24 stundir - 05.01.2008, Page 64

24 stundir - 05.01.2008, Page 64
24stundir RitstjórnSími: 510 3700ritstjorn@24stundir.isAuglýsingarSími: 510 3700auglysingar@24stundir.is  Við höfum það virkilega skemmtilegt meðan á sýningunni stendur en hún er aldrei eins. Það er nefnilega þannig að ef við höf- um ekki gaman af þessu hefur áhorfandinn það ekki,“ segir Örn Árnason leikari sem syngur og leikur í sýningunni „Söngperlur úr íslenskum revíum“ sem hefur á ný göngu sína í Iðnó í tilefni af 110 ára afmæli staðarins 8. janúar næstkomandi. Með honum er Soffía Karlsdóttir, hæfileikarík söngkona og leikkona, en undir- leik annast Jónas Þórir sem var steinhissa á því hvað yngri börnin skemmtu sér vel á sýningunni. Revían lifir í Iðnó  Ég er að fara til Spánar að vinna í því að velja lög sem ég ætla að flytja ásamt góðum vinum mínum úr bransanum á plötu til minn- ingar um vinkonu mína Bergþóru Árnadóttur sem lést á síðasta ári. Já, ég þekkti hana Bergþóru mjög vel. Ég byrjaði í bransanum við hliðina á henni 1981og vann með henni fyrstu 2 árin mín í bransanum og þá gerði ég mér strax grein fyrir því hversu frábær lagahöfundur hún var,“ sagði Eyj- ólfur Kristjánsson tónlist- armaður þegar ég heimsótti hann og konu hans, Söndru Lár- usdóttur. Minnist Bergþóru Umsjón: Ellý Ármanns elly@svidsljos.is  Ég mæti í BogL og dæmi þar sem ég er hundamanneskja en það eru 3 hundar á mínu heimili. Ég veit ekki eftir hverju verður dæmt en þetta er allt í gamni gert held ég,“ svarar Unnur Birna Vil- hjálmsdóttir sem dæmir ásamt Páli Óskari og Brynju Tomer hundaræktanda í fyrsta hunda- idolinu á Íslandi á vegum BogL í dag klukkan 13 að Grjóthálsi 1. Kynnir verður Árni Pétur Guð- jónsson leikari. Hundum hefur fjölgað mikið hér á landi. Dómari í hunda-idol Fyrrum barna- stjarnan, Gary Co- leman hefur gripið til þess ráðs að selja buxur sínar á eBay til að eiga fyr- ir fokdýrri lækn- ismeðferð. Colem- an þarf að fara daglega í himnu- skiljun. Fallin stjarna «58 Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs, 365 og FL Group brást ókvæða við þegar visir.is birti frétt um kaup hans á einkaþotu og lystisnekkju. Jón seg- ir fréttina ranga að hluta en vill ekki svara því hvað sé rétt. Ritstjóri Vísis varð að biðja Jón afsökunar á vefnum. Óljós yfirlýsing Jóns «62 „Það leiðinlegasta sem ég lendi í er að hitta einhvern sem er í nákvæmlega sama dressi og ég. Ég get farið að grenja ef ég lendi í því,“ segir Anna Margrét, tískufrík vikunnar. Safnar kjólum «56 Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.