24 stundir - 05.01.2008, Side 44

24 stundir - 05.01.2008, Side 44
LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 200844 stundir TRÚIN OG TILVERAN Hermann Jónasson framkvæmdastjóri markaðssviðs Landsbankans fæddur 31.08.1969 Ráðgjafar tru.is svara spurningum lesenda - Spurningum má koma á framfæri á tru.is og taka fram ef beðið er um svar í 24 stundum Bernskuguðspjall Matteusar Vorum, erum og ætlum áfram að vera banki allra landsmanna YFIRLÝSINGIN 24stundir/Frikki Guðbjörg spyr: Komið þið sæl. Ég var að skoða vefsíðu guðfræðideildar Kaup- mannahafnarháskóla og rakst þá þar á námskeið um eitthvert guð- spjall sem þeir kalla „det uægte Matheusevangeliet”. Ég hef aldrei heyrt á það minnst áður, ekki svo að ég muni a.m.k. Getur einhver sagt mér eitthvað um það, hvað það er og út á hvað það gengur, eða veitt mér einhverjar upplýsingar um það? Dr. Jón Ma. Ásgeirsson svarar: Bernskuguðspjall Matteusar (á ensku ýmist kallað, The Infancy Gospel of Matthew eða Gospel of Pseudo-Matthew (sbr. á dönsku, Det uægte Matheusevangeliet) er eitt af fjölmörgum apókrýfum ritum Nýja testamentisins. Bernsku- guðspjall Matteusar var samið á latínu á áttundu eða níundu öld og er á meðal yngstu apókrýfu rita Biblíunnar. Guðspjallið skiptist í fjörutíu og einn kafla, fremur stutta, og formálshluta einkum í formi bréfa þar sem m.a. segir frá því að heilagur Híerónýmus (342- 420) hafi þýtt guðspjallið úr hebr- esku yfir á latínu og að höfundur þess hafi verið guðspjallamaðurinn Matteus. Þessi bréfaskipti eru talin tilbúningur miðaldahöfundar guðspjallsins í þeim tilgangi að láta guðspjallið líta út fyrir að vera eldra en það er. Í upphafsorðum guðspjallsins kemur fram upprunalegur titill rits- ins, Frásögnin af fæðingu hinnar sælu Maríu og bernsku frelsarans. Rannsóknir sýna að höfundur guð- spjallsins notast að minnsta kosti við tvær þekktar heimildir, annars vegar Bernskuguðspjall Jakobs (best þekkt undir latneskum titli þess, Protoevangelium Iacobi) í köfl- unum 1-17 og hins vegar Bernsku- guðspjall Tómasar (á ensku, The Infancy Gospel of Thomas) í köfl- unum 25-41, en þessi guðspjöll voru samin á grísku á annarri öld. Ekki er kunnugt hvort höfundur hefur notað heimild í köflunum 18-24 eða samið þessa kafla sjálfur. Bernsku- guðspjall Jakobs fjallar einkum um fæðingu Maríu meyjar, samband hennar við Jósep og meyfæðing- una annars vegar og hins vegar um bernskuár Jesú. Bernskuguð- spjall Tómasar fjallar einkum um kraftaverk Jesú á uppvaxtarárum hans. Miðhluti Bernskuguðspjalls Matteusar bregður upp mynd af Jesú sem guðlegum kraftaverka- manni á svipaðan hátt og höfundur Matteusarguðspjalls lýsir honum. Bernskuguðspjall Matteusar varð mikilvæg heimild um Maríu mey og foreldra hennar, rétt eins og Bernskuguðspjall Jakobs, þar sem hefðir tengdar Maríu mey og foreldrum hennar voru í hávegum hafðar. Jafnframt var guðspjallið talið mikilvæg heimild um fæðingu og bernsku(verk) Jesú. Bernsku- guðspjall Matteusar leggur áherslu á meydóm Maríu og fyrirmynd hennar í þeim efnum og sneiðir hjá kraftaverkum í heimildum sínum um bernsku Jesú sem þóttu vafa- söm. Það er ekki síst í kirkjulistinni að áhrifa Bernskuguðspjalls Matte- usar sér merki allt til þessa dags. Texta þessa guðspjalls má t.d. finna í enskri útgáfu Charles F. Horne, The Gospel of Pseudo-Matt- hew (Kessinger Publishing, 2005); einnig má finna textann á ensku á vefslóðinni: www.wesley.nnu.edu/biblical_ studies/noncanon/gospels/pseudo- mat.htm. Dr. Jón Ma. Ásgeirsson Merking orðanna „Þar er ég mitt á meðal þeirra“ Tómas spyr: Ég er með eina stutta spurningu: Hvað merkja orð Jesú þegar hann segir: „Hvar sem tveir eða þrír eru samankomnir og samhuga í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra”? Takk fyrir svarið, Tómas. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir svarar: Þessi orð úr 18. kafla Matteus- arguðspjalls hljóma svo í nýrri þýðingu Biblíunnar: „Því að hvar sem tvö eða þrjú eru saman komin í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra.” Í framhaldi af því er hægt að segja að með því að eiga bræður og systur sem við getum verið samhuga og sammála um að biðja Jesúm um eitthvað þá þýðir það líka að við getum safnast saman með þessum systkinum okkar. Um leið og við eigum þannig samfélag með trúsystkinum þá eigum við líka loforð Jesú um að hann er nálægur í þessu samfélagi með blessun sína og nærveru. Þetta samfélag getur myndast hvar sem er, hvenær sem er. Með þessu versi úr Biblíunni erum við minnt á það að það er eitthvað eftirsóknarvert við að eign- ast þannig systkin í Kristi sem eru okkur samhuga og við erum hvött til að sækjast eftir því eins og við gerum t.d. í kirkjunni þegar við hitt- umst þar, biðjum saman og ræðum saman og þar mitt á meðal okkar er Kristur sem við sjáum ekki en er nálægur og heyrir bænir okkar, samtalið og skynjar samhug okkar. Kær kveðja, Irma Sjöfn. Spurt á trú.is Ég er að vinna að ritgerð um dauðarefsingar og trúarbrögð með öðrum. Við erum að rann- saka hvort einhver tenging sé á milli trúarhópa og fylgni við dauðarefsingar. Okkur langar því til að spyrja: hver er afstaða þjóðkirkjunnar gagnvart dauðarefsingum? Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir svarar: Sæll vertu. Fyrir nokkrum árum var Biskups- stofa beðin um umsögn til Alþingis vegna frumvarps til laga um Mann- réttindasáttmála Evrópu, 142. mál, 13. samningsviðauka. Í honum voru tekin af öll tvímæli um að dauðarefs- ingar skyldu ekki leyfðar. Í svari frá Biskupsstofu segir: „Kristinn mannskilningur leggur áherslu á mannhelgi og gildi hvers og eins einstaklings sem skapaður er af Guði, í Guðs mynd. Kristin trú sér því lífið sem heilagt, það er gjöf frá Guði. Fagnaðarerindið er boðskapur um fyrirgefningu og von og viðreisn. Þjóðskipulag okkar byggir á þessum kristna arfi og kristin sið- fræði hefur mótað löggjöf okkar. Það að í nýjum Mannréttindasáttmála Evrópu skuli tekin af öll tvímæli um að dauðarefsing eigi aldrei rétt á sér er því fyllilega í samræmi við okkar kristnu hefð. Biskupsstofa gerir því ekki athuga- semd við frumvarp þetta en fagnar því og hvetur til þess að Alþingi samþykki það.“ Ég man ekki eftir öðrum yfirlýsingum frá þjóðkirkjunni varðandi dauðarefsingar, en hér kemur fram að hún er ekki hlynnt dauðarefsingum. Vonandi svarar þetta spurningu þinni. Kveðja, Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir Afstaða þjóðkirkjunnar til dauðarefsinga upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Kata@24stundir.is Katrin s.510 3727 Serblad 24 stunda namskeid 11.januar 2008

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.