24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 24stundir www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Nuddbekkir í miklu úrval • Ferðanuddbekkir • Rafknúnir meðferðabekkir • Fjölbreytt val fylgihuta • Viðurkenndar nuddolíur Verð ferðabekkja frá 43.000 krónum FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Það er búið að spá lækkun á gengi krónunnar lengi og hún hefur auðvitað sveiflast. Undanfarna daga hefur hún aftur á móti verið að styrkjast. Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is Viðskiptafréttamiðillinn Bloom- berg sagði frá því í vikunni að nokkrir stórir aðilar í gjaldeyris- viðskiptum spái því að gengi nokk- urra gjaldmiðla í hópi svokallaðra hávaxtagjaldmiðla muni lækka gagnvart Bandaríkjadal á árinu. Ís- lenska krónan er jafnan talin vera hávaxtagjaldmiðill. Krónan getur fylgt „Almennt er horft á hávaxta- gjaldmiðla saman og við erum hluti af því,“ segir Edda Rós Karls- dóttir, forstöðumaður greiningar- deildar Landsbankans. „Sú til- hneiging hefur verið undanfarin misseri að krónan hefur fylgt þeim, en við búumst þó ekki við að krón- an veikist með mjög afgerandi hætt á árinu,“ bætir hún við. Hún segir háa vexti og mikinn vaxtamun á milli landa vera þá þætti sem verki á hávaxtagjaldmiðla. „Ef mikill órói kemur upp á alþjóðamörkuð- um hefur það áhrif á áhættuvitund fjárfesta og þar með á alla hávaxta- gjaldmiðla.“ Ennþá gefin út krónubréf Ólafur Ísleifsson, lektor við við- skiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir fátt benda sérstaklega til þess að krónan veikist mikið á næst- unni. „Í vikunni gaf vel þekktur hollenskur banki út krónubréf fyr- ir 30 milljarða króna,“ segir Ólafur og bætir við: „Þessi nýja útgáfa er um 8 prósent af því sem er úti- standandi fyrir, sem eru um 400 milljarðar, og þarna koma 30 til viðbótar. Það virðist því ekki vera neitt lát á þessari útgáfu.“ Þetta segir Ólafur vera merki þess að þeir sem standi að útgáfu bréfanna meti það greinilega svo að vextirnir nægi til að vega upp gengis- áhættuna. Krónan enn að styrkjast „Það er búið að spá lækkun á gengi krónunnar lengi og hún hef- ur auðvitað sveiflast. Undanfarna daga hefur hún aftur á móti verið að styrkjast,“ segir Ólafur. Þá bendir hann á að við síðustu vaxta- ákvörðun hafi vextirnir ekki verið lækkaðir þrátt fyrir að seðlabankar Bandaríkjanna og Englands hefðu gert það. „Það eykur á vaxtamun- inn og bætir hagnaðinn.“ Leiksoppur spákaupmanna? Ólafur tekur undir ummæli Björgólfs Thors Björgólfssonar í Kastljósi þess efnis að aðgerðir spá- kaupmanna geti ef svo ber undir haft áhrif á gengi krónunnar: „Ís- lenska krónan er mjög lítill gjald- miðill og erlendir aðilar eru með mjög miklar eignir sem tengjast henni. Þannig að ákvarðanir þeirra, ef þær eru teknar allar í einu og stefna allar í sömu áttina, geta haft áhrif á gengi gjaldmiðils- ins,“ segir Ólafur. Hann bætir við: „Aftur á móti eru þetta margir að- ilar og þeir sitja ekki alltaf saman í sama fundarherberginu þegar þeir taka ákvarðanir.“ Ekki búist við gengislækkun  Ekki búist við að krónan fylgi lækkun annarra hávaxtagjaldmiðla Gjaldmiðlar Íslenskir hagfræðingar búast ekki við mikilli lækkun krón- unnar á árinu. ➤ Flestir hávaxtagjaldmiðlareru tengdir nýmarkaðs- ríkjum, til dæmis Suður- Afríku, Brasilíu og Tyrklandi. ➤ Þetta á þó ekki alltaf við þvínýsjálenski dollarinn er yf- irleitt í þessum hópi og stundum sá ástralski. Þar er ekki um nýmarkaði að ræða. HÁVAXTAGJALDMIÐLAR MARKAÐURINN Í GÆR             !!"                               !"#      $ %        &  ' ()*  +#,   -         ./0   #"   " 1,  "2## 23      4, !"# "    5#  67 #*   &2896 +,  ( (   :   (        ;# ,         (*    !                                                                          : (   + (< = $ & 0>?>@@0A >B@BCB.0? >CB./>0CA. B??@DBC.> BB?A.@0?D0 >DD0@D?C >BB>?00?/ .@A@.B>0>@ >DA0B/A0?A 0@A>A0??. B/D./CDC >0BA?0CC >>>AAC0 >>C0/CC ?BD0B> >>@DCCD/ >@?BAB@A /@B/CC @A.A?B? >DD0C.0> /D..?DC/D ' 00/./D>0A ' ' ?A@0CCCC ' ' DE/A 00ECC >?E.0 >.E>C BCEA0 ..EDC B/E00 ABCECC ..E/C >@E0? 0EAC DAEAC >EDD /EAA BB0E0C >DB.ECC @DCECC CEAB >/0ECC @EAC >C>E0C B.EBC AEC/ ' ' .>DCECC ' ' DE?C 00E0C >?E@C >.E>D BCED0 .@EB0 B/E/0 AB0ECC ..EA0 >@E/> 0EA? DDE0C BEC> /ED> BBAE0C >D/CECC 0>0ECC CEA. >?>ECC @EA? >CBE0C ' AE>C @?ECC ' .BB0ECC >CECC /ECC *   ( >@ >@ >>A @? >BD >B >? >>? ?B ?C >. ? . > @ .A >. . >A >C >A ' >CD ' ' A ' ' F#   (#( @>BCCA @>BCCA @>BCCA @>BCCA @>BCCA @>BCCA @>BCCA @>BCCA @>BCCA @>BCCA @>BCCA @>BCCA @>BCCA @>BCCA @>BCCA @>BCCA @>BCCA @>BCCA @>BCCA @>BCCA @>BCCA B?>BBCC? @>BCCA />BBCC? BBABCC? @>BCCA ?>BBCC? B>>BCC? ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaup- þingi banka fyrir 2,95 milljarða króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum í Marel eða um 0,99%. Bréf í Össuri hækkuðu um 0,40%. ● Mesta lækkunin var á bréfum í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrenn- is, 5,92%. Bréf í Icelandic Group lækkuðu um 5,44% og bréf í P/F Atlantic Petroleum um 4,42%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,65% og stóð í 5.981,23 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 0,21% í gær. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 3,33%. Breska FTSE- vísitalan lækkaði um 2,0% og þýska DAX-vísitalan um 1,3%. Á fundi yfirtökunefndar Kaup- hallar OMX á Íslandi í gær var ákveðið að nefndin tæki sér frest til fimmtánda janúar til að ákveða hvort mál Baugs Group, Fons og FL Group verður tekið til efnis- legrar meðferðar. Nefndin kannar hvort þau eignatengsl séu milli Baugs Group og Fons, stórra eig- enda í FL Group, að myndast hafi yfirtökuskylda í síðastnefnda félaginu en miðað er við 40% hlut. Á fundinum var lagður fram nýr hluthafalisti í FL Group og ákveðið að skoða málið betur. Baugur er með félagi sínu BG Capital stærsti hluthafinn í FL Group með 36,47% hlut. Meðal þess sem yfirtöku- nefnd kemur til með að skoða eru tengsl Baugs við aðra stærstu hlut- hafa eins og Oddaflug, félag Hannesar Smárasonar sem á 10,86 pró- sent, Materia Invest sem á 6,28 prósent og Fons Pálma Haraldssonar sem á 6,13 prósent. mbl.is Yfirtökunefnd fjallar um FL Atvinnuástand í Þýskalandi hefur ekki verið betra síðan árið 1993. Í desember voru 8,4% Þjóðverja án atvinnu og hafði fækkað um 78.000 í hópi þeirra frá nóvember. Þegar mest var árið 2005 voru at- vinnulausir 1,5 milljónum fleiri. Þykir þessi þróun fjöður í hatt kanslarans Angelu Merkel. Hefur atvinnuleysi minnkað síðasta 21 mánuðinn undir stjórn hennar. „Þetta er örasta minnkunin í sögu ríkisins,“ sagði Frank-Jürgen Weise, yfirmaður vinnumálastofn- unar. Spurn eftir þýskum varningi er þakkað fyrir aukinn kraft í þýsku atvinnulífi. Hagfræðingar benda þó á að lýðfræði Þýskalands spili inn í. Þjóðin er að eldast, þannig að æ færri vinnufærir menn kepp- ast um nýjar stöður sem skapast á öflugari vinnumarkaði. aij Atvinna eykst í Þýskalandi Leyft var að skipta manat, gjald- miðli Túrkmenistans, fyrir er- lendan gjaldeyri um áramót. Sneru stjórnvöld með þessu frá tíu ára gamalli einangrunarstefnu í gjaldeyrismálum. Sagði forsetinn, Kurbanguly Berdymukhamedov, við þetta tækifæri að hann vonaðist til að með þessu sköpuðust aðstæður til að laða að erlenda fjárfesta. aij Gjaldeyrisversl- un leyfð á ný Skipti gerðu tilboð í slóvenska fjarskiptafélagið Telekom Slovenije í gær. Til stendur að selja 49,13 prósenta hlut í félaginu í þessari umferð til kjölfestufjárfestis, sem mun í kjölfarið þurfa að gera öðrum hlut- höfum í félaginu yfirtökutilboð, að undanskildu slóvenska ríkinu sem halda mun eftir 25% hlut. Samtals er því um að ræða allt að 75% hlut í Telekom Slovenije. Tilboð Skipta í Telekom Slovenije er með hefð- bundnum fyrirvörum og bundið trúnaði samkvæmt samkomulagi við slóvensk stjórnvöld. Telekom Slovenije er leiðandi fjarskiptafyrirtæki í Slóveníu, auk þess að vera með vaxandi starfsemi í nágrannalöndunum og eru starfs- menn þess um 4.400. Tekjur félagsins á fyrstu 9 mánuðum ársins 2007 námu alls um 54 milljörðum króna og hagnaður félagsins fyrir skatta nam um 9,4 milljörðum íslenskra króna. ejg Skipti sækja til Slóveníu Árið 2007 var metár hjá banda- ríska flugvélaframleiðandanum Boeing. Hjá félaginu voru pant- aðar 1.413 áætlunarþotur. Árið 2006 voru pantaðar 1.044 þotur hjá Boeing og árið 2005 voru pantanirnar 1.002 talsins. mbl.is Metár Boeing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.