24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 52

24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 24stundir LÍFSSTÍLLSPJALLIÐ lifstill@24stundir.is a Mikilvægast er að leggja af stað með jákvætt hugarfar og setja sér langtímamarkmið, í stað þess að fara af stað með heift líkt og fólk gerir gjarn- an þegar loksins skal takast á við vandann. Flestir stunda einhvers konar reglulega líkamsrækt en síðan kemur þessi hvíldartími yfir jólin þegar fólk fer að hugsa minna um heilsuna um leið og það borðar meira. Þannig má segja að óhollustan tvöfaldist og fólk þarf þar af leiðandi að taka tvöfalt skref til baka í janúar bæði hvað varðar mataræði og hreyfingu. Öfgarnar eru því miklar í báðar áttir og að gera hlutina í skorpum á þennan hátt myndi ég segja að sé dæmigert fyrir Íslendinga. Þegar regla kemst aft- ur á líf fólks nú í janúar þá er gott að láta mataræðið og reglulega hreyfingu fylgjast að enda vinnur þetta tvennt best saman. Fyrsta skrefið er að mæta á staðinn og þá er eins og eitt leiði af öðru. Fyrir byrjendur er best að leita sér aðstoðar og hjá okkur í World Class, Laugum, get- ur fólk t.d. fengið þjálfara til að leiða sig um salinn og kenna sér á tækin. Síðan skiptir mat- aræðið gríðarlega miklu máli en með hæfilegum skammtastærðum, góðum nætursvefni og hreyfingu, ætti fólk að sjá árangur innan skamms. Til að byrja með er hæfilegt að æfa þrisvar sinnum í viku og mæli ég með æfingum annan hvern dag til þess að ná að hvílast vel á milli. Einkaþjálfun er einnig mjög góður kostur og fylgir þá einkaþjálfarinn þér frá a til ö í gegnum æfinguna og fer yfir mataræðið. Arnar Grant einkaþjálfari. Mataræði og hreyfing fylgjast að 24stundir/G.Rúnar Það er um að gera að fara hægt og varlega af stað og gera hlutina með mýkt því það er löngu sannað að líkaminn breytist ekki með ofbeldi og ásetningi. Mikilvægast er að leggja af stað með jákvætt hugarfar og setja sér langtímamarkmið, í stað þess að fara af stað með heift líkt og fólk gerir gjarnan þegar loksins skal takast á við vandann. Maður fer að sinna líkamanum á allt annan máta ef maður ákveður að sýna honum alúð og natni og lifa í kærleik og blíðu. Við Íslend- ingar erum dálítið ofsafengin þjóð, keyrum mörg hver á steyttum hnefanum stóran hluta ársins og hverfum síðan má segja til tíma Rómverjanna yfir jól og aðrar hátíðir, þar sem við bókstaflega leggjumst í neyslu. En það er með líkamsræktina líkt og þetta að maður kemst ekki langt á steyttum hnef- anum. Maður verður að fjárfesta í sjálfum sér með alúð, natni og kærleika sem oftast skilar sér mjög fljótt og á allt annan máta en ofsafengið atferli þar sem á að sigra heiminn á einni viku. Þeir sem hafa þegar vaknað til vitundar um slíkt hafa náð að skilja að það sem fólk veitir athygli vex, dafnar og styrkist í rólegheitunum og það er besta leiðin fram á við. Guðni Gunnarsson, eig- andi Rope Yoga seturs. Alúð, natni og kærleikur Í fyrsta lagi er mikilvægt að setja sér raunhæf markmið og gleyma öllum afsökunum þar sem allir ættu að geta fundið hreyfingu við sitt hæfi, hvort sem það er að ganga, synda, skokka eða fara í líkamsræktarstöðvarnar. Þá er nauðsynlegt að hreinsa líkamann um leið og maður byrjar í líkamsræktinni með því að henda út óhollum fæðutegundum sem hafa skipað stóran sess yfir jólin, til dæmis sykri. Slíku er best að skipta út fyrir nóg af litríkum ávöxtum og grænmeti, kjúkling og fisk. Ef maður er latur við að hreyfa sig þá er um að gera að hringja í vin sinn og finna sér góðan æfingafélaga sem hvetur mann áfram. Það er nauðsynlegt að fara hægt af stað og ég mæli með að fólk æfi þrisvar, fjórum sinnum í viku, auk þess að nýta tækifærið þegar veðrið er gott til að fara út að ganga og fá frískt loft í lungun sem fyllir mann orku og vellíðan. Um leið og maður sér árangur hvetur það mann til að halda áfram, en það getur tekið dálítinn tíma og því er um að gera að gefast ekki upp og muna að borða hollan mat, narta t.d. í ávexti og grænmeti fyrir framan sjónvarpið í staðinn fyrir kon- fektið. Unnur Pálmarsdóttir líkamsræktarkennari. Góður æfinga- félagi mikilvægur Fyrsta skrefið er að taka ákvörðunina um að drífa sig af stað, taka til æfingatöskuna og koma sér úr veislugírnum með því að taka rækilega til í ísskápnum og henda öllum af- gangsmat sem maður vill ekki að endi ofan í maga. Þó maður sé alinn upp við það að henda ekki mat þá er nú bara betra að þetta endi í ruslinu heldur en utan á mjöðm- unum á manni. Sumir fá nóg eftir jólahátíð- ina en allt of margir komast í þennan átgír sem þeir eiga erfitt með að komast úr. Það er auðvitað nauðsynlegt að slappa af og eiga frí inn á milli eins og yfir jólin en það getur orðið til þess að fólk festist í of miklu mak- ræði. Því verður fólk virkilega að rífa sig upp nú í svartasta skammdeginu, koma við í fiskbúðinni, borða grænmeti og hreyfa sig. Sá hópur sem æfir regulega allan ársins hring fer stækkandi sem er náttúrlega frá- bært en síðan eru alltaf þeir líka sem taka þetta í törnum. Almennt séð er fólk orðið meðvitað um nauðsyn þess að hreyfa sig og finnur mun á líðan sinni þegar það drífur sig af stað. Það vantar kannski helst að fólk kunni að forgangsraða og gefi sér tíma til að hreyfa sig þar sem oft er svo mikið að gera hjá fólki. Ágústa Johnson, fram- kvæmdastjóri Hreyfingar. Að koma sér úr veislugírnum Á heimaslóðum mínum í Brasilíu byrjum við nýja árið með því að dansa Samba eft- ir allan hátíðamatinn og fríið. Það er virkilega góð hreyfing sem þjálfar maga- vöðvana út í gegn og hjálpar til við að brenna aukakílóunum sem safnast hafa á mann yfir jólin á nokkrum vikum. Þetta er því það sem ég geri til að byrja árið vel enda er Samba frábær æfing og mjög skemmtilegur dans. Ég kenni Samba fyrstu vikur ársins í Magadanshúsinu hjá mér en síðan tekur magadansinn algjörlega við. Hvað varðar mataræði nú eftir jólin þá finnst mér mjög gott að mauka og blanda saman ávöxtum sem ég fæ mér áður en ég fer að sofa. Þannig tryggir maður að mag- inn starfi vel yfir nóttina og er ekki svang- ur þegar maður vaknar á morgnana. Það er alltaf nóg að gera hjá mér við að kenna magadans á þessum tíma árs, fólk er bæði að koma á námskeið í fyrsta skipti svo og að koma aftur eftir hlé. Magadansinn er mjög vinsæll á veturna jafnvel þótt hér sé ekki alltaf sérlega magadansvænt veður, ef svo má segja, en fólk lætur það ekki stoppa sig. Josy Zareen, eigandi Magadanshúss. Samba fyrir magavöðvana Hvernig er best að koma sér í form eftir jólin? Nú er fólk búið að hafa það gott í jólafríinu, borða góðan mat og stundum dálítið óhollan en fólk leyfir sér gjarnan meira í mat og drykk yfir hátíðirnar. Janúar boðar þó yfirleitt tíma breytinga hjá flestum og þá fyllast allar líkamsræktarstöðvar af fólki og ísskáp- ar af grænmeti. Áramótaheit hafa verið strengd og í þetta sinn skal sannarlega staðið við þau segir fólk við sjálft sig. Hér gefa nokkrir líkamsræktarfrömuðir góð ráð fyrir þá sem ætla að byrja aftur eða fara í fyrsta sinn í ræktina eftir jól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.