24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 24stundir Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Leifur Kolbeinsson matreiðslu- meistari hefur verið iðinn við að kynna Íslendingum ítalska matar- gerðarlist á undanförnum árum. Hann á og rekur veitingastaðinn La Primavera og nýlega gaf hann út bók um ítalska matargerðarlist í matreiðslubókaflokki Hagkaupa. Einfaldleikinn heillar Sjálfur segir Leifur að hann hafi fyrst og fremst heillast af einfald- leika ítalskrar matargerðar á sínum tíma. „Það sem ég legg fyrst og fremst upp með í bókinni er ein- föld og góð matargerð sem krefst þess ekki að maður eyði tveimur til þremur tímum í innkaup fyrir uppskriftina,“ segir hann. Leifur vill þó ekki meina að hugmyndin um ítölsku húsmóðurina sem stendur allan daginn yfir pottun- um sé úr lausu lofti gripin. „Það getur tekið tíma að sjóða sósuna og annað slíkt en hráefnið er gott og einfalt og yfirleitt eru ekki notuð mörg hráefni í hverja uppskrift.“ Munur eftir landsvæðum Samhliða rekstri La Primavera hefur Leifur kynnt sér ítalska mat- armenningu á heimavelli. „Ég hef verið duglegur að ferðast til Ítalíu og unnið í skamman tíma í Róm og í Siena í Toskana. Þá hef ég heim- sótt ítalska veitingastaði í London og fengið fullt af gestakokkum. Það heldur okkur við efnið og er mikil innspýting fyrir alla á veitinga- staðnum,“ segir hann. Leifur bendir enn fremur á að mikill munur sé á ítalskri matar- gerð eftir landsvæðum. „Það er gríðarlega fjölbreytt matargerð frá norðri til suðurs og það veltur náttúrlega á því hráefni sem hvert hérað hefur upp á að bjóða,“ segir hann. Á La Primavera leita menn innblásturs víða. „Upphaflega ein- blíndum við aðallega á Norður- Ítalíu en núna finnst okkur gaman að sjá hvað þeir eru að gera á Sikil- ey, Sardiníu og víðar,“ segir hann. Uppskriftirnar sem Leifur deilir með lesendum 24 stunda koma einnig úr ólíkum áttum en forrétt- urinn er frá norðurhéruðum landsins en aðalrétturinn er salt- fiskur að sardinískum hætti. „Þetta eru tilvaldir réttir eftir hátíðirnar þegar maður myndi ætla að fólk sækti frekar í léttari mat,“ segir Leifur Kolbeinsson matreiðslu- meistari að lokum. Ítölsk matargerðarlist á hug og hjarta Leifs Kolbeinssonar Heillaðist af einfaldleikanum Ítölsk matargerðarlist hefur lengi átt hug og hjarta Leifs Kolbeins- sonar matreiðslumeist- ara. Sjálfur heillaðist hann af einfaldleika hennar á sínum tíma. Innblástur víða að Leifur og félagar hans á La Prima- vera sækja innblástur til ólíkra svæða á Ítalíu. ➤ Leifur rak í upphafi La Prima-vera ásamt Ívari Bragasyni. ➤ Frá árinu 2005 hefur rekst-urinn verið í höndum hans og fjölskyldu hans. ➤ Leifur og Ívar gáfu út bókinaPrimavera fyrir fáeinum ár- um. LEIFUR KOLBEINSSON 24stundir/Golli Ein glæsilegasta veisla ársins fer fram á Grand Hóteli í kvöld þegar Klúbbur matreiðslumeistara held- ur árlegan hátíðarkvöldverð sinn. Þetta er í 21. sinn sem kvöldverð- urinn fer fram. Að þessu sinni eru gestir 250 og hafa aldrei verið fleiri að sögn Ingvars Sigurðssonar, for- seta Klúbbs matreiðslumeistara. „Þetta er alveg nýtt met. Eftir- spurnin hefur rokið upp úr öllu valdi og við erum afskaplega ánægðir með það,“ segir hann. Tíu rétta kvöldverður Undirbúningur kvöldverðarins tekur næstum ár að sögn Ingvars og er matseðillinn ekkert slor. „Það er boðið upp á tíu rétti og allt það ferskasta sem völ er á. Það eru kannski tveir til fimm sem eru með einn rétt saman og sjá um hann. Það eru 30-40 kokkar í eldhúsinu í einu og það skapast svakalega skemmtileg stemning þegar þeir hittast,“ segir Ingvar. Forseti Íslands hefur verið heið- ursgestur klúbbsins frá upphafi og verður engin breyting þar á að þessu sinni. Þakka styrktaraðilum „Við bjóðum líka styrktaraðilum okkar og öðrum sem við þurfum að vera góðir við. Þetta er okkar tækifæri til að þakka fyrir okkur og við gerum það með þessum kvöld- verði,“ segir Ingvar en megintil- gangur hans er að afla fjár, m.a. til reksturs kokkalandsliðsins. „Á hverju ári er þjóðþekktur listamaður fenginn til að skreyta disk af þessu tilefni og fólk fær að eiga þá sem minjagripi. Margir fastagestir eiga alla diskana,“ segir Ingvar og bætir við að listamaður ársins sé Guðmundur Björgvins- son. Klúbbur matreiðslumeistara efnir til veislu Hátíðarkvöldverður ársins Matarferðamennsku hefur vaxið fiskur um hrygg hér á landi að undanförnu, til dæmis á Norður- landi þar sem samtökin Matur úr héraði starfa. Nú vill Matís efla matarferðamennsku á Suðaustur- landi og leitar að samstarfsaðilum á svæðinu sem búa yfir góðri hug- mynd að staðbundinni matvöru. Verkefnið felur í sér þróun á vörum úr staðbundnu hráefni sem unnt er að selja til ferðamanna á svæðinu, samkvæmt upplýsingum á vef Matís matis.is. Með matarferðamennsku er meðal annars hægt að auka fram- legð innan ákveðinna svæða til dæmis með frekari vinnslu hráefn- is, sölu afurða og lengri dvalar ferðamanna. Matís vill efla matarferðamennsku Matur og ferðamenn Staðbundinn matur Ferða- menn sýna staðbundnum mat aukinn áhuga. LÍFSSTÍLLMATUR matur@24stundir.is a Það er gríðarlega fjölbreytt mat- argerð frá norðri til suðurs og það veltur náttúrlega á því hráefni sem hvert hérað hefur upp á að bjóða. Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Kata@24stundir.is Katrin s.510 3727 Serblad 24 stunda 11.januar 2008 namskeid
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.