24 stundir


24 stundir - 05.01.2008, Qupperneq 17

24 stundir - 05.01.2008, Qupperneq 17
24stundir LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 17 STÆKKUM Í SUNDLAUG KÓPAVOGS UM HELGINA Nýr 450 fermetra salur // Ný Nautilustæki Mikill fjöldi hlaupabretta // Ný þrektæki Ný sjónvörp // Stór og glæsilegur salur með lausum lóðum // Salur fyrir spinning-/hjólatíma Sundlaug Kópavogs / sími 570 0470 Íþróttamiðstöðin Versalir / sími 570 0480 www.nautilus.is OPNUNARTILBOÐ Á ÁRSKORTUM 25.990 KR. Aðeins 2.166 kr. á mánuði með vaxtalausum Visa/Euro léttgreiðslum KORTIÐ GILDIR Í LÍKAMSRÆKT OG SUND Á BÁÐUM STÖÐVUM NAUTILUS Í KÓPAVOGI. Tilboðið gildir aðeins þessa helgi! ar gu s / 07 0 97 4 ars nauðsynlegt til að standa við orkusölusamning vegna byggingar álvers í Helguvík. Árni Sigfússon sagði að það þyrfti „mjög mikinn fjandsskap Suðurlinda gagnvart Hitaveitu Suðurnesja“ til að koma í veg fyrir að álver risi í Helguvík. Hann tryði því ekki að slíkur fjand- skapur væri til staðar. Staðan í dag Ef kapallinn sem lagður hefur verið gengur upp munu þrír aðilar eiga um 98 prósenta hlut í HS; Reykjanesbær (34,75 prósent), GGE (32 prósent) og OR (31,23 prósent). Minni sveitarfélög á Suð- urnesjum og Hafnfirðingar munu saman eiga um tvö prósent. Eign- arhald HS hefur því farið frá því að vera alfarið í eigu opinbera aðila í að skiptast á milli einkafyrirtækis, samkeppnisaðila og stærsta sveitar- félagsins á Suðurnesjum. Níu af þeim tíu aðilum sem áttu í HS í upphafi árs 2007 hafa ann- aðhvort selt sig alfarið út úr félag- inu eða eiga innan við eins pró- sents eignarhlut. Það er því auðvelt að skilja hvað vakti fyrir þeim sveitarfélögum sem stofnuðu Suð- urlindir í síðasta mánuði. Þau voru að verja framtíðarhagsmuni sína með því að tryggja að auðlindir innan marka sveitarfélaganna yrðu nýttar í þeirra þágu, ekki eigenda HS. Áður gátu öll þessi sveitarfélög tryggt slíkt innan stjórnar HS. Sá bolti sem rúllaði af stað með einka- væðingu á hlut ríkisins hindraði að slíkt væri mögulegt lengur. Samsett mynd/Elli Árni Sigfússon, stjórnarformað- ur Hitaveitu Suðurnesja, segir þetta tímabil hafa verið viðburðaríkt. „Upphaflega snerist þetta um að ríkið seldi sinn hlut. Um meira snerist málið ekki í upphafi. Geysir kemur síðan þarna inn, býður vel og var reiðubúinn að kaupa meira. Það varð til þess að sveitarfélögin sáu sína sæng uppreidda og töldu að þarna væri tækifæri sem myndu seint bjóðast aftur. Orkuveita Reykjavíkur býður síðan einnig í þennan hlut og það kallar á heil- mikilar samningaviðræður til að skapa frið um starfsemina.“ Hann segir hluthafasamkomu- lag stærstu eigenda hafa verið mik- ilvægt skref í því ferli. „Undirstaða þess samkomulags er viljayfirlýsing um að aðilar þess ætli sér að efla Hitaveituna og starfsemi hennar á starfssvæði hennar. Við gerðum á móti ekki athugasemdir við það ef Hafnarfjörður seldi sinn hlut til Orkuveitunnar. Ég trúi því að menn haldi það samkomulag sem þeir gera.“ Tvennt sem truflar „Það sem síðan truflar þessa stöðu eru tvö mál. Annars vegar REI-málið sem kemur nokkuð skyndilega upp og hefði haft áhrif á eignarhlutföll í hitaveitunni. Hitt er síðan stofnun Suðurlinda, sem virt- ist geta skapað óvissu um ákveðna þætti í nýtingu starfssvæða hitaveit- unnar. Suðurlindamenn segja að fyrirtækið snúist fyrst og fremst um að marka sér skýrari sameiginlega stefnu gagnvart landamerkjum. Svo hafa aftur komið óljós skilaboð um að þetta þýði eitthvað meira og geti jafnvel ógnað hagsmunum hitaveit- unnar. Ég hef ekki viljað trúa þeim fullyrðingum enda væri þá verið að ganga gegn viljayfirlýsingu og for- sendum fyrir sölu Hafnarfjarðar til Orkuveitunnar. Það gefur augaleið að ef menn ganga gegn samkomu- lagi þá er það brostið. En það hlýtur einnig að hafa áhrif á vilja Orku- veitunnar að borga átta milljarða króna fyrir hlut í fyrirtæki sem hef- ur ekki sömu vaxtarmöguleika og virtist vera.“ Árni Sigfússon, stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja Efla starfsemi HS á starfssvæði hennar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.