24 stundir - 05.01.2008, Page 28

24 stundir - 05.01.2008, Page 28
28 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Hvaða lifandi manneskju líturðu upp til og hvers vegna? Foreldra minna. Mér finnst þeim hafa tekist vel upp með strákinn. Hver er þín fyrsta minning? Bíllinn sem Baddi frændi kom með frá út- löndum 1961 (tveggja ára). Hver eru helstu vonbrigðin hingað til? Allir peningarnir sem hafa farið í líkams- ræktina. Hvað í samfélaginu gerir þig dapran? Hvað sumir geta verið illir út í með- bræður sína. Leiðinlegasta vinnan? Mér finnst gaman að vinna, spurning um hugarástand. Uppáhaldsbókin þín? Allar kokkabækur. Hvað eldarðu hversdags, ertu góður kokk- ur? Ég elda ekki hversdagsmat … það er veislumatur alla daga. Spyrjið börnin mín. Hver myndi leika þig í kvikmynd byggðri á ævi þinni? Sigurjón Kjartansson í leikstjórn Jóns Gnarr … forvitnileg útkoma. Að frátalinni húseign, hvað er það dýrasta sem þú hefur fest kaup á? Bíllinn minn, BMW 2004 módel 318 … Mesta skammarstrikið? GSM-síminn hans Pálma … segi ekki meir. Hvað er hamingja að þínu mati? Ég og konan í bústaðnum, sólsetur og kaffibolli, gott veður skemmir ekki. Hvaða galla hefurðu? Að mínu mati er ég fullkominn, nema kannski … nei, man ekki eftir neinum. Ef þú byggir yfir ofurmannlegum hæfi- leikum, hverjir væru þeir? Að flytja mig heildrænt á milli staða. Sparar flugmiðana. Hvernig tilfinning er ástin? Þessi tilfinning er ólýsanleg. Hvað grætir þig? Mannvonska. Hefurðu einhvern tímann lent í lífshættu? Er maður ekki alltaf í lífshættu í umferð- inni? Hvaða hluti í eigu þinni meturðu mest? Frímerkin mín. Hvað gerirðu til að láta þér líða vel? Ég vísa til svars númer 11. Hverjir eru styrkleikar þínir? Ég held að sá stærsti sé þokkaleg geðprýði. Hvað langaði þig að verða þegar þú varst lítill? Teiknimyndagerðarmaður og teiknari. Er gott að búa á Íslandi? Í einu orði sagt: Já, alveg frábært. Hefurðu einhvern tímann bjargað lífi ein- hvers? Já, skaut skjólshúsi yfir mann sem varð nærri úti í snarvitlausu veðri um miðja nótt að vetri til. Hann fékk kakó. Hvert er draumastarfið? Eitthvað sem er áhyggjulaust. Hef ekki fundið það ennþá. Hvað ertu að gera núna? Þýða Bubbi byggir-handrit fyrir talsetn- ingu. Get ekki svarað meiru, verð að halda áfram … Örn Árnason Örn Árnason er skemmtikraft- ur og leikari af Guðs náð og flestir vita að hjá honum er aldrei dauð stund. Hver veit hvaðan hann fær orku til allra þeirra verka sem hann sinnir? En auk þess að kitla hlát- urtaugar landsmanna í viku- legum sívinsælum þætti Spaugstofunnar, selur hann flugelda, smíðar og skemmtir, syngur, talsetur og brallar, framleiðir, leikstýrir og er handlagnari en flestir aðrir. Örn er óstöðvandi. a Ég skaut skjólshúsi yfir mann sem varð nærri úti í snarvitlausu veðri um miðja nótt að vetri til. Hann fékk kakó. 24stundir/Árni Sæberg 24spurningar upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Kata@24stundir.is Katrin s.510 3727 Serblad 24 stunda heimili og honnun 9.januar 2008

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.