24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 15 Amsterdam 4 Ankara -1 Barcelona 14 Berlín -5 Chicago 3 Dublin 8 Frankfurt 2 Glasgow 3 Halifax 0 Hamborg -4 Helsinki -4 Kaupmannahöfn -2 London 9 Madrid 10 Mílanó 2 Montreal -9 München 2 New York -6 Nuuk -3 Orlando 7 Osló -1 Palma 20 París 9 Prag -2 Stokkhólmur -4 Þórshöfn 4 Norðaustan 8-15 m/s, slydda eða rigning um landið austanvert, dálítil él norðvestantil, en heldur hægari og hálfskýjað um landið suð- vestanvert. Hiti 0 til 6 stig. VEÐRIÐ Í DAG 4 5 4 5 1 Slydda eða rigning Vestan 8-13 m/s við suðurströndina, en ann- ars hægari norðaustlæg eða breytileg átt. Rigning eða slydda með köflum en úrkomu- minna fyrir austan. Hiti 0 til 5 stig. VEÐRIÐ Á MORGUN 3 3 4 4 3 Hiti 0 til 5 stig Rannsókn á þjófnaði á fjölda verðmætra bóka úr dánarbúi Böðvars Kvaran er vel á veg komin að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar, yfirmanns auðgunarbrota- deildar lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu. Aðspurður um hvort einhverjir liggi undir grun í málinu segir Ómar Smári að hann geti ekki staðfest það. „Við höfum tekið skýrslur af fólki og einnig var gerð húsleit í tengslum við málið. Það hafa skilað sér um það bil 15 bækur en nær allar þeirra skiluðu sér áður en lögreglurannsókn hófst.“ Lögreglan fékk ábendingar Ómar Smári segir að bækurnar hafi verið teknar úr dánarbúinu yf- ir nokkuð langan tíma. Ekki hafi verið um innbrot í húsið að ræða. Samkvæmt heimildum 24 stunda liggur játning eins afkom- enda Böðvars fyrir í málinu. 24 stundir hafa heimildir fyrir því að rökstuddur grunur leiki á að einhverjar bókanna hafi verið flutt- ar úr landi. Ómar Smári segist ekki geta staðfest það. „Það er þó ekki útilokað að einhverjar bækur séu komnar úr landi. Þetta eru fágætar bækur og safnarar hafa vafalaust áhuga á að eignast þær.“ Lögreglan hafði í gær fengið nokkrar ábendingar í kjölfar þess að listar yfir bækurnar voru birtir. Ekki hafði þó tekist að hafa uppi á neinum bókanna seinnipartinn í gær. freyr@24stundir.is Líklegt að bókaþjófur hafi haft aðgang að dánarbúi Böðvars Kvaran Stolnar bækur fluttar úr landi Fornbækur Bækurnar sem saknað er eru margar mjög fá- gætar og eftir því verðmætar. „Þetta mál snýr ekki að mér,“ segir Guðni A. Jóhannes- son nýskipaður orku- málastjóri aðspurður um það hvort hann það sú umræða sem verið hefur um skip- un hans hefði valdið honum óþægindum. „Ég hef lært það af langri reynslu hvað að það eru aðrir sem verða að meta mína hæfni og maður verður að sætta sig við það.“ bætir hann við. Guðni segist ekki hafa bú- ist við því að ráðningingin yrði umdeild þrátt fyrir kunningsskap sinn við iðnaðarráðhera þar sem hann treysti því að hæfni hans yrði metin á verð- leikum. „Það eru gríðar- mörg verkefni framundan og það sem ég geri nú fyrst er að fara sem víðast og tala við fólk og setja mig inn málin,“ segir Guðni um starfið framundan. elias@24stundir.is Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri Segir umræðuna koma sér á óvart Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) ásamt félaginu LeiðtogaAuði standa fyrir hádegisfundi með Björgvin G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra á Hótel Hilton Nordica 25. janúar næstkomandi. Fundarefnið er hvaða leiðir sé hægt að fara til að bæta stöðu kvenna í atvinnulífinu. Mar- grét Kristmannsdóttir, formaður FKA, segir að konur innan félagsins séu orðnar afar þreyttar á að bíða eftir því að hlutur kvenna í stjórnunarstöðum fyrirtækja verði aukinn. „Flestar konur í íslensku viðskiptalífi eru óánægðar með stöðuna. Konum hefur gengið afar illa að auka áhrif sín í stjórnum fyrirtækja og fáar konur eru í toppstöðum. Það sem vekur enn meiri gremju er sú staðreynd að það hefur ekki orðið nein breyting um árabil. Jafnvel má segja að sums staðar hafi orðið afturför. Við boðum til fundar með ráðherra til að fá einhver svör um hvaða lausnir hann sér fyrir sér til að fá viðskiptalífið til að nýta kraft kvenna.“ freyr@24stundir.is Konur vilja aukin áhrif Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra útilokar ekki að setja á kynjakvóta í stjórnir fyr- irtækja. „Ég tek það samt fram að það á að leita allra leiða til að rétta hlut kvenna í atvinnulífinu áður en til kvótasetningar kæmi. Það væri þrautalendingin að gera það.“ fr Útilokar ekki kynjakvóta Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var samþykkt að forsætisráðherra skipaði tvær nefndir til að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf og samfélag á Norðurlandi vestra annars vegar og á ákveðnum svæðum á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Nefndir þessar myndu þjóna svipuðu hlutverki og Vestfjarðanefndin sem skilaði tillögum sínum til stjórnvalda á síðasta ári. Nefndirnar verða báð- ar undir forsæti Halldórs Árna- sonar, skrifstofustjóra í forsæt- isráðuneytinu, og skulu skila tillögum fyrir 1. apríl annars veg- ar og 1. maí hins vegar. fr Nefndir skili tillögum um atvinnulíf Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Komum Austur-Evrópubúa á slysadeild Landspítalans hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum tveimur árum. Árið 2005 komu 4 til 8 austur-evrópskir karlmenn í hverjum mánuði á slysadeildina. Undanfarna tvo til þrjá mánuði hefur fjöldi þeirra austur-evrópsku karlmanna, einkum frá Póllandi og Eystrasaltslöndunum, sem komið hefur á slysadeildina verið 120 til 140 í hverjum mánuði vegna ýmiss konar slysa en einnig vegna kvefs og annarra kvilla sem ættu heima á heilsugæslunni, að því er Ófeigur Þorgeirsson yfirlæknir greinir frá. Hann getur þess jafnframt að fjöl- skyldur austur-evrópsku karlanna, jafnvel foreldrar þeirra sem starfa hér, séu einnig farnar að leita til slysadeildarinnar vegna ýmissa sjúkdóma. „Það er skortur á framboði á læknisþjónustu utan spítalans. Fólk kemur á staðinn þar sem þjónustan er hvað dýrust miðað við þjónustu heilsugæslustöðvanna. Séu sjúk- lingar sjúkratryggðir er kostnaður þeirra sambærilegur við það sem greitt er á einkareknum stofum. Séu þeir ekki sjúkratryggðir er lág- markskostnaðurinn vegna komu á slysadeildina 20 þúsund krónur. Auðvitað kemur fyrir að fólk getur ekki borgað,“ segir Ófeigur. Þann 17. desember síðastliðinn námu skuldir ósjúkratryggðra út- lendinga við Landspítalann samtals 110,3 milljónum króna, að sögn Sigrúnar Guðjónsdóttur, deildar- stjóra fjárstýringar og innheimtu á spítalanum. Um er að ræða skuldir einstaklinga og fyrirtækja, til dæm- is erlendra tryggingafélaga. „Upp- hæðirnar eru frá nokkrum þús- undum króna upp í 5 milljónir,“ segir Sigrún. Ófeigur segir eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu almennt hafa aukist undanfarin ár í takt við aukna þekkingu. ,,Það er af hinu góða því það er hægt að fyrirbyggja svo margt nú. En það er hins vegar klárlega ekki nógu mikið aðgengi að læknisþjónustu utan Landspít- alans.“ Skulda spítalan- um 110 milljónir  Komum útlendinga á slysadeild vegna kvefs fjölgar  Skortur á þjónustu utan spítalans  Afskriftir upp á margar milljónir króna Á Landspítala Undanfarið hafa 120 til 140 austur- evrópskir karlmenn komið á slysadeild í hverjum mánuði. ➤ Í árslok 2006 voru skuldirósjúkratryggðra útlendinga við Landspítalann 92,2 millj- ónir króna en 110,3 milljónir þann 17. desember síðastlið- inn. ➤ Kröfur sem sendar voru í inn-heimtu vegna áranna 2002 til 2005 námu 21,4 milljónum króna. Reiknað er með að af- skrifa þurfi 14 til 16 milljónir af þeirri upphæð. SKULDIR OG AFSKRIFTIR 24stundir/ÞÖK STUTT ● Rangt föðurnafn Í sérblaði um heilsu sem birtist með 24 stundum í gær var rangt farið með föðurnafn Birnu Ás- björnsdóttur, hómópata og næringarþerapista, en hún var sögð Ásgeirsdóttir. Þetta leið- réttist hér með og Birna beðin afsökunar á mistökunum. ● Húsabjörgun Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri greindi frá því í gær að samkomulag yrði gert um að Reykjavík- urborg hefði 14 daga til að flytja Laugaveg 4 og 6. Hann telur koma til greina að gera húsin að kaffihúsi í Hljóm- skálagarðinum. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Hugsaðu um hollustuna! Svalandi, próteinríkur og fitulaus Silkimjúkt, próteinríkt og fitulaust Fitusnauðar og mildar ab-vörur – dagleg neysla stuðlar að bættri heilsu og vellíðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.