24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 37

24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 37
24stundir LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 37 húsgögn gjafavara ljós opið í dag 11–16 sunnudag 13–16 afsláttur hefst í dag 15–70% ÚTSALAN MIRALE Síðumúla 33 108 Reykjavík sími: 517 1020 www.mirale.is Opið mánud.–föstud. 11–18 laugardag 11–16 sunnudag 13–16 Þ etta er starf sem mér þyk- ir mjög eftirsóknarvert að sinna en ég bjóst ekk- ert sérstaklega við því að fá stöðuna í upphafi, enda voru umsækjendur fimmtíu. Allan tíunda áratuginn vann ég störf í grasrótinni í ferðaþjónustu, sem landvörður, fararstjóri í hesta- ferðum og rak í eitt ár fræðasetur í Mývatnssveit sem sinnti fræðslu og þjónustu bæði við almenna ferða- menn og skólahópa frá sex ára bekk og upp í háskóla. Þetta nýja starf mitt hefur auðvitað sterka vís- an í þennan hluta starfsferils míns. Svo fór ég að gera aðra hluti, en áð- urnefnd störf eru þau skemmtileg- ustu sem ég hef stundað og ég fór á sínum tíma í líffræðinámið á grundvelli áhuga míns á Íslandi og íslenskri náttúru. Mér finnst gott að vera komin aftur í þennan geira, segir Ólöf Ýrr Atladóttir, nýráðinn ferðamálastjóri. Ólöf Ýrr er líf- fræðingur og íslenskufræðingur og áður en hún tók við starfi ferða- málastjóra var hún framkvæmda- stjóri Vísindasiðanefndar. Breytt lífsviðhorf Fannstu fyrir ást á íslenskri nátt- úru strax sem krakki? „Þegar ég var krakki bjuggu for- eldrar mínir erlendis um skeið, í Bandaríkjunum og Svíþjóð, og þar ólst ég upp að hluta, en ég átti fast- an sess í húsi afa og ömmu í Mý- vatnssveit og sömuleiðis hjá afa og ömmu á Siglufirði. Það má ef til vill segja að sveitin hafi verið fasti punkturinn í tilveru minni. Árið 1990 varð ég landvörður í Kverk- fjöllum, þá 23 ára gömul, og það sumar var upplifun sem breytti lífsviðhorfum mínum. Einangrun- in og andstæðurnar í náttúrunni opnuðu fyrir mér nýjar víddir og kenndu mér að leita hins smáa og sérstaka í nánasta umhverfi mínu. Ég naut þess líka að hafa verið í bókmenntanámi í háskólanum og gat tengt náttúruna áhuga mínum á bókmenntum og skáldskap.“ Þú hefur unnið við störf sem tengjast náttúrufræði fremur en bókmenntum. Var íslenskunámið ekki nógu praktískt? „Ég veit ekki hvort hægt er að tala um praktík í því samhengi. Þegar ég fór í líffræði að loknu ís- lenskunámi horfði fólk á mig vor- kunnaraugum og sagði: Fyrst ferðu í íslensku og svo ferðu í líffræði, hvað ætlarðu svo að gera? Ég hef mjög víðtæk áhugasvið og hef verið svo heppin að fá tækifæri til að sinna þeim. Íslenskunámið sneri að bókmenntaáhuganum og svo fór náttúrufræðin að toga í mig. En náttúrufræði og bók- menntir geta vel tengst, eins og við sjáum best á því að Jónas Hall- grímsson var bæði náttúrufræð- ingur og skáld. Þegar ég hef efast um réttmæti þess að leita í svona margar áttir, þá hef ég oft hugsað til hans – það er ekki slæmt að geta litið til hans sem fyrirmyndar.“ Hefurðu áhuga á náttúruskáldum eins og Jónasi? „Já, ég hef alveg sérstakan áhuga á ljóðskáldum sem mála náttúruna litum eins og Snorri Hjartarson og Jónas gera í skáldskap sínum. Ég vil ekki hljóma eins og mjúkmáll róm- antíker – því það er ég ekki – en ég er mjög hrifnæm manneskja og get gleymt mér í því sem ég hrífst af. Ég á margar góðar minningar frá ferðum mínum um Ísland, til dæmis frá því að hafa setið heila nótt og horft dáleidd út á Öxar- fjörð þar sem sólin dýfði tánum í hafið og fór svo að rísa aftur.“ Einlægur friðarsinni Sem náttúrumanneskja hlýturðu að vera sérstakur andstæðingur virkjanastefnu, eða hvað? „Ég hef verið andstæðingur stór- virkjana á Íslandi eins og þær hafa verið unnar, eins og til dæmis Kárahnjúkavirkjunar. Menn verða að fara mjög varlega í stórvirkjana- framkvæmdum. En ég geri mér grein fyrir því að það er ekki fyr- irfram hægt að útiloka allt sem snýr að virkjunum. Slíkt væri fá- ránlegt og skammsýnt. En viðhorf mitt byggist ekki einungis á nátt- úruvernd heldur tala ég líka sem al- þjóðasinni. Ég tel ekki að við Ís- lendingar eigum að leggja okkur eftir að vera í samkeppni við þró- unarlönd um stóriðju. Það felst engin reisn í því. Þarna eru þjóðir sem eiga eftir að nýta auðlindir sín- ar eða eru rétt að byrja á því, þær eru að byggja undir grunnstoðir veikburða samfélags. Frekar en að fara í samkeppni við þær eigum við að aðstoða þær.“ Þú hefur skrifað nokkrar blaða- greinar á undanförnum árum, þar á meðal grein þar sem þú hvattir til að íslensk stjórnvöld tækju afstöðu með óbreyttum borgurum í Líbanon. „Ég hef mikinn áhuga á alþjóða- málum og hef sterka réttlætis- kennd. Ég skrifa ekki oft í blöð og hef svosem engan sérstakan áhuga á að leggja mig eftir því. Ég hef haldið úti afar strjálu bloggi, sem sjaldan er bætt á, vegna þess að þau skrif eru hreinlega ekki í forgangi hjá mér. En þar hef ég raunar lagt mig eftir að hripa niður hugsanir um ýmis alþjóðamál. Alþjóðamál eru sterkur áhrifavaldur á okkar daglega líf, miklu sterkari en við gerum okkur líklega grein fyrir. Ég er einlægur friðarsinni og í þau fáu skipti sem ég hef skrifað um al- þjóðamál og mannréttindi tengist það fyrrnefndu hrifnæmi mínu og væntanlega því að það hefur fokið í mig. Íslensk stjórnvöld eiga að þora að taka opinbera afstöðu með manneskjum í öðrum löndum. Það var það sem ég sagði í grein- inni sem þú vitnar til.“ Alveg örugglega krati Ertu pólitísk? „Ég er raunar af góðum og gegn- um sjálfstæðisættum í aðra ætt og siglfirsku verkafólki í hina og það er mjög lífleg pólitísk umræða í fjölskyldu minni. Ég er vissulega pólitísk og raunar alveg örugglega krati – rétt eins og þú. Ég byrjaði reyndar pólitískan feril minn á því að vera formaður sósíalistafélagsins í Menntaskólanum á Akureyri. Sá félagsskapur samanstóð af um það bil tíu sálum sem sátu saman og strikuðu samviskusamlega undir það sem þóttu vera mikilvægar setningar í Kommúnistaávarpinu. Og ég held raunar að það hafi verið hið besta mál – flestir ganga í gegn- um róttækt tímaskeið í pólitík ým- ist til hægri eða vinstri – eða ættu að gera það. Svo endum við flest í HELGARVIÐTALIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is a Ég er einlægur friðarsinni og í þau fáu skipti sem ég hef skrifað um al- þjóðamál og mannrétt- indi tengist það fyrr- nefndu hrifnæmi mínu og væntanlega því að það hefur fokið í mig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.