24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 55

24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 55
HÆTTU Í ALVÖRU MEÐ NICOBLOC Þú setur NicoBloc í filter sígarettanna sem þú reykir. Það hindrar nikótínið og tjöruna í filternum og þú byrjar að venjast af nikótíninu. Um leið minnkar þú reykingar þínar smám saman, eftir sex vikur drepur þú í sígarettunni og sleppur við venjulegu fráhvarfseinkennin. Flestir sem nota Nicobloc til að hætta, byrja ekki aftur að reykja.* Nicobloc er gert úr 100% náttúrulegum efnum, það er ekki lyf og inniheldur ekki nikótín, þannig skiptir þú ekki sígarettufíkn út fyrir aðra fíkn. *Skv. rannsóknum sem skoða má á www.nicobloc.is Skynsöm leið til að hætta því þú hættir á eigin hraða. NicoBloc hindrar allt að 99% af nikótíni og tjöru í filternum. Þú venur þig af nikótíni áður en þú drepur í. 24stundir LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 55 Lindsay Lohan hefur hingað til ekki þótt á flæðiskeri stödd þegar kemur að fjármunum, en hjólin hafa heldur betur snúist stjörn- unni í óhag. Að sögn heimildar- manna hefur hún leitað á náðir vina sinna um peningalán og við- urkennt að lítið sé í buddunni, en þetta er væntanlega vegna mik- illar eyðslu leikkonunnar á síð- asta ári. Má í því sambandi nefna milljón dollara reikning fyrir hótelgistingu… hþ Lindsay biður vini um lán Stúlkurnar í Spice Girls segjast allar leita á náðir Mel B þegar þær þurfa að ræða sérstaklega kynlífsmál sín og maka sinna. Mel B, eða Scary Spice eins og hún er gjarnan kölluð, hefur allt- af haft það orð á sér að vera hin villtasta í rekkjunni og er hún sögð leggja vinkonum sínum lífs- reglurnar í þessum efnum eins oft og færi gefst. hþ Kynlífsráðgjaf- inn Mel B eru eins konar samsuða nútíma In- diana Jones-ævintýris, með góðum skammti af Da Vinci lyklinum, nema nú er fjallað um bandaríska menningarsögu og Nicolas Cage er enginn Harrison Ford. Helstu kennileitin eru Frelsisstyttan, Hvíta húsið og Rushmore-fjall sem spila öll rullu í myndinni, líkt og Lo- uvre-safnið, Móna Lísa og Síðasta kvöldmáltíðin gera í Da Vinci lykl- inum. Auk þess eru soðnar saman nokkrar samsæriskenningar og til- gátur, bætt við orðrómi og skáld- skap til þess að gera myndina enn æsilegri. En þrátt fyrir prýðisgóða og áhugaverða hugmynd að hand- riti er útfærslan á því of yfirdrifin og yfirborðskennd til þess að mað- Ævintýramyndin National Treasure: Book of Secrets, eða Þjóðarfjársjóður: Bók leyndarmál- anna, er framhald myndarinnar National Treasure, sem kom út ár- ið 2004. Ben Gates (Cage) er til- neyddur til að hreinsa nafn for- föður síns sem sakaður er um að vera hugsuðurinn á bak við morð- ið á Abraham Lincoln árið 1865. Sú ásökun er byggð á blaðsíðu úr dagbók forföður Gates þar sem nafn hans er ritað ásamt nöfnum annarra samsærismanna. Þegar Ben Gates finnur dulmál á blaðsíð- unni upphefst leit að einum mesta fjársjóði allra tíma, sjálfri Gullborg frumbyggja Ameríku, Cíbola. National Treasure-myndirnar ur geti notið myndarinnar til fulln- ustu. Samtölin eru kjánalega ein- föld og allar tilraunir til hnyttni falla um sjálfar sig. Notkun drama- tískra fiðla í sumum áhrifamiklum og stígandi atriðum er allt að því hlægileg og álíka auðgandi og karamellupoppkorn. En þó svo að myndin flokkist sem ævintýra- mynd er ekki hægt að ætlast til þess af áhorfendum að þeir sætti sig við vísindin, verkfræðina og að- ferðafræðina í mörgum atriðum myndarinnar, því þau eru hrein- lega of ótrúleg. Auk þess verður að segjast að ásýnd og tilburðir Nicol- as Cage á hvíta tjaldinu verða sífellt þreyttari og virðist leikarinn, sem gerði annars ágæta hluti í Raising Arizona, 8mm og Lord of War, hafa misst þann snefil af leikhæfi- leikum sem hann hugsanlega ein- hvern tímann hafði. Súr blanda af Indiana Jones og Da Vinci lyklinum Glataður Nicolas Cage er ekki upp á marga fiska. National Treasure: Bíó: Sambíóin Kringlunni, Álfabakka, Akureyri og Keflavík og Laugarásbíó. Leik stjóri: Jon Turteltaub. Að al hlut verk: Nicholas Cage, Ed Harris, Diane Kruger og Justin Bartha. Eft ir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is BÍÓ Söngkonan Britney Spears var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa neytt óþekktra lyfja, eftir því sem fram kemur hjá talsmanni lögreglunnar í Los Angeles sem kom á staðinn. Britney mun hafa verið með börnin sín tvö á heim- ilnu og hafði lögreglan skömmu áður verið kvödd til hennar vegna forræðisdeilu hennar og Kevin Federline, en að sögn heimildar- manna stóð Britney ekki við samningsskilmála um að skila sonum sínum til Federline. hþ Britney Spears flutt á spítala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.