24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 62

24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 62
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Í frétt vefmiðilsins visir.is þann 2. janúar segir af meintum kaupum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns Baugs, 365 og FL Group á einkaþotu og lystisnekkju. Í gær birti visir.is yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri þar sem segir: „Uppi- staðan í fréttinni er röng og önnur atriði ónákvæm og hún var mér skaðleg. Ekki var haft samband við mig til að staðreyna atriðin í frétt- inni, né heldur neinn af starfsfólki mínu og enginn nafngreindur heimildarmaður er nefndur.“ Óljósar leiðréttingar Jón Ásgeir segir uppistöðu frétt- arinnar ranga, sem hljóti að teljast hin meintu kaup hans á einkaþot- unni og lystisnekkjunni. Annað segir hann ónákvæmt í fréttinni, sem þýðir með öðrum orðum að eitthvað í fréttinni sé að minnsta kosti næstum því rétt, alltént ekki alrangt. Hvorki Jón Ásgeir né sam- starfsfólk hans gat svarað þeirri spurningu blaðamanns 24 stunda afdráttarlaust hvort hann persónu- lega, eða í krafti Baugs Group, hefði fest kaup á einkaþotu eða lystisnekkju. Taldi Jón í svari sínu ástæðulaust að „elta ólar“ við mál- ið frekar og sagðist heldur ekki ætla að láta leiða sig í frekari „hár- toganir“ vegna málsins. Óskar Hrafn Þorvaldsson, rit- stjóri visir.is, segir Jón Ásgeir hafa fengið sömu meðferð og hver ann- ar. „Við birtum fréttina því við töldum heimildir okkar traustar. Við buðum síðan Jóni Ásgeiri og hans fólki tækifæri til að leiðrétta fréttina, en ekki var áhugi á því, heldur sendi Jón frá sér yfirlýsingu í staðinn. Þetta eru sömu vinnu- brögð og tíðkast hafa áður í fjöl- miðlum og við gerum ekki grein- armun á Jóni Ásgeiri né öðrum í slíkum málum þó hann sé stjórn- arformaður 365.“ Brot á starfsreglum? Í starfsreglum 365 segir orðrétt: Stjórnarmönnum er óheimilt að hlutast til um einstök umfjöllunar- efni fjölmiðla í eigu félagsins eða dótturfélags þess. Hvort yfirlýsing Jóns Ásgeirs flokkast sem slík af- skipti er stjórnar 365 að ákveða, en eftir stendur sú spurning, hvort Jón Ásgeir hafi keypt einkaþotu og/eða snekkju eða ekki? Óljós yfirlýsing Jóns Ásgeirs um þotu og snekkjukaup Keypti Jón þotu og snekkju eða ekki? Samkvæmt visir.is keypti Jón Ásgeir Jóhannesson sér einkaþotu og snekkju nýlega. Jón segir fréttina ranga að hluta til en fæst ekki til að svara því hvað sé rétt í fréttinni. Ósamræmi? Jón segir uppistöðu vísisfréttarinnar ranga, en annað sé einungis óná- kvæmt. ➤ Baugsmálið hófst með húsleitefnahagsbrotadeildar rík- islögreglustjóra inn í Baug ár- ið 2002. ➤ Baugsmálið verður tekið fyrirí hæstarétti snemma á þessu ári. ➤ Lystisnekkjan The Vikingkemur þar mikið við sögu. BAUGSMÁLIÐ 62 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 24stundir Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) Allt fyrir skólann undir 1 þaki „Ástþór, ekki meir, ekki meir! Er ekki hægt að stöðva þessa vitleysu? Ég hef talið mig lýð- ræðissinna, en þetta er ekkert grín. Kosningar eru fokdýrar og skattborgararnir borga brús- ann, þeir sömu og hafa þegar hafnað Ástþóri tvisvar!“ Margrét Sverrisdóttir margretsverris.blog.is „Bónus One and Viking II. Ég las að Jón Ásgeir væri búinn að fá sér nýja þotu og hefði flogið með frúnni til að vígja nýja lúxussnekkju. Ég leyfi mér að minna á kjörorð íslenskra milljarðamæringa: Best að njóta meðan maður hefur.“ Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson postdoc.blog.is „Skaupið var styttra en venjulega - vel innan við 50 mínútur og að- eins rétt 40 mínútur ef lokalagið er undanskilið. Þetta er með því styttra síðustu árin. ...hefur skaupið jafnan staðið til hálf tólf og verið vel rúmar 50 mínútur og stundum slagað í klukkutíma, sérstaklega hér í denn.“ Stefán Friðrik Sefánsson stebbifr.blog.is BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Jón Viðar Jónsson, hinn skeleggi leikhúsrýnir DV, hefur verið tekinn af frumsýningargestalista Borg- arleikhússins eftir að hann sagði í rýni að nálykt væri í leikhúsinu. DV var fljótt að bregðast við og sagði að Jón færi þá bara í leikhús í boði blaðsins. Borgarleikhúsið svaraði um hæl og hefur nú strok- að nafn Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, út af frumsýningargestalista leikhússins. afb Jón Gnarr setti Íslandsmet í fyndni þegar hann lék Bubba Morthens í Áramótaskaupinu. Skiptar skoðanir eru um Skaupið en flestir geta verið sam- mála um að Jón sýndi kónginn í nýju ljósi og losaði hann undan einokun Hjálmars Hjálmarssonar, sem hefur gert Bubba góð skil síðustu ár. Bubbi sjálfur virðist reyndar vera ánægðari með Hjálmar og hefur haft á orði að hann hafi einkarétt á sér. afb Hollywood-leikkonan Aníta Briem var veðurteppt í Bandaríkjunum þegar hún átti að mæta í viðtal til Ragnhildar Steinunnar í Laugardalslögin í desem- ber. Eiríkur Hauksson hljóp í skarðið og Aníta komst að lokum til landsins, en um seinan. Nú heyrist að hún ætli að gera aðra tilraun til að mæta í þáttinn næsta laugardag, það er að segja ef hún verður ekki farin aftur heim í borg englanna. afb „Við bjóðum þeim sem hafa misstigið sig endurgreiðslu ef þeir eru með hreinan skjöld í lok næstu annar,“ segir Sigurður Sig- ursveinsson, skólameistari Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi. 23 nemendur fengu nýlega 5.000 króna rukkun frá skólanum vegna þess að þeir lentu tvisvar til þrisvar á svokölluðum sóðalista á haust- önn. Samanlögð upphæð sektanna er því 115.000 krónur, sem renna til skólans. Sumir borga oft Nemendur sem fara inn á úti- skóm, nota munntóbak eða sóða út skólann á einn eða annan hátt lenda á listanum. Þeir sem lenda tvisvar á listanum á önn eiga kost á endurgreiðslu lendi þeir ekki á list- anum á næstu önn. Þeir sem lenda þrisvar á listanum á einni önn eiga ekki kost á endurgreiðslu. „Það var einn að útskrifast núna sem var ansi oft búinn að borga,“ segir Sigurður. „Sumir eru á listan- um nánast hverja önn, en við end- urgreiðum sem betur fer töluvert. Við lítum ekki á þetta sem tekju- öflun, heldur fyrirbyggjandi að- gerð.“ Sigurður tekur fram að ræst- ingalið FSu sé öflugt og að skólinn sé almennt mjög hreinn. „Þegar er- lendir gestir koma í heimsókn eru þeir ǵáttaðir á því hvað er gengið vel um,“ segir hann. Sigurður segir nemendurna ekki vera trega til að borga sektirnar. Þvert á móti eru nemendur al- mennt ánægðir með framtakið og vilja sumir ganga lengra í aðgerð- um gegn sóðaskap. „Mörgum nemendum ofbýður sóðaskapurinn í vissum rýmum skólans og finnst að við ættum að taka harðara á þessu.“ atli@24stundir.is FSu fer óhefðbundnar leiðir í skólastarfinu Rúm hundrað þús- und í sóðasektir Snyrtipinni Sigurður er óhræddur við að sekta sóða í FSu. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 3 6 7 2 4 9 5 1 8 8 1 5 7 3 6 9 4 2 2 9 4 8 5 1 3 6 7 1 8 3 9 6 7 2 5 4 6 5 2 4 8 3 7 9 1 4 7 9 1 2 5 6 8 3 5 3 1 6 7 8 4 2 9 9 2 6 3 1 4 8 7 5 7 4 8 5 9 2 1 3 6 Ég er með skilaboð frá dóttursyni þínum, herra. 24FÓLK folk@24stundir.is a Ætli mætti ekki segja að þau séu frekar „klén“ Jón Viðar, hvað finnst þér um viðbrögð Borgarleikhússtjóra? Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi fær ekki lengur boðsmiða á frumsýningar Borgarleikhússins, þar sem borgarleikhússtjóra þótti Jón fara yfir strikið með leik- húsgagnrýni sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.