24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Enn lítur út fyrir að tvö af elztu húsum Reykjavíkur, Laugavegur 4 og 6, víki fyrir hótelhrúgaldi úr gleri og steypu, sem reisa á í nafni „uppbyggingar“ við þessa sögufrægustu verzlunargötu á Íslandi. Byrja átti að rífa húsin í gær en því var frestað að beiðni Dags B. Eggerts- sonar borgarstjóra, sem vill að húsin verði gerð upp á kostnað borgarinnar og þeim síðan komið fyrir í Hljómskálagarðinum. Þetta er aum tillaga. Hús- in yrðu eins og út úr kú í Hljómskálagarðinum. Árbæjarsafnsstefnan hefur gengið sér til húðar. Hús á að friða í sínu sögulega umhverfi. Borgarstjórinn er klemmdur á milli eigin fortíðar sem formaður skipu- lagsráðsins, sem vildi leyfa niðurrif húsanna, og sjónarmiða félaga sinna í REI-listanum, F-listans og vinstri grænna, sem vildu í tíð fyrri meirihluta láta kaupa og varðveita húsin á sínum upprunalega stað. Kannski hefur Dagur líka áttað sig á því að vaxandi andstaða er meðal al- mennings við niðurrif gamalla húsa í miðbænum, sem kom m.a. skýrt fram á svokölluðum Boston-fundi fyrir jólin. Sporin hræða, ekki sízt við Laugaveg. Alltof margir, sem hefðu átt að standa vörð um upprunalega götumynd neðst á Laugavegi, hafa brugðizt hlutverki sínu. Húsafriðunarnefnd og borg- arminjavörður hafa verið of lin í málinu og viljug til málamiðlana; tilbúin að fórna Laugavegi 4-6 í því skyni að bjarga Laugavegi 2, eins og bent var á í áskorun Boston-fundarins til borgarstjóra. Þrír borgarstjórnarmeirihlutar hafa sýnt tóman aumingjaskap í málinu. R-listinn var í vasanum á kaupsýslumönnum, sem vilja gera Laugaveginn að annarri Smáralind. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sem stundum þykjast hafa áhuga á menningararfi þjóðarinnar, kiknuðu líka í hnjánum og töldu of dýrt að snúa ákvörðunum R-listans við. Núver- andi meirihluti er sjálfum sér sundurþykkur og reynir að klóra yfir gömul mistök með hugmynd, sem felur nánast í sér meiri uppgjöf en að rífa húsin og láta þar við sitja. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra hefði kannski verið eina von byggingararfleifðar Reykjavíkur; hún hefði getað ákveðið að friða húsin eins og hún kom sögufrægum húsum á Akureyri snöf- urmannlega til bjargar á dögunum. En slíkt getur hún aðeins gert að fenginni tillögu Húsafriðunarnefndar og nefndin treystir sér ekki til að gera slíka tillögu. Niðurstaðan er þessi: Menningararfur Reykvíkinga er varnarlaus. Varnarlaus menningararfur SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Ég er klár á að Björk hefur aldrei drukkið vodka hvorki blandað eða óblandað. Ég þori að fullyrða að þetta vita líka ráðandi menn á Moggablogginu. […] Björk reynir gífurlega á rödd sína á tónleikum og verður að gæta mjög vel að því sem hún neytir til þess að halda henni hreinni. Eins og allavega hluti þjóðarinnar veit þá er Björk á 2ja ára tónleikaferðalagi […] Hvaða tilgangi þjónar að birta at- hugasemdalaust frétt um að Björk viðhafi sömu siði og afi hennar og amma að þamba einn lítra af vodka á föstudags- kvöldum? Guðmundur Gunnarsson gudmundur.eyjan.is BLOGGARINN Um Björk Þessi spámennska er á margan hátt andstyggileg og gerir fólk að leiksoppum örlaganna. Hvorki hagspár, stjörnuspár, hrakspár né aðrar spár mega taka af okkur ómakið við að lifa lífinu. Þetta ár er okkur gefið og enda þótt við ráðum ekki alltaf miklu um framvindu atburðanna skipt- ir máli hvernig við mætum því sem á dagana drífur. Spár þurfa ekki endilega að ræt- ast. Spár geta verið varnaðarorð. Við þurfum ekki að halda áfram að eyða um efni fram. Við þurf- um ekki að halda áfram að vinna myrkranna á milli ... Svavar Alfreð Jónsson svavaralfred.blog.is Árið okkar Íslenskir neytendur eiga rétt á að fá vöru og þjónustu á sam- bærilegu verði og neytendur í nágrannalönd- um okkar. Ráðu- neytið mun markvisst leita leiða til að því markmiði verði náð og skorar á íslenska neyt- endur til sam- starfs um það. Því markmiði verður meðal annars náð með því að efla samkeppni á sem flestum svið- um, svo sem með styrkingu Samkeppniseftirlitsins. Enn fremur þarf að draga úr marg- víslegum innflutningshömlum, svo sem vörugjöldum og toll- um. Björgvin G. Sigurðsson www.bjorgvin.is Neytendavakt Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Mikil umræða um hlutverk kirkjunnar í skólakerfinu fyrir jólin virðist hafa skotið kirkjunni upp eftir vinsælda- lista þjóðarinnar í desember. Færri eru nú andvígir aðskilnaði kirkjunnar en þekkst hefur frá því Gallup spurði þessarar spurningar fyrst árið 1994, fyrir fjór- tán árum. Enn skiptist þjóðin í tvær andstæðar fylk- ingar. Naumur meirihluti eða 51 prósent er hlynntur aðskilnaði en 49 prósent eru andvíg. Mun færri eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju en í síðustu könnun sem gerð var fyrir rúmum tveimur árum. Þá vildu 66 prósent þjóðarinnar aðskilnað ríkis og kirkju, en rúmur þriðjungur vildi hafa kirkjuna með sama sniði áfram. Fylgi er milli stuðningsins við þjóðkirkju og stjórnmálaskoðana. Framsóknarmenn eru hlynntastir óbreyttri kirkju, en liðsmenn Samfylkingar og VG eru flestir í hópi stuðningsmanna aðskilnaðar. Jólakönnun á besta tíma Nýja könnunin er fagnaðarefni hjá kirkjunnar mönnum. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, taldi sig merkja á góðri kirkjusókn um jólin að fólk standi með kirkjunni þegar vantrúaröflin sækja að. Átökin milli utankirkjufólks og klerkanna fyrir jólin voru ekkert sérstaklega jólaleg. Biskup talaði um hatrömm samtök og hinir vantrúuðu fóru ýmsum orðum um afstöðu kirkjunnar til sannleikans og litlu jólanna. Ut- ankirkjumenn héldu því m.a. fram að prestar notuðu prédikunarstólinn og flest önnur tækifæri til þess að bera fram staðhæfingar sem þeir vissu að væru ekki réttar. Meðal þess sem harðast var deilt um voru litlu jólin og sú túlkun kirkjunnar að vantrúarmenn vildu útrýma þeim og ásamt öllum hefðum kirkjunnar úr skólastarfi. Börnum og foreldrum leist eins og við var að búast illa á slíkt. Umræðan um litlu jólin og aðrar ómissandi jólahefðir varð því til þess að færa kirkj- unni stóru jólin þetta árið. Fleiri en áður eru nú and- vígir aðskilnaði ríkis og kirkju. En jafnframt er vakin athygli á að könnunin er í fyrsta sinn gerð í desember. Hræðsluáróður eykur fylgi Bjarni Jónsson í Siðmennt telur fjarri fara að könn- unin sýni aukinn stuðning við kirkjuna meðal þjóð- arinnar á kostnað sinna samtaka, en furðulegt að hún Litlu jólin - stóru jól kirkjunnar SKÝRING upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Kata@24stundir.is Katrin s.510 3727 Bilablad Serblad 24 stunda 8.jan.2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.