24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 56

24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 56
Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur halldora@24stundir.is „Ég vil mikinn íburð í fatnaði og mikið skart. Því meira því betra!“ segir Annar Margrét Gunnarsdóttir, starfsstúlka í Spútnik, en hún er að eigin sögn forfallið tískufrík. Hún fer algjörlega eftir eigin sannfæringu í fatavali og er yfirleitt búin að velja föt næsta dags áður en hún fer í rekkju. „Það leiðinlegasta sem ég lendi í er að hitta einhvern sem er í nákvæmlega sama dressi og ég. Ég get farið að grenja ef ég lendi í því. Ég er minn eigin persónuleiki og vil ekki að einhver sé alveg eins og ég,“ bætir Anna við. Anna er safnari af Guðs náð en hefur þó valið sérstaka leið í söfnunaráráttunni og sankað að sér kjólum frá öllum ára- tugum síðustu aldar. „Ég hef ofboðslega mikinn áhuga á vintage flíkum og er alveg sérstaklega mikið fyrir kjóla. Ég safna kokteilkjól- um, aðallega fifties og eighties, og ég get með sanni sagt að fataskápurinn sé að springa. Svo er ég svo mikil kjólamann- eskja að stundum fer ég út á lífið bara til þess að geta farið í kjól og dressað mig upp,“ segir Anna, sem endar ósjaldan í Kolaportinu í lok mánaðar þegar buddan hefur sungið sitt síðasta. „Ég versla í Spútnik og Rokki og Rósum. En þegar ég á enga peninga er það Kolaportið.“ Britney Spears-stripplúkkið hræðilegt Anna prísar sig sæla með þróun tískustrauma hér á landi, en þeir bera að hennar mati vott um að fjöldaframleiddar vörur séu á útleið. „Þegar ég var að byrja í menntaskóla voru stelpurnar pas- sívar í klæðnaði og það var hreinlega engin öðruvísi nema skrítna stelpan sem bjó einu sinni í Danmörku. Það voru all- ir í Diesel og þú framdir félagslegt sjálfsmorð ef þú áttir ekki það nýjasta af því sem allir áttu. Þetta er búið að breytast mikið og götutískan orðin meira áberandi. Fólk er að pikka upp tísku af götunni og fara eftir eigin höfði í stað þess að móta sér stíl út frá því sem einhverjum verslunarstjóra fannst flottast og keypti inn,“ segir Anna og bætir við að mikilvægt sé að fólk klæðist eftir því sem því líður best. „Eins ef þú myndir krúnuraka þig og mála augabrúnirnar fjólubláar – ef ég sé að þér finnst þetta flott þá finnst mér þú töff. Svo fagna ég því að tískan að verða stelpulegri aftur, eða meiri svona baby doll-tíska. Stelpur eru meira í kjólum, hæl- um og fínum fötum í stað þess að vera með þetta Britney Spears-stripplúkk sem er náttúrulega bara hræðilegt!“ Anna Margrét Gunnarsdóttir klæðir sig upp Með fullan klæðaskáp af kjólum Anna Margrét Gunnarsdóttir, starfsstúlka Spútnik í Kringlunni, safnar kjólum og tek- ur gjarnan upp á því að fara út á lífið til þess eins að geta dressað sig upp. Í MYND 56 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 24stundir Þetta fallega úr gaf hún frænka mín mér. Sko, það er Chanel en samt ekki alvöru Chanel þannig að ég kalla það „Cannel“! Maður náttúrlega vill ekki vera að svindla, þó svo að ég sé ekkert endilega að leiðrétta fólk sem kannski heldur að þetta sé alvöru. Ég hef séð mörg „Cannel“-úrin um ævina og þau hafa verið misgóð en þetta er ótrúlega fallegt. Svo er ég með armband frá Spútnik, svona hlunkaarmband. SKART Þetta er ofsalega falleg blússa úr Spútnik. Hún er fjólublá og með alveg rosalega fallegum blúndum á kraganum, sem gerir mjög mikið fyrir blússuna. Þetta eru svona diskiblúndur, ótrúlega flottar. Þegar maður er í þröngum buxum sem koma hátt upp í mittið er flott að vera í einhverju áberandi og miklu á bringu og við hálsinn. Þessi samsetning einhvern veginn dregur inn mittið og ýkir það svo að maður verður voða fínn. BLÚSSA Þetta eru háar mittis-gallabuxur frá Levi’s sem ég keypti í París fyrir stuttu. Þetta snið er að koma mik- ið inn núna og ég er mjög ánægð með það. Tískan síð- ustu ár er nefnilega búin að vera með þessum lágu gallabuxum þannig að þú ert með hálfan rassinn út og engan veginn í takt við vaxtarlagið. Þetta er svona pin-up-snið í anda sjötta áratugarins. BUXUR Ég er í alveg ótrúlega háhæluðum skóm. Þetta eru alveg svona „killer heals“. Ég hef notað þá frekar mikið og eiginlega alltaf þegar ég mögulega get, enda er ég mjög hrifin af þessari týpu af skóm. Maður verður svo skvísulegur í svona háum skóm og því reyni ég að nota þá eins mikið og ég get. Reynd- ar er ég nú bara þannig að ég kann ekki orðið „ca- sual“, þannig að ég nota alveg svona háa hæla við hvað sem er dags daglega. SKÓR Núna er ég með hárið slegið eins og ég hef það stundum. Maður nennir nú varla að vakna klukkan sex á morgnana og túpera á sér hárið. Samt er ég oft með snúða eða annað skraut í hárinu og við góð tilefni nenni ég að setja hárið upp í einhverja svaka greiðslu. Snúðarnir eru svolítið vinsælir hjá mér, enda var ég í ballett í 14 ár og það hefur örugg- lega einhver áhrif á þetta hjá mér. HÁR Ég er með svartan eye-liner í Marilyn Monroe- stílnum. Ég er mikið fyrir svona fifty’s-lúkk. Ég nota ekki mikið af meiki eða púðri, en ég nota töfrapenn- ann frá Yves Saint- Laurent til þess að fela bauga og annað sem ég vil ekki að aðrir sjái. Svo nota ég bleikan kinnalit og maskara frá Lancôme. Reyndar nota ég stundum meik, en það er þá bara ef ég ætla að vera rosalega fín eða þá að ég lít út fyrir að hafa verið að vakna upp frá dauðum! FÖRÐUN 24TÍSKA tiska@24stundir.is a Það leiðinlegasta sem ég lendi í er að hitta einhvern sem er í nákvæmlega sama dressi og ég. Ég get farið að grenja ef ég lendi í því. Skráning á námskeið Hraðlestrarskólans er hafin á www.h.is og í síma 586-9400 Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, æviábyrgð, nytsamlegt, krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, skipulagning, einbeiting, Náðu forskoti með okkur “Snilldarnámskeið..kom skemmtilega á óvart hversu miklum hraða ég náði.” Guðbjörg Jónsdóttir, 40 ára Framhaldsskólakennari. “Loksins sé ég fram á það að geta klárað lesbækur fyrir próf” Elín Björk Jónsdóttir, 15 ára nemi. “Ég sexfaldaði lestrarhraða minn á 3 vikum! Frábært!” Guðjón Bergmann, 34 ára rithöfundur, f yrirlesari og jógakennari. “Ykkur að þakka mun ég rúlla upp samræmdu prófunum.” Jökull Torfason, 15 ára nemi. “Þetta mun nýtast mér alla ævi.” Jóhanna Helga, 15 ára grunnskólanemi. “...á eftir að spara mér hellings tíma af námsbókalestri.” Ragna Björk Ólafsdóttir, 17 ára nemi og golfari. í vetur! Næsta námskeið hefst: 6 vikna hraðnámskeið mánudaginn 14. jan. kl. 17 3 vikna hraðnámskeið föstudaginn 11. jan kl. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.