24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 6
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ástríði Rán Erlends- dóttur. Ástríður er 15 ára, rauð- hærð með permanent. Hún fór frá heimili sínu í Hafnarfirði klukkan tíu að kvöldi annars jan- úar. Lögreglan biður þá sem hafa upp- lýsingar um ferðir eða íverustað Ástríðar Ránar að hafa samband í síma 444-1000. Lýst eftir stúlku Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is 08.00 Ég var kominn áfætur en var ennþá rólegur heima að borða morg- unmatinn. 09.00 Vinnudagurinn varhafinn og ég fór í gegnum bréfin mín og skrifaði bréf til sóknarbarna minna. 10.00 Fór með syni mín-um, Kirill, í blóma- búð þar sem við keyptum fallegan blómvönd fyrir kvöldið. Við keyptum einnig eina rós handa eiginkonu minni og móður hans en Kirill er nýbúinn að gefa henni glæsilegan blómavasa sem hann bjó til sjálfur í leikskólanum. 12.00 Póstsetti bréf tilsóknarbarnanna varðandi jólamessuna, sem verð- ur haldin sunnudaginn 6. janúar, og einnig varðandi jólaball sem verður haldið fyrir börn af rúss- neskum uppruna. 13.00 Fjölskyldan undir-býr sig undir ferð á Bessastaði þar sem syni mínum hefur verið boðið í jólaboð herra Ólafs Ragnars Grímssonar. 19.00 Fjölskyldan mín ferásamt móður minni í 38 ára brúðkaupsafmæli herra Karls Sigurbjörnssonar biskups og konu hans. 22.00 Við héldum minn-ingarathöfn fyrir móður eins sóknarbarnanna en hún hafði látist kvöldið áður og athöfnin var því sett saman í flýti. 00.00 Ég lauk deginummeð persónulegri bænastund áður en ég fór að sofa. Rússnesk jól 24stundir með Timur Zolotuskiy, presti í rússnesku rétttrún- aðarkirkjunni sem heldur jólin hátíðleg þann 6. janúar ár hvert ➤ Verður að þessi sinni haldin 6.janúar kl. 23 í Landakots- kirkju en söfnuðurinn hefur enn ekki fengið land undir eigin kirkju. ➤ Er haldin 13 dögum seinnavegna þess að kirkjan notar júlíanskt tímatal á meðan flestir aðrir nota gregorískt tímatal. ➤ Messunni er skipt í tvo hlutaog er í heildina þriggja tíma löng. ➤ Messan er opin öllum þeimsem hafa áhuga á því að kynna sér jólahald kirkj- unnar. JÓLAMESSAN 24Stundir/Frikki Jólatími Timur Zolotuskiy er í jólaskapi í janúar. Rússneska rétttrún- aðarkirkjan heldur upp á jólin á morgun með messu og tilheyrandi há- tíðarhöldum. Timur Zolo- tuskiy sóknarprestur hef- ur því nóg að gera þessa dagana við að undirbúa heimilið og sóknina fyrir hátíðina. 6 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 24stundir Læknismeðferð vegna slysa sem Nýsjálendingar verða fyrir þegar þeir eru að dytta að eða föndra heima hjá sér kostar um 50 millj- ónir dollara á ári eða um 3 millj- arða íslenskra króna. Stigar koma við sögu í mörgum slysanna en alls slasast um 30 þúsund manns í þeim á hverju ári á Nýja-Sjálandi. Og eftir jól verður hrina slysa þegar Nýsjálendingar fara að prófa nýju sögina eða nýju rafmagns- heftivélina sem þeir fengu í jóla- gjöf, að því er segir á fréttavefnum nzherald.co.nz. Í Slysaskrá Íslands er gróft yfirlit yfir heildarfjölda heima- og frí- tímaslysa. „Það stendur til að kanna þau nánar,“ segir Svanhildur Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri slysaskrárinnar. Borga milljarða vegna föndurslysa Slasa sig þegar þeir prófa jólagjafirnar Faðir, sem ekki vill koma fram undir nafni, kveðst ósáttur við að- gerðaleysi yfirvalda gagnvart veit- ingastöðum sem selja unglingum áfengi. „Dóttir mín sem er 16 ára kom heim á felgunni af veitinga- stað í Reykjavík milli jóla og nýárs. Hún var svo drukkin að það þurfti að bera hana inn í hús úr leigubíln- um,“ segir faðirinn. Hann segir svipað atvik hafa átt sér stað í vor þegar dóttir hans var 15 ára. „Þá hringdi ég í lögregluna. Ég hef líka sent lögreglunni myndir af partísíðum sem krakkar halda úti. Þær eru af draugfullum ung- lingum á skemmtistöðum. Lög- reglan kveðst lítið geta gert, nema tala við eigendur sem lofa bót og betrun og það gengur eina helgi. Svo fer allt í sama farið.“ Faðirinn vill að þeim veitinga- stöðum sem selja unglingum áfengi verði lokað tímabundið. „Það er eina refsingin sem þeir skilja. Það hlýtur að vera krafa flestra foreldra að stöðum sem brjóta mörg lög og lögreglusam- þykktir sé lokað. Maður sefur ekki heilu og hálfu næturnar þegar liðið er í þessum gír,“ segir faðirinn sem fagnar því að skólameistarar ætli að snúa vörn í sókn gegn unglinga- drykkju með því að halda skóla- böllin í skólunum eins og 24 stundir greindu frá í gær. Áfengisneysla er bönnuð á skólaböllum þótt þau séu haldin utan skólanna en ástæða hefur þótt til að fá sjálfboðaliða frá Rauða krossinum til að gæta ofurölvi nemenda. Eru þeir fluttir í sérstakt sjúkraherbergi, svokallað „dauða- herbergi“, þangað sem foreldrar sækja þá. Þorsteinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ, segir menn orðna þreytta á ástandinu. „Það er mikil vitleysa í kringum þetta og tví- skinnungur í samfélaginu öllu.“ ingibjorg@24stundir.is Unglingadrykkja á skemmtistöðum Lokun eina ráðið Sala á Nezeril-nefúða er takmörkuð við einn úða á mann samkvæmt reglum. Liggi fjölskyldan í flensu þarf hún því öll að fara í apótekið eða sami aðilinn að fara í nokkur apótek til að kaupa nefúða, eigi fjöl- skyldan ekki að deila sama úðanum. Nezeril-nefúði var lyfseð- ilsskylt lyf en síðan eru liðin a.m.k. tíu ár, að sögn Rannveigar Gunn- arsdóttur, forstjóra Lyfjastofnunar. Þegar lyfseðilsskyld lyf eru sett í lausasölu er venjan sú að takmarka söluna t.d. við eina pakkningu á einstakling til að hamla gegn neyslu lyfsins. Lyfjafyrirtækin geta óskað eftir því að þessar takmarkanir séu endurskoðaðar en það hefur ekki verið gert í þessu tilfelli og hefur málið ekki verið til umræðu hjá Lyfja- stofnun, að sögn Rannveigar. Einn nefúði á mann Mæðrastyrksnefnd Kópavogs hyggst næstu 4 þriðjudaga dreifa nýársglaðningi til þeirra skjól- stæðinga sinna sem fengu út- hlutað fyrir jól. Að sögn Guðrúnar Tómasdóttur barst nefndinni viðbótarframlag milli jóla og nýárs en þá var ekki opið. „Við viljum endilega koma þessu til fólksins,“ segir hún. Fyrir jólin var sagt frá því í blöð- um að fyrirtæki hefði ákveðið að styrkja nefndina með því að gefa skjólstæðingum konfektkassa. Nefndarkonur höfðu ekkert kon- fekt móttekið og hringdu í fyr- irtækið. Úr varð að konfektið barst milli jóla og nýárs. Guðrún segir að aldrei hafi jafn margir sótt um aðstoð. „Við vor- um mjög rausnarlegar fyrir þessi jól, vegna þess að við fengum svo mikið,“ segir hún. aak Jólakonfekt á nýju ári Ungur piltur sem ekki hafði kom- ið heim frá því á gamlársdag kom fram heill á húfi þegar lýst var eftir honum í gær. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi síðdegis í gær út tilkynn- ingu vegna drengsins sem er fimmtán ára. Hann hafði farið frá heimili sínu í Grafarholti í Reykjavík að morgni gaml- ársdags. Fimmtán ára heill á húfi Verðskrá Símans hækkaði um áramótin í nokkrum þjón- ustuflokkum. Þannig hækkar mínútuverð farsímaþjónustu, þegar hringt er í heimasíma, um 1 krónu í öllum áskrift- arflokkum fyrir utan GSM- samband 2, 3 og 4. Upphafs- gjaldið hækkar um 0,25 kr. í öll- um áskriftaflokkum. Þá hækkar mánaðarverð fyrir grunnþjónustu í GSM um 40 krónur. Mánaðarverð fyrir sér- þjónustu hækkar um 9 krónur. Verð á SMS til útlanda í Frelsi hækkar um 5 krónur. Mánaðarverð heimasíma hækkar um 50 krónur. mbl Dýrari símtöl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.