24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 47

24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 47
24stundir LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 47 MENNING menning@24stundir.is Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is Sigrún Hjálmtýsdóttir, betur þekkt sem Diddú, lofar frábærri skemmt- un í Salnum í kvöld enda er hún einlægur aðdáandi Irinu. „Irina Romishevskaya er alveg hreint magnaður messósópran sem ég hitti fyrst þegar hún kom hingað til lands í september á síðasta ári,“ segir Diddú. Söngkonurnar tvær hittust svo aftur í Moskvu stuttu seinna og þá ákváðu þær að leiða saman hesta sína á sviði. Diddú söng á árlegum stórtónleikum Rotary í gærkvöldi, ásamt Romishevskaya og Jónasi Ingimundarsyni, en vegna mikillar eftirspurnar verða tónleikarnir endurfluttir í kvöld kl. 17 og gefst því almenningi tækifæri til að verða sér úti um miða. „Irina er búin að vera hér síðan stuttu fyrir áramót og við höfum æft okkur af kappi fyrir tón- leikana.“ Þær gáfu sér þó tíma til þess að skemmta sér um áramótin en þá var opið hús hjá Diddú og Irina var hæstánægð með íslenska gamlárskvöldið. „Það var lítið um flugelda í ár vegna veðurs en við skemmtum okkur konunglega þrátt fyrir það. Irina fór í mat til Jónasar Ingimundarsonar og fjöl- skyldu hans en að því loknu komu þau hingað og fögnuðu nýja árinu.“ Diddú á ferð og flugi Á efnisskrá tónleikanna eru þekktar óperuaríur, dúettar og fjöl- breytt sönglög. Auk þeirra þriggja verður sérstakur leynigestur tón- leikanna nýr styrkþegi Tónlistar- sjóðs Rotary, en sjóðurinn er ein- mitt afrakstur þessa árlega tónleikahalds í Salnum. Eftir tónleikana tekur við stíf dagskrá hjá Diddú sem ferðast heimshorna á milli án þess að blikna. „Ég er á leiðinni til Strass- borgar og fer því næst til Moskvu, en það finnst mér sérstaklega spennandi borg. Ferðalögin hjá mér eru alltaf að aukast og ég mun ferðast víða í ár. Gunnar Þórðarson er að skrifa verk um þessar mundir sem ég mun flytja í tengslum við stóra listsýningu í Frakklandi. Ég er einnig á leið í upptökur en þær munu fara fram í Pétursborg og þar mun ég hafa fjóra rússneska hljóðfæraleikara mér til halds og trausts. Það er heilmikil útrás í gangi hjá mér.“ Stórtónleikar í Salnum í kvöld Magnaður messósópran Tónlistarunnendur fá glaðning í Salnum í kvöld þegar Diddú stígur á svið ásamt Jónasi Ingimund- arsyni og Irinu Romis- hevskaya. Glæsileg Diddu stígur á svið í kvöld. ➤ Fyrst var veitt úr Tónlist-arsjóði Rotary í tilefni af 100 ára afmæli hreyfingarinnar í janúar 2005. ➤ Fyrri styrkþegar eru þeir Vík-ingur Heiðar Ólafsson, Ari Þór Vilhjálmsson og Bragi Berg- þórsson. TÓNLISTARSJÓÐURINN Í grennd við nafnlaust þorp 600 kílómetra norður af Montréal finnst lík að- komumanns. Þorpið er sögusvið rit- höfundarins Lise Tremblay í bókinni Hegravarpið sem kom út ár- ið 2003 og vakti mikla at- hygli. Bókin er nú komin út í þýðingu Ásdís- ar R. Magnúsdóttur, Davíðs Steins Davíðssonar og Lindu Arnarsdóttur. Nafnlaust lík í Kanada Ghostigital og Finnbogi Pét- ursson halda tón- leika í kvöld á Sirkus á Klapp- arstíg. Þetta eru fyrstu tónleikar Ghostigital og Finnboga síðan gefinn var út geisladiskurinn Radium nú á síðastliðnu hausti. Ghostigital-félagar spila lög af óútkominni plötu, en áður taka þeir til hendinni með Finnboga. Hörkutónleikar á Sirkus a Það var lítið um flugelda í ár vegna veðurs en við skemmtum okkur konunglega þrátt fyrir það. upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Kata@24stundir.is Katrin s.510 3727 11.januar 2008 Serblad 24 stunda namskeid
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.