24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 41

24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 41
Elísabet Alba mælir með Torres Fransola Sauvignon Blanc 2004. Ferskur og aðlaðandi grösugur ilmur með vott af kryddjurtum, fíkjutré og mintu. Þétt í munni með nektarínum, grænum epl- um og karamellutónum. Vínið hefur góðan strúktúr, gott jafn- vægi og langan sítrusendi. Þrúgur: Sauvignon Blanc 90%, Parellada 10% Land: Spánn Hérað: Penedés Villt jarðarber, blóm og svört skógarber í nefi ásamt kakó, tóbaks- og reyktónum. Þétt í munni með plómum, döðlum, lakkrís, pipar og fjólum. Rjómakennd rúnnuð tannín haldast í hendur við langa kryddlegna end- ingu. Almaviva parast vel með öllum þyngri kjötréttum, sérstaklega með nauti og hreindýri. Vínið er tilbúið til neyslu núna en geymist vel næstu 6-8 ár. Almaviva var stofnað árið 1997 af barónessunni Philippine de Rot- hschild frá Chateau Mouton Rothschild og Eduardo Guilisati Tagle frá Concha y Toro fyrirtækinu, í þeim tilgangi að framleiða vín með því besta sem framleiðsla Frakklands og Chile hefur upp á að bjóða. Enn eru engar formlegar flokkunarreglur fyrir vín í Chile. Hins vegar styrkti markaðssetning Almaviva stoðir Primer Orden-flokkunarinnar. Þetta spænska hugtak er samsvarandi frönsku, vin de cru, eða einnar ekru vín. Primer Orden-vín eru gerð úr þrúgum einnar vínekru og framleidd af húsi sem er tileinkað aðeins einu víni. Þrúgur: Cabernet Sauvignon 73%, Carmenère 24%, Cabernet Franc 3% Land: Chile Hérað: Central Valley 4.790 krónur Vín vikunnar Elísabet Alba Valdimars- dóttir vínþjónn Almaviva 2003 Almaviva 2003 24stundir LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 41 Elísabet Alba mælir með Chivite Coleccion 125 Vendimia Tardia 2001. Steinolíugrunnur í nefi færist yfir í sítrusávexti, sykurlegnar app- elsínur og ferskjur. Sætt í munni og hunangskennt án þess að vera væmið. Snörp sýra heldur góðu jafnvægi og gefur langan ferskan endi. Þrúga: Muscat. Land: Spánn. Hérað: Navarra. Bananar og jarðarber með sí- trónu Hráefni: 1 banani, skorinn í sneiðar 100 g jarðarber, skorin í sneið- ar safi úr einni sítrónu 2 msk. sykur minta, smá knippi, fínt saxað Aðferð: Hrærið sítrónusafa og sykur vel saman og látið standa í 15 mín- útur eða þar til sykurinn leysist upp. Hellið þá sykurleginum yfir ávextina og stráið mintu yfir og berið fram. Hægt er að nota aðra ávexti í þennan rétt ef fólk vill. EFTIRRÉTTUR Ferskir ávextir með sítrónu og mintu Saltfiskur með kapers, mintu og chili-pipar Hráefni: 700 g saltfiskur í fjórum steikum ólífuolía 1 laukur, afhýddur og gróft skorinn 3 msk. kapers 1/2 tsk. þurrkaður chili-pipar 700 g tómatar í dós, skornir í bita 140 ml hvítvín 1 knippi minta, söxuð 1 knippi steinselja, söxuð Aðferð: Hitið olíu í víðum potti og steikið laukinn ásamt kapers og chili í um það bil 6-7 mínútur. Lækkið þá hitann og bætið við tómöt- unum og víni og sjóðið í um það bil 20 mínútur. Bætið því næst steinselju og mintu við, steikið saltfiskinn á báðum hliðum, hellið sósunni yfir og eldið í um það bil 8-10 mínútur og berið fram. AÐALRÉTTUR Saltfiskur að hætti Sardiníubúa Rauðsalat með gorgonzola, mascarpone, valhnetum, balsam- ik og perum Hráefni: rauðsalat, ½ haus klettakál, ein góð lúka pera, 1 stykki, skorin í sneiðar balsamik, gott dass valhnetur, 15 g mascarpone, 60 g gorgonzola, 60 g ólífuolía, gott dass Aðferð: Hreinsið vel og þerrið vel bæði salötin, raðið perunum á diska, blandið salatinu á milli diskanna, setjið ostinn og val- hneturnar á milli. Kryddið með ólífuolíu og balsamedikinu og berið fram. FORRÉTTUR Létt salat með ostum og perum 24stundir/Golli Elísabet Alba Valdimarsdóttir vínþjónn mælir með Paul Blanck Gewürstraminer Altenbourg. Flókið og opið í nefi með rósablöð sem helstu einkenni ásamt lychee, melónum og jasmín. Vottur af sætum kryddum, kanil, apríkósum og bergamot í munni. Milliþungt vín með góðum þéttleika og langa bragðmikla endingu. Þrúga: Gewürstraminer Land: Frakkland Hérað: Alsace Fersk mintublöð lífga upp á ýms- an mat svo sem lambakjöt og ferska ávexti. Mörgum finnst gott að setja þau út á vatnsmelónur eða jarðarber en annars ganga þau með flestum ávöxtum. Hver og einn verður að finna út hvað honum líkar best. Mintan á einnig samleið með sal- ati, rjómaís og svölum drykkjum af ýmsu tagi. Fyrir utan að gefa matnum fersk- an og skemmtilegan keim eru mintublöðin falleg og taka sig því vel út á hvaða diski sem er. Fersk minta til bragðbætis www.plusminus.is S u ð u r l a n d s b r a u t 4 ÚTSALA ÁRSINS 50% afsláttur af gleraugna-umgjörðum Glæsileg gæða vörumerki Fyrstir koma fyrstir fá Vörumerki á útsölunni: Nike Fendi Calvin Klein Michael Kors Flexon Rodenstock Scandinavian Eyewear Artic Birka Skaga Oscar Magnusson Efva Attling Danoptik Initium Prodesign Denmark Prego Alexander McQueen Oxydo Design Optical
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.