24 stundir - 05.01.2008, Page 22

24 stundir - 05.01.2008, Page 22
22 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 24stundir Fyrir 15 árum hefði það þótt geggjuð firra að Ólafur Ragnar Grímsson ætti eftir að verða for- seti Íslands. Þá var hann forystu- maður í Alþýðubandalaginu, afar umdeildur jafnvel og ekki síst innan eigin flokks, en meðal al- mennings fyrst og fremst kunnur sem fljóthuga orðhákur; enginn frýði honum vits en hann virtist nokkuð gjarn á frumhlaup og eft- ir flakk hans milli flokka var hann mjög grunaður um græsku. Á Ís- landi er það af einhverjum ástæð- um svo að sá sem vinnur af óbil- andi metnaði að eigin framgangi innan eins flokks er talinn dug- legur og aðdáunarverður, og jafn- vel hugsjónamaður, en sá sem dirfist að gera það í fleiri en ein- um flokki er talinn helsti viðsjáll. Sjaldan mjög vinsæll Altént komst Ólafur Ragnar sjaldan mjög hátt á blað þegar mældar voru vinsældir helstu stjórnmálaforingjanna; einatt var hann ofar á listanum ef spurt var um óvinsæla stjórnmálamenn. Það virtist í alla staði útilokað að hann gæti átt eftir að komast í embætti þar sem öllum bar þá saman um að ætti að sitja ,,sam- einingartákn þjóðarinnar“ – óumdeildur íhugull og vitur leið- togi og ekki verra að hann kæmi úr einhvers konar menningar- geira. Flestir Íslendingar skilgreindu sem sagt æskilega kosti forsetans svo að Ólafur Ragnar virtist ná- kvæmlega EKKI maðurinn á Bessastaði. Enda minntust álits- gjafar allt fram á árið 1995 aldrei á Ólaf Ragnar sem vænlegan kandídat á Bessastaði. En einhvern veginn komst þessi hugmynd samt á kreik og þjóðin reyndist ósammála álitsgjöfun- um; hún sá í Ólafi Ragnari ein- hverja þá kosti sem henni fannst upplagðir á Bessastaði og Ólafur Ragnar var kjörinn til starfans. Og ótrúlegt nokk hefur Ólafur Ragnar bara plumað sig prýðilega á Bessastöðum. Hann var auðvit- að of flæktur í harðsvíruð pólitísk átök á sínum tíma til að geta náð stalli ,,sameiningartákns þjóðar- innar“ – enda spurning hvort sá frasi var ekki allan tímann inn- antómur, eða hæfði altént öðrum tímum. En hér innanlands hefur hann gegnt sínum skyldum með sóma og augljóslega náð áður óþekktum árangri erlendis þar sem hann virðist sem fiskur í vatni. Og jafnvel sú umdeilda gjörð hans að neita að skrifa undir fjöl- miðlafrumvarpið á sínum tíma megnaði ekki að slá til lengdar á stöðu hans – nema þá hjá mjög þröngum hópi manna. Aðrir eru eftir á flestir hæstánægðir með þá gjörð hans. Þegar allt þetta er tekið saman er auðvitað í hæsta máta eðlilegt að Ólafur Ragnar sækist eftir end- urkjöri. Og þótt auðvitað ríki ekki 100% ánægja með hann er fyrirfram ómögulegt að nokkur mótframbjóðandi myndi hrófla að ráði við honum. Hlakka lítið til Eigi að síður er það vitaskuld helgur réttur allra sem annað- hvort hafa eitthvað á móti Ólafi Ragnari eða vilja koma sjálfum sér á framfæri að bjóða sig fram gegn honum. Og ekkert nema gott um það að segja ef til mót- framboðs kemur. Ég verð hins vegar að segja – ægilega sem það var lítið skemmtileg frétt þegar einhver fréttamaðurinn var búinn að mana Ástþór Magnússon upp í að hann ætlaði vitaskuld í forseta- framboð. Guð, hvað ég hlakka lít- ið til þess ef Ástþór fer að ólmast í einhverju málamynda forseta- framboði móti Ólafi Ragnari. Það var fyndið í fyrsta sinn og jafnvel einhvers konar tákn um lýðræðið – þolanlegt en bara með naum- indum þó í annað sinn – en til- hugsunin um sama brandarann í þriðja sinn … Æ, nei, æ, nei! Frelsa oss frá því, í öllum ham- ingju bænum! Fjögur ár enn aIllugi Jökulsson skrifar um forsetann Ægilega sem það var lítið skemmtileg frétt þegar einhver fréttamað- urinn var bú- inn að mana Ástþór Magnússon upp í að hann ætlaði vitaskuld í forsetaframboð móti Ólafi Ragnari. Guð, hvað ég hlakka lítið til þess ef Ástþór fer að ólmast í einhverju málamynda forsetaframboði Gefur kost á sér áfram Misjafnt er hvað mönnum finnst um þá ákvörð- un Ólafs Ragnars Grímssonar. 24stundir/Jim Smart upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Kata@24stundir.is Katrin s.510 3727 Serblad 24 stunda 9.jan.2008 heimili og honnun

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.