24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 38

24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 24stundir einhvers konar kratisma. Mig minnir að ég hafi gengið í Alþýðu- flokkinn sáluga á sínum tíma og hann er nú dáinn. Ég var skráð í Samfylkinguna í Reykjavík á ein- hverjum tímapunkti, en hef ekki starfað í pólitík síðan á fyrstu námsárum mínum. Ég hef til dæmis aldrei starfað fyrir stjórn- málaflokk því ég fæ alltaf efasemdir og vil ekki útiloka möguleika á að geta rifist og verið ósammála ef mér sýnist svo. Ég er sennilega eins langt frá því að vera dæmigerður flokkshestur og hægt er að vera.“ Ertu dálítið fyrirferðarmikil? „Já, mér er sagt það, en sjálfri finnst mér ég auðvitað vera ósköp ljúf. Ég er allavega mjög jákvæð. Mér finnst mikilvægt að horfa já- kvæðum augum á tilveruna og samferðamenn mína, sem er þó alls ekki það sama og að vera ógagnrýnin. Já, ég er orkumikil og finnst gaman að hafa nóg að gera.“ Einstakt barn Þú og maðurinn þinn, Jón Magn- ús Einarsson líffræðingur, eigið ætt- leidda dóttur sem þið sóttuð til Kína. Hvernig dafnar dóttirin? „Við hjónin áttum í erfiðleikum með að eignast barn og ákváðum að ættleiða. Þótt segja megi að ég trúi frekar á stokka og steina en sérstaka æðri forsjá af himnum þá trúi ég því að mér hafi verið ætluð þessi stúlka og hafði þá tilfinningu frá upphafi. Nú er hún Ingibjörg Embla Min fimm ára en hún var sextán mánaða þegar við fengum hana. Hún varð samstundis barnið okkar. Hún tók okkur afskaplega vel en vildi reyndar í byrjun alveg eins eiga heima hjá konunni í sjoppunni sem mér fannst dálítið erfitt, en það er algengt að ættleidd börn taki smá tíma í að átta sig á nánustu tengslum. Við hjónin tók- um okkur tíma til að vera með henni í friði og einbeita okkur að samskiptum við hana. Við erum stórkostlega heppin með þetta ein- staka barn. Henni hafa ekki fylgt neinir erfiðleikar, einungis gleði. Hún er einstök. Mér finnst gott að geta montað mig af henni án þess að hafa áhyggjur af því að vera að sýna ættarhroka – það eru engin blóðtengsl milli okkar og ég er því ekki að hrósa sjálfri mér og segja að hún hafi fengið eiginleika frá mér. Reyndar komum við hjónin fljót- lega auga á alls kyns takta sem hún plokkaði upp eftir okkur. Svo fannst okkur við þekkja einhver svipbrigði og andlitsfall og sögðum hvort um sig: Þetta er bara alveg eins og úr minni ætt! En hún er einstakt barn og býr yfir frábærum eiginleikum. Hún er sérstaklega umhyggjusöm gagnvart öðru fólki, glaðlynd, blíð og stálgreind.“ Heldurðu að börn fæðist með ákveðinn karakter? „Ég veit það ekki en persónuleiki einstaklinga mótast mjög mikið á fyrsta ári og það hlýtur að hafa áhrif að alast upp á munaðarleys- ingjaheimili. Það er harður heimur og persónuleiki krakkanna þrosk- ast þar með mjög sérstökum hætti. Við hjónin sáum einu sinni mynd- band sem var tekið upp á slíku heimili. Það var mjög áhugavert að sjá hversu misjöfn börnin voru. Sum voru mjög klók, búin að átta sig á því hvernig þau gætu vakið at- hygli á sér, einhver kusu að príla yf- ir rúmið, önnur hentu hlutum á gólfið og enn önnur höfðu valið þá leið að sitja á gólfinu og vera sæt. Svo voru líka börn sem sýndust hafa dregið sig inn í skel og gefist upp. Það var sérstakt að dóttir okkar grét aldrei eftir að hún kom til okk- ar, sama á hverju gekk. Það var eins og hún hefði komist að því að það væri bara óþarfa orkueyðsla. Hún hafði verið nánast frá fæðingu á munaðarleysingjaheimilinu og þar dugar ekki að grenja. Það verður að finna einhverja aðra leið.“ Hún kemur úr öðrum menning- arheimi með annað útlit. Hafa fylgt því einhver vandræði? „Það hafa ekki verið nein vand- ræði. Hér á landi er sem betur fer upplýst og jákvætt viðhorf til ætt- leiðinga. Þegar við hjónin ættleidd- um dóttur okkar þurftum við að bera allan kostnað af því sjálf utan styrkja frá stéttarfélögum, sem raunar hjálpuðu mikið. Nú hefur fólk aðgang að styrkjum sem er af- skaplega jákvæð breyting. Ég veit hvað það getur verið sársaukafullt að fara í tæknifrjóvgun sem tekst ekki. Það reyndi ég sjálf. Þegar fólk fær styrk til ættleiðingar getur það orðið til þess að það velur frekar þá leið en tæknifrjóvgun áður en sárs- aukinn verður of mikill. Það er bara gott.“ Horfi á heildarmyndina Hvað ætlarðu þér að gera sem ferðamálastjóri? „Markaðsstarfið erlendis hefur kannski verið mest áberandi og það er í ágætum höndum hjá starfsfólki Ferðamálastofu. En stofan gegnir þríþættu hlutverki og hin tvö eru ekki síður mikilvæg. Þetta er ann- ars vegar hlutverk á sviði uppbygg- ingar, skipulagningar og gæðaeft- irlits hér innanlands. Þar er mikil vinna framundan því ferðamönn- um fjölgar gríðarmikið og hingað koma stórir hópar frá nýjum lönd- um. Það má heldur ekki gleyma því að ferðamál eru landsbyggðarmál, það er hugur í fólki úti á landi sem horfir til þessa atvinnuvegar með mikilli von. Það er mjög mikilvægt að Ferðamálastofa komi sterk inn í þá umræðu og efli stuðning sinn. Þriðja meginhlutverkið snýr svo að leyfisveitingum til ferðaþjónustu- aðila. Þar gegnir stofnunin hlut- verki sem stjórnvald og verður því vitanlega að starfa í anda góðra stjórnsýsluhátta, þar sem tryggt er að reglur stjórnsýslunnar séu virt- ar. Annars vil ég ekki vera með miklar yfirlýsingar, nýtekin við starfinu. Það væri kjánalegt að koma hingað til starfa og segja við fólk sem vinnur hér: Núna gerum við svona! Ég ætla að soga inn í mig þá þekkingu sem starfsmenn hér hafa og gefa mér tíma til að melta hana.“ Hvernig yfirmaður heldurðu að þú verðir? „Á vinnustað á fólk á að fá að nýta hæfileika sína og blómstra. Það segir sig sjálft að starfsfólk sem fær að njóta sín er ánægðara en aðrir en um leið þarf að vera festa á hlutunum. Ég held að það hangi mjög saman að um leið og fólki er gefið tækifæri til að blómstra í starfi þá verður til festa. Losara- gangur skapast þegar fólk sér ekki tilgang með vinnu sinni, skilur ekki af hverju það er að gera hlutina og fær ekki tækifæri til að eflast í starfi. Ég lít svo á að mitt sé að horfa á heildarmyndina. Ég vil vera virkur stjórnandi á þessu yfirsviði en síður með puttana í því hvernig fólk gerir hlutina. Ég trúi frekar á það að leiða en að toga.“ Hrifnæmi Ég vil ekki hljóma eins og mjúkmáll rómantíker – því það er ég ekki – en ég er mjög hrifnæm manneskja og get gleymt mér í því sem ég hrífst af. a Það var sérstakt að dóttir okkar grét aldrei eftir að hún kom til okkar, sama á hverju gekk. Það var eins og hún hefði komist að því að það væri bara óþarfa orkueyðsla. Hún hafði verið nánast frá fæðingu á mun- aðarleysingjaheimilinu og þar dugar ekki að grenja. Það verður að finna einhverja aðra leið. a Ég tel ekki að við Íslendingar eigum að leggja okkur eftir að vera í sam- keppni við þróunarlönd um stóriðju. Það felst engin reisn í því. Original Arctic Root Ein vinsælasta lækningajurt heims Original Arctic Root öðru nafni Burnirót er ein vinsælasta lækningajurtin í heiminum í dag. Klínískar rannsóknir hafa leitt í ljós að hún eflir einbeitingu, úthald og vinnur gegn streitu og álagi. Náttúrulegt Viagra Original Arctic Root er fljótverkandi og þeir sem nota hana finna jákvæða breytingu á einbeitingu og úthaldi á skömmum tíma. Original Arctic Root hefur svo sannarlega slegið í gegn á Íslandi þar sem hún nýtur nú þegar mikilla vinsælda. Fæst í apótekum og heilsubúðum. Heilsuvara ársins í Svíþjóð 2003, 2004 og 2005 K R A F T A V E R K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.