24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 15
24stundir LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 15 trúboði í skólum. Samtökin telja viðbrögð stjórn- málamanna við honum mikilvægust. Kirkjan geti svo sagt það sem henni sýnist, en augljóslega geti hún ekki verið ríkiskirkja þóknist henni ekki að lúta lögum. Kirkjan fagnar umræðu Á Biskupsstofu eru menn sannfærðir um að þjóðin fylki sér um kirkjuna. Umræðan færi þjóðkirkjunni aukinn stuðning og veki fólk. Í Kirkjuhúsinu við Laugaveg er nú rætt hvernig kirkjan hyggst taka frum- kvæði í því á næstu mánuðum. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir upplýsingafulltrúi telur almenning ekki gera sér fulla grein fyrir því hvað aðskilnaður ríkis og kirkju feli í sér og ekki heldur hve mikil aðgreining sé orðin. Hún telur ekki hægt að fullyrða um ástæður breyttrar afstöðu til kirkjunnar. Hún telur þó að um- ræðan í desember hafi haft áhrif. Ekki sé hægt að úti- loka áhrif árstímans „en það eru líka 2 ár síðan síðast var spurt og við vitum ekki hvort breytt samfélag kall- ar fram nýjar niðurstöður. Það þarf að skoða betur. Ég heyri á prestum að þeir fundu fyrir meðbyr vegna umræðunnar um kirkju og trú í desember.“ Kirkjan og Siðmennt telja að mikið verði rætt um trúna á árinu og að umræðan verði til góðs. Bæði Arnþrúður og Bjarni telja að raunveruleg afstaða sé varla komin í ljós ennþá. beva@24stundir.is sé allt í einu gerð á öðrum tíma en áður hefur verið. Eins og ef kirkjusókn í júní væri borin saman við kirkjusókn á jólum árið eftir. Bjarni segir línur vera að skýrast og það sé gott fyrir Siðmennt ekki síður en kirkjuna. „Kirkjan kom umræðunni þangað sem hún ætlaði sér, með markaðssetningu sinni. Prestarnir hræddu fólk með því að vegið væri að hefðum þjóð- arinnar með aðskilnaði ríkis og kirkju. Ég held að kirkjan verði að huga að grunni síns málflutnings,“ segir Bjarni. Siðmennt undirbýr frekari kynningu á úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu sem hafnaði aBjörg Eva ErlendsdóttirUmræðan um litlu jólin og aðrar ómissandi jólahefðir varð því til þess að færa kirkjunni stóru jólin þetta árið. Fleiri en áður eru nú andvígir aðskilnaði ríkis og kirkju. Báknið kjurt Í fyrirspurn minni til fjármála- ráðherra leitaði ég svara við því hversu mikið störfum hefur fjölg- að hjá ríkinu á árunum 1997- 2006 og var m.a. um það fjallað hér á síðum 24 stunda undir sömu yfirskrift. Ástæða þess að ég ákvað að leggja fyrirspurnina fyrir fjármálaráðherra var sú að miðað við sífellda upphrópun ákveðinna aðila á Alþingi mætti ætla að mikil einkavæðing hefði átt sér stað á vegum hins opinbera og opinberum störfum jafnhliða fækkað mikið. Ég þóttist hins vegar vita í skjóli reynslu minnar innan stjórnsýslunnar að svo væri ekki. Því miður hafa þessar upp- hrópanir leitt til þess að umræða um fækkun stofnana, sameiningu og hagræðingu hjá ríkinu hefur verið á undanhaldi og hún frekar snúist um fjölgun og eflingu þeirra. Fjölgun starfsmanna Ísland hefur sem betur fer dregið sig að mestu út úr sam- keppnisrekstri á hinum frjálsa markaði en lítið umfram það. Á fyrrgreindu 10 ára tímabili fjölg- aði íbúum hér á landi um 13%. Fjölgun starfsmanna almennt var um 19,5% á meðan störfum hjá ríkinu fjölgaði um 31%. Ef fjölg- un starfa hjá ríkinu sem féll til vegna yfirtöku á starfsemi Borg- arspítalans er dregin frá er hún engu að síður rúm 20%. Það er því alveg ljóst að á einu mesta framfaraskeiði íslensks atvinnulífs, þar sem störfum hefur sennilega aldrei fjölgað jafn mikið á jafn skömmum tíma, hefur störfum á vegum ríkisins fjölgað enn meira. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart þar sem það virðist vera innbyggt í ríkisútgjöldin að vaxa í hlutfalli við auknar tekjur ríkisins og í því fjölgar störfum sem áður segir. Þessu þyrfti að vera öfugt farið. Einmitt þegar mikill uppgangur er í atvinnulíf- inu er nauðsynlegt, ekki síst út frá efnahagslegum forsendum, að draga úr umsvifum hins opin- bera. Minni sveigjanleiki Sú þróun sem verið hefur læsir ríkið í ákveðnum hjólförum, minnkar sveiganleika í rekstri þess, viðheldur útgjaldaþörfinni og kemur í veg fyrir að hægt sé að nýta hagkvæmni samkeppninnar sem að öllu jöfnu skilar aukinni framleiðni. Í þessu samhengi er ekki verið að tala um það að fólk fari að borga fyrir þjónustu sem nú er veitt án endurgjalds eða gegn mjög vægu gjaldi. Heldur aðeins að nýta fleiri leiðir til þess að veita þjónustu sem við erum sammála um að almenningur eigi að njóta. Fjölbreyttari rekstrar- form veita ríkinu líka aðhald þar sem mikilvægar upplýsingar um það hvernig það sjálft er að standa sig fást með samanburði á ólíkum rekstrarformum. Eftirlitsþörfin gríðarleg Tækifærin liggja víða og vilji er allt sem þarf. Mörg þeirra liggja til dæmis í mennta- og heilbrigð- iskerfinu. Þá verður að gera átak í að einfalda eftirlitsiðnaðinn í heild sinni. Eftirlit með öllum sköpuðum hlutum hefur vaxið gríðarlega síðastliðin ár með til- heyrandi kostnaði og oft á tíðum óhagræði. Í mörgum tilfellum má kenna Brussel-bákninu um þar sem við þurfum að undirgangast ýmsar EES-gerðir sem þar eru fjöldaframleiddar. Um leið og eft- irlitshlutverk ríkisins er endur- skoðað með það að markmiði að gera það einfaldara og skilvirkara, væri áhugavert að leggja mat á það hversu mikið eftirlitskostn- aður fyrirtækja hefur aukist und- anfarin ár. Þá er nauðsynlegt að fara yfir það með hvaða hætti er hægt að hvetja stofnanir enn frek- ar til að útvista verkefnum í stað þess að ráða sífellt fleira starfs- fólk. Afnám virðisaukaskatts við kaup á þjónustu stofnana í fleiri tilfellum en nú tíðkast, er vel til þess fallið að ýta undir slíka þró- un. Oft er þörf en nú er nauðsyn að sporna við. Stjórnvöld verða nú að leggjast á árarnar og gera alvöru úr því verkefni að hér verði einfaldara Ísland og bákn- inu ekki liðið að standa kjurt. Höfundur er alþingismaður VIÐHORF aÁrmann Kr. Ólafsson Eftirlit með öllum sköp- uðum hlutum hefur vaxið gríðarlega síðastliðin ár með tilheyr- andi kostnaði og oft á tíðum óhagræði. Fréttin í 24 stundum um þreytta skólastjóra vegna unglingadrykkju kemur mér ekki á óvart. Ég bý skammt frá einum helsta skemmtistað borgarinnar og það er ömurlegt að vakna upp á næturnar við það þegar ofur- ölvi unglingar undir lögaldri veltast um ná- grenni staðarins og um hverfið í nágrenninu. Ég veit til þess að þeir hafi komist inn í stiga- ganga fjölbýlishúsa og ælt þar allt út. Nú síðast á nýársnótt töfðumst við hjónin, Helga og ég, fyrir utan blokkina sem við búum í, því að hópur unglinga fór hamför- um í anddyrinu, kúgaðist og ældi fyrir utan blokkina og reyndi allt hvað hægt var að komast inn í stigaganginn. Ómar Ragnarsson áomarragnarsson.blog.is Ég hef hreint aldrei skilið það hvers vegna 16 ára böll voru slegin af um allt land, þ.e. úr samkomuhúsunum eins og Miðgarði, en leyfð í Reykja- vík, undir yfirskininu "Framhaldsskólaböll". Dauðatjöldin flutt inní kompur skemmtistaða. Nemendur sem í maí kveðja grunnskólann sinn algerlega vímulaust á lokaballinu sínu, þar sem ekkert umburðarlyndi er fyrir drykkju, heilsa framhaldsskólanum sínum í ágúst á „busa“böllum þar sem meirihluti ballgesta er undir áhrifum vímuefna! Magnús Þór Jónsson ámaggimark.blog.is BLOGGAÐ UM FRÉTTIR Þreytandi unglingadrykkja 24stundir 4. janúar Örtröð á útsölunum 24 n Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdótturingibjorg@24stundir.is Nokkrir skólameistarar framhaldsskólanna eru orðnir þreyttir á ástandinu á skemmtunum á vegum skólanna sem haldnar eru úti í bæ og hafa þeir rætt um að fjölga viðburðum í skól- unum sjálfum, að sögn Þorsteins Þorsteinsson- ar, skólameistara Fjölbrautaskólans í Garðabæ.Áfengisneysla er bönnuð á skólaböllum þótt þau séu haldin utan skólanna en ástæða hefur ótt til að fá sjálfboðaliða frá Rauða krossinuml að gæta ofurölvi nemenda. Eru þeir fluttir í érstakt sjúkraherbergi, svokallað „dauðaher- ergi“ þangað sem foreldrar sækja þá.„Þetta ástand fer í taugarnar á okkur. Það erikil vitleysa í kringum þetta og tvískinnungur í samfélaginu öllu,“ segir Þorsteinn sem þegar hefur snúið vörn í sókn. „Við ákváðum að bíða ekki eftir neinu og fluttum svokallað busaball í haust inn í skólann sjálfan. Þar skemmtu um 200 nemendur sér afar vel en fyrir utan voru ein- hverjir sem ekki komust inn vegna þess að þeir voru undir áhrifum áfengis. Við ætlum að halda áfram að fjölga viðburðum í skólanum sjálfum.“Þorsteinn segir það tvískinnung þegar for- eldrar og aðrir „hundskammi“ skólana vegna ölvunar nemenda á skólaskemmtunum. „Krakkarnir fá hins vegar að halda partí heima hjá sér fyrir böllin og þar drekka þeir áfengi. Þar að auki er unglingum selt áfengi hvað eftir ann- að á sömu veitingastöðunum. Svo virðist sem allir loki augunum fyrir þessu en svona er ástandið. Á meðan það er svona er erfitt að vera í krossferð og berjast fyrir breyttu ástandi en maður verður að gera það sem hægt er.“Þorsteinn kveðst hafa heyrt að foreldrar hafi orðið reiðir þegar börnum þeirra, sem voru bú- in að kaupa miða á busaballið, hafi ekki verið hleypt inn vegna ölvunar. „Ég hef ekki kannað það nánar,“ segir hann. Þreyttir á drykkjunemenda sinna Skólameistarar snúa vörn í sókn gegn unglingadrykkju  Vilja böllin inn í skólana sjálfa Rauði krossinn hefur ásamt fleirum séð umsjúkragæslu á skólaböllum utan skólannafrá 1995.  Nemendur fara oft í heimahús að loknuborðhaldi á skemmtistað þar sem árshátíðer haldin. Eftir drykkju í heimahúsi haldaþeir aftur á skemmtistaðinn. DRYKKJA Á SKÓLABÖLLUM glan rannsakar nú stærstatuld sem framinn hefur veriðndi. Hjörleifur Kvaran, sonurafnarans sem stolið var frá,ýfið hafa lent í m fornbókasala. kar bóksalam að selja þýfi »6 GENGI GENGISVÍSIT ÚRVALSVÍSIT US GB DK JPY EUR VEÐRIÐ Í Þrið á ýs NEYT Vö og þjó inn yfi Þet fan á þj það „Að og n net f Í ma brott bætti safnið B í Allir sem vita eitthvað um fágætar bækur þekktu verk og söfnun Böðvars Kvarans og mátti vera ljóst að safn hans væri mikils virði. En hvernig komust menn í tvígang að þessu fá- gæta safni, sem nú er mælt í hundruðum millj- óna (af ættingjunum)? Höfðu erfingjarnir ekki ráð á þjófavarnarkerfi? Eða hafði þjófurinn að- gang að safninu? Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson á postdoc.blog.is Ég er ansi hræddur um, miðað við listann sem ég renndi í gegnum í gær og sá hvaða gersemar voru á ferðinni, að ein- hverjar af þessum fágætu bókum séu þegar seldar og það úr landi. Enda auðvelt að fylgjast með fornbókasölum hérlendis og uppboðs- málum. Hitt er alveg víst að svartur markaður með list og fornmuni hverskonar þrífst og dafnar og lítt spurt um uppruna hlutarins. Ég kalla þá sem standa í að ná ritunum til baka heppna nái þeir öllu til baka aft- ur. Þrymur Sveinsson á thrymursveinsson.blog.is Flestar verðmætar fornbækur 24stundir 4. janúar 2008 24stundir Eftir Frey Rögnvaldssonreyr@24stundir.is ögreglan hefur nú í rannsókntærsta stuld á bókum og ritumem framinn hefur verið á Íslandi.ugum bóka var stolið úr dánarbúiöðvars Kvarans á seinni hluta árs-s 2006 og fyrri hluta ársins 2007.estar bókanna eru afar verðmæt-fornbækur, frumútgáfur og illfá-egar annars staðar. Talið er ljóstverðmæti bókanna hlaupi á tug-milljóna og jafnvel allt upp índrað milljónir. Lögreglan birti ílista yfir þær bækur sem enn ernað úr safninu. ðmætið tugir milljóna örleifur Kvaran, sonur Böðv-egir að synir Böðvars hafi kærtð til lögreglu síðasta haust. Þaðí rannsókn og að því er hannviti sé rannsóknin á lokastigi.nsemdir um þennan þjófnaðupp snemma síðasta árs ogngum þær síðan staðfestar. Þáveðið að kæra málið til lög-il að reyna að endurheimtanar en verðmæti þeirrar á tugum milljóna.“ smenn eru þekktir eifur segir að hann viti aðr safninu hafi lent í hönd-nda Fornbókabúðar Bragasonar en ásamt Braga ersonur hans eigandi búð-„Það er ljóst að eigendurinnar voru vitorðsmenn í málinu. Þetta veit ég vegna þess að17. mars á síðasta ári fór ég ogræddi við Braga Kristjónsson oghann sagði mér að þeir feðgarhefðu fengið bækur úr safninu íhendurnar. Eftir það samtal fékk égí hendurnar bækur sem þeir sögð-ust hafa fengið úr safninu en þaðvoru sárafá eintök, ekki nemabrotabrot af því sem saknað er.Stór hluti af því sem mér var skilaðvar hins vegar ekki úr safni föðurmíns heldur eitthvað allt annað. Égveit líka fyrir víst að þeir höfðuundir höndum allar þær bækursem stolið var. Um það liggur fyrirjátning frá þeim sem stal bókun-um. Þetta hef ég eftir lögreglunni.“Ekki ánægja af þýfi Hjörleifur leggur áherslu á aðlistarnir yfir bækurnar sem vantarséu birtir með leyfi kærenda. „Þaðgerum við til að reyna að höfða tilsamvisku þeirra sem hafa þessarbækur undir höndum. Ég geri ekkiráð fyrir því að þeir valinkunnusæmdarmenn sem keypt hafa þess-ar bækur hafi mikla ánægju af aðhorfa á þýfi uppi í skáp hjá sér.“ Bókunum að sögn skilað Ari Gísli Bragason, annar eig-andi Fornbókabúðarinnar, segir aðþeir feðgar hafi fengið bækur íhendur úr safni Böðvars. „Viðfengum nokkrar bækur, ég man núekki hvað þær voru margar, en viðskiluðum þeim öllum þegar haftvar samband við okkur. Við feng- um ekkert meira af þessum bókumen þetta.“ Ari Gísli segir að hannhafi gefið skýrslu um málið hjá lög-reglunni. Aðspurður hvort þeirfeðgar hafi verið ákærðir eða sætirannsókn se i t A til þess. „Ég veit ekki til þess að viðliggjum undir grun. Ég veit ekkineitt um afganginn af þessum bók-um en við höfum ekki fengið þær.Við ætluðum að taka þessar bækurí sölu en þegar haft var sambandvið okkur og við fréttum hvernig ímálinu lá þá skiluðum við þeim.“Þegar ásakanir Hjörleifs um aðþeir feðgar hafi fengið allar bæk-urnar í hendur eru bornar undirAra Gísla svarar hann því að svo séekki. „Það er ekki þannig.“ ÞEKKIR ÞÚ MÁLIÐ? Hringdu í síma 510 3700 eðasend ó Bóksalar tóku við þýfi Sonur bókasafnara sakar fornbókasala um vitorð í stærsta bókastuldi á Íslandi  Verð-mæti bókanna hleypur á tugum milljóna  Bóksalarnir segjast hafa skilað bókunum Neitar Ari Gísli segir aðbókum úr safni Böðvarshafi verið skilað.  Meðal bókanna sem saknaðer úr safni Böðvars Kvaranseru Konungasögur SnorraSturlusonar frá árinu 1633 ogVöluspá frá sautjándu öld.  Lögreglan segir málið í rann-sókn en vildi ekki staðfestaað neinn lægi undir grun. STÓRÞJÓFNAÐUR Leður sófasett Hornsófasett Sófasett með skemli Tungusófar Tungu hornsófar Stakir sófar Borðstofuborð og stólar Skenkar Sófaborð Eldhúsborð Rúmgaflar Leðursófasett áður 239,000 Nú 119,900 Hornsófar tau áður 198,000 Nú 103,000 Hornsófar leður áður 249,000 Nú 149,000 Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510 HÚ SG AG NA - L AG ER SA LA HÚSGAGNALAGERSALA VERÐDÆMI Opnunartími mán-fös 9.00-18.00 lau 11.00-16.00 ALLTAF FRÁBÆR VERÐ!ATVINNUBLAÐIÐ atvinna@24stundir.is alltaf á laugardö gum Pantið gott pláss t ímanlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.