24 stundir - 05.01.2008, Síða 42

24 stundir - 05.01.2008, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 24stundir Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is Seint í marsmánuði gerðust furðulegir hlutir í verbúð Sigurð- ar Hinrikssonar í Rankakoti á Stokkseyri. Þar dvöldu tíu menn og kvöld eitt um ellefu ætluðu þeir að fara að sofa eftir að hafa hlýtt á sagnalestur. Formaður þeirra, Sigurður Hinriksson, hafði verið við lesturinn og kvaddi félaga sína og hélt heim. Verbúðarmenn lögðust til svefns. Skyndilega tók einn þeirra, Elías Guðmundsson, að brjótast um á hæl og hnakka, rak upp ægileg hljóð, blánaði allur í framan og ætlaði naumast að ná andanum. Félagi hans þreif í hann. Elías vaknaði og sagði að sér liði illa. Um leið byrjaði Ingvar, bróðir Elíasar, að berjast um í svefnrof- unum og tókst loks að rífa sig upp með eigin atorku. Þá voru flestir verbúðarmenn vaknaðir og ljós voru kveikt. Einn mannanna, Hafliði Sæ- mundsson, þreif hníf sem var í slíðri fyrir ofan rúm hans, otaði hnífnum út í loftið og sagðist skyldu reka hann í þann djöful sem væri að kvelja menn þar inni. Skyndilega var eins og Hafliða væri þrýst niður, höfuðið fór nið- ur fyrir hné og hnífurinn féll úr hendi hans. Hafliði blánaði í framan og froðufelldi. Félagar hans komu honum til aðstoðar og hann sagði: „Þetta var rétt búið að gera út af við mig.“ Mennirnir voru vitanlega skelkaðir en urðu einskis frekara varir þá nótt. Bardagi við draug Nóttina eftir hófust ofsóknirn- ar á nýjan leik. Þá var Sigurður formaður staddur hjá mönnun- um. Þegar hann sá hvað var að gerast bað hann tvo af hásetunum að fara til fundar við skyggnan mann, Jón Vernharðsson. Jón kom til verbúðar en þá stund sem hann var þar brá ekki til tíðinda. Áður en hann fór sagði hann há- setum að þeim sem þessu ylli yrði ekki komið burt heldur færi þegar hans tími væri kominn. Í hópi háseta var Ingvar Guð- mundsson sem sagði seinna að Jón Vernharðsson hefði talið sig sjá í verbúðinni draug og sagt að reynandi væri að berja hann með hríslum. Fóru hásetar þá með hríslur í rúm sín og börðust við draugsa þegar hann lagðist á þá um nóttina. „Þarna er það, þarna er það“ Þuríður í Útgörðum, gömul kona og talin skyggn, var fengin til að reyna að reka út drauginn. Hún sett- ist á rúm, starði á horn eitt og taut- aði fyrir munni sér: „Þarna er það, þarna er það, ójá.“ Eftir nokkra stund sagði hún hásetum að fara út því hún gæti ekki rekið drauginn burt nema vera ein með honum. Þeir fóru út en lögðust á glugga og kíktu inn fyrir forvitnissakir. Þuríður var með tvo hrísvendi og barði með þeim á báða bóga meðan hún gekk eftir gólfinu. Loks hætti hún að berja frá sér með vöndunum og heyrðist segja: „Það þarf þrenninguna á það“. Verbúðarmenn skildu orð hennar svo að hún hefði talið sig þurfa þrjá vendi. Næstu nótt gengu menn snemma til hvílu enda þjakaðir af svefnleysi eftir atgang undanfar- inna nátta. Klukkan þrjú um nótt- ina hófust ofsóknirnar að nýju. Kirkjuklukkur sóttar Daginn eftir kviknaði sú hug- mynd að fá kirkjuklukkurnar í Stokkseyrarkirkju lánaðar og hafa í búðinni til að hrekja burt drauginn. Klukkurnar voru sóttar. Um kvöldið gengu menn til náða og draugurinn tók að herja á tvo menn. Einn mannanna hringdi þá kirkjuklukk- unum. Menn sváfu ekki það sem eft- ir lifði nætur. Ónæðið hélt áfram og þegar svo hafði gengið nótt eftir nótt fluttu há- setar úr verbúðinni. Eftir það voru þeir ekki ónáðaðir af draugagangi. Lýsingar á draugsa Lýsingar á draugnum voru ekki á einn veg. Sumir sögðu að hann líktist helst bláleitum gufuhnoðra sem hraktist til og frá og sindraði af. Aðrir sögðust finna þyt koma nálægt sér og væri þungur, snöggur og kaldur. Enn aðrir sögðust sjá þéttan, bláleitan og uppmjóan mökk. Og svo voru aðrar lýsingar á flikki sem væri á stærð við hund. Getgátur voru uppi um það hvað reimleikunum hefði valdið. Sagt var að þetta hefði verið draugur sem kona nokkur hefði magnað upp og komið fyrir í hóli sem stóð við verbúðina. Eftir að steinn hefði verið tekinn úr hóln- um hefði draugurinn losnað og farið á kreik. Verbúðarmenn í vanda Draugagangur á Stokkseyri Ýmislegt furðulegt gerð- ist í verbúð á Stokkseyri árið 1892. Brugðu menn á ýmis ráð til að losna við óvætt sem lagðist á menn. Meðal annars var reynt að berja draugsa með hríslum og kirkju- klukkur voru notaðar til að fæla hann burt. Ekkert virtist duga Kirkjan á Stokkseyri. Þegar bera tók á reimleikum í verbúð á staðnum voru kirkjuklukkur sóttar. 24stundir/Ómar Fjalla-Eyvindi er svo lýst á Öxarárþingi: Hann er grannvaxinn, með stærri mönnum, útlimastór, nær gljó- bjartur á hár sem er með liðum að neðan, bólugrafinn, tog- inleitur, nokkuð þykkari efri en neðri vör, mjúkmáll og geð- þýður, hirtinn og hreinlátur, reykir mikið tóbak, hæglátur í umgengni, blíðmælt- ur og góður vinnu- maður, hagur á tré og járn, lítt lesandi, óskrifandi, raular oft fyrir munni sér rímu- erindi, oftast afbakað. Úr Alþingisbókum Lýsing á sakamanni Ég kynntist honum mest rúmu ári áður en hann dó. Hann var orð- inn hrumur og sjóndapur en skilningurinn var næmur, lundin glöð, hjart- að heitt. Enginn maður hefur verið mér svo lifandi sönnun þess að andinn er meira en efnið, lífið meira en dauðinn, að sálin á ekki að sofna þegar hún er „rétt vöknuð“. Þessi sál var ekki blaktandi logi á nærri útbrunnu kertisskari. Hún minnti mig fremur - ég bið yður að fyrirgefa ef líkingin er of fjarstæð - á ungan hauk, í gömlu og hrörlegu hreiðri, albúinn til flugs. Sigurður Nordal um Matthías Jochumsson. Sál Matthíasar EFTIRMÆLISKEMMTILEGT Ennþá eru lausir nokkrir vikulegir tímar! TENNIS Í VETUR Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 og á www.tennishöllin.is Byrjendanámskeið fyrir fullorðna eru að hefjast. 10 tíma námskeið kostar 17.900 kr. Aðeins fjórir á hverju námskeiði. Spaðar og boltar á staðnum. Tennis er skemmtileg hreyfing. Morgun- og hádegistímar í boði og nokkrir aðrir tímar enn lausir. Tennis_2x10.ai 9/25/07 3:00:16 PM FRÉTTNÆMT ÚR FORTÍÐINNI frettir@24stundir.is a Ég trúi á lífið fyrir dauðann. Þorgeir Þorgeirson

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.