24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 25

24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 25
24stundir LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 25 Sannleikanum er hver sárreið- astur, það sannast á grein Ragnars Jörundssonar, bæjarstjóra Vestur- byggðar, í 24 stundum í fyrradag. Ekki er gott að átta sig á því hvort hann varð fyrst rökþrota og svo reiður eða öfugt en hitt er víst að þetta tvennt fer oft saman. Ekki dettur mér í hug að svara ávirð- ingum Ragnars í sömu mynt en fer frekar að ráðum ömmu minnar heitinnar fyrir vestan sem sagði að maður ætti ævinlega að vera kurt- eis, ekki síst við dónalegt fólk. Viðkvæmar tær Með bloggfærslu, byggðri á gam- ansögu um huldumenn Ólafs Egils- sonar, áhugamanns um olíu- hreinsistöð, virðist ég hafa stigið með kvalafullum hætti á viðkvæm- ar tær bæjarstjórans. Einkum virð- ist hann viðkvæmur fyrir þeirri spurningu hvort hinir meintu sterku bakhjarlar Ólafs geti ekki borgað sjálfir þær rannsóknir sem Ólafur pantar, sbr. ummæli fram- kvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga í fréttum RÚV 13. des- ember sl. „Skýrslurnar eru náttúr- lega skrifaðar líka að beiðni Íslensks hátækniiðnaðar sem að hefur ósk- að eftir að kanna aðstæður fyrir ol- íuhreinsunarstöð og þeir hafa feng- ið þessi gögn afhent núna.“ Það er gilt sjónarmið út af fyrir sig að nota skuli fé Fjórðungssam- bandsins til að kosta forathuganir fyrir framkvæmdaraðila. Hitt er undarlegra að vera í einni og sömu greininni fylgjandi því og neita að það hafi verið gert. Á móti framförum Bæjarstjórinn beitir alkunnri röksnilld þegar hann veltir fyrir sér hvort ég sé ekki einfaldlega á móti Vestfirðingum og framförum á Vestfjörðum almennt því ég gagn- rýni hugmyndir hans um olíu- hreinsistöð, hafi gagnrýnt veglagn- ingu um Teigsskóg og örugglega verið á móti Gilsfjarðarbrúnni. Það er gaman að hann skyldi nefna Gilsfjarðarbrúna því hún er ágætt dæmi um það hvernig ráðamenn geta snuðað samfélagið með því bregðast ókvæða við málefnalegri gagnrýni. Hægt var að leggja Gils- fjarðarbrú innar, halda eðlilegum vatnaskiptum í firðinum og leggja góðan uppbyggðan veg yfir í Kolla- fjörð fyrir svipaða fjárhæð og brúin kostaði. Með því hefðu ekki aðeins búsvæði Reykhóla og Búðardals tengst heldur líka Hólmavíkur en um 45 km eru til hvers þessara bæja frá Gilsfjarðarbotni. Varla held ég að félagar Ragnars í Fjórðungssam- bandi Vestfirðinga Hólmavíkur- megin telji mig vera á móti sér þótt ég segi þetta – enda skynsamir ró- lyndismenn. Misgóðar hugmyndir Staðreyndin er sú að olíuhreins- unarstöð á Vestfjörðum er vond hugmynd fyrir flesta nema hina meintu bakhjarla Íslensks hátækni- iðnaðar. Í fyrsta lagi breytir risa- verksmiðja ekki þeirri þróun að ungt fólk, sér í lagi konur, sækir í fjölbreyttari tækifæri til mennta og starfa, í öðru lagi sýna skýrslur RHA að ekki verður hægt að manna stöðina og síðast en ekki síst er olíuhreinsunarstöð vond hug- mynd frá umhverfissjónarmiðum þar sem hún er afar mengandi iðn- aður og skapar stóra hættu á alvar- legu olíuslysi við Vestfirði. Ef Ragn- ar langar að verða bæjarstjóri í einhæfu olíuvinnslusamfélagi væri nær fyrir hann að leita eftir slíkri stöðu á borpöllum í Norðursjó. Háskóli á Vestfjörðum tel ég hins vegar að gæti verið góð hugmynd sem myndi auka fjölbreytileikann, hækka menntunarstigið og styrkja svæðið sem búsetukost í huga ungs fólks. Bættar samgöngur erum við Ragnar sammála um að eru nauð- synlegar til að efla byggðir landsins og gott til þess að vita að flokkurinn okkar hefur ákveðið að flýta sam- göngubótum á Vestfjörðum. Ég vona að bæjarstjórinn taki því ekki persónulega en ég held að fyrir umræðuna um byggðamál væri dá- lítið lesefni, t.d. um reynslu ann- arra þjóða af risaverksmiðjum sem ráði við fólksfækkun á landsbyggð- inni, líka góð hugmynd. Með bestu nýársóskum til allra Vestfirðinga, einkum Ragnars Jör- undssonar. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar Reiður og rök- þrota bæjarstjóri UMRÆÐAN aDofri Hermannsson Háskóli á Vestfjörðum myndi auka fjölbreyti- leikann, hækka mennt- unarstigið og styrkja svæðið sem búsetukost í huga ungs fólks. Risa-flugeldasýning við Ægissíðuna Risa Flugeldasýning í Vesturbænum KR-flugeldar og Landsbankinn Vesturbæ, bjóða Vesturbæingum og landsmönnum öllum á flugeldasýningu ársins í kvöld um leið og við óskum öllum gleðilegs árs með þökkum fyrir gott ár. Sýningin verður við Ægissíðuna hjá Faxaskjóli og hefst kl. 18.00. Laugardaginn 5. janúar Sölustaður - KR-heimilið við Frostaskjól Opið laugardag og sunnudag kl 14-20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.