24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 58

24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 24stundir iðunn tískuverslun Laugavegi, s. 561 1680 Kringlunni, s. 588 1680 ÚTSALAN ER HAFIN Hinn snjalli en sérvitri teikni- myndasöguhöfundur Alan Moore hefur lýst því yfir að hann hafi engan áhuga á að sjá myndina Watchmen sem byggð er á einni af hans vinsælustu teiknimynda- sögum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Moore er ósáttur við kvik- myndun sagna sinna en hann var á sínum tíma æfur yfir því að vera tengdur við V for Vendetta, mynd Wachowski-bræðra. vij Vill ekkert vita af Watchmen Samkvæmt heimildarmanni kvik- myndasíðunnar ShockTillYou- Drop.com hefur rithöfundurinn Richard Matheson veitt Warner Bros. kvikmyndaverinu leyfi sitt til að gera framhald af hinni geysilega vinsælu mynd I am Leg- end. Þetta þýðir ekki endilega að framhaldsmynd sé í bígerð en miðað við velgengni fyrri mynd- arinnar verður framhaldsmynd að teljast mjög líkleg. vij Hin óhugsandi framhaldsmynd Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Hinn smávaxni leikari Gary Cole- man hefur gripið til þess ráðs að selja föt sín á uppboðsvefnum ebay.com vegna þess að hann hef- ur ekki lengur efni á daglegri læknismeðferð sinni. Coleman, sem gerði garðinn frægan í Diff́- rent Strokes-þáttunum á árunum 1978 til 1986, hefur undanfarin ár verið í miklum peningavandræð- um þrátt fyrir að hafa þénað fúlgur fjár á sínum tíma. Stórmerkilegar buxur Klæðnaðurinn sem Coleman er að bjóða upp á eBay eru íþrótta- buxur sem hann hafði keypt í Gap Kids verslun, stærð XL 12 Regular. Coleman hefur sjálfur áritað bux- urnar og fylgir með í sölulýsingu að buxurnar væru frábær gjöf fyrir börn sem eru aðdáendur hans. Byrjunarverð á buxunum, þegar þær voru settar inn á eBay 28. des- ember síðastliðinn, var um 20 dollarar en nú er verðið fyrir bux- urnar góðu komið upp í 102 doll- ara, rúmar 6000 krónur. Samkvæmt slúðurmiðlum vest- anhafs er ástæðan fyrir brókasöl- unni sú að Coleman er að sligast undan kostnaðinum sem fylgir veikindum hans en Coleman fæddist með hrörnunarsjúkdóm í nýrum. Afleiðingin af þeim sjúk- dómi er að Coleman hefur tvívegis þurft að fara í nýrnaskiptaaðgerð og þarf að gangast undir himnu- skiljunarmeðferð daglega. Önnur aukaverkun af sjúkdómnum er barnslegur vöxtur Colemans en hann staðnaði á unga aldri og því er hann einungis 142 sentimetrar að stærð, fertugur að aldri. Gjaldþrota barnastjarna Árið 1989 fór Coleman í mál við foreldra sína vegna tengsla þeirra við fjármál hans en þau munu hafa eytt óspart úr 8,3 milljóna dollara sjóði leikarans. Coleman vann málið og hlaut í skaðabætur rúma milljón dollara. Áratug seinna hafði leikarinn lýst sig gjaldþrota sökum þjófnaðar foreldra sinna. Síðan þá hefur leikarinn lifað á ýmsum smáhlutverkum en fyrst og fremst hefur Coleman lifað á fornri frægð, sem fer dvínandi. Fertugt barn Sjúkdómur Colemans gerir það að verkum að hann lítur út eins og barn þrátt fyrir að vera fertugur. Fallin stjarna selur fötin sín á eBay Hefur ekki efni á læknismeðferð Fyrrum barnastjarnan Gary Coleman hefur grip- ið til þess ráðs að selja buxur sínar á eBay til að eiga fyrir læknismeðferð sinni en hann þarf að fara í himnuskiljun daglega. ➤ Bauð sig fram sem fylkisstjórií Kaliforníu árið 2003 en tap- aði fyrir Arnold Schwarze- negger. ➤ Árið 2005 hafnaði hann ífyrsta sæti á lista VH-1 yfir skærustu barnastjörnur allra tíma. GARY COLEMAN Hljómsveitirnar Retro Stefson, Reykjavík!, 1985!, FM Belfast, Terrordisco og Sudden Weather Change koma fram á Organ í kvöld á þrettándagleði Golden Circle-samtakanna. „Þess má geta að allar sveitirnar eru mjög frægar erlendis og sumar þeirra hafa farið alla leið til Cannes til spilamennsku,“ segir í tilkynn- ingu Golden Circle til fjölmiðla. „Þær eru einnig vinsælustu og bestu hljómsveitir landsins.“ Til heiðurs FM 957 Í tilkynningunni kemur enn- fremur fram að hátíðarhöldin séu „öðrum þræði til heiðurs útvarps- stöðinni FM 957“ og miðaverði sé stillt í hóf; 957 krónur. Allur ágóði af þrettándagleðinni rennur óskiptur í framkvæmda- sjóð Golden Circle, en samtökin hafa meðal annars stutt tónlist- arfólk landsins og lasna kettlinga, segir í tilkynningu. afb Hressir Hljómsveitin FM Belfast kemur fram í kvöld ásamt öðrum. Kveðja jól á Organ Samkvæmt vefsíðu bandaríska kvikmyndaritsins Variety gengur ekkert með framleiðslu næstu myndar um Ofurmennið. Þegar síðasta mynd, Superman Returns, kom út var það tilkynnt að myndin yrði upphafið á nýjum þríleik um ævintýri þessarar vinsælu ofur- hetju. Nú gengur sá orðrómur í Holly- wood að leikstjóri Superman Re- turns, Bryan Singer, muni ekki leikstýra næstu mynd um Of- urmennið og þar að auki muni Brandon Routh, sem lék Of- urmennið í síðustu mynd, einnig verða fjarri góðu gamni. Orð- rómnum fylgir að sá leikari sem hreppi hlutverk Ofurmennisins í hinni væntanlegu Justice League- mynd muni svo halda áfram að leika hetjuna í öðrum myndum um Ofurmennið. Þetta hefur þó ekki verið staðfest af framleið- endum myndanna. vij Nýtt ofurmenni? Kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore lýsti því yfir á bloggsíðu sinni á dögunum að hann teldi að Hillary Clinton ótt- aðist sig. Moore dró þessa álykt- un í kjölfar þess að Clinton neit- aði að koma í viðtal hjá Moore en tímaritið Rolling Stone hafði beðið Moore að taka viðtal við þrjá líklegustu forsetaframbjóð- endur demókrata. Bæði Barack Obama og John Edwards voru reiðubúnir að mæta í viðtal hjá Moore en Clinton neitaði og þá var grundvöllurinn fyrir grein- inni brostinn. „Hví skyldi stóra ástin í lífi mínu, Hillary Clinton, ekki vilja setjast niður með mér og spjalla?“ skrifaði Moore á bloggsíðu sinni og rifjaði upp um leið að einn kafli í fyrstu bók hans hét „Mín forboðna ást til Hillary“. Þrátt fyrir að elska Hillary svona heitt segist Moore þó styðja Edwards fram yfir hina frambjóðendurna. vij Hillary óttast Michael Moore 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Byrjunarverð á buxunum, þegar þær voru settar inn á eBay 28. desember síðastliðinn, var um 20 dollarar en nú er verðið fyrir buxurnar góðu komið upp í 102 dollara, rúmar 6000 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.