24 stundir - 05.01.2008, Síða 10

24 stundir - 05.01.2008, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 24stundir Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Upplýsingar veita Gísli í síma 894-2865 og Svavar í síma 896-7085 KKR, SVFR og SVH STANGAVEIÐIMENN ATHUGIÐI I I Okkar árvissa flugukastkennsla í T.B.R. húsinu Gnoðavogi 1 hefst 6.janúar kl 20:00. Kennt verður 6., 13., 20. og 27. janúar. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort). Verð kr 9.000 en kr 8.000 til félagsmanna, gegn framvísun gilds félagsskírteinis. Mætið tímanlega. Munið eftir inniskóm. „Það leggja allir rosalega mikla vinnu í þetta, leikfélagið og björg- unarsveitin, skátarnir og lúðra- sveitin hafa til dæmis alltaf verið með,“ segir Edda Davíðsdóttir, fé- lagsmálafulltrúi Mosfellsbæjar, en rík hefð hefur skapast fyrri brenn- um á þrettándanum í bænum. Sjö brennur verða á höfuðborg- arsvæðinu á þrettándanum og í Mosfellsbæ, á Seltjarnarnesi og í Grafarvogi verður gengin blys- ganga að brennunni. Á Seltjarnar- nesi verður safnast saman við Mýr- arhúsaskóla, en í Grafarvogi verður safnast saman við Gufunesbæinn klukkan 16:30. Í Mosfellsbæ fer kyndlaganga af stað frá Bæjarleik- húsinu klukkan 20 og ganga skátar með trommusveit í fararbroddi. Að sögn Eddu er töluvert af huldufólki sem sækir brennuna, þangað koma álfakóngur og álfa- drottning auk jólasveina, trölla og annars hyskis. Þá spilar skólalúðra- sveit Mosfellsbæjar auk þess sem Álafosskórinn syngur. Edda segir mikið um að fólk komi úr Reykjavík á brennuna. „Þetta er náttúrlega alveg æðisleg staðsetning og mikill mannfjöldi og gaman,“ segir Edda og bætir við: „Svo endar þetta alltaf á glæsi- legri flugeldasýningu frá björgun- arsveitinni Kyndli. Hún toppar sig á hverju ári.“ fifa@24stundir.is Víða brennur á þrettándanum Mikið um huldufólk Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Sex stórir hvellir voru í desember og var stormurinn þann 30. des- ember síðastliðinn sá útbreiddasti á landinu, að því er kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. ,,Það hefur í raun verið óvenju úrkomusamt um sunnan- og vest- anvert landið frá því síðustu dag- ana í ágúst. Það sljákkaði aðeins í nóvember en fór allt á fullt aftur í desember. Það hefur aldrei rignt svona mikið síðustu 5 mánuði árs- ins en verst var veðrið í desember,“ segir Trausti Jónsson veðurfræð- ingur og bætir því við að mönnum bregði dálítið við vegna þess hversu hægviðrasamt hafi verið undanfar- in ár. „En í lengra samhengi er þetta ekki óvenjulegt hvað vindinn varð- ar. Úrkoman var hins vegar miklu meiri en venjulegt er.“ Úrkoman í Reykjavík mældist 196,5 mm og hefur ekki áður mælst meiri í desember. Er þetta meira en tvöfalt meðalmagn mán- aðarins, að því er segir í yfirliti Veð- urstofunnar. Úrkoma á Akureyri mældist 60 mm og er það 13 pró- sent umfram meðallag. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman 234 vindur var meiri en 17 m/s hjá yfir 40 prósentum veðurstöðva í nokkrar klukkustundir í senn. Stormurinn á nýársnótt telst reyndar formlega með janúar, að því er bent er á í yfirliti Veðurstof- unnar. mm og er það nærri tvöföld með- alúrkoma. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 11 í desember og er það í meðallagi. Meðalhiti í Reykjavík var 1,3 stig eða 1,5 stig- um yfir meðallagi. Alls voru sex tilvik þegar mesti Sex stórir hvellir í desembermánuði  Viðbrigði eftir hægviðrasöm ár  Úrkoman í Reykjavík hefur ekki mælst meiri í desem- ber  Meðalhiti ofan meðallags  Aldrei hefur rignt jafnmikið síðustu 5 mánuði ársins ILLVIÐRISDAGAR Í DESEMBER 2007 Hlutfall stöðva með mesta vind meiri en 17m/s 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 1 2 3 4 da gu r DESEMBER 2007 JANÚAR 2007 Aðfaranótt 11. Aðfaranótt 13. Aðfaranótt 14. 30. des Aðfaranótt 18. 1. jan ➤ Samgöngur fóru úr skorðumum landið í stóra hvellinum þann 30. desember. Fárviðrið var sums staðar slíkt að ekki var stætt á milli húsa og víða urðu rafmagnstruflanir. ➤ Á höfuðborgarsvæðinu þurftiað loka mörgum götum vegna vatnselgs. ➤ Gríðarlegt annríki var hjábjörgunarsveitum í þessum hvelli eins og öðrum hvellum í desember. ÚTKÖLL OG TJÓN Óskar S. Reykdalsson, fram- kvæmdastjóri lækninga á Heil- brigðisstofnun Suðurlands, vísar á bug gagnrýni á starfshætti innan réttargeðdeildarinnar á Sogni. Í frétt í 24 stundum sem birtist 21. desember síðastliðinn var því með- al annars haldið fram að Sogn væri geymslustaður fyrir geðsjúka og endurhæfing vistmanna væri í al- geru lágmarki. Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, lýsti þá efasemdum um starfsemi Sogns. Mjög góður árangur Óskar segir árangur af meðferð á Sogni hafi verið mjög góðan. Ná- lægt fjörutíu manns hafi útskrifast frá Sogni síðan stofnunin var sett á fót og enginn þeirra hafi brotið af sér aftur. „Ég tel að það sé ekki rétt að ekki séu úrræði fyrir fólk þegar það kemur af Sogni. Markmið okk- ar er að fólk geti útskrifast af Sogni og lifað sjálfstæðu lífi í samfélaginu án þess að vera sjálfu sér eða öðr- um hættulegt. Við gerum það sem er í okkar valdi til að það gangi eftir og sá árangur sem hefur náðst er í raun einsdæmi í heilbrigðiskerfinu. Hitt er svo annað mál að við viljum gera enn betur, en þrátt fyrir að við höfum fengið góðan stuðning frá ráðuneytinu þá teljum við að okk- ur vanti fjármagn til að bæta um betur. Ég tel að starfsmenn á Sogni séu mjög hæfir en það er ekki laun- ungarmál að það er erfitt að fá fag- menntað fólk í allar stöður.“ Margt má bæta á Sogni Sigurður Guðmundsson land- læknir segir að vissulega megi bæta þjónustu á Sogni verulega. „Hús- næðið er ekki fullnægjandi og það er mikil þörf á að setja á fót að- stöðu til að geta útskrifað fólk til hálfs, helst í nánd við Sogn. Eins þarf að bæta göngudeildir og tengsl við geðdeild Landspítalans.“ Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra segir að unnið sé að því að bæta aðstöðumál í heil- brigðiskerfinu öllu og það eigi við um Sogn eins og aðrar stofnanir. freyr@24stundir.is Yfirmaður lækninga á Sogni vísar gagnrýni á starfshætti þar á bug Meðferð á Sogni ber árangur Má bæta Sigurður Guðmundsson land- læknir segir ýmislegt mega bæta á Sogni. Jólatré borgarbúa verða að moltu eftir jólin. Borgarstarfs- menn verða á ferðinni dagana 7-11. janúar um hverfi borg- arinnar og sækja þá jólatrén. Íbúar borgarinnar eru hvattir til að setja jólatré á áberandi staði út fyrir lóðamörk og jafnframt að ganga þannig frá þeim að ekki sé hætta á því að trén fjúki. Eftir þann tíma verða íbúar að koma trjánum sjálfir á endurvinnslustöðvar. Sömuleiðis eru íbúar borg- arinnar beðnir um að hreinsa upp flugeldarusl í nágrenni sínu og halda borginni þannig hreinni. fr Jólatré notuð í moltu Sorphirðar sækja jólatrén Börn við Þinghólsbraut í Kópavogi hafa nú hreinsað til í götunni sinni og næsta ná- grenni. Þetta er annað árið í röð sem krakkarnir taka sig til og hreinsa eft- irstöðvar áramótanna í hverf- inu sínu. Um það bil 800 tonnum af flugeldum er skot- ið á loft um áramótin. bee Hreinsa Þinghólsbraut Röskir krakkar í Kópavogi BRENNUR OG FLUGELDASÝNINGAR Á ÞRETTÁNDANUM 17.00 17.00 Valhúsahæð18.00 Við Gestshús 20.30 Varmárvellir Gufunes 18.00 18.00 Við Reynisvatn18.00 Fagrihvammur Ásvellir19.00

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.