24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 24stundir Talsverður hluti fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hérlendis að undanförnu hefur komið frá Lithá- en. Af þessum sökum er sérstök að- gát höfð við ráðningu Litháa til fyr- irtækja sem starfa á landamærum Íslands, svo sem skipafyrirtækja og póstfyrirtækja, segir stjórnandi hjá einu slíku fyrirtæki. Um ráðningar gilda almennt strangar reglur. Sakavottorða er krafist auk þess sem grunur um fíkniefnaneyslu veldur uppsögn. Tryggja þarf að starfsmenn noti ekki aðstöðu fyrirtækjanna til þess að smygla fíkniefnum. Viðmælandi 24 stunda vill þó stíga varlega til jarðar. „Þó það eigi að vera armur af einhverri mafíu frá Litháen hér mega ekki allir Litháar gjalda fyrir það.“ aak Fíkniefnasmygl frá Litháen veldur óróa Strangar reglur um ráðningu Litháa Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Hlutfallslega fleiri Íslendingar voru ákærðir fyrir glæpi árið 2006 en Pólverjar búsettir hérlendis eða 0,73% íslenskra borgara á móti 0,52% fólks með pólskt ríkisfang. Ef í fjölda ákærðra er deilt með fjölda þeirra sem skráðir eru bú- settir hér árið 2006 samkvæmt töl- um Hagstofu Íslands, er hlutfall ákærðra lægst hjá Pólverjum. Hafa verður þó í huga að erlend- ir ríkisborgarar sem ákærðir eru fyrir glæpi eru sumir ferðamenn, og því má ætla að hlutfall ákærðra með erlendan ríkisborgararétt sem búsettir eru hérlendis sé enn lægra. Stéttaskipting í viðhorfum „Það eru alltaf mestir fordómar gagnvart þeim hópi innflytjenda sem er mest áberandi . Fyrir nokkr- um árum var það fólk frá Asíu en núna hafa Pólverjarnir tekið við,“ segir Einar J. Skúlason, fram- kvæmdastjóri Alþjóðahúss. „Það er stéttaskipting í viðhorf- um til útlendinga eftir því hvort föðurlönd þeirra eru rík eða fátæk. Það er neikvæðara viðhorf gagn- vart fólki frá nýju ESB-löndunum, til dæmis Póllandi, en þeim gömlu,“ segir Amal Tamimi, fulltrúi í fræðsludeild Alþjóðahúss- ins. Fjölmiðlar hafa neikvæð áhrif Witek Bogdanski, formaður Samtaka Pólverja á Íslandi, segir fordóma vera að miklu leyti til- komna vegna umfjöllunar fjöl- miðla. „Ef maður lemur annan mann er ekki tekið fram í fréttum að hann sé úr Kópavogi, en ef hann er útlendingur kemur það alltaf fram.“ Einar bendir á rannsókn Fjöl- miðlavaktarinnar árið 2006 sem sýndi að hlutfall neikvæðra frétta af fólki af erlendu bergi brotnu, t.d. um handtökur, sé hærra en þeirra jákvæðu í flestum fjölmiðlum. Þjóðerni getur skipt máli „Það er matsatriði hjá blaða- manni hvort þjóðerni einstaklinga skiptir máli fyrir fréttina en það getur gert það af ýmsum ástæðum. Mér vitanlega vanda blaðamenn sig mikið í umfjöllun um útlend- inga, einmitt til að ýta ekki undir fordóma,“ segir Arna Schram, for- maður Blaðamannafélags Íslands. „Hins vegar verðum við að geta treyst mati almennings, að fólk dæmi ekki heila þjóð út frá um- fjöllun um örfáa einstaklinga,“ seg- ir Arna. Hún segir að á vissan hátt sé það að skjóta sendiboðann að kenna fjölmiðlum um. „Ef það eru fordómar fyrir ákveðnum hópi í samfélaginu þá á hver að líta í eigin barm.“ Pólverjar eru löghlýðnastir  Hlutfall Pólverja sem ákærðir voru fyrir glæpi var lægra en hjá öðrum þjóðernishópum, þar með töldum Íslendingum, árið 2006 ➤ Af þeim sem ákærðir voru fyr-ir afbrot árið 2006 voru 92,7% Íslendingar. ➤ Í hópi ákærðra sem eru meðerlendan ríkisborgararétt eru bæði einstaklingar búsettir hérlendis og ferðamenn. ➤ Það voru 2095 (af 288850) Ís-lendingar ákærðir fyrir afbrot árið 2006, 31 Pólverji (af 5914 búsettum hérlendis með pólskan ríkisborgararétt), 21 Lithái (af 983), 11 Bretar (af 411) og 9 Danir (af 943). ÁKÆRÐIR 2006 HLUTFALL ÁKÆRÐRA AF SKRÁÐUM RÍKISBORGURUM Ísland Pólland Litháen Bretland Danmörk 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 Hlutfall ákærðra einstaklinga af þeim sem skráðir eru með þarlent ríkisfang árið 2006. Upplýsingar úr ársskýrslu Ríkissaksóknara og frá Hagstofu Íslands. 0,73% 0,52% 2,14% 2,68% 0,95% Slippurinn Akureyri átti lægsta tilboð í lokaendurbætur Grímseyj- arferjunnar. Þær fjórar skipasmíðastöðvar hér á landi sem geta tekið ferjuna í slipp áttu kost á því að gera tilboð og gerðu það allar. Tilboð Slippsins hljóðaði upp á 12.966.300 krónur, næstum helmingi lægra en næstlægsta boð frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur,upp á 22.404.000 krón- ur. Tilboð Vélsmiðju Orms og Víglundar var hálfri milljón hærra og tilboð Stálsmiðjunnar var 26.991.000 krónur. Gert er ráð fyrir því að vinna geti hafist á Akureyri 15. janúar og taki þrjár vikur. ejg Ferjan kláruð á Akureyri Viðskiptaráðherra kynnir skýrslu starfshóps um heimildir fjár- málafyrirtækja til gjaldtöku næst- komandi mánudag ásamt þeim aðgerðum sem ráðherra mun grípa til í kjölfar skýrslunnar. Starfshópurinn var stofnaður í haust til þess að gera tillögur að úrbótum á ýmsum atriðum varð- andi FIT-kostnað, seðilgjöld, uppgreiðslugjöld og fleira tengt samskiptum neytenda og fjár- málastofnana. þkþ Ráðherra kynnir aðgerðir Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin könnuðu kjör á yfirdráttarl- ánum. Miðað er við lán til einstaklinga sem ekki njóta neinna sérkjara. Margir ættu þó að geta samið um betri kjör og rík ástæða til þar sem vextir á yf- irdráttarlánum eru mjög háir. Lægstu vextir eru hjá S24 á yfirdrætti á debetkort- areikningi 18.70% S24 með lægstu vextina Brynhildur Pétursdóttir NEYTENDAVAKTIN Vextir yfirdráttarlána á debetkortareikningi Banki Vaxtaprósenta S24 18,70 % Netbankinn 21,70 % Kaupþing 23,45 % Landsbankinn 24,40 % Sparisjóðirnir 24,40 % Glitnir 24,45 % Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) Allt fyrir skólann undir 1 þaki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.