarnarnesi, Svarti svanurinn, Laugavegi 118, Reykjavík, ísmynd Þverholti 11, Mosfellsbæ, Fjarðarvídeó, Trönu- hrauni 10, Hafnarfirði, Söluturn- inn, Engihjalla 8, Kópavogi, Sölut- urninn Leirubakka 32, Reykjavík, Videogæði Kleppsvegi 150, Reykjavík og Videoland Gerðu- bergi 1 Reykjavík. Tekið er fram að í könnuninni var ekki tekið til- lit til tilboða af ýmsu tagi. Utivistarhelgi í Viðey Málþing um endurreisn Viðeyjarstofu verður haldið þann 19. september nk. UM komandi helgi lýkur skipulagðri dagskrá, sem verið hefur í Viðey um helgar frá því á hvítasunnu í vor. Hópum, sem fara til Viðeyjar einhverra erinda, stendur þó að sjálfsögðu til boða leiðsögn og fræðsla eins og verið hefur. Á laugardag verður farin göngu- ferð á Austureyna. Hún hefst kl. 14.15 og tekur um hálfa aðra klukkustund. Á sunnudag messar sr. Hjalti Guðmundsson kl. 14, og þá verður sérstök bátsferð með kirkjugesti kl. 13.30. Kl. 15.15 verður svo staðar- skoðun. Hún hefst í kirkjunni og tekur um þrjá stundarfjórðunga. Kaffisala verður í Viðeyjarstofu frá kl. 14 og hestaleigan er opin. Kaffísölu verður hætt 15. 'sept- ember, og hestaleigunni verður lok- að nú á sunnudagskvöld. Bátsferðir verða á klukkustundar fresti frá kl. 13. Áætlunarferðum til Viðeyjar verður, að venju, einnig hætt 15. september. Veitingahúsið í Viðey- verður áfram opið fyrir hópa, sem þar panta sérstaklega. Einnig verða bátsferðir eftir pöntunum eins og verið hefur. Málþing um endurreisn Stofunnar Sunnudaginn 19. september næstkomandi verður málþing í Við- ey í tilefni af fímm ára afmæli end- urreisnar Stofunnar. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt ræðir þar um endurreisnina, Curt V. Jessen arki- tekt flytur erindi um N. Eigtved höfund Viðeyjarstofu, og Pétur H. Ármannsson arkitekt segir frá dönskum áhrifum á íslenzka bygg- ingarlist. Málþing þetta verður öll- um opið, eftir því sem húsrúm leyf- ir, og verður það nánar kynnt síðar. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.