24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 8
nefningu flokksins, mótað póli- tíska landslagið,“ sagði Obama. Vísaði hann til þess að hann gæti virkjað þeldökka kjósendur, en kosningaþátttaka þeirra er alla- jafna heldur lítil. Með því ætti Demókrataflokk- urinn möguleika á að vinna nýjar lendur í Suðurríkjum Bandaríkj- anna, sem undanfarin ár hafa verið hliðhollari repúblikönum. Enn- fremur þykir sá mikli stuðningur sem Obama nýtur í Iowa, þar sem 95% íbúa eru hvítir, til marks um að kynþátturinn spilli síst fyrir honum. Atkvæði kvenna hjá karli Auk þess að njóta stuðnings þel- dökkra sækir Obama stóran hluta fylgis síns til kvenna. Benda út- göngukannanir til þess að Obama hafi notið meiri stuðnings en Clin- ton meðal kvenna, sem í byrjun kosningabaráttunnar var talin eiga þau atkvæði vís. Munar þar um stuðning spjall- þáttastjórnandans Opruh Winfrey. Winfrey hefur fylgt Obama á kosn- ingaferðalagi um Iowa undanfarið, þar sem tvíeykið hefur laðað tug- þúsundir manna á stuðningsfundi. andinn sem vonast til að brjóta blað í sögu forsetaembættisins, en hún yrði fyrsti kvenforseti Banda- ríkjanna. Verði Obama kjörinn, yrði hann fyrsti þeldökki maður- inn til að setjast á forsetastól í landinu. Obama vinnur nýjar lendur Hefur kynþáttur Obama vakið spurningar um það hversu vel honum myndi ganga gegn fram- bjóðanda repúblikana. Á kosn- ingafundi svaraði hann því til að kynþátturinn væri hans helsti styrkur. „Ég er líklega eini frambjóðand- inn sem getur, ef hann hlýtur til- Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Demókratinn Barack Obama og repúblikaninn Mike Huckabee standa með pálmann í höndunum eftir forkosningar um forsetafram- bjóðendur í Iowa á fimmtudag. Er sigur þeirra í fylkinu talinn vatn á myllu kosningabaráttu þeirra. Fyrrverandi forsetafrúin Hillary Clinton, sem lengi var hlutskörp- ust í skoðanakönnunum, var þriðja í röð frambjóðenda Demó- krataflokksins. Jesse Jackson, einn helsti leið- togi bandarískra blökkumanna, fagnaði úrslitunum. „Nú eru 40 ár síðan Martin Luther King var ráð- inn af dögum. Í kvöld væri hann stoltur af Barack, stoltur af Iowa og stoltur af Bandaríkjunum,“ sagði hann. Eftir að úrslitin voru gerð kunn miðlaði eiginmaður Clinton af eig- in reynslu og varaði fólk við að lesa of mikið í úrslit forkosninganna. „Ég vann ekki forkosningar fyrr en ég kom til Georgíu,“ sagði hann. „Maður verður bara að halda áfram. Þetta er langt ferli.“ Clinton er ekki eini frambjóð- Önnur fylki framundan Flokksfélögum í öðrum fylkjum Bandaríkjanna mun á næstu vik- um bjóðast að gefa álit sitt á fram- bjóðendaefnum flokkanna. Má því búast við aukinni kosningabaráttu. Næst verður gengið að kjör- borðunum í New Hampshire á þriðjudag. Hillary Clinton missir kvenhyllina  Forkosningar um forsetaframbjóðendur fóru fram í Iowa á fimmtudag  Barack Obama var hlutskarpastur demókrata  Í hópi repúblikana vann Mike Huckabee yfirburðasigur ➤ Meðal repúblikana gætileynst fyrsti mormóninn á forsetastóli Bandaríkjanna eða elsti maðurinn til að vera kjörinn forseti í fyrsta sinn. ➤ Í hópi demókrata eru fram-bjóðendur sem orðið geta fyrsti þeldökki maðurinn til að verða Bandaríkjaforseti og fyrsta konan. FJÖLBREYTT FRAMBOÐ Nordic-Photo/AFP © GRAPHIC NEWS FORKOSNINGAR Í IOWA Útkoma þeirra sem renna hýru auga til forsetaembættisins 38% 30% 29% 2% 1% 34% 25% 13% 13% 10% 3% D E M Ó K R A T A R R E P Ú B L I K A N A R Heimild: Kjörnefnd Iowa Barack Obama Mike Huckabee John Edwards Mitt Romney Hillary Clinton Fred Thompson Bill Richardson John McCain Joe Biden 100% atkvæða talin Ron Paul Rudy Giuliani 93% atkvæða talin Ósigur í Iowa Leikkonan Whoopi Goldberg tekur á móti Hillary Clinton á fundi stuðningsmanna Clinton eftir að úrslit forkosninga í Iowa voru kunn. Þjófagengin sitja heima Ótti Þjóðverja við að pólsk og tékknesk þjófagengi myndu streyma inn í landið eftir að Schengen-svæðið stækkaði hefur til þessa reynst tilhæfulaus. Hefur fréttamaður Tagesschau eftir lögregluyfirvöldum í landa- mæraríkjunum Bæjaralandi, Sax- landi, Brandenborg og Mecklen- borg-Vorpommern að engra breytinga hafi orðið vart á glæpa- starfsemi undanfarnar vikur. aij 8 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 24stundir Oceanic Viking, skipið sem ástr- ölsk stjórnvöld sögðu í desember að vakta ætti hvalveiðar Japana, liggur enn við landfestar. Vertíð japanska hvalveiðiflotans er vel á veg komin. Stjórnarandstaða hefur gagnrýnt aðgerðaleysi stjórnvalda. „Eftir að hafa talað upp viðbrögð sín hefur ríkisstjórn Verkamannaflokksins gert litlu meira en fyrri stjórn Howards til að koma í veg fyrir hvalaslátrunina,“ segir Rachael Sie- wert, þingmaður Græningja. Stjórnvöld neita Í yfirlýsingu neita stjórnvöld því að landfestarnar gefi til kynna að þau séu að linast í afstöðu gegn hvalveiðum. Áhersla sé lögð á að vinna málstað þeirra brautargengi innan alþjóðasamfélagsins. aij Japanar veiða hvali óáreittir í suðurhöfum Hvalagæsluskip enn við bryggju STUTT ● Lokað á foreldra Fullorðnir sem eru í fylgd barna munu ekki geta drukkið fleiri en tvær ölkrúsir á öldurhúsum J.D. Wetherspoon í Bretlandi. Rek- ur fyrirtækið hartnær sjö hundruð bari víðsvegar um Bretlandseyjar. Segir talsmaður kráakeðjunnar þetta hugsað til að koma í veg fyrir að börn séu óþægilega lengi á kránni. ● Kosið í Georgíu Leiðtogi helsta stjórnarandstöðuflokks Georgíu segist telja stjórnvöld líkleg til að hafa rangt við í forsetakosningum sem haldn- ar verða í landinu á morgun. „Það sem er að gerast núna í Georgíu eru ekki frjálsar kosningar,“ sagði Levan Gac- hechiladze. Stjórnvöld standa fast á því að kosningarnar verði frjálsar og sanngjarnar. Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga sími 552 5744 Gíró- og kreditkortþjónusta Þúsundir manna í Bretlandi hafa veikst af stærsta ælupestarfaraldri sem hefur herjað á íbúa landsins í fimm ár. Læknar áætla að hundruð þús- unda manna geti veikst af vírusn- um á næstu dögum. Mörgum sjúkrahúsdeildum í landinu hef- ur verið lokað til þess að koma í veg fyrir að vírusinn breiðist út. Veiran sem kallast norovirus er algengasta magapest sem herjar á Breta og kemur hún yfirleitt upp á vetrarmánuðum. Veiran er bráðsmitandi og dreif- ist auðveldlega á milli manna. Einkenni eru ógleði, uppköst, hiti, og beinverkir. Áætlað er að um 600,000 til 1 milljón manna fái magapestina á ári hverju. mbl.is Þúsundir Breta með ælupest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.