24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 24stundir félag því eiga 64 prósenta hlut í HS. Við sameininguna var tilkynnt að OR yrði stærsti hluthafinn í REI með 35,5 prósrenta eignarhlut en fjárfestingarfélögin FL Group og Atorka Group myndu sameigin- lega eiga rúm 47 prósent. Þá kom fram að stefnt yrði að því að setja félagið á almennan markað þegar fram liðu stundir. Því var komin upp sú staða að meirihlutinn í HS gæti verið á leiðinni á almennan markað og í eigu einkaaðila. Auðlindir til einkaaðila Þegar leikar stóðu sem hæst var á ný boðað til hluthafafundar stærstu eigenda í HS. Gunnar Svavarsson, fulltrúi Hafnfirðinga í stjórninni, sagði þá í samtali við 24 stundir að hluthafar þyrftu að sam- þykkja svona flutning á eignarhlut, enda væri forkaupsréttur á meðal þeirra. Bæjarfulltrúar minnihlutans í Reykjanesbæ lýstu yfir miklum áhyggjum af því að auðlindir í eigu HS myndu lenda í höndum einka- aðila. Eysteinn Jónsson, bæjar- fulltrúi A-lista, lét hafa eftir sér í 24 stundum að „ef hitaveitan verður í eigu einkaaðila þá verða þessar auðlindir það líka“. Hann sagðist ennfremur ekki skilja af hverju eignarhlutur ríkisins í HS hefði ekki verið seldur sveitarfélögunum sem áttu þegar í henni líkt og gert var þegar Reykjavík og Akureyri seldu hlut sinn í Landsvirkjun til ríkisins. Ólafur Thordersen, annar bæj- arfulltrúi A-lista, ásakaði Árna Sig- fússon um að hafa frá upphafi haft fyrst og síðast áhuga á að GGE eignaðist hlut ríkisins í HS. „Hann afsalaði forkaupsrétti bæjarins til Geysis. Annað hvort hefur hann verið með í ráðum eða hreinlega verið plataður.“ Árni sagði sjálfur á þessum tímapunkti að hann legði áherslu á að tryggja forgang íbú- anna að auðlindum HS, óháð eign- arhaldi á fyrirtækinu. Sáttatillaga stýrihópsins REI-samruninn gekk síðar til baka líkt og frægt er orðið. Stýri- hópur um framtíð OR, og þar með talið REI, hefur enn ekki skilað niðurstöðum sínum. Í nóvember lak þó út til fjölmiðla sáttatillaga stýrihópsins þar sem gert var ráð fyrir að hlutur OR í HS yrði látinn renna til GGE og að HS yrði skipt upp í þrjú félög í eigu Reykjanes- bæjar, Hafnarfjarðar, OR og GGE. Félag A yrði myndað um orku HS. Félag B myndi verða í eigu Reykja- nesbæjar, eignast jarðhitaréttindi HS og sjá um smásölu og dreifingu á orku á Reykjanesi. Félag C myndi síðan sjá um smásölu og dreifingu á orku í Hafnarfirði og yrði í eigu OR. Þá myndu Hafnfirðingar á Í upphafi ársins 2007 var Hita- veita Suðurnesja (HS) hlutafélag að fullu í eigu sveitarfélaga og ríkis. Hún annaðist sölu á heitu vatni og raforku til notenda, ferskvatnsöfl- un fyrir íbúa á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum auk þess að selja jarðvarmaorku til iðnaðar. Hún hafði einnig verið hlutskörpust í flokki rafveitufyrirtækja í mæling- um íslensku ánægjuvogarinnar síð- astliðin fimm ár, þróast í alhliða orkufyrirtæki, nýverið fengið rann- sóknarleyfi til að kanna orkunýt- ingarmöguleika á Krýsavíkursvæð- inu og í Trölladyngju og var aðili að djúpborunarverkefninu svokall- aða. Því var hitaveitan talin leið- andi fyrirtæki á sínu sviði. Boltinn rúllar af stað Í fjárlögum ársins 2007 var hins vegar heimild til að selja 15,2 pró- senta hlut íslenska ríkisins í HS. Þegar hluturinn var auglýstur til sölu í mars kom fram að íslensk orkufyrirtæki í opinberri eigu mættu ekki bjóða í hann. Sú tak- mörkun náði til tveggja fyrirtækja, Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Landsvirkjunar. Baldur Guðlaugs- son, formaður einkavæðingar- nefndar, sagði að fyrir þessu hefðu verið tvær meginástæður; að vafi væri á því að sala til annarra orku- fyrirtækja stæðist samkeppnislög og að það teldist ekki eiginleg einkavæðing ef annað orkufyrir- tæki í opinberri eigu keypti hlut- inn. Því var ljóst að fyrsta skref í einkavæðingu orkufyrirtækja hafði verið tekið. Samkvæmt stjórnar- samþykktum í HS átti félagið sjálft og eigendur þess þó forkaupsrétt á öllum eignarhlutum sem yrðu seldir. Langhæsta tilboðið Fjögur bindandi tilboð bárust í hlutinn og þegar þau voru opnuð í lok apríl kom í ljós að Geysir Green Energy (GGE) hefði átt langhæsta tilboðið, en það hljóðaði upp á 7,6 milljarða króna á genginu 6,72. Næsthæsta tilboðið var tæplega 40 prósentum lægra. GGE hafði verið stofnað fyrr á árinu og lýsti sér sem alþjóðlegu fjárfestingarfélagi um sjálfbæra orkuvinnslu. Félagið var þá að stærstum hluta í eigu FL Group, Glitnis og VGK hönnunar og nán- ast óþekkt meðal þjóðarinnar. Nýting forkaupsréttar Í upphafi var ekki reiknað með því að aðrir eigendur með for- kaupsrétt myndu nýta hann, enda um einkavæðingu að ræða. En þeg- ar líða fór að því að frestur til að nýta forkaupsréttinn rynni út ósk- uðu nokkur sveitarfélaganna sem áttu hluti eftir því við Orkuveitu Reykjavíkur að hún keypti hlut þeirra í HS. GGE brást skjótt við og gerði samkomulag um kaup á 28 prósenta hlut sjö sveitarfélaga á genginu 7,1. Hefðu þau kaup geng- ið eftir hefði GGE átt um 44 pró- sent í HS. Daginn áður en frestur til að nýta forkaupsrétt rann út ákváðu hins vegar Hafnarfjarðar- bær og Grindavík (sem hafði þegar samþykkt að selja um 8,51 pró- senta hlut sinn til GGE) að nýta forkaupsrétt sinn á þeim hlut sem ríkið ætlaði að selja GGE og selja til OR. Öll viðskiptin voru á genginu 7,0, sem var lægra en GGE hafði boðið í hlutina. Reykjanesbær ákvað í kjölfarið að nýta þann for- kaupsrétt sem sveitarfélagið átti líka. Nýtt hluthafasamkomulag Eftir mikla óvissu um framtíð- areignarhald á HS náðist loks sátt á hluthafafundi þann 11. júlí. Í sam- komulagi milli stærstu eigenda kom fram að þeir væru sammála um að Reykjanesbær myndi eiga rúm 34,7 prósent, OR 15,6 pró- sent, Hafnarfjörður 15,4 prósent og GGE 32 prósent. Þá var það gert kunnugt að Hafnarfjörður hefði sölurétt á hlut sínum til OR á geng- inu 7,0. Eftir það yrði eignarhlutur OR 32 prósent, kysu Hafnfirðingar að nýta sér kostinn. Fjögur minni sveitarfélög áttu síðan saman 1,25 prósenta hlut. Ennfremur sam- þykktu aðrir hluthafar að beita ekki forkaupsrétti sínum á hlut Hafnfirðinga. Samkeppniseftirlitið skoðar Ekki var þó víst að OR yrði leyft að koma að eignarhaldi HS með þessum hætti. Guðmundur Sig- urðsson, aðstoðarforstjóri Sam- keppniseftirlitsins, sagði stofn- unina að öllum líkindum mundu taka eignarhald í HS til „ítarlegrar og formlegrar skoðunar“ ef Hafn- arfjörður nýtti sölurétt á öllum hlut sínum til OR. Næstu mánuðina koðnaði um- ræðan um eignarhaldið á HS að miklu leyti niður, eða allt þar til til- kynnt var um einn umdeildasta gjörning ársins 2007, sameiningu orkuútrásarfyrirtækjanna Reykja- vik Energy Invest (REI) og GGE í byrjun október. Áhrif REI á hitaveituna Við samrunann átti eignarhluti OR í HS að færast inn í REI. Eftir að kaupréttur á hlut Hafnfirðinga væri nýttur myndi hið sameinaða móti mögulega eignast hlut í OR. Sáttatillagan var kölluð brandari og sögð vera tilraun til að afstýra málshöfðun GGE á hendur OR vegna REI-samrunans. Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri í Reykjavík, sagðist á þeim tíma ekki geta svarað því til hver hefði samið tillögurnar en að hann læsi þetta þannig að minnihlutinn í borginni væri að leka út vinnu- skjölum. Gísli Marteinn Baldurs- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks, sagði meirihlutann þegar vinna samkvæmt þessum tillögum. Hafnfirðingar út úr HS Um miðbik desembermánaðar urðu fyrstu skrefin sem tíunduð voru í sáttatillögunni umdeildu að veruleika þegar bæjarráð Hafnar- fjarðar ákvað að selja OR 95 pró- sent af hlut sínum í HS. Bærinn myndi eftir það eiga undir einu prósenti í HS. Í staðinn vilja Hafn- firðingar fá að kaupa í OR og Gunnar Svavarsson staðfesti við 24 stundir að viðræður þess efnis hefðu þegar átt sér stað. Áður en Hafnfirðingar ákváðu að selja létu þeir þó framkvæma verðmat á HS. Samkvæmt matinu sem Askar Capital vann var raun- virði hlutar í HS talið vera 4,7. Sölugengið til OR var hins vegar 7,0 samkvæmt fyrirfram gerðum samningi. OR mun því kaupa hlut- inn á 2,5 milljörðum yfir raunvirði. Suðurlindir til bjargar Þremur dögum síðar voru Suð- urlindir ehf. stofnaðar. Félagið er í eigu þriggja sveitarfélaga, Hafnar- fjarðar, Voga og Grindavíkur og er ætlað að standa vörð um nýtingu á náttúruauðlindum í landi þeirra. Innan bæjarmarka sveitarfélag- anna eru helstu svæðin sem HS horfði til sem framtíðarvirkjunar- svæðis; Trölladyngja, Krýsuvík, Sandfell og öll frekari uppbygging í Svartsengi. Þar sem virkjunar- og nýtingarréttindi eru lögbundin hjá sveitarfélögum, ekki orkufyrirtækj- um, er því ljóst að HS getur ekki aukið virkjunarumsvif sín á þess- um svæðum án þess að semja um slíkt við Suðurlindir. Í kjölfarið sagði Gunnar Svav- arsson að það lægi ekki fyrir að HS fengi að virkja í landi þeirra sveit- arfélaga sem stæðu að stofnun Suðurlinda, en það er meðal ann- ➤ Hitaveitan var stofnuð árið1974 . Þá átti íslenska ríkið 40 prósent og sjö sveitarfélög skiptu 60 prósenta hlut á milli sín í samræmi við íbúa- fjölda. ➤ Í upphafi árs 2007 áttu níusveitarfélög tæplega 85 pró- senta eignarhlut í HS og ríkið um 15 prósent. Í dag stefnir allt í að Reykjanesbær, Geysir Green Energy og OR muni eiga 98 prósenta eignarhlut í Hitaveitunni. HITAVEITA SUÐURNESJA Þórður Snær Júlíusson thordur@24stundir.is FRÉTTASKÝRING Baráttan um Hitaveituna  Enn sér ekki fyrir endann á átökum um eignarhald Hitaveitu Suðurnesja  Sala á hlut ríkisins rúllaði boltanum af stað a Níu af þeim tíu að- ilum sem áttu í Hita- veitu Suðurnesja í upp- hafi árs 2007 hafa annað- hvort selt sig alfarið út úr félaginu eða eiga innan við eins prósents eign- arhlut. Það er því auðvelt að skilja hvað vakti fyrir þeim sveitarfélögum sem stofnuðu Suðurlindir. Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra segist í samtali við 24 stundir munu heim- sækja Hita- veitu Suð- urnesja á mánudag til að ræða við forystumenn fyrirtækisins. Hann vill ekki segja mikið um þau mál hitaveitunnar sem hafa verið í deiglunni á þessari stundu að öðru leyti en að öll teikn séu á lofti um að vilji sé til þess að þróunin í þeim málum verði þannig að hún geti samræmst fyrirhugaðri lagasetningu í orkumálum. Iðnaðarráðherra Fer í heimsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.