24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 50

24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Kristján segist fá netta þrá eftir kuldanum heima í desember þeg ar hitastigið í öku- mannssætinu þétt upp við snaröfluga vélina nær oft á tíðum 50 til 60 gráðum eftir nokkra hringi. Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is „Það er auðvitað takmarkið hjá öll- um sem í kappakstri standa að komast þangað fyrr en síðar,“ segir Kristján Einar frá Christchurch á Nýja-Sjálandi, þar sem hann æfir stíft fyrir átök helgarinnar. Í dag fara fram tímatökur og á morgun hefst svo aðalkeppnin sjálf sem allt snýst um á TRS-mótaröðinni eins og hún er þekkt en Kristján mun alls keppa í þremur slíkum í þess- um mánuði. Fljótur upp Hraður frami ungs Íslendings í kappaksturheiminum þar sem að- eins tugir útvaldinna af þúsundum sem reyna fyrir sér ár hvert komast að er um margt sérstakur og sýnir kannski hið jákvæða við að koma frá litlu landi þar sem fáir búa. Kristján sem er tvöfaldur Íslands- meistari í gokart hélt einfaldlega fullur sjálfstrausts og vilja á fund Róberts Wessman, forstjóra Actavis og eiganda fjárfestingarfélagsins Salt, og fór fram á stuðning við að láta drauminn rætast að keppa er- lendis. Wessman, sem sjálfur er mikill aðdáandi kappaksturs, tók ótrúlega vel í beiðnina og hlutirnir gerðust hratt í kjölfarið. Kristján fór strax í sumar á mála hjá Carlin- keppnisliðinu breska og hefur ver- ið þar við æfingar stanslítið fram í desember. Þá kom hann heim um tíma til að slaka á og hlaða rafhlöð- urnar en hélt um jólin til Nýja- Sjálands þar sem hann keppir á morgun. Mikill kostnaður þessu samfara er allur greiddur af fjár- festingarfyrirtæki Róberts, Salt In- vestments. Framandi og sjokkerandi Það er langur vegur frá gokart- bílum á Suðurnesjum í Formúlu 3 á Nýja-Sjálandi og það fann Krist- ján strax við komuna suður. „Það var dálítið sjokkerandi að koma hingað. Í fyrsta lagi er þessi TRS- keppni mjög vinsæl hérna og ótrú- legur almennur kappakstursáhugi og hefð hér í landinu sem ég vissi ekkert um. Mikið fjallað um keppnina í fjölmiðlum og ég var farinn að skrifa eiginhandaráritan- ir jafnvel áður en ég var búinn að prófa brautina einu sinni.“ Kristján dregur ekki dul á að ætlunin sé að sigra í aðalkeppninni á morgun en hann viðurkennir að helstu andstæðingar hans í keppn- inni séu öllu betri ökumenn en hann hafi búist við. „Mér hefur gengið vel á æfingum en fyrir utan mig og einn annan nýliða hér hafa allir aðrir fjögurra til fimm ára reynslu af þessum kappakstri og þessari braut sem keppt er á. Sam- keppnin er því öllu harðari en ég bjóst við en stefnan er engu síðar á toppsætin og góðan árangur.“ Leyndardómur framhaldsins Umrædd þrjú mót eru aðeins byrjunin á því sem koma skal hjá Kristjáni en hann er mjög leynd- ardómsfullur þegar kemur að framhaldinu. „Það verður tilkynnt í lok janúar hvað annað ég tek mér fyrir hendur þetta árið og það er margt í deiglunni en það kemur í ljós eftir tæpan mánuð.“ Ljóst er að nái Kristján góðum árangri aukast möguleikar hans til muna að komast enn hærra í form- úlubílaflokknum og þá í Evrópu en aðeins einn flokkur bíla er milli hans nú og þeirra sem ekið er í frægustu kappaksturskeppni heims; Formúlu 1. Stoltur og kjarkaður Nafn Krist- jáns Einars er lítt þekkt hérlendis enn sem komið er enda hefur hann að mestu leikið sér á gokart- bílum þangað til í sumar að örlögin og frumkvæði hans breyttu öllu. Uppgjöf ekki til í orðabókinni  Frami Kristjáns Einars Kristjánssonar í hörðum heimi kappaksturs hefur verið skjótur  Ævintýrið byrjaði með einu tölvuskeyti og gæti endað í Formúlu 1 Frami hins átján ára Krist- jáns Einars Kristjánssonar í hörðum heimi kapp- aksturs hefur verið skjót- ari en flestra. Á aðeins sex mánuðum hefur hann farið frá því að keppa í gokart-keppnum hér- lendis, gegnum strangt þjálfunarferli hjá þekktu bresku keppnisliði og er nú staddur á Nýja- Sjálandi þar sem hann á sunnudaginn kemur keppir fyrsta sinni í þar- lendri keppnisröð Toyota á Formúlu 3 bílum. Þeir sem vel gengur á slíkum bílum koma reglulega til greina sem ökumenn í hinni einu sönnu Form- úlu 1. Æfingahringur Vegna hitans úti er grip miklu meira en Kristján á að venjast og ýmislegt annað kemur spánskt fyrir sjónir. ➤ Fæddur 8. janúar 1989 og áþví 19 ára afmæli á þriðju- daginn kemur. ➤ Hefur fjögurra ára reynslu afkörtuakstri og er tvöfaldur Ís- landsmeistari í þeirri grein, nú síðast í sumar. KRISTJÁN EINAR „Hann sendi mér tölvuskeyti fyrir nokkru síðan og bað um aðstoð mína. Í kjölfarið hittumst við og mér leist vel á hann og frumkvæði hans og úr varð að ég ákvað að slá til. En ég lít vart á þetta sem fjárfestingu heldur hef meira gaman af en svona ævintýri kostar sitt og það eitt að komast að í formúlu 3 keppnum hleypur á 50 - 60 milljónum króna.“ Róbert Wessmann, forstjóri Actavis og eigandi Salt Investment. RÓBERT UM KRISTJÁN Raúl hinn síungi fjalla-loftsspekingur hjá RealMadrid er þess fullviss að hann komist aftur í spænska landsliðshóp- inn fyrr en síð- ar en mikil umræða á sér stað á Spáni vegna þeirrar ákvörðunar Luis Aragones að hafa ekki valið fyrirliða Real í lið sitt í eitt og hálft ár. Á sama tíma hefur Raúl óumdeilanlega spilað með afbrigðum vel og líklega sjaldan betur en í vetur. Aragones hefur ekkertgefið upp um ástæðurþessa en Spánn er kominn í Evr- ópukeppnina og stóð sig vel án þeirra Raúl, Santiago Ca- nizares og Michel Salgado sem allir gagn- rýndu á sínum tíma þjálfarann fyrir aðferðir hans. Enginn þeirra hefur leikið síðan fyrir þjóð sína og verður að klappa Aragones gamla lof í lófa fyrir slíka einurð en vinsældir hans hafa ekki beint aukist við þetta. Aumingja Javier Saviola.Vart búinn að finna sérhús- næði og kaupa sér inn- anstokksmuni í Madrid þegar ákveðið er að senda hann annað. Hefur framherjinn ekki náð að planta sér almennilega í lið Real eftir komu sína frá Barcelona í haust og nú hyggjast forráðamenn liðsins senda hann til láns til Marseille með von um sölu í kjölfarið. Svo undarlegt sem það núer þá eru fáir stuðnings-menn í Englandi jafn kröfuharðir og þeir hjá New- castle. Fallöxin er nú komin á loft þar yfir höfði Sam All- ardyce þjálfara og fullyrða miðlar að döpur úrslit í næstu tveimur til þremur leikjum innsigli framtíð hans hjá liðinu. Newcastle er nú um miðja deild eftir þrjá tapleiki í röð, 24 stig- um á eftir toppliði Arsenal. Vængbrotið lið Chelseasem missir á næstudögum fimm til sex leikmenn sína í Afríkukeppn- ina í heilan mánuð varð fyrir meira áfalli í gær þeg- ar læknar lýstu yfir að ólíklegt væri að fyrirliðinn John Terry kæmi aftur til starfa að sex vik- um liðnum eftir beinbrot í leik gegn Arsenal um jólin. Lík- urnar eru mun verri en það og líklegt að hann komi ekki meira við sögu þennan veturinn. Avr- am Grant þarf þá sennilega að verða sér úti um eins og einn varnarmann í janúar hið minnsta til viðbótar við miðju- mann og framherja sem hann áður lýsti yfir vilja til að kaupa. SKEYTIN INN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.